Þjóðviljinn - 26.09.1954, Síða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. september 1954
s,Og gleðja svo fjand-
ann í kristinna manna
drápi“
Konungnr mælti til Teits: —
Fyrir engan mun vil ég þér Ieyfa
að mæla, því að öll þín orð, þau
er þú mælir, munu mikið spilla,
og væri maklegt að úr þér væri
skorin tungan.
I>á stóð upp Jón prestur Ög-
mundarson og mælti: — Vill
konungur leyfa mér að mæla
nokkur orð?
Konungur spurði: — Hver mælir
nú? — Maðurinn svarar: —
Presturinn sá hinn íslenzki, hann
Jón. Konungur mælti: — Leyfa
vil ég þér að tala.
Þá hóf Jón prestur svo mál sitt:
— Guði er það að þakka, að
löndin eru kristin orðin, Nor-
egur og ísland ... fjandinn mælti
. fyrir munn þessum er nú talaði.
Var fyrst veginn maðurinn einn,
en síðan fýsti hann, að drepa
skyldi tíu, og það hygg ég, að
slíkir menn muni mest að vinna
í sinni illgirnd og vondum for-
tölum eða eyða réttlæti og
miskunn og öðrum góðum siðum
höfðingjanna, en hvetja þá og
hvessa til grimmdar og glæpa
og gleðja svo fjandann í krist-
inna manna drápi. En jafnt er-
um vér, herra konungur, þínir
þegnar sem þeir, er hér eru inn-
anlands. Nú mun yður mikið
við liggja, að þér dæmið rétta
dóma, en eigi ranga, því til hvers
þings og móts kemur sjálfur al-
máttugur guð og hans .helgir
menn.
(Úr Gísls þætti Illugasonar).
□ 1 dag er sunnudagurinn 26.
sept. — Adolpliús. 269. dagur
ársins. Tungl í hásuðri kl.
12.51. Árdegisháflæði kl. 4.57.
Síðdegisháflæði kl. 18.13.
Vikapiltar at-
vinnurekenda við
Morgunblaðið
benda járnsmið-
um á það í gær
hvaða menn at-
vinnurekendur vilja fá kosna
frá félaginu á komandi þing
Alþýðusambandsins. Lýsa þeir
lista afturlialdsins í félaginu á
þessa leið: „Tveir listar eru í
kjöri. Annar borinn fram af
lýðræðissinnum og öðrum frjáls
lyndum mönnum í félaginu". —
Vér sp.vrjum: liverjir eru þess-
ir aðrir frjálslyndu, sem ekki
eru lýðræðissinnaðir, en Moggi
vill efla til valda í verklýðs-
hreyfingunni ?
Krossgáta nr. 474.
Lárétt: 1 gaddsins 7 fisk 8
bandið 9 þrír eins 11 skel 12
umdæmismerki 14 ryk 15 for-
boð 17 keyrði 18 brún 20 aft-
asti
Lóðrétt: 1 drepa 2 þel 3 lézt 4
fæða 5 duna 6 hengingaról 10
kvennafn 13 ítölsk kvikmynd
15 skst 16 á nefi 17 ármynni 19
samhlj.
Lausn á nr. 473
Lárétt: 1 kústa 4 er 5 te 7
ala 9 söl 10 und 11 lek 13 ar
15 ár 16 ólmur
Lóðrétt: 1 KR 2 sól 3 at 4
enska 6 endar 7 all 8 auk 12
eim 14 ró 15 ár
Helgidagslæknir
er Skúli Thoroddsen Fjölnisveg
14, sími 81619.
9.30 Morgunút-
varp. — Fréttir
og tónleikar:
Strengjakvart-
ett í D-dúr op.
eftir Mendelssohn
(Stradivarius-kvartettinn leik-
ur). 10.10 Veðurfregnir. 10.30
Prestsvígsla í Dómkirkjunni:
Biskup Islands vígir Stefán
Lárusson cand. theol. sem
settan prest í Staðarprestakalli
i Grunnavík í Norður-ísafjarð-
arprófastsdæmi. Séra Óskar J.
Þorláksson þjónar fyrir altari.
Björn Magnússon prófessor lýs-
ir vígslu. Aðrir vígsluvottar:
Séra Lárus Arnórsson þMikla-
bæ, séra Guðbrandur Björns-
son fyrrum prófastur og séra
Björn Jónsson í Keflavík. Hinn
nývígði prestur prédikar. —
Organleikari: Páll ísólfsson.
15.15 Miðdegistónleikar: a)
Eileen Joyce leikur á píanó.
b) L’Arlesienne, svita eftir
Bizet (Sinfóníuhljómsveitin í
Philadelphíu leikur; Stokow-
sky stj.). c) Lög úr óperunni
Faust eftir Gounod. 16.15
Fréttaútvarp til íslendinga er-
lendis. 16.30 Veðurfregnir.
18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö.
Stephensen). 19.25 Veðurfr. —
Tónleikar. 20.20 Erindi: Pistill
frá Grænlandi eftir Guðmund
Thoroddsen prófessor (Andrés
Björnsson flytur). 20.40 Kór-
söngur: Hollenzki kammerkór-
inn syngur lög eftir ýmsa höf-
unda; Felix de Nobel stjórnar
pl. 21.00 Dagskrá Menningar
og minningarsjóðs kvenna: a)
Frú Svava Þórleifsdóttir flytur
inngangsorð. b) Samtalsþáttur:
Margrét Jónsdóttir skáldkona
talar við þrjár námsstúlkur.
c) Einleikur á píanó: Frú
Soffía Guðmundsdóttir leikur
sónötu í e-moll op 90 nr. 2 e.
Beethoven. d) Frú Ragnhildur
Jónsdóttir les úr Æviminning-
um Guðrúnar Borgfjörð. 22.05
Danslög pl. — 23.30 Dagskrár-
lok.
Útvarpið á morgun:
8.00 Morgunútvarp. — 10.10
Veðurfregnir. — 12.10 Hádegis-
útvarp. —- 15.30 Miðdegisút-
varp — 16.30 Veðurfregnir —
19.25 . Veðurfregnir — '19.30
Tónleikar; Lög úr kvikmyndum
(plötur). — 19.40 Auglýsingar
—■ 20.00 Fréttir — 20.20 Út-
varpshljómsveitin; Þórarinn
Guðmundsson stjórnar: ,Sylvia‘,
ballettsvíta eftir Delibes. —
20.40 Um daginn og veginn (Frú
Sigurlaug Bjarnadóttir). — 21
Einsöngur: Hjördís Schymberg
óperusöngkona frá Stokkhólmi
syngur lög eftir Ture Rang-
ström; Fritz Weisshappel leikur
undir á píanó. — 21.15 Erindi:
Börn og peningar (Snorri Sig-
fússon námsstjóri). 21.3Q
Tónleikar (plötur): ,Burlesque‘
fyrir píanó og hljómsveit eftir
Richard Strauss (Elly Ney og
Ríkisóperuhljómsveitin í Berlín
leika; van Hoogstraten stjórn-
ar). — 21.45 Búnaðarþáttur:
Öryggi í meðferð dráttarvéla
(Þórður Runólfsson öryggis-
málastj.). 22.00 Fréttir og veð-
urfregnir. — 22.10 ,,Fresco“,
saga eftir Ouida; VIII. (Magn-
ús Jónsson prófessor). — 22.25
Létt lög: Lucienne Boyer syng-
ur, — og einnig leikin lög á bíó-
orgel (plötur). — 23.00 Dag-
skrálok.
Hjónaefnunum
~ Kristrúnu Guð-
*jl ^ mundsdóttur og
Reyni Finnboga-
syni fæddist 14.
marka sonur laugardaginn 18.
september.
Listasafn ríkisins
er opið á þriðjudögum, fimmtu-
dögum og laugardögum kl. 1-
3 og sunnudögum kl. 1-4.
Bókmenntagetraun
Við birtum hér í gær fjögur
erindi úr kvæðinu „Bátsenda
pundarinn", sem Grímur Thom-
sen orti um kaupmannavaldið
á hans dögum og baráttuna
gegn því. Kannast einhver við
þetta ?
Til að seðja fýsna feikn
flesta kosti þá er völ um:
brjóstakrossa, titla og teikn
tekst að fá með ríkisdölum.
Einn, ef hyggur öðrum tjón,
eitruðum hreyfir ríkisdölum
og kaupir margan þarfaþjón,
það fæst allt með ríkisdölum.
Allt skal vinna aftan til
og í læstum ráðasölum,
svo er vænt, að vinnist spil,
ef vasinn miðlar ríkisdölum.
Millilandaflug
Edda er væntan-
leg til Reykjavík-
ur kl. 11 í dag
frá New York.
Flugvélin fer kl. 12:30 til Staf-
angurs, Gautjaborgar, Kaup-
mannahafnar og Hamborgar.
Gullfaxi er væntanlegur til R-
víkur kl. 18:00 í dag frá Ósló
og Kaupmannahöfn. Flugvélin
fer til Prestvíkur og London kl.
8:30 í fyrramálið.
Innanlandsflug: I dag er á-
ætlað að fljúga til Akureyrar
(2 ferðir), Skógasands og
Vestmannaeyja. — Á morgun
eru ráðgerðar flugferðir til Ak-
ureyrar (3 ferðir), Bíldudals,
Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar,
Isafjarðar, Kirkjubæjarklaust-
urs, Kópaskers, Patreksfjarðar
og Vestmannaeyja (2 ferðir).
Flogið verður frá Akureyri til
Kópaskers.
Nýlega hafa op-
inberað trúlofun
sína ungfrú Sig-
ríður Ágústsdótt
ir, Fjarðarstræti
7, ísafirði, og Hörður Árnason
frá Hnífsdal.
Þann 19. þm opinberuðu trúlof-
un sína ungfrú Ásdís Jóhanns-
dóttir, V estmannaey jum, og
Ingi Vignir Jónasson, Akureyri.
Bæ j arbólcasafnið
Útlán virka daga kl. 2-10 síð-
degis. Laugardaga kl. 1-4. Les-
stofan er opin virka daga kl.
10-12 árdegis og 1-10 síðdegis.
Laugardaga kl. 10-12 og 1-4.
Lokað á sunnudögum yfir sum-
armánuðina.
•Tr<í hófrsmni*
Skipadeild SÍS
Hvassafell fer frá Seyðisfirði
í dag til Finnlands. Arnarfell
lestar saltfisk á Austurlands-
höfnum. Jökulfell fór frá New
York 23. þm til Reykjavíkur.
Dísarfell fór frá Hamborg í
gær til Reykjavikur. Litlafell
er í olíuflutningum í Faxaflóa.
Helgafell er í Álaborg. Birlc-
nack er í Keflavík. Magnhild
fór frá Haugasund 21. þm til
Hofsóss. Lucas Pieper fór frá
Stettin 17. þm til íslands. Lise
fór frá Álaborg 21. þm til
Keflavíkur.
Ríkisskip
Hekla var á ísafirði í gærkv.
á norðurleið. Esja er á Aust-
fjörðum á norðurleið. Herðu-
breið fer frá Rvík á mánudag-
inn austur um land til Bakka-
fjarðar. Skjaldbreið er á Breiða
firði. Þyrill er á leið frá Berg-
en til Rvíkur. Skaftfellingur
fer frá Rvík á þriðjudaginn til
Vestmannaeyja.
Eimskip
Brúarfoss er í Hull. Dettifoss
er I Reykjavík. Fjallfoss fer
frá Hull í dag til Reykjavík-
ur. Goðafoss fór frá Ventspils
22. þm til Helsingfors og Ham-
borgar. Gullfoss fór frá Kaup-
mannahöfn á hádegi í gær til
Leith og Reykjavíkur. Lagar-
foss fór frá Hrísey í gær til
Húsavíkur, Þórshafnar og Norð
fjarðar og þaðan til Esbjerg og
Leníngrad. Reykjafoss fer frá
Akureyri í dag til Húsavíkur
og Siglufjarðar. Selfoss fór
frá Grimsby í fyrradag til
Hamborgar og Rotterdam. —
Tröllafoss fer frá New York
28. þm til Reykjavíkur. Tungu-
foss er í Savona.
•."yt&mQíiCijiy- "
Kvöld- og næturvörður
er í læknavarðstofunni Austur-
bæjarskólanum, Sími 5030; kl.
14-8 í fyrramálið.
í fyrradag
voru gefin
saman í hjóna
band frú Þór-
unn Magnús-
dóttir, formaður Samtaka her-
skálabúa og Helgi Jónsson,
járnsmiður. Heimili þeirra er í
Kamp Knox G 9.
Eftir skáídsögu Charles de Costers * Teikningar eftir Helge Kiihn-Nielsen
446. dagur.
Lesið skjalið, lirópuðu menn og konur.
Néla er heiðvirð. Lesið skjalið! Néla er
ekki galdrakvendi!
Og einn dómarinn las. En af bréfinu
varð ljóst hvernig Jón Dampur hafði
hagað glæpaverkum sínum.
I bréfinu útskýrði hann fyrir Hildi-
brandi, hvernig þeir skyldu táldraga
Katalínu og lokka frá henni arfinn eft-
ir Klér.
En fólkið hrópaði: — Dauðadóm yfir
morðingjann! Dæmið galdramanninn til
dauða! Á bálið með kvennaflagarann! I
gálgann með ræningjann!