Þjóðviljinn - 28.09.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.09.1954, Blaðsíða 1
Óvenjueg frostharka er nú um allt land miðað við árs- tima. í fyrrinótt reyndist frostið 20 stig i Möðrudal á Fjöllum. Átta stig voru á Þingvöllum en 1 .stig hér í Reykjavík. Þriðjudagur 28. september 1954 — 19. árgangur — 219. töiublað Kósningar i Féiagi járni'SnaSarmanna: «1 ' giæsiiegtim yi Afturhaldsöflin biðu hinn herfilegasta og eftir- minnilegasta ósigur í kosningunum í Félagi iárn- iðnaðarmanna á sunnudaginn. A-listinn fékk 149 atkvæði og bætti því við sig 21 atkv. frá síðustu kosningum til Alþýðusambands- þings. íhaldslistinn, B-listinn fékk nú aðeins 112 atkv., tapaði 13. Við síðustu kosningar til þings munaði aðeins 3 atkvæðum en nú 37. Vinstri mennirnir hafa því aukið fylgi sitt um 16%, og hafa þeir í þessum kosningum geíið glæsi- legt fordæmi um hvernig svara ber atvinnurekenda- þjónustu innan verkalýðshreyfingarinnar. Fulltrúar járniðnaðarmanna á Alþýðusambandsþinginu eru þessir: Snorri Jónsson formaður félagsins, Kristján ■Huseby, Kristinn Ág. Eiríksson og Guðjón Jónsson. Varamenn: Hafsteinn Guðmundsson, Páll Jónsson, Árni Kristbjörnsson og Ingimundur Bjarnason. Að íhaldslistanum stóðu sam- eiginlega Ihaldið, hægri krat- arnir og Framsókn, að svo miklu leyti sem hún hafði mátt til. Efsti maður Ihaldslistáns, Sigurjón Jónsson, hefur á und- anförnum árum veiið erindreki íhaldsins, atvinnurekendaflokks ins, í .Alþýðusambandsstjórn- inni og sýnir fylgistap listans greinilega að verkalýðurinn er staðráðinn í að losa Alþýðu- einróma kjörinn íulltrúi húsgagnasmiða Sveinafélag húsgagnasmiða kaus í gærkvöld fulltrúa á 24. þing A.S.Í. Aðalfulltrúi var kos- inn formaður félagsins, Boili A. Ólafsson og varafulltrúi Krist- inn Guðmundsson. Voru þeir báðir sjálfkjörnir. Afturhaldið gsfst nú alveg uip, enda fór það hina mestu hrakför í kosnmgunni til 23. þingsins haustið 1852. sambandið undan yfirráðum Ihalds og atvinnurekenda. Hægri klíkan í Alþýðuflokkn- um hiifsaði -völdin á síðasta flokksþingi og rak síðan Hanni- bal Valdimarsson frá blaðinu og setti Harald Guðmundsson yfir Alþýðnblaðið. 1 Alþýðú- blaðinu á sunnudaginn gaf Har- aldur sína fyrstu fyrirskipun til járniðnaðarmanna, svohljóð- andi: „Gerið þessar fyrstu kosn ingar til þings ASÍ að svo mikl- um ósigri kommúnista að hann verði lengi í minnum hafður". Járniðnaðarmenn svöruðu með því að auka fylgi vinstri mannanna í félaginu um 16%. Járniðnaðarmenn svör- uðu með því að gera þessar kosningar að upp- haíi giíturíks samstarís vinstri manna um að hrífa Alþýðusambandið úr höndum atvinnurek- enda- og íhaldsþjónanna og koma því aftur í hend.- ur verkalýðsins sjálfs. ir fórust i II lámbmufazíezju með 1300 maims hvolfdi Taliö er aö á þriöja þúsund manns hafi farizt af völdum fellibyls, sem gekk yfir Japan 1 fyrradag. Veðurfræðingar spáðu því að fellibylurinn yrði með vægara móti og höfðu því litlar varúð- arráðstafanir verið gerðar. Sú varð hinsvegar raunin á að vindhraðinn komst upp í 170 kílómetra á klukkustund. Hús fuku og hellirigning olli flóðum. Mestan usla gerði þó of- viðrið á sundinu milli Hokkaido og Honshu, tveggja nyrstu Jap- anseyja. Járnbrautarferja, 4000 tonna skip með f jórar lestir á þilfari, leitaði skjóls í höfninni Ilakodate á Honshu. Stormur- inn hrakti skipið upp í kletta, þar sem því hvolfdi. Af 1300 manns sem voru um borð björg uðust aðeins 170. Börnin voru ekki sein á sér að nota fyrsta snjóinn. (Sjá 12. síðu Ljósm. Guðmuiidur Erlendsson). Snéfar sjáBfkjörnir Vestmannaeyjum í gærkvöld. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Lokið er kosningu til Alþýðusamhandsþings í tveimur verlca- lýðsfélögum hér, Sjómannafélaginu Jötni og Verkakvennafélag- inu Snót. Urðu framboð einingarmanna sjálfkjörin í báðum fé- lögunum. Fulltrúar Jötuns eru: Sigurð- ur Stefánsson, formaður fé- lagsins og Ögmundur Sigurðs- son. Varamenn: Sigurfinnur Einarsson og Hermann Jóns- son. Var auglýst eftir listum og kom aðeins fram listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Verkakvennafélagið Snót ka.us á félagsfundi í kvöld og þar urðu sjálfkjörnar Vilborg Sigurðardóttir, Dagmey Einars- dóttir og Ólafía Sigurðardóttir. Til vara: Ragna Vilhjálmsdótt- ir, Ágústa Sveinsdóttir og Lilja Finnbogadóttir. Fra.mhald á 5. síðu. uBjarmi" hyllir einingarstefnuna: Stokkseyri í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Verkalýðs- og sjómannaíélagið Bjarmi á Stokks- eyri kaus íulltrúa sína á Alþýðusambandsþing s.l. sunnudag. Var samvinna um kosninguna milli sósí- alista og Alþýðuílokksmanna og urðu írambjóðendur þeirra sjálíkjörnir. Fulltrúar félagsins eru Björg- Sigurðsson og Helgi Sig- c maa hersetunnar Fyrir hönd þeirra, sem standa að undirskriftasöínun gegn herstöðv- um á íslandi, beinum við þeim eindregnu tilmælum til einstaklinga, félaga og félagasamtaka, að taka undir kröfuna um uppsögn her- stöðvasamningcins, og vinna ötullega að því, að undirskriftasöínunin verði almenn oa árangúrsrík. Við'heitum á alla íslendinga, sem gera sér Ijósar þær hættur, er her- setunni fylgja, að láta hvorki áróðursblekkingar né ógnanir aftra sér frá að undirrita áskorun um uppsönn herstöðvasamningsins. Mz@ð ^íslas@i Oinsnaz M. Magnáss Gils Guðnrnndsson vin urðsson. Varamenn: Frímann Sigurðsson og Björgvin Jó- steinsson. Á fundinum var einróma samþykkt eftirfarandi ályktun: ,,Fundur haldinn í Verka- lýðs- og . sjómannafélaginu Bjorma, sunnudaginn 26. sept. 1954, fagnar peirri ein- ingu og samvinnu sem tek- izt hef'ur á Ákureyri rnilii Alpýðuflokksmanna og sójsi- ; alista uvi kjör fulltrúa á 24. ! ping Alpýðiisambands is- | lands. Væniir fundurinn i be?? að fvlgjendur verka- | If/ðsflokkanna. í landinu láti | fordœmiö frá Akureyri. verða 'leiðarvísi í peim kosningum sem nú fara fram til pings Alpýöusambandsins og kjósi pá fulltrúa eina á pingið, sem í anda samstarfs og stéttarlegrar einingar vilja a& pví vinna aó má burtu á- hrif atvinnurekenda úr yfir- stjórn heildarsamtaka verkalýðsins í landinu“. Þessar undirtektir verka- manna á Stokkseyri undir ein- inga.rboðskap verkalýðsihs á Akureyri er ljós vottur um þá öldu sóknar og sigurvilja sem nú rís meðal alþýðunnar um allt land. Verkalýðurinn á Ak- ureyri, Siglufirði og Stokkseyri hefur þegar fylkt sér um sam- vinnu Verkalýðsflokkanna í kosningunum. Og fleiri staðir munu á eftir fara, þrátt fyrir gagnstæðan vilja hægri klík- unnar, sem liamast með íliald- inu í fulltrúakosningunum. Kennaranánískeið kennslu var sett í Framhald á 5. í íslenzku- Laugarnes- síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.