Þjóðviljinn - 10.10.1954, Side 12
'J*-
ems
sigurs a:
í dag kýs Verkakvennafélagið Framsókn 12 aðalfull-
trúa og 12 varafulltrúa á 24. þing Alþýðusambands ís-
lands. Fundurinn er í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu og
hefst kl. 3 e.h.
Fjölmargar verkakonur sem starfandi eru á vinnu-
stöðvum víðsvegar um bæinn hafa ákveðið að bera fram
eigin tillögu um fulltrúaval á sambandsþing og verður
því kosið milli hennar og tillögu frá núverandi félags-
stjórn, en á tillögu hennar eru nær undantekningar-
laust fylgjendur hægri klíkunnar. Er því áríðandi að
allar starfandi verkakonur og fylgjendur vinstri stefnu
í verkalýðsmálum fjölmenni á fundinn í dag og fylki sér
íast um fulltrúalista sinn.
Konur af vinnustöðvunum bera
fram tillögu um eftirfarandi
f ulltrúa:
1. Anna Kristjánsdóttir, Borg-
argerði 12, Júpiter hf.
2. Bjarkey Sigurðardóttir,
Sænska frystihúsinu.
3. Eiín Ingvarsdóttir, Hverfis-
götu 80, Fiskiðjuver ríkisins.
4. Guðlaug Hraunfjörð, Rauða-
gerði 17, ísbjörninn hf.
5. Inga Jóhannsdóttir, Efsta-
sundi 72, SÍS, Kirkjusandi.
6. Jóhanna Egilsdóttir, Eiríks-
götu 33.
7. Jóna Guðjónsdóttir,
Bankastræti 6.
8. Kristín Óladóttir, Miðtúni
32, Bæjarútg. Reykjavíkur.
9. María Þorsteinsdóttir, Lauga
teig 3, SÍS, Kirkjusandi.
10. Ólafía Óladóttir, Laugavegi
46, Bæjarútg. Reykjavíkur.
11. Sigríður Hannesdóttir, Með-
alholti 9.
12. Sigríður Bjarnadóttir, Lang
hoitsveg 182, Fiskiðjuver
ríkjsins.
Léleg Iaunakjör
• Verkakvennafélagið Fram-
sókn er fjölmennasta verka-
kvennafélag landsins og ætti
því að hafa beztu kjörin. —
Reyndin er hinsvegar önnur,
kjörin hjá Framsókn eru langt
á eftir því sem nú tíðkast hjá
öðrum verkakvennafélögum.
Laun verkakvenna í Reykja-
vík eru t.d. í ýmsum greinum
lægri en í Keflavík og á Akra-
nesi. Þegar verkakvennafélögin
úti á landi hafa reynt að
hækka kaup sitt hafa atvinnu-
rekendur venjulega getað bent
þeim á, að launasamningur
Framsóknar væri lægri en
kaupkröfur þeirra .
Sjö urnsóknir um síarí
garðyrkiuráounauts
Þann 1. október s. 1. var út-
runninn umsóknarfrestur urn
starf garðyrkjuráðunauts Rvík-
urbæjar. ‘ Sjö umsóknir bárust
og eru umsækjendur þessir:
Baldur Mariusson, garðyrkju-
maður, Friðjón Júlíusson, bú-
fræðikandidat, Hafliði Jónsson,
garðyrkjufræðingur, Herold Guð-
mundsson, garðyrkjumaður, Jón
H. Björnsson, skrúðgarðaarkitekt,
Sigurður Jónsson, garðyrkju-
maður og Theódór Halldórsson,
garðyrkjumaður.
Tækifæri sem verður að nota
Stjórn Verkakvennafélagsins
Framsóknar hefur því reynzt
duglítil i hagsmunamálunum,
ekki af því að sumar forustu-
konurnar hafi ekki viljað vel,
heldur vegna þess að þær eru
undir sterkum áhrifum hægri
krata og láta þá telja úr sér
kjarkinn og halda aftur af sér
í Jaunabaráttunni.
Reykvískar verkakonur hafa
nú fullan hug á að hrista mók-
ið af félagi sínu.
