Þjóðviljinn - 20.10.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.10.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 20. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Bonnstjórnin ætlar að koma upp 4—5 miflj. manna varali ði auk fastahers VaraliSiS verSur skipaS mönnum sem börS- ust i starmsveitum eSa herjum Hitlars Landvarnafulltrúi vesturþýzku stjórnarinnar, Theo- dor Blank, skýrði frá því í síðustu viku ,að ætlunin væri að koma upp 4-5 milljón manna varaliði auk þess 500.000 manna reglulega hers, sem Lundúnasamkomulagið veitir Vestur-Þýzkalandi heimild til að koma á fót. Þetta varalið verður nefnt „heimavarnarlið“ (Heimats- Verteidigungs Truppe) og í það verða valdir menn á aldrinum 29-45 ára, þ.e. menn sem verið Má má-menn á 99dS|lifIaey?f Nýlendustjórn Breta í Kenya stæröi sig af því í síðustu viku að hafa fund- ið þjóðráð til að ráðstafa „óforbetranlegum“ áhang- endum hreyfingarinnar Má má. Þúsundir Afríkumanna, sem dæmdir hafa verið fyrir að fylgja hreyíingunni að málum en ekki hefur tekizt að sanna að hafi tekið virk- an þátt í henni, verða fluttir til „djöflaeyju" í Viktoríu- vatni. Eyjan er óbyggð og vatnið umhverfis hana mor- ar af krókódílum. Kenyastjórn þarf engar á- hyggjur að hafa af Má má mönnum sem staðnir eru að verki, því að þeir sem ekki eru brytjaðir niður á staðn- um án dóms og laga eru undantekningarlaust dæmdir til dauða og hengdir. Tala þeirra Afríkumanna, sem Bretar í Kenya hafa látið hengja síðustu tvö árin, er farin að nálgast eitt þúsund. Verkbanná Panamaskipi Hafnarverkamenn í Osló hafa lýst vinnubanni á Pan- amaskipið San Dimitris, sem þangað er komið með kol frá iBandaríkjunum. Skipið er 10. 000 lestir af Líbertygerð. Út- gerðarfélagið, skipstjóri og á- höfn eru grísk, en skipið siglir undir Panamaflaggi. Hvorki laun áhafnarinnar né reglur sem um hana gilda upp- fylla lágmarkskröfur alþjóða- sambands flutningaverka- manna. Formaður norska sjó- mannasambandsins, Ingvald Haugen, segir, að vinnubannið muni vera í gildi þar til búið er að breyta launum og regl- um áhafnarinnar í samræmi við kröfur alþjóðasambandsins. Þeir hafnarverkamenn sem komið hafa um borð í San Ðimitris í Osló segja að þeir hafi aldrei augum litið verra skip. Ól 21. barniS Frú Mary Bradley í Ludlow í Englandi ól 21. barn sitt á mánu- hafa í stormsveitum og her nazista. Ætlunin að hef jast handa strax. Blank skýrði frá því, að ætl- unin væri að hef jast handa um stofnun þessa varaliðs um leið og hafið verður að koma upp þeim tólf herdeildum, sem V- Theodor Blank Þýzkaland fékk helmild til að stofna á níuveldaráðstefnunni í London. Að vísu hefði þessi fyrirætlun enn ekki verið bor- AFL ©g CIO að sameinast? Leiðtogar stóru verkalýðssam- bandanna bandarísku, AFL og CIO, hafa ákveðið að stefna að því, að samböndin geti samein- azt undir eina stjóm sem allra fyrst. Slíkt samband myndi hafa 15 millj. verkamenn innan sinna vébanda. CIO var stofnað árið 1936 af tíu verkalýðsfélögum, sem rekin voru úr AFL. Það óx ört, einkum meðan leiðtogar þess héldu uppi merki frjálslyndis og róttækni í bandariskri verkalýðs- hreyfingu. Nú orðið má vart á milli sjá, hvort sambandið er afturhaldssamara. Kaupmenn illir út í Mendes Róttæki flokkurinn franski, flokkur Mendés-France, hélt ársþing sitt í Marseilles í síð- ustu viku. Kaupmenn borgarinnar gripu þá til þess bragðs að loka verzlunum sínum í einn dag til að vekja athygli á mótmælum sínum gegn fyrirætlunum stjórnarinnar um sérstakar ráð- stafanir til að hindra skatt- svik. Samtök kaupsýslumanna og iðnrekenda tala í þessu sambandi um „rannsóknarrétt." Mörgum vínkrám og veitinga- in undir Vesturveldin, en það myndi gert á næstunni. Langur undirbúningur. Blank fór ekki dult með það, að þegar hefði verið unnið lengi að því að undirbúa stofnun hins nýja þýzka hers og gaf fyllilega í skyn, að hann myndi skipaður í embætti hermálaráð- herra, þegar það verður stofn- að. Hann tók fram, að' hinn nýi þýzki her myndi ekki bera nafnið „die Wehrmaeht,“ þar sem það nafn myndi „vekja of margár óþægilegar minningar.