Þjóðviljinn - 21.09.1954, Síða 7
Kirkjubygg-
ingar
tveggja
Gissura
„Gissur hvíti lét gera hina
iyrstu kirkju í Skálaholti og
■var þar grafinn að þeirri
kirkju“, segir í Hungurvöku, en
„um daga ísleifs biskups kom
út sá biskup, er Kolur hét, og
-andaðist hann hér úti. Hann var
grafinn í Skólaholti, og var sú
kirkja hér á landi fyrst prýdd
með tigins manns greftri, er að
réttu kallast andlega móðir
allra annarra vígðra húsa á ís-
llandi.“
Talið er, að Gissur hvíti hafi'
reist kirkju sína um 999, og þar
munu ýmsir trúboðar og trú-
boðsbiskupar hafa messað, t.
d. Þangbrandur, Kolur, Bjarn-
harður Vilráðsson hinn bók-
vísi og fleiri, en Skafti Þór-
oddsson og Njáll • Þorgeirsson
ihafa eflaust hlýtt þar messu.
Kirkja Gissurar hvíta hefur
:sennilega staðið fram á daga
sonarsonar hans, Gissurar bisk- -
ups ísleifssonar (1080—1118). í
Hungurvöku segir, að Gissur ís-
leifsson hafi eigi haft „allt land
Til ábúðar í Skálholti fyrst
nokkra stund biskupsdæmis
síns, af því að Dalla, móðir
hans, vildi búa á sínum hluta
llandsins, meðan hún lifði. En
þá er hún var önduð og biskup
hlaut allt land, þá lagði hann
það allt til kirkju þeirrar, er í
Skálholti er hann sjálfur
hafði gera látið, þrítuga að
lengd, og vígði Pétri postula,
■ og mörg gæði önnur lagði Giss-
ur biskup til þeirrar kirkju
bæði í löndum og lausafé og
kvað á síðan, að þar skyldi á-
vallt biskupsstóll vera, meðan
ísland væri byggt og kristni má
haldast. Gissur biskup gaf til
kirkju í Skálaholti purpura-
hökul hvítan, er þar hefur síð-
an lengi beztu verið, og marg-
•ar gersemar aðrar.“
Hvérnig voru
íslenzku
miðalda-
kirkjurnar?
Nú munu varla finnast nein-
ar minjar um fyrstu tvær
kirkjurnar í Skálholti, en kirkja
Gissurar hefur varla verið
mjög stórt hús eða vandað, af
þvi að rúmum 30 árum eftir
dauða hans ræðst Klængur
biskup Þorsteinsson í það stór-
virki að reisa rnikla kirkju á
staðnum. Um þá kirkjusmíð
eigum við dágóðar heimildir,
-og nú telja fornfræðingar sig
hafa fundið móta fyrir grunni
þeirrar kirkju. I Hungurvöku
segir:
„Á tveim skipum komu út
stórviðir þeir, er Klængur
biskup lét höggva í Noregi til
kirkju þeirrar, er hann lét gera
í Skálaholti, er að öllu var
vönduð fram yfir hvert hús
annað, þeirra er ó íslandi voru
ger, bæði að viðum og smíði.
----Hann lét þegar taka til
kirkjusmíðar, er hann hafði
vetur á stólnum setið. Svo
nsýndust öðrum mönnum tillög
"vera mikil til kirkjugerðar að
hverjum misserum, bæði í við-
arföngum og smíðakaupum og
mannhöfnum þeim, er þar
fylgdu, að svo þótti skynsömum
mönnum sem öll lausafé þyrfti
til að leggja, þau er til stað-
-arins lágu í tíundum og öðrum
Þriðjudagur 21. september 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
■ 1 • • *!••! ••' AVi fL.ilV lt >t ujj
Björn Þorsteinsson:
Oddverjinn á Skálholtsstóli
tillögum. Búið þurfti í annan
stað svo mikilla tillaga að
hverjum misserum fyrir sakir
fólksfjölda og gestrisni og ann-
arrar atvinnu, að svo þótti sem
þar mundi þurfa til alla lausa
aura, þá er staðurinn átti. í
þriðju grein hafði hann svo
veizlur fjölmennar, og stórar
fégjafir við vini sína, er bæði
voru margir og göfugir, að
þar þurfti nálega ógrynni fjár
til að leggja. En almáttugur
guð, er allt gott gefur af sér,
lét engan þann hlut skorta, er
þurfti að hafa, bæði til kirkju-
gerðar og annarrar afvinnu
þeirrar, er biskup vildi láta
hafa, meðan hann lifði. Þessir
voru höfuðsmiðir að kirkjunni
í Skálaliolti: Árni, er kailaður
var höfuðsmíður, og Björn hinn
hagi Þorvaldsson. IHugi Leifs-
son tegldi og viðu.
En þá er kirkja var ger í
Skálaholti.svo að biskupi þótti
hún til vígslu fallin, þá gerði
biskup veiziu mikla og ágæta
vinum sínum og bauð þangað
Birni biskupi (á Hólum) og
Nikulao ábóta (á Munkaþverá)
og mörgum höfðingjum, og var
þar hinn mesti fjöldi boðs-
manna. Þeir vígðu bóðir kirkju
í Skálaholti, Klængur og Björn,
annar utan en annar innan, og
helguðu báðir Pétri postula, svo
sem áður hafði verið, en Niku-
lás hafði formæli. Það var á
degi Viti pislarvots (þ. e. 15.
júní). En eftir tíðir bauð
Klængur biskup öllum þeim
mönnuni, er við kirkjuvígslu
höfðu verið, að hafa þar dag-
verð, þeim er sér þótti það
betur gegna, og var það enn
gert meir af stórmennsku en
fullri forsjá, af því að á einn
veg reyndist það ávallt að eiga
undir mörgum heimskum, er
einn vitur maður má vel fyrir
sjá með stillingu, og mátti þar
og þá mikið að raunum kom-
ast, fyrir því að eigi höfðu þar
færri menn dagverð en sjö
hundruð (sennilega stór, þ. e.
eigi færri en 840), og urðu til-
lög með óhægindum áður létti.
Sú veizla var allvirðuleg að
öllum þeim mönnum þótti, er
þangað var boðið, og voru þeir
ahir, er virðingarmenn voru,
með stórum gjöfum á braut
leystir.
Klængur biskup lét prýða það
mest hann mátti til að fá kirkju
þá, er hann lét gera í Skála-
holti, unz hún var að öllu bú-
in. Hann lét gera gullkáleik og
setja gimsteinum og gaf kirkj-
unni.“
Gefur grunn-
mál nokkra
vísbendingu
um gerð
kirkjunnar?
í Skálholti hefur kirkja á-
vallt verið reist á s'ama grunni
frá fyrstu tíð, en kirkjurnar
hafa verið mjög misjafnlega
stórar. Nú hefur verið unnið
að því í sumar að grafa upp
hinn forna kirkjugrunn austur
í Skálholti til þess að finna
grunnflöt hinna fornu kirkna.
Ýmsar bollaleggingar eru uppi
um það að hressa upp á Skál-
holtsstað, en verði ráðizt í ein-
hvers konar byggingar þar
eystra og ný kirkja reist, er
við búið, að allar fornar bygg-
ingarleifar verði eyðilagðar.
Því miður vitum við mjög lítið
um kirkjubyggingar hér í ka-
þólskum sið, því að ísland er
eina land Evrópu, sem á engar
kirkjubyggingar frá miðöld og
engar myndir eða nákvæmar
lýsingar á íslenzkum kirkjum
frá þeim tíma. Prófessor
Magnús Már Lárusson hefur
manna bezt rannsakað heim-
ildir um kirkjubyggingar hér á
landi að fornu og hefur komizt
að þeirri niðurstöðu, að hér hafi
verið reisfar .glæsilegar timb-
urkirkjur á miðöldum eftir
norskum fyrirmyndum. Þess er
alloft getið, að íslendingar
sigldu til Noregs og keyptu þar
kirkjuvið. Sá viður hefur senni-
lega verið tilsniðinn í kirkju, ,
svo að hingað hafa verið fluttar
norskar stafkirkjur á svipaðan
■ hátt og sænsk hús á seinni ár-
um. Torfkirkjurnar íslenzku
munu vera arfur eymdarára,
þegar hingað var flutt brenni-
vín í stað timburs. Kirkjuhurð-
in forna frá Valþjófsstað er
einu leifar, sem varðveitzt hafa
um hin fornu, glæsilegu ís-
lenzku guðshús, en við getum
ráðið nokkuð útlit þeirra af
þvi, að þessi eina hurð, sem er
þó ekki heil, hefur vakið aðdá-
un listfræðinga margra þjóða,
og hún er höfuðdýrgripur ís-
lenzka Þjóðminjasafnsins. Það
er einungis hending, sem réði
því, að Valþjófsstaðahurðin
hefur ekki glatazt, því að aust-
ur á Eiðum stóð t. d. fram á
18. öld fögur timburkirkja öll
skreytt með útskurði að innan,
en af þeirri listasmíð hefur ekk-
ert varðveitzt.
Stærsta hús
á íslandi um
800 ár reist í
Skálholti
Af því að við erum mjög fá-
tækir af mannvirkjum frá mið-
öldum, þá er það mjög mikil-
vægt fyrir íslenzka menningar-
sögu að fá sem gleggsta hug-
mynd um hina fornu dóm-
kirkju í Skálholti. Nú mun úr
því skorið, að engar leifar finn-
ast eftir elztu kirkjuna, sem
Gissur hvíti reisti, og vafalaust
verður erfitt fyrir fornfræðing-
aria að skapa sér nokkra hug-
mynd um gólfflötinn í kirkju
Gissurar biskups ísleifssonar,
en þeir munu nú kunna allglögg
i
skil á grunni kirkju þeirrar, er
Klængur biskup reisti laust eft-
ir miðja 12. öld. í Hungurvöku
segir, að sú kirkja hafi verið
„vönduð fram yfir hvert hús
annað, þeirra er á íslandi
voru ger, bæði að viðum og
smíði“. Hvernig leit þessi
kirkja út, og hve stór var hún?.
Slíkra spurninga munu margir
spyrja. Nú mun að nokkru úr
því skorið, hve stór hún var,
því að fornfræðingarnir telja,
að grunnflötur hennar hafi ver-
ið um 46 m á lengd og 12 m
á breidd. Þetta hefur verið
krosskirkja, þverskipið um 21'
m á iengd og 11—12 m á breidd.
Þetta hefur verið stærsta hús,
sem reist hefur verið á íslandi,
þangað til á 20. öld.
Þótt það sé allmerEilegur
fróðleikur að vita grunnmál
kirkjunnar og það með, að þeir
rúmlega 840 menn, sem voru
við vígslu hennar á sínum tíma,
hafi getað rúmazt í henni,; þá
langar okkur til að vita ótal
margt annað um hana. Hve há
var hún, og hvernig var bygg-
ingarlagið? Nú vita menn, að
byggingameistarar miðalda
voru engir klaufar, heldur
kunnu þeir sitt fag, og reistu
mörg fegurstu hús veraldar. f
miðaldabyggingum ríkir fullt
samræmi, föst, samræn hlut-
föll, og menn þekkja sæmilega
þau lögmál, sem ríkja í bygg-
ingarstíl norsku stafkirknanna.
Sennilega á Klængskirkjan sér
systurbyggingu í Noregi, ön þar
hafa varðveitzt fjöldi staf-
kirkna frá 12. öld. Við rann-
sóknirnar í Skálholti í sumar
hefur starfað norskur forn-
fræðingur, Haakon Christie að
nafni. Hann mun fara út með
grunnteikninguna af Skálholts-
kirkju og reyna að finna hlið-
stæðu hennar meðal norskra
miðaldakirkna. Takizt það, þá
getum við skapað okkur fyllrf
hugmynd af hinum forna Skál-
holtsstað, þessi forni höfuð-
staður fslands verður okkur
meiri veruleiki en áður.
Er hægt að
finna legstað
Jóns
Gerikssonar?
En enda þótt við getum gert
okkur allglögga hugmynd um
útlit miðaldakirkjunnar, þá
verður sú mynd aldrei fullkom-
in. Þótt íslendingar hafi flutt
inn tilbúnar kirkjur frá Noregi,
þá skreyttu þeir þær sjálfir
og áttu sjálfstæðan skrautstíl.
Það sýnir Valþjófsstaðahurðin
bezt, en hana telja ýmsir frá 12
öld. Við munum aldréi geta leitt
fram í dagsljósið hið persónu
lega verk þeirra Árna liöfuð-
smiðs, Bjarnar haga og Illuga
Leifssonar. En af grunninum
sést, að í kirkjunni hafa verið
8 ölturu í kór og þverskipi; og
undirstaðan að háaltarinu er
Framhald á 11. síðu.
Valþjófsstaðahurðin