Og nú er einmitt tækifærið,
þegar hin mikla eftirspurn er
eftir vinnuafli verkakvennanna
og víðast ekla á vinnukrafti.
Starfandi verkakonur
Alþýðusambandsþing
Til þess að undirbúa launa-
baráttu verkakvenna og tryggja
henni sigur þarf að skipta um
forustu í Alþýðusambandi ís-
lands og einn þátturinn í því
er að senda vinstri sinnaðar og
starfandi verkakonur á næsta
Alþýðusambandsþing en ekki
leikbrúður atvinnurekenda og
hægri kratanna.
Aðalbaráttumál verkakvenna
eru:
Fullt jafnrétti í launamálum!
Sömu laun fyrir sömu vinnu!
Burt með allt óréttlæti í
launakjörum!
Um þessi baráttumál vilja
vinstri sinnaðar og starfandi
verkakonur sameina alla með-
limi Framsóknar.
Reykvískar verkakonur!
Kjósið því þær konur einar
á Alþýðusambandsþing sem þið
trúið til að bera þessi hags-
munamál ykkar fram til sig-
urs.
Mætið allar á fundinum í dag
kl. 3 í Alþýðuhúsinu og fylkið
ykkur einhuga um fulltrúalista
starfandi verkakvenna.
$jálfk|örið
&
Verkalýðsfélag Austur-Hún-
vetninga á Blönduósi kaus ný-
lega fulltrúa sinn á 24. þing
A.S.Í. Aðalfulltrúi var kosinn
Jón Einarsson en varafulltrúi
Sigurgeir Magnússon. Urðu þeir
báðir sjálfkjörnir. Samkomulag
var um kosninguna milli Alþýðu-
flokksmanna og sósíalista.
Sunnudagur 19. október 1954 — 19. árgangur — 230. tölublað
Selfos^i. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Aftakaveður gekk hér yfir í fyrrinótt. Sjór gekk á
Iand bæði á Stokkseyri og Eyrarbaldía. Tapaðist trillu-
bátur á Stokkseyri, var Gísli Magnússon eigandi hans.
Sjór gekk langt upp í Ölvesá og flæddi upp um allar
Ölvesforir, voru þær undir vatni í gær. Var unnið að því
að bjarga sauðfé er þar var og hafði leitað upp á allar
mishæðir, var það flutt á bátum upp á „þurrt land“.
Ekki er vitað að neitt verulegt tjón hafi orðið á hus-
um af völdiun óveðursins.
Skátaíélögsn nndirbáa samkeppnis-
sýningu á
Sýningm fyiifhufisð itæsia ver
pfféf byffa
Skátafélögin 1 Reykjavík hafa í ’nyggju að efna til
samkeppni milli barna í Reykjavík n.k. vor um tóm-
stundastörf, og halda sýningu á þeim munum, er þau
kunna að vinna að í tómstundum sínum í vetur.
Fyrirhugað er að þessu
sinni taki börn og unglingar
á aldrinum 10—15 ára þátt í
samkeppninni.
Tilgangurinn með þessari
samkeppni er að reyna að auka
áhuga barna- fyrir tómstunda-
starfi, sem að þessu sinni verð-
ur alls konar föndur svo sem
teikningar alls konar, vatns-
litamyndir og önnur myndlist.
Alls konar hlutir búnir til úr
pappír, tré, leðri, basti, strái,
járni osfrv'., ennfremur mótun
Tjón míksS og filfinnanlegf
Sandgerði. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Eitt mesta aftakaveður sem í Sandgerði hefur
komið gekk hér yfir í fyrrinótt. Hús í byggingu
hrundi. Þak fauk af söltunarstöð h.f. Miðnes og
lenti það á rafleiðslu og olli miklum skemmdum.
Hlið fór úr öðru húsi er Miðnes h.f. á og trillu-
bátur tapaðist.
Hús í smíðum hrundi
Húsið sem var í byggingu
haíði verið hlaðið upp á efri
gluggabrún. Hrundu tvær hliðar
þess, en það sem eftir stendur
er skakkt og skælt. Er tjón eig-
andans, Haralds Sveinssonar,
sem er efnalaus maður, því mjög
tilfinnanlegt.
Nýsmíðaður trillubátur
' Þá tapaðist trillubátur sem
þeir Páll Gunnarsson og Sveinn
Sveinsson áttu. Var þetta nýlega
smíðaður bátur, er eigendurnir
höfðu smíðað sjálfir.
Þak fiskverkunarhússins
Þakið af fiskverkunarhúsi h.f.
Miðness, svo og önnur hlið þess,
fuku. Eftir standa þó 10 metrar
af þakinu, en sá hluti hússins
var nýr, en hinn hlutinn var
mjög gamall. Var hús þetta 60x
14 metrar og var notað sem
fiskverkunarhús á vetrum, en
var nú aðalsöltunarstöðin hér og
veldur þetta því tilfinnanlegum
töfum á framleiðslustörfum.
Vann fjöldi manna að því að
hreinsa rústirnar í gær.
Fauk 40—50 metra —
Skemmdi rafleiðslu
Þak fiskverkunarhússins fauk
yfir götuna, allt að 40—50 m
vegalengd og lenti á leiðinni á
rafleiðslunni og braut niður
fjóra staura. Var heppni að ekki
varð meira tjón því rafmagns-
línan lenti á þaki íbúðarhúss.
úr leir, alls konar handavinna
stúlkna, yfirleitt a.llt það, er
kann að koma til greina.
Skátahreyfingin leggur mikla
áherzlu á að tómstundir séu
réttilega notaðar. Einmitt tóm-
stundirnar er sá tími dagsins.
sem börnin hafa sjálf yfir að
ráða. Uppeldislega séð, hefur
það ákaflega mikla þýðingu,
hvernig þau verja þeim tíma.
Börn, sem ekkert hafa fyrir
stafni, sem gildi hefur fyrir
eðlilegan þroska þeirra, geta
oft látið leiðast út í ýmislegt
sem óhollt er, því starfsþrá
barna einmitt á þessum aldri
er ákaflega mikil. Auðvitað er-
hægt að telja söng og hljóm-
íist og íþróttir til tómstunda-
starfs, en að þessu sinni verður
aðeins snúið sér að föndri,
teikningum og hvers konar
handavinnu.
Ákveðið er að skátafélögin
Hlið úr bílgeymslu
Þá fauk einnig hlið úr öðru
húsi sem h.f. Miðnes á. Var það standi fyrir sýningu á því, sem
nokkuð stórt hús og var notað
sem bílgeymsla.
Auk þessa urðu svo marghátt-
aðar aðrar minni skemmdir af
völdum veðursins. Mun tjónið
af völdum þess nema mörgum
tugum þúsunda.
ÆFR
Aðalfundur ÆFR verður
haldínn þriðjudaginn 12. okt.
í Baðstofu iðnaðarmanna og
hefst kl. 20:30.
Dagskrá:
1 Venjuleg aðalfundarstörf.
2 Um 13. sambandsþing
ÆF: Adda Bára Sigfús-
dóttir.
3 Frásögn af Kínafor: Ingi
R. Helgason.
4 Kvikmynd.
Félagar fjöímennið.
Stjórn ÆFR
berst frá börnunum. Verður
sýningin í Skátaheimilinu auð-
vitað þátttakendum að kostnað-
arlausu.
Dómnefnd verður fengin til
að dæma um hlutina og fá þau
börn verðiaun, sem að áliti
dómnefndar eiga þau skilið. —
Veita skátafélögin fcau verð-
laun og verða þá veitt verðlaun
í tvennu lagi, fyrir stúlkur og
fyrir drengi.
Vinnu- og undirbúningstími
verður frá okt.-marz, þar eð
sýningunni verður að vera lok-
ið áður en próf byrja í barna-
skólunum.
Það er ósk og von skátanna,
að sem flestir vilii t.aka fcútt í
þessu vetrarstarfi. Ennfremur
er það von skáta að fore'd^ar,
kennarar og aðrir, sem að börn-
unum standa, ljái lið sitt og
hvetji þau til starfs, svo að
þátttakan geti orðið nokkuð al-
\menn.
Irskrlfið kröfuna um uppsögn herverndarsamnin