“ Herinn verður í staðinn kallað- ur „die Streitkráfte." Hergagnabirgðir þegar fyrir liendi. Hin nýi her mun þurfa um 500 herbúðir og margar þeirra verður að reisa frá grunni. Aðr- ar eru til frá dögum Hitlers. Hermálaráðuneytið mun láta það verða sitt fyrsta verk að panta hergögn hjá vestur- þýzkum vopnaverksmiðjum, en fyrst í stað myndu öll þung hergögn, fallbyssur, skriðdrek- ar og flugvélar, verða fengin frá Bandaríkjunum. Birgðum Brn yfir Ral- mar§nnd? Ráðagerðir eru nú uppi um að leggja brú yfir Kalmar- sund, sem er á milli Eylands og Svíþjóðar, og hafa þegar verið gerðar áætlanir um smíð- ina. Brúin mun verða 5,5 km. á lengd og breidd hennar er á- ætluð 8,5 m. Hæð hennar yfir sjávarflöt verður mest 43 m„ svo að öll skip ættu að geta siglt undir hana. Hún verður borin uppi af 140 stólpum úr járnbentri steinsteypu. Enn hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um smíðina, og hæpið að á henni verði byrjað fyrr en lokið er smíði fyrirhug- aðrar brúar yfir Eyrarsund milli Danmerkur og Svíþjóðar. af þessum hergögnum hefur þegar verið komið fyrir í V- Þýzkalandi. Ekkert herforingjaráð, aðeins herráðsforingjar. Adolf Heusinger, fyrrv. hershöfðingi í her Hitlers, en nú „skipulagningarsérfræðing- ur“ Blanks, skýrði blaðamönn- um frá því, að ástæðulaust væri að óttast að stofnað yrði nýtt þýzkt herforingjaráð. Starf Siúdentaeinvígi aftur leyfð Dómstóll í Vestur-Berlín hef- ur úrskurðað, að stúdentum í borgarhlutanum sé heimilt að heyja einvígi. Stúdentaeinvígi hafa verið bönnuð í Þýzkalandi síðan í lok síðari heimsstyrjaldarinnar, en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu, að bannið væri skerðing á þeim réttindum, sem borgurum Vestur-Þýzkalands eru tryggð í stjórnarskrá lands ins. þess myndi lagt í hendur her- foringjaráði Atlanzbandalags- ins í París. Hins vegar munu í vesturþýzka hernum vera herráðsforingjar til að leýsa af hendi „sérstök verkefni.“ Enn er mikil tundurdufla- hætta á Norðursjó Þó hafa mörq hundruð þúsund íundur- dufl verið slædd Enn er mikiö’ um tundurdufl á Norðursjó og í Katte- gat, enda þótt mörg hundruð þúsund tundurdufl hafi veriö slædd frá stríðslokum. Nórski flotinn hefur eytt 9000 tundurduflum við Noregs- strendur síðan stríði lauk, en enn berast fréttir á hverjum degi um tundurdufl eða hluti sem líkjast tundurduflum, seg- ir einn af foringjunum við yfir- stjórn flotans í viðtali við Ar- bejderbladet, í Osló. frá Skagen til Hollands hafa verið slædd mörg hundruð þús- und tundurdufl á undanfömum árum, en enn eru stór svæði ó- trygg. Sérstaklega erfitt hefur reynzt að eyða segulduflunum, sem liggja á hafsbotni, og sigl- ingar geta því enn aðeins far- ið eftir sérstökum leiðum. Ekki o • -13 af bm n'htíó; :-.u,rn ei u á líi'i. j ir l.e»' ar s.lust á nif auri atre '.gjtmai i e.n ' ... nii ■" ta logi ef 1-1 ar. Forðizt síga- rettur! aðvarar Krabbavarna- íélag Bandaríkjanna Krabbameinsfélag Banda- ríkjanna ákvað fyrir viku síðan að skoi-a á alnienning að hætta að reykja síga- rettur vegna hættunnar á að slíkar reykingar hafi krabbamein í lungum í för með sér. Stjórn félagsins segir að það hafi nú verið sannað að samband sé milli sígarettu- reykinga og krabbameins í lungum. Áskorunin var sam- in eftir að sex Iæknar og tölufræðingar höfðu skilað skýrslu um niðurstöður þeirra rannsókna, sem gerð- ar hafa verið á þessu sviði. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að álíta rerði sígaretturnar „eiga verulegan þátt í að valda krabbameini í lungum.“ a iMidafiftlialdi Danska hagstofan hefur birt skýrslu um hve mikið var greitt í leigu fyrir erlendar kvikmynd- ir á s.l. ári í Danmörku. Skýrsl- an sýnir, að bandarískar kvik- myndir fá um helming leigu- teknanna, eða 49,1%, en það er þó lægsta hlutfallstala þeirra í mörg ár. 1952 var hún 54% og 1951 62,3%. Jafn- é o~ ’ 'v’-.ra kvilónynda ankizt I nijög. . smnn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.