Þjóðviljinn - 20.10.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.10.1954, Blaðsíða 6
)5) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. október 1954 - jlJÓOyiUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. ! Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- | mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. ! Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). j Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 nnnars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. j Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. i Ósigur afturhaldsins ' Það er augljóst mál að íhaldið er í öngum sínum út af jkosningunum til Alþýðusambandsþings og veit ekki sitt riúkandi ráð. Á sunnudaginn var birti það stóra fyrir- sögn yfir Reykjavíkurbréfi, svohljóðandi: „Stjórnarand- stæðingar í meirihluta á Alþýðusambandsþingi." Eftir þennan sannleiksvitnisburð segir hins vegar svo í megin- máli: „Þaö er einnig vitað, enda þótt ekki sé ennþá full- víst hve margir Hanníbalar hafa náð kosningu , að þeir lýðræðissinnar, sem enga samvinnu vilja við kommún- ista, verða í meirihluta á þinginu .... það kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti lýðræðissinnaðs fólks í verka- lyðssamtökunum hefur skellt skolleyrunum við „samein- ingar“-söng kommúnista." í gær heldur Morgunblaðið svo enn áfram hinum dul- arfullu spádómum sínum um afstöðu fulltrúanna á Al- þýðusambandsþingi. Þaö segir: „Ekki er enn vitað um endanleg úrslit í kosningunum, þó er það séð að komm- únistar munu hafa svipað atkvæöamagn og á síðasta Al- þýðusambandsþingi". Og síðan bætir Morgunblaðið við stynjandi: „Aftur á móti er það enn óvíst hvort kommún- istum tekst að fá einhverja fulltrúa úr hópi lýðræðis- sinna til samstarfs við sig og þar meö að brjóta niður verkalýðssamtökin." Það vantar sem sé ekki að mati blaðsins nema „einhverja fulltrúa" til þess að brjóta nið- "ur ítök atvinnurekenda í stjórn Alþýðusambands íslands — og er ljóst að Morgunblaðinu dylst ekki að íhaldið og þi'ónar þess hafa þegar beðið hinn herfilegasta ósigur. Hins vegar er það lærdómsríkt fyrir verkafólk um land ailt að veita því athygli hvernig aðalmálgagn atvinnu- rekendaflokksins reynir aö draga fulltrúana í dilka og segja þeim fyrir verkum. Sá dólgsskapur mun hafa öfug áhrif; yfirgnæfandi meirihl. fulltrúanna mun hafa hags- muni og þörf verkalyðssamtakanna að leiðarljósi; reynsla síðustu ára hefur sannaö á óvéfengjanlegasta hátt að nú er verkamönnum brýnust nauðsyn „að þeir beiti sér aí alefli gegn því að fulltrúar atvinnurekendavaldsins fái aðild að stjórn heildarsamtakanna" þar sem „hlut- deild þeirra í stjórn verkalýðshreyfingarinnar sé alþýðu landsins til tjóns“, eins og trúnaðarmannaráð Verkalýðs- félags Akraness samþykkti einróma um leið og það gekk frá fulltrúum sínum. Stjórnarblöðin lýstu því yfir af miklum fjálgleik í lok síðasta Alþingis að ríkisstjórnin myndi útvega lánadeild smáíbúöa 20 milljónir króna til ráðstöfunar á þessu ári. látti það að vera ein sönnun þess hvílíkum umbótavilja rikisstjórnin byggi yfir að hún kæmi á þennan hátt til rnóts við þá einstaklinga sem ráðist hafa í aö reisa íbúö- arhús eða .íbúöir í sambyggingum af litlum efnum. En langflestir sem í byggingar þessar hafa lagt fá engin önnur lán eftir venjulegum leiðum og má því nærri geta Við hve mikla erfiðleika þeir hafa að stríða áður en hús- Sn eru íbúðarhæf. En það er sitt hvað loforð ríkisstjórnarinnar og efndir. í reyndinni hefur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar staðiö þannig við loforðið um útvegun 20 rnílljónanna að aöeins helmingur upphæðarinnar er feng- inn. Tíu millj. kr. hefur veriö úthlutað til manna hér í Reykjavík og út um allt land, og mun hæsta lánsupp- Þæð til einstaklings 30 þúsund krónur. Hinn helmingur bmnar lofuðu fjárupphæðar er að sögn ríkisstjórnarinnar óíenginn enn og allt í óvissu um hvenær úr rætist. Vitanlega þýðir ekki fyrir ríkisstjórnina að afsaká þennan seinagang á útvegun lánsfjárins til smáíbúðanna reeð getuleysi sínu. Hennar er valdið til aö fyrirskipa bönkunum að láta peningana af hendi. Þeir eiga að vera þjónar þjóðarinnar og þeirra framkvæmda sem hún hefur ipeð höndum á hverjum tíma. Allt annað er óviðunandi. Og meðan 700-1000 umsækjendur bíða eftir fyrirgreiðslu írá lánadeild smáíbúða til að geta gert hús sín að íbúðar- iæfum vistarverum verður því ekki tekið með þegjandi þögninni að ríkisstjómin svíki hátíðlegt loforð sitt um útvegun þessarar fjárupphæðar. Nokkrir aðalleikendanna í Brúðuleikhúsinu Brúðuleikhús Miles Lee og Olivia Hopkins Hingað eru komnir góðir gest- ir. Miles Lee og Oilivia Hopkins frá Edinborg, og sýna um þess- ar mundir strengbrúðuleiki i Reykjavík og víðar um iand; M. Abercombie sér um ljós og tóna. Frumsýning var á föstu- dagskvöld og vakti óskipta á- nægju allra er sáu. Brúðuleikhús eru jafngömul menningunni og hafa notið mik- illa ástsælda ungra og' gamalla víða um lönd á öllum tímum og' lifa nýtt blómaskeið á okkar dögum, eigi sízt i Tékkósló- vakíu og Sovétríkjunum, Italíu og Frakklandi; saga þeirra geymir nöfn mikilla kunnáttu- manna, ótvíræðra snillinga. Brúðuleikir eru i öllu sjálfstæð listgrein, gædd sérstæðu lífi, hlitir sínum eigin lögum, þarfn- ast eigin myndlistarmanna og leikskálda, Eins og að líkum lætur eru leikhús brúðanna á- gætlega fallin til skopstælinga og margvíslegra skringiláta, en þau eru líka tilvalinn leikvöllur skapandi ímyndunarafls og skáldlegs hugarflugs, vett- vangur draumsins. Oftlega hafa merkir leikhúsmenn og skáld« tekið ástfóstri við hina skemmti- legu listgrein, rómantíska skáld- ið þýzka Heinrich von Kleist taldi hreyfibrúðurnar jafnvel fremri lifandi leikurunt, enda lausar við sjálfsvitund þeirra og ýmsar takmarkanir líkam- legar og andlegar; löngu síðar tók sjálfur Gordon Craig, leik- stjórinn frægi, í líkan streng. Á Norðurlöndum hafa brúðu- leikhús aldrei notið verðugs sóma, óg mun það helzta orsök þess að þau eru óþekkt hér á landi. Brúðuleikurinn „Fást“ var sýndur hér fyrir mörgum árum, það er allt og sumt; þann- ig fylla sýningar þessar opið skarð. Þó að Miles Lee birti aðeins örfá sýnishorn listar sinnar eru þau nógu mörg til að sýna alkunna fjölbreytni brúðuleikanna, þar er með á- gætum unnt að túlka ólík og fjarskyld efni. Um samanburð er auðvitað ekki að ræða, en það þarf enga kunnáttu til að sjá og skilja að þau Miles Lee og Olivia Hopkins eru miklir kunnáttumenn í sinni grein, svo fulkomin og hnitmiðuð er tækni þeirra, gerfi og fram- koma brúðanna hnittileg og leikgleðin innileg og ósvikin. Hér er eingöngu um strengbrúð- ur eða maríonettur að ræða, ekki handbrúður, en þær eru ekki síður mikilvægur þáttur þessarar listar. Miles Lee flutti nokkur vel valin inngangsorð áður en tjald- inu var lyft, síðan hófst leikur- inn. Fyrst sáum við brúðuleik í tveim þáttum eftir George Scott-Moncrieff, reistan á skozkri þjóðsögu, þar segir frá sveitastúlkunni Kitty Ann og unnustanum hennar sem lenti í klóm vondrar álfkonu og kettinum vitra sem kunni að tala og hafði ráð undir hverju fifi; leiknum fylgdi tal og söng- ur á ensku. Leikur þessi var Nú í haust hef ég lesið tvær smásögur, sem mér þóttu svo góðar og.eru svo Vel gerðar, að ég finn mér skylt að vekja eft- irtekt almennings á þeim og höfundum þeirra. Þær eru báð- ar eftir unga höfunda, og má annar þeirra heita ókunnur. Sögurnar eru i sínu tímaritinu hvor og eiga það báðar jafnt á hættu, að sézt verði yfir þær innanum annað efni, sem sumt er þeim miklu meira að vöxtum. Því að báðar þessar sögur eru mjög stuttar, innan við einn fjórða arkar. — Önnur er í öðru hefti Tímarits Máls og menningar nú í ár, hin er í 3. hefti Vinnunnar og verkalýðs- ins. Sagan í Tímariti Máls og menningar heitir Forspá og er eftir Kristján Bender. Smásög- ur hafa óður birzt eftir þennan höfund og lesnar í útvarp, og fyrir tveim .árurn kom út smá- sagnasafn eftir hann í 1, bóka- flokki Máls og menningar. Þær sögur fengu yfirleitt góða dóma, enda voru sumar þeirra mjög vel gerðar og gáfu til kynna, að á ferðinni væri efnilegur rithöfundur. En fyrir kemur það, að efnilegir rithöfundar svíkjast um að láta sér fara fram og verða aldrei annað né meiri en efni sem aldrei var unnið úr. — En Kristján virð- ist ekki ætla að verða í þeirra tölu. Þessi siðasta sag'a er bezta sagan hans og er ágæt, vægast sagt. Frásögnin er frábærlega hnitmiðuð, fyrsta setningin vekur strax eftirtektina, sagan stígur eðlilega, hvert skref beint framhald af því næsta á fyndinn og hugþekkur í senn og hæfilega stuttur, langdregnir mega brúðuleikir sízt vera. „Lærisveinn galdramannsins“ var næstur, bendingaleikur, saminn við tónlist Pauls Dukas. Efnið þekkjum við af kvæði Goethes í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar — nemandinn ungi opnar galdrabókina á meðan meistarinn gengur frá, en um leið fer allt á kreik, vofur og dauðir hlutir; aum- ingja strákurinn fær ekki við neitt ráðið og er að sálast úr hræðslu. loks kemur meistarinn aftur og allt dettur í dúnalogn. Leikurinn var allur hinn skemmtilegasti og lærisveinn- inn sérstaklega geðslegur piltur og vann samúð allra. Síðast var „Fjölleikahúsið“, glettin, kátleg og góðlátleg skop- stæling á listum margvíslegra trúða og loddara; ein brúðan, Jinny að nafni, kynnti atriðin jafnóðum og söng auk þess „Gamla Nóa“ á íslenzku. Þær eru skemmtilega ólíkar, þessar brúður, og ber hver sinn sér- stæða svip, allar ljóslifandi og kátbroslegar í bezta lagi. Mesta hrifningu vöktu píanóleikarinn, sá ótrúlegi galdramaður og dansmærin sem steig spor sín við undirleik hans, svo ákaft var klappað fyrir þeim, að þau urðu að endurtaka listir sínar. —, Brúðuleikhúsið skal öllum ráðlagt að sjá, börnum er það sannkallað ævintýri, og full- orðnum bæði ánægjulegt og fróðlegt að kynnast hinni æva- fornu en nýstárlegu list. undan, og þó er það leyndar- mál fram undir sögulokin, hver þau muni verða. Viðfangsefnið er ekki stórbrotið á yfirborð- inu, en leynir á sér. Allar þrjár persónur sögunnar verða ljós- lifandi við þessa litlu frásögn, — skrifstofustúlkan, sem fyrir- litur sendisveininn, en reynir að taka forstjórann á löpp, — for- stjórinn, sem gengur l'átlaust og virðulega að starfi sínu og veit ekkert, hvaðan á hann stendur veðrið, þegar stúlkan fer að smeygja fingurgómunum í lófa hans, — og svo aum- ingja 15 ára gamli sendisveinn- inn, sem elskar stúlkuna í vandræðalegu ósjálfræði gelgju- skeiðsins, líður hina djúpu þjáningu óhamingjusamrar gelgjuástar, en fær í lokin sval- að sér í verðugri hefnd á stór- bokkaskap svikins sjálfsörygg-, is. Eg efast um að sambærilegu efni hafi verið gerð jafnræki- leg og listræn skil og í þessari sögu, sem ekki fyllir 4 blaðsíð- ur Tