Þjóðviljinn - 28.09.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 28. september 1954
Oftast valda einhverjar
truflanir því, að ekki er hlust-
að á ein og önnur veigamik-
il dagskráratriði, sem maður
hefði þó sízt af öllu viijað
missa af og lesendur útvarps-
gagnrýni sakna, ef ekki er að
neinu getið. Slíks eru ávallt
fleiri og færri dæmi í útvarps-
gagnrýni flestra vikna. En
aidrei hefur þó keyrt eins
rækilega um þverbak og í
síðustu viku. Það skal sagt
og skrifað, að nú var hlustað
ein einustu tvö kvöld alla
vikuna. Svo getur farið, þegar
afmælisveizla, Þjóðleikhúss-
vist og heilt stéttarþing rekur
hvað annað og hleðst ailt á
eina viku. Maður hefur rétt
heyrt minnzt á einstaka þátt.
Söngur Kristins Hallssonar á
sunnudaginn og Jóhanns Kon-
ráðssonar á mánudaginn hef-
ur verið færður í tal af fleir-
um en einum, en ekki aðrir
þættir tónlistar. Þetta bendir
til þess, sem mig hefur raun-
ar áður grunað, að góður ein-
söngur sé mjög að skapi
margra útvarpshlustenda, auk
þess sem ég tók ummæli
manna á þá leið, að söngur
nefndra rnanna hafi verið góð-
ur. Eina tónlistin, sem ég
hlustaði á alla vikuna voru
hljómleikarnir frá Dómkirkj-
unni á þriðjudaginn, þar sem
þeir léku samleik á selló og
orgel, rússneski sellóleikarinn
Rotropovitsj og ísienzki orgel-
leikarinn Páll ísólfsson. Svo
frábær list sem þar var um að
ræða, þá glatar hún meiru í
flutningnum frá tónlistarsaln-
um til útvar-stækÍHÍns en
éinsöngurinn. Sú er líka
reyndin að svo marga sem
ég hef heyrt dá sellóleik rúss-
heska snillingsins af þeim, er
sótt hafa rússnesku hljóm-
leikana, þá hef ég engan heyrt
minnast á leik hans í útvarp-
ið. *
Fréttastofunni hefur sennilega
ekki litizt á að endu.rtaka
hana og sýnir það, að ekki
er henni með öllu varnað
nokkurrar gagnrýni. — Öðru
sinni heyrði ég það í fréttum
Útvarpsins, að 11 þjóðir hefðu
risið gegn vilja Bandaríkj-
anna um að halda Kínaveldi
enn utan samtaka Sameinuðu
þjóða. Voru þar tihiefndar
fjórar Norðurlandaþjóðir og
nokkrar aðrar að auki. Út úr
upptalningunni þóttist ég fá
töluna 12, en síðar sá ég þess
getið í blaði einu, að ísland
hefði ekki verið meðal þess-
ara þjóða, og er þá fengin
talan 11. — En nú væri á-
stæða til að spyrja Fréttastof-
una frekari skýringa á þcssu
og þó sérstaklega, livort hún
telji ekki íslendinga með
Norðurlandaþjóðum og hvaðan
hún hafi þá heimildir fyrir
því, að svo eigi ekki að vera.
Þá er að síðustu að geta
tveggja kvölddagskráríiða,
sem mér gafst færi að hjusta
á. Annar var um síldveiðarn-
ar í sumar eftir Davíð Ólafs-
son. Það er dálítið merkileg
tilviljun, ef um tilviljun ein-
bera er þá að ræða, hve erindi
Útvarpsins þau, er að fisk-
veiðum lúta eru skýrlega
samin og flutt. Unnsteinn
Stefánsson, Guðmundur Jör-
ttíurtnn
Fyrsti snjórinn — Snjókarl í moldarbúningi —
Skammlííur smíðisgripur — Snjólaust kvöld
undsson, Davíð Ólafsson eru
hver öðrum betri á þessu
sviði. Mér þætti ekki ólíklegt,
að mjög veigamikið atriði í
þessu efni sé það, að þessir
menn geri sér sérlega ljóst
það efni, sem þeir fjalla um,
enda mun happasælast að
halda sér fast við þá reglu
í viðskiptum við öfl sævarins.
Á laugardagskvöldið var
flutt leikrit eftir Somerset
Maugham, þar sem þunga-
miðjuatburður var morð, þó
ekki morð venjulegra glæpa-
manna í fjáröflunarskyni,
heldur eitt þessara klassísku
morða, sem leiðir af funheit-
ura ástum kvenna. Af skáld-
verkum mikilla höfunda skyldi
maður ætla, að þess háttar
ástarhita sé ekki sízt að hitta
meðal Evrópumanna, þar
sem þeir eru utan sinna heim-
kynna meðal nýlenduþjóða.
eða á útjöðrum hins byggöa
heims. Mér datt í hug saga
eftir Jack London um- litl'a
húsfreyju í stóru húsi við
heimskautabaug í Norður-
Ameríku. Þar' var sú litía
kona elskuð svo heitt í henn-
ar stóra húsi, að hún framdi
sjálfsmorð. — Leikritið fer
fram suður á Malakkaskaga,
og þar elskar ein kona svo
heitt einn mann að hún skýt-
ur hann til bana með þvílíkri
áfergju, að hún lætur ekki
staðar numið, fyrr en þrotnar
eru allar skotfærabirgðir.
læikurinn tók hálfan annan
tíma og var ágætlega leikinn.
Hann fer skarplega af stað
og grípur mann þegar föstum
tökum, en það verður að telj-
ast galli, live lykill glæpsins
berst manni fljótlega í hend-
ur, svo að spennan minnkar,
þegar enn er langt til loka.
G.Ben.
BIRTAN 1 herberginu mínu var
svo annarlega hvit þegar ég
vaknaði á sunnudagsmorgun-
inn að ég hélt fvrst í stað
að mig hefði aðeins dreymt
að ég væri að vakna. Ég
gekk þó fljótlega úr skugga
um það að ég var glaðvakandi
en ég var lengur að átta mig
á þessari glýju í augunum á
mér. Loks datt mér í hug að
draga gluggatjaldið frá og líta
út og sjá: þykkt, mjallhvítt
snjólag yfir öliu og fíngert
sáldur hélt áfram að falla til
jarðar ofaná það sem fyrir
var. Það er ævintýri líkast að
horfa á fvrsta snjóinn á
haustin, maður starir og star-
ir og trúir ekki sínum eigin
augum, fyrr en krákkaang-
arnir fara að veltast út með
trefla um liálsinn og í gúmmí-
stígvélum til þess að vinna úr
þessu freistandi byggingar-
efni. Og það liður ekki á
löngu þangað til hreina og ó-
snortna hvíta flatneskjan er
orðin útspörkuð eftir litla fæt-
ur, boltarnir sem fyrst eru
lófastórir eru allt í einu orðn-
ir eins stórir og bumban á
feitasta karlinum í götunni og
búnir að hlaða utaní sig mold
og sandi. Samt sem áður skal
þetta verða , snjókarl, þótt
flekkóttur sé, og um liádegis-
bilið stendur þarna bíspertur
furðugripur, sem ber nafnið
snjókarl, þótt haim sé að
hálfu leyti moldarkarl, og
krakkarnir hafa sig inn í
sunnudagsmatinn blaut og
moldug og rjóð og heit eftir
vel unnið starf. En svo fer
sólin að slcína. Hún skellihlær
að þessum skrítna karli, hlær
svo dátt að geislar hennar
verða dæmalaust heitir og
karlinn flekkótti stenzt þá
ekki, heldur lyppast niður
smátt og smátt. Fyrst veltur
hausinn laægt og gætilega
niður búkinn og fer í klessu
við fæturna á sjálfum sér.
Svo fara útlimirnir að týna
tölunni og á miðjum degi
stendur ekkert eftir nema dá-
lítil ólöguleg hrúga' af mold,
saridi og snjó. Krakkarnir eru
líka búnir að shúa við hönum
bakinu, því að nú eru þeir
orðnir sunnudagsklæddir og of
fínir til að snerta á snjó sem
verður að mold þegar honum
er velt. Og þegar kvöld er
komið er allur snjór á bak og
burt. Göturnar einar sýna
þess merki að eitthvað annað
og meira en venjulegt rigning-
arvatn hefur legið á þeim
þennan dag. Aursletturnar
sem bílarnir senda. útundan
sér og afturundan sér eru með
allra skítugasta móti. Þær eru
síðustu leifarnar af yndis-
fagra, hvíta. hreina snjónum
sem huldi allar misfellur á
sunnudagsmorguninn. — En
viti merin, það er líka hvít
jörð á mánudagsmorguninn,
og sagan endurtekur sig.
Shákhrví írú Guðmmmdi ArntaMig&signi:
Irliðir dagar í Amsterda
17. sepfember. ísland V2 - Argentána V/2
13. september. ísland 0 - Sovétríkán 4
Þá sagði einn hlustandi mér,
að nú hefði hann í fyrsta
sinn “hlýtt á þátt Ævars
Kvarans Á víð og dreif ug
lýsti því yfir út frá þeirri
reynslu, að eigi hefði lof þess-
ara þátta þar um verið meira
en efni standa til. Nokkrir
hafa minnzt á þátt Þorsteins
Thorarensens frá útlöndum.
Einn sagði, að það hefði ver-
ið nazistaáróður, annar rakti
fyrir mér afareinkennilega
sögu, er hann hefði sagt af
Dönum tveim, er fóru til
Þýzkalands, þóttust vera
Þjóðverjar, er þeir komu heim
og mættu þá því meiri vin-
semd, því grófari sem þeir
voru í framkomu. Þriðji hlust-
andinn sagði, að erindið hefði
verið ruglaþeytingur.
Einu sinni hlustaði ég á
morgunútvarp. Það hófst með
lestri sögunnar um það, að
frelsarinn þó fætur lærisveina
sinna, og var hún lesin í svo
vesaldarlegum tón, að engu
tali tekur. Það er undarlegt
viðhorf sumra manna, að
guðsorð verði að lesa í ein-
hverju volæði og ætti útvarps-
stjórn að reyna að ráða bót
á þeim leiðinlega misskiln-
ingi. Þennan sáma morgun
voru þær fréttir sagðar af er-
lendum vettvangi, að 18 pólsk-
ir flóttamenn hefðu leitað hæl-
is á Formósu. Engir kann-
ast við að hafa heyrt þá frétt
aðrir en þeir, sem hlustuðu
þennan morgun, svo að
Meðan undanrásirnar stóðu
yfir höfðum við það stundum
í flimtingum, að kæmumst við
í aðalúrslitin mundum við mega
halda hátíð í hvert skipti sem
við fengjum hálfan vinning.
Þessi spá hefur rætzt í/síðustu
tveimur umferðunum', jafnvel
enn bókstaflegar en við höfð-
um gert okkur í hugarlund. Við
veikari löndin í þessum sterka
riðli Bretland, Búlgaríu og
jafnvel ísrael, sem bó hefur
komið öllum á óvart með styrk
leika sínum, var keppnin að
vísu jöfn og tvísýn, og, urslitin
gátu allt eins orðið vinningur
okkar eða jafntefli eins og þau
smáu töp (IV2:2y2) er við hlut-
um. En við öflugustu löndin:
Ungverjaland, Argentínu, Sov-
étríkin og væntanlega einnig
Júgóslavíu og Tékkóslóvakíu
brestur okkur afl og æfingu,
fyrst og fremst kannski keppn-
isreynslu. Þar er styrkleika-
munurinn svo greinilegur að
ekki er um annað að ræða en
að reyna að verjast stóráföll-
um.
Það sem okkar menn skortir
þegar miðað er við öflugustu
skákþjóðir heimsins, eins og
þær sem við höfum teflt við
upp á síðkastið, er í fyrsta lagi
reynsla í keppni. Hópur ís-
lenzkra skákmanna er ekki
stór, þeir tefla hver við annan
og þekkja orðið hver annan
til þrautar, þeir fá sjaldan
tækifæri til að tefla við nýja,
ókunna meistara eða sér snjall-
ari menn. Þeir fylgjast að vísu
með því sem gerist í skákheim-
inum, lesa blöð og bækur,
grannskoða tefldar skákir frá
skákmótum hvaðanæva að úr
heíminum og það er vissulega
mjög mikils virði, án þess væri
óhugsandi að sveit íslenzkra
skákmarina næði nokkrum
árangri á erlendum vettvangi,
en það er þó ekki jafngildi þess
að tefla sjálfur á slíku móti,
vinna undir þeirri tauga-
spennu sém nútíma kappskákir
eru. Fide-mótin hafa verið eina
samband okkar við umheiminn
að kalla má, hitt er undantekn-
ing að íslenzkur skákmaður
fari utan á önnur mót. Hér á
mótinu má sjá mörg dæmi þess
hve mikils virði reynslan er;
margir mjög snjallir skákmenn,
jafnvel meistarar sins lands,
bregðast í þessari hörðu keppni,
og nærtækasta skýringin er sú,
að þetta er í fyrsta sinni sem
þeir tefla á móti eins og þessu.
í öðru lagi höfum við lært
það, eldri mennirnir sérstak-
lega, að þeir tímar eru liðnir
að menn komist áfram á móti
eins og þessu án þess að kunna
ein ósköp fyrir sér í byrjun-
um. Heima heyrist stundum
talað með hálfgerðri fyrirlitn-
ingu um teoríuhesta, mönnum
þykir nú einu sinni skémmti-
legast að vera sem minnst upp
á aðra komnir, geta rakið sigra
sína beint til eigin snilligáfu,
en samkeppnin fer stöðugt
harðnandi, og nú er sjálfsagður
lilutur að hafa nokkrar tafl-
byrjanir á takteinum, ekki
mjög margar, en þó vel til
skiptanna, — og þær þarf að
kunna til hlítar — annað borg-
ar sig ekki. Jafnvel traustustu
skákmenn eyða of mikilli orku
og umhugsunartíma í byrjun-
ina, og missa af tækifærum, ef
þá brestur þeklcingu í taflbyrj-
unum. 1 þessu standa ungu
mennirnir okkar sig betur en
þeir eldri, maður kemur sjald-
an að tómum kofunum hjá
þeim, þeir þekkja ólíklegustu
leiðir og afbrigði, en við eldri
mennirnir erum talsvert glopp-
óttari og eigum okkur þó
nokkra afsökun, því að til þess
að fylgjast með eins og ungu
mennirnir gera þarf meiri
tíma en menn gera sér í hug-
arlund og traust minni.
Þetta var útúrdúr til íhug-
unar verðandi taflmeisturum,
en nú er bezt að snúa sér að
taflmennskunni. f viðureign
okkar við Argentínu hallaði
einna fyrst á Guðmunds S. G.;
hann hafði svart gegn Julio
Bolbochá^, valdi Griinfelds-
vörn, en Bolbochan tókst að
snúa skákihni yfir í afbrigði
sem er óhagstáett svarti og var
þá ekki frekar að sökum að
Framhald á 11. síðu.