Þjóðviljinn - 28.09.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.09.1954, Blaðsíða 8
'B) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 28. september 1954 o t Framhald af 7. síðu. sögu. um litla geit sem vísaði á hulda fjársjóði. Á málaratrönunum var ófull- gerð mynd af konu sem laut yfir litla stúlku sem var að -.eikna. Á léreftinu var blái lit- nrinn yfirgnæfandi. Á borði lá hefti með rissmyndum og á vegjjjunum hengu aðrar riss- rnyndír og teikningar af leir- fnunum. Meðal teikninganna voru -ylftir helgaðar viðfangsefninu ..Listamaðurinn og fyrirmynd- án“, en þetta efni meðhöndlar Picasso með heimspekilegum hætti. Hér gaf að líta óteljandi konumyndir, mjög viðkvæmnis- 'ega dregnar og með sígildu jistsniði. Hér um bil allar ynyndirnar voru áberandi raun- -.-erulegar og lifandi. Ein blý- antsteikning af konu, sem sat : hægindastól, myndi hafa heill- :;ð hinn vandlátasta aðdáanda Andspyrnu- lireyfíngin hefur skrifstofu í Þingholts- stræti 27. Opin alla virka daga kl. 7—9 síðd., sunnud. kl. 4—6. Komið og takið áskriftalista og gerið skil. is^’ ■mxu&mmB Si&iimijaœraitöiHi Mnsiiiigarkortiiii eíffi tíi sSín i akrifstofsj. S6síali.f>ta» flísidirsíiis.. Þóirsgöfe greiffslo Þjóðviljans; 3óka j búd Kroa; BóicabóS Mála- | og menningar, Skólavörða- | stíg 21; og £ Bókaverzlnn j Þorvaidar Ej/imasonar i j Haínarflrðl, tlikyisiir | Nýjar birgðir af útsöluskóm, stór afsláttur af öllum er- lendum skófatnaði. Fyrir breytingar á biiðinni á allur skófatnaður að seljast. VörbimaikaSuiinn, Hverfisgötu 74 i fást hjá okkur Við seljnm ódýrt! Vönmaikaðurinn, Framnesveg 5 raunsæisstefnu í listum. Það voru margar útgáfur af sama viðfangsefninu og það síðasta var svo frábrugðið hinu fyrsta, að margur myndi ætla að myndirnar væru eftir sinn hvorn listamanninn. Einn stúdentanna, Igor Bili- bin frá verkfræðingaskólanum í Leningrad, spurði hvernig það yrði skýrt, að svo mikill munur væri á teikningum af einu og sama viðfangsefni. Picasso sagði: Náttúran og listin eru tvö mjög ólík fyrirbæri. Listin veitir okkur tækifæri til að tjá skynjanir um það, sem náttúr- an getur ékki fullkomlega. Fyrst skilgBeini ég náttúruna og kynni mér hin einstöku fyr- irbæri hennar, síðan reyni ég að bræða þau saman í eitt og sýni fyrirmyndirnar í hlutlegu samhengi sem nær yfir allt sem ég vildi tjá. Picasso. blaðaði. 1. ieiknihgun- um og hélt áfram: „Nútíma málaralist hefur gleymt öllu um byggingarlist. En eins og leturgerðarlistin ætti hún að samtengja hvort- tveggja“. Við náðum hinum félögunum á leirkeraverkstæðinu. Einn af iðnaöarmönnum Vallauris sýndi okkur hvernig hann vann. Raf- hreyfill suðaði kumpánlega. Lykt af blautum leir lagði fyr- ir vitin. Leirkerasmiðurinn lagði gráan leirklump á hjól sitt. Létt armhreyíing, örlítill þrýstingur með fingurgómnum og iíf tók að færast í leirklump- inn. í fyrstu varð hann ílang- ur, þá belgdist hann allt i einu út og að augnabliki liðnu varð hann holur. Eftir að hafa snert verkefnið með málmplötu, tók maðurinn fullgerða skál af hjólinu. Eftir 20—30 sekúndur birtist öskubakki hjá skálinni i og loks tígulegur blomsturvasi., Og áfram hélt töframaðurinn að bisa við leirklumpinn sinn og úr honum urðu hinir furðu- , ■legustu munir, hver á fætur öðrum. *Tíminn leið óðfluga. Áður en við höfðum áttað okkur var komið að brottfarartíma. Pic- asso dró fram teiknibók. Með fáeinum blýantsstrikum teikn- aði hann dúfu, sem sýndist í þann veginn að hefja sig til flugs af pappírnum. „Til Ráðstjórnarstúdenta", skrifaði hann. „í minningu um heimsókn þeirra til Nissu“. Eft- ir andartak bætti hann við: „Frá stúdentum Frakklands". Halida Aktiamova, nemandi á fiðlu frá tónlistaskólanum í Moskvu, stakk stórri rauðri rós í hnappagat listamannsins. „Þú ert yngstur allra franskra stúdenta“, sagði hún. Við gáfum Picasso að skiln- aði öskju með afsteypu af „Þrem riddurum" eftir Vasnets- off. Listamaðurinn tók farar- stjóra okkar, hana Rasíu Abl- ovu, í faðm sér og sagði um leið og hann kyssti hana: „Eg sendi öllum ráðstjórnar- stúdentum kveðju- mína í per- sónu þinni“. Við þustum inn í bifreiðina. Hreyfillinn tók að suða og við brunuðurn í burt. Öll hnöppuð- umst við út að glugganum til að sjá bros og vink sem Picasso sendi okkur. ftlTSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON Préttabréf frá Primanni Helgasyni Hamborg 21./9. ’54. Því er ekki að leyna að mikil eftirvænting var í sambandi við síðasta leikinn. Hingað til hafði allt gengið vel, en okkur hafði verið sagt, að þetta lið væri það sterkasta sem við fengjum á móti okkur í ferðinni. Við vor- um því búnir að búa okkur und- ir að tápa með 4 til 5 g'egn engu. Sterkt félag" og atiðugt Félagið Viktoria átti sterkasta lið Hamborgar í fyrsta aldurs- flokki s. 1. ár og er nú í ár líka í fremstu röð. Félagið á inh- an sinna vébanda mikinn- fjöida unglinga innan 19 ára aldurs eða 30 flokka, þar af 4 flokka í öðr- um aldursflokki. Og nú ér félag- ið í efsta sæti eftir að hafa sigr- að St. Pauli-félagið með 2:1 s. 1. sunnudag, en þessi tvö félög eru efst í II. flokks keppni Hamborg- ar sem enn er ólokið. Viktoria- félagið á knattspyrnuvöll, sem tekur 30 þús. áhorfendur. Það á líka mjög stórt félagsheimili með veitingasölum, skrifstofum o. s. frv. og er talið ríkt félag. í félaginu eru milli 2000 og 3000 starfandi manna. Blautur völlur. Völlurinn var mjög góður og sléttur, en leikurinn fór fram á stóra vellinum, sem ég gat um áðan. Veður var gott, svolítil gola og lág sól á annað markið og höfðu Valsmenn hana gegn sér til að byrja með. Regnskúrir höfðu gengið um daginn og var völlurinn því blautur, svo að -<s> Belgir og Vestur-Þjóðverjar háðu laiulsleik í knattspymu s. 1. sunnudag. Leikurinn fór fram í Briissel og lauk með sigri Belga 2-0. Hafa úrslit þessi vakið mikla athygli, því að Þjóðverjar eru sem kunn- ugt er núverandT lieimsmeist- arar í knattspyrnu. Sovétríkin — Slngverjaiand 1-1 Landsleik Sovétrík'janna og Ungverjalands í Moskva á sunnudaginn lauk með jafn- tefli 1-1. Rússarnir höfðu nokkra yfirburði í fyrri liálf- leik, skoruðu markið á 14. mín. I síðari hálfleik var leik- urinn jafnari og skoraði Puskas fyrir Ungverja á 16. mín. hálfleiksins. B-landslið Sovétríkjanna sigraði B-landslið Ungverja í Búdapest s. 1. sunnudag með 3 mörkum gegn engu. bleytuslikja var utan á knettin- um. Þetta hefði verið ágætis af- sökun, ef til hefði, komið! Það vakti furðu Þjóðverjanna, sem á horfði, hve Valsmenn höfðu gott vald á svo blautum knetti og velli, og létu þau orð falla, að það væri eins og þeir væru fæddir á blautu grasi! Virkari leikur Valsmanna Báðir aðilar virtust nokkuð taugaóstyrkir til að byrja með, ehda aðstæður allvarhugaverðar. Það mátti fljótt, sjá að .þýzka li.ðið var leikið. með góðan skalla og gott aug'a fyrir sam- leik, en allt var það þvert og framrás sein. Átti vörn Vals í engum sérstökúm eríiðleikum með að stöðva þá. Manni fannst þó eins og Þjóðverjarnir hefðu knöttinn meira, en tækifæri Vals voru opnari og á fyrsta stundar- fjórðungi dansaði knötturinn tvisvar aðeins framan við mark- línu en markmaður „úti að aka“ og Valsmenn fylgdu ekki eftir. Áhlaup Vals voru virkari og samleikur undra góður. Um miðjan fyrri hálfleikinn gerir Sigurður Ámundason fyrsta markið af stuttu færi og var það eina markið sem skorað var í þeim hálfleik. 4-0 í síðari hálfleik Þjóðverjar byrjuðu með hröð- um leik í síðari hálfleik og áttu nokkur áhlaup, en allt kom fyrir ekki, vörn Vals var mjög góð. Eftir 13 mín. verður Hreinn að yfirgefa völlinn vegna smá- meiðsla og virtust nú horfur ekki góðar að takast myndi að halda því sem komið var, en Valsmenn létu engan bilbug á sér finna. Eftir litla stund hafði Sigurður Ámundason gert annað mark eflir ágætan samleik, 2-0. Mikil gleði í íslendinganýlend- unni! Þjóðverjar leika oft vel sam- an en hinn virki leikur Vals- manna kom þeim í opna skjöldu. Páll er kominn fram með leiftur hraða og rennir knettinum fram hjá markmanni 3-0! Þjóðverjar sækja nú hart á og þeir fá nokkur horn á Val en allt kom fyrir ekki. Valsmenn sæta færi og byggja enn upp eitt áhlaupið með marki sem lokaárangri og nú er það Hilmar Pitsch, sem skorar. Nú taka Þjóðverjar að skjóta langdrægum skotum, en flest fóru fram hjá eða lentu í hönd- um Grétars, sem varði ,af mik- illi prýði. Fararstjórinn var far- inn að brosa breiðu brosi og jafnvel ruglast í markatölunni! Enn eru 10 mín. eftir og þá kemur fimmta og síðasta mark- ið og gerði Páll það. Ilefja Þjóð- verjar nú ofsafengna sókn til að knýja þó fram eitt mark en allt kom fyrir ekki. Úrslitin urðu 5-0, öllum, bæði Þjóðverjum og íslendingum, til mikillar undr- unar. Réttlát úrslit Eftir tækifærum voru þetta ekki. óréttlát úrslit. Hinsvegar hefðu Þjóðverjarnir átt að fá mörk út úr sinum, að ýmsu leyti, ágæta leik, en skytturnar voru ekki góðar og vörnin, sem þeir áttu í höggi við, sterk. Tækni- lega voru þeir ekki betri né ná- kvæmari í sendingum, en Vals- menn hafa heldur ekki sýnt jafn- mikla nákvæmni í sendingum og í þessum leik, þrátt fyrir blau'ta grasið. og k'nötíinri.* : Þetta þýzka lið er jafnt og kýikt í hreýfingum, en í þessum leik voru Valsmenn eins kvikir. Það hafði yfirburði í skalla- en Valsmenn vissu það og léku lágt. Þjóðverjarnir virtust hreyfan- legri í leik sínum en það vóg ekki upp á móti hinum einfalda, jákvæða leik Valsmanna. Það sem vakti mikla athygli Þjóðverjanna var úthald pilt- anna. Hér er -leikið í 2x40 mín. í II. aldursflokki eins og ég hef áður sagt, en nú var fyrri hálf- leikur 35 mín. vegna myrkurs. Þar sem veður var bjart og nóg birta var síðari hálfleikur 45 mín. Strákarnir létu engan bil- bug á sér finna og dáðust Þjóð- verjarnir að þessu, þar sem þeir liöfðu á nokkrum dögum leikið fjóra leiki og ferðazt mikið. Þrír sigrar, eitt íap Sem sagt fjórir leikir, eitt tap, þrír sigrar, settum 12 mörk en fengum 4. Getum því' verið fylli- lega ánægðir og meira en það. Lioið sem heild hefur leikið hér betur en nokkru sinni fyrr. Þjóðverjar höfðu ekki mörg orð um leikinn en sögðu að lið- ið hefði komið fullkomlega á óvart. Móttökur í Hamborg voru mjög góðar. Farið var með flokk- inn í Hagenbeck-dýragarðinn og síðar í Hansa-theater og var það hin bezta skemmtun. Veizlur og ræður hafa verið daglegir við- burðir, orð vináttxi og óska um áframhaldandi gagnkvæma sam- vinnu hafa farið á milli. Gísli Sigurbjörnsson hefur ha'ft orð fyrir flokknum og gert það með miklum myndugleik. Ilann þekkir mjög vel til í Þýzkalandi og kemur það sér mjög vel fyrir þá flokka, sem með honum fara, og það er eins og þessir „greifar“ allir saman eigi hvert bein í Gísla og hann í þeim. í dag kveðjum við Þýzkaland að þessu sinni með mörgum ó- gleymanlegum minningum. Síðar verður vikið örlítið að hinum í- þróttalega tilgangi þessarar far- ar og reynt að draga ályktanir af honum. Þrátt fyrir allt lilökkum við til að koma heim á gamla Frón aft- ur þó ekki væri nema til að fá soðningu! Frímann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.