Þjóðviljinn - 28.09.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.09.1954, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 28. september 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erfiðir dagar í Amsterdam Framhald af 4. síðu. spyrja: Bolbochan hélt Guð- mundi í járngreipum það sem eftir var skákarinnar og herti smám saman fastar að unz Guðm. varð að gefast upp. Friðrik átti við Najdorf og var sú viðureign enn þýðingar- meiri en ella vegna þess að þeir tveir voru með hæsta vinn- ingatölu fyrsta borðs manna þegar skákin var tefld, 3 vinn- inga af 4 mög'ulegum. Najdorf kom Friðrik á óvart með nýj- ung í Sikileyjarvörn, Friðrik eyddi miklum tíma í leit að viðunandi vörn án þess þó að finna nokkra leið-er hann væri ánægður með. Hann fékk lak- ari stöðu og lenti svo auk þess í tímaþröng og tapaði eftir harða baráttu. Þar með var Najdorf einn efstur af fyrsta borðs mönnum og ósigraður, en sú dýrð stóð ekki lengi, tveim- ur umferðum seinna var Naj- dorf sjálfúr eins og barn í hönd- unum á Bótvinnik'. Pilnik lék spænskan leik gegn Guðm. Ágústssyni. Barátt- an á miðborðinu var hörð og hallaði heldur á Guðmund þó ekki alvarlega fyrr en honum yfirsást í einni flækjunni, en j þá var líka taflið tapað. Guðm. Pálmason var okkar eina von í þessari umferð. Hann hafði komið sér upp ágætri sóknarstöðu gegn Hector Ross- etto, hafði komið biskup á f6 sem kreppti verulega að kóngi svarts svo að hann' mátti gæta sín fyrir máthótunum. Rossetto lét að lokum skiptamun, báðir voru komnir í nokkra tíma- þröng og þar eð biskupar Ross- ettos voru óþægilegir og staðan flókin lét Guðmundur skipta- muninn aftur til þess að eiga ekki neitt á hættu. Þá jafnaðist leikurinn, bauð Rossetto jafn- tefli er skákin átti að fara í bið, og tók Guðmundur boð- inu. Það má mikið vera ef hann hefur ekki átt vinning, en það var afar erfitt að rata beztu leiðina í þessari flóknu skák. Með þessum sigri komust Argentinumenn upp í 2.— sæti. Júgóstavarnir er höfðu verið í fyrsta sæti ásamt Sovét- ríkjunum töpuðu í þessari um ferð fyrir Búigaríu í}k\Vh og vor.u þá jafnir Argentíumönn- um, en Sovétríkin bættu við sig 3 vinningum og voru orðin éfst, 1% vinningi á undan. Daginn eftir beið okkar önn- ur glíman við Sovétríkin. Við Enskar dragtlr Svartar — Gráar Frúarstærðir Þýzkar regnkápur — Poplin — > Mikið úrval Nokkur stykki ítalskar * itEodelregnkápur MARKAÐURINN . %•.; • ' ' v' Laugaveg 100 breyttum liðinu þannig að all- ir fengju að tefla við heims- meistarana, Friðrik fékk frí og missti þannig af að tefla við Bronstein í annað sinn. Guðm. S. tefldi við Bronstein og hafði hvítt, Guðm. Ágústsson við Keres, Ingi við Geller og ég við Kotoff. Bronstein og Keres voru óhugnanlega fljótir að fá unnið tafl, Guðmunarnir báðir voru komnir peði undir og með lakari stöðu innan 20 leikja, og töflin voru vonlaus þótt þeir berðust áfram alllengi. Geller valdi kóngsindverska vörn gegn Inga, skákin var hörð og vel tefld, Ingi tefldi gætilega og lét sig hvergi þótt Geller sækti fast á. Þegar skákin fór í bið hafði talsvert af mönnum skipzt upp og í fljótu bragði virtust ieikar standa alveg jafnt, en við nánari athugun kom í ljós að Ingi rriátti gæta sín. Hann átti um tvær leiðir að veija og var vandi að sjá hvor betri væri. Ég átti líka bið- skák og var sýnilegt að báðar mundu verðá langar, svo að ég lagði til að við færum fljótlega að sofa til þess að vera óþreytt- ir næsta morgun við tafiið, því að ný umferð var um kvöldið. Ingi lauk svo biðskákinni morg- uninn eftir, Geller tefldi tafl- lokin mjög vel og sótti fast á en Ingi varðist með prýði. Þó hallaði smám saman meira á hann og eftir 73. leik mátti hann gefast upp. Það kom í ljós að hefði Ingi valið hina leiðina af þeim tveimur er honum stóðu til boða, hefði hann getað hald- ið jafntefli, en það var ekki auðvelt að sjá fyrir. Mín skák við Kotoff varð all óvenjuleg, ég valdi Nimzoindverska vörn en fór fljótlega út af venju- legri leið eins og bezt sézt af því að svartur tók á sig tví- peð á f-línunni og langhrók- aði svo í 14. ieik. Ekki gafst þetta að öllu leyti vel, hvítur átti greinilega betra tafl, en hann átti .ekki hægt um við að brjótast í gegn, og í tafl- lokum eftir náegil^ga mikil mannakaup stæði svartur sízt lakar að vígi en hvítur. Er skemmst af því að segja að skákin fór í bið eftir fimm stunda tafl, var tefld fjórar stundir næsta dag og fór enn í bið, og lýsti eitt dagblaðið stöð- unni þá þannig að Arnlaugsson væri búinn að byggja granít- virki er allar sóknartilraunir Kotoffs strönduðu á. Flestum sýndist tafiið dautt jafntefli og ég sjálfur hafði góðar von- ir, en Kotoff lýsti því yfir brosandi að þessa skák skyld- um við tefla á hverjum degi þar til mótinu lyki. Þegar heim kom og ég fór að athuga stöð- una betur sá ég að Kotoff átti einn fleyg enn, sem var hættu- legri en ég hafði haldið, og mundi setja þá sprungu í mitt ágæta granítvirki er mundi ríða mér að fullu. Ég var of bundinn í vörninni til þess að geta snúizt til gagnsóknar, svo. að síðasta úrræðið var að svara vinningsfórn Kotoffs með mót- fórnum, ée fórnaði fyrst drottn- ingu fyrir hrók og síðar skipta- mun og átt.i þá tvo létta menn gegn drottningu -en var búinn að byggja nýtt granítvirki. Enn virtist ég afar nærri jafntefl- inu, því að menn mínir vörnuðu drottningunni og kónginum inngöngu, en svo komst ég loks í leikþröng og gafst upp eftir 106 leiki, ég hefði reyndar get- að teflt svo sem tíu ieiki til viðbótar, en kunni ekki við að eyða meiru að tíma stórmeist- arans eftir að vinningurinn varð rakinn, skákin hafði tekið 11 stundir. Ég hitti Kotoff aftur um kvöldið og sagði hann mér þá glettnislegur á svipinn, að sér gengi illa að venja sig af þeirri tilhugsun að hann ætti að tefla við mig í fyrramálið! I þessum tveimur umferðum gerðust ýmsir aðrir hlutir vof- eiflegir. Bretar sem til þessa höfðu keppt við okkur um 10. og 11. sætið fengu einn vinning í hvorri umferð, gegn Tékkum og Hollendingum og það nægði þeim þó lítið væri til þess að . komast hálfum öðrum vinning upp fyrir okkur. Svíárnir bættu einnig á' sig einum vinning í hvorri umferð, gegn Hollandi og Argentínu, svo að nú erum við í il. sæti, aðeins einum vinning ofan við Svíana. Júgó- slavarnir sem höfðu staðið sig manna bezt fyrstu fjórar um- ferðirnar og neytt Bondarevskí kaptein að síma þær sorgar- fréttir heim til Moskvu að Sov- étríkin væru aðeins í öðru sæti, Jógóslavía væri efst (að vísu áttu heimsmeistararnir bið- skákir sem nægðu til þess að jafna metin). ÍEn nú fengu Júgóslavar aðeins hálfan ann- an vinning gegn Ungverjalandi og tvo gegn Búlgariu og hafa þar með hrapað í þriðja sæti. Eftir sex umferðir er röð- in annars þessi: 1. Sovétrikin 19 vinninga 2. Argentína 16 Va 3. Júgóslavia 15% 4.— -5. Tékkóslóvakía og Holland 14 6. Ungverjaland 13 7,— -8. ísrael og V-Þýzkaland 12% 9. Búlgaría 10 10. Stóra Bretland 7 11. ísland 5% 12. Svíþjóð 4% —— Við fylgjumst enn með þjóð- unum i neðri flokknum af sarna áhuga og fyrr og leikum okk- ur stundum að því að draga á- lyktanir um hvernig okkur hefði vegnað ef við hefðum lent þar. Þar eru það fyrst og fremst tvö lönd sem bítast um fyrstu verðlaunin: Austurríki og Kanada, en í næstu sætun- um eru Sviss og Danmörk. Keppnin er ennþá tvísýnhi þar en hjá okkur, Noregur byrjaði vel en hefur lækkað i síðari umferðunum og Finnarnir ná heldur ekki háu sæti. Nú er búið að raða verðlaun- unum í sýningarglugga i saln- um. Þar er margt fagurra gripa gefið ,af fyrirtækjum í Amster- dam, meðal annars skáktafl eitt mikið og veg'legt, allt úr gleri, bæði borð og menn. En af öllu ber þó farandgripurinn mikli, Hamilton Russel bikar- inn. gríðarmikið fat og veglegt., úr skíru gulli. Á bikarinn eru rituð nöfn þeirra þjóða er unn- ið hafa fyrstu verðlaun á þess- um mótum, allt frá því fyrsta 1927. í salnum er- einig búið að koma íyrir söluborðum af ýmsu tagi. Við eitt má kaupa súkkulaði, kaffi, brauð, gos- drykki; við annað er heil bóka- verzlun, einvörðungu skák- bækur eins. og nærri má geta. Manni verður hugsað heim til íslands, þegar maður sér allar þær bækur um skák, sem kom- ið hafa út í Hollandi síðustu ár- in; við látum okkur nægja eina og eina á svo sem aldarfjórð- ungs fresti. Við þriðja borðið er svo prófarkalestur, innheft- ing og sala á tímariti mótsins. Það er heldur þurrt aflestrar fyrir aðra en skákmenn: ekkert nema töflur og skákir, en kepp- endurnir kaupa það og lesa af miklum áhuga, rn. a. til þess að kynnast andstæðingum sín- um í næstu umferðum. HEKLA austur um land í hringferð hinn 1. október. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsf jarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Þórsliafnar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur í dag og árdegis á morgun. Farseðlar seldir á miðvikudag. Skaftíellingur fer til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka dagiega. Háskólastúdent óskar eftir að fá leigt herbergi um mánaðamótin. Má vera. lítið. Uppl. í síma 7500. •--------------------------f Við seljuin ódýrt! Innflutningstakmark- anir eru framundan. Veljið það be/.ta Hverfisgötu 74 é.----:------------------------$ 77/ skerrimfunar: i Ragnar Bjarnason, dægurlagasöngur Hjálmar Gíslason: Gamanvísnasöngur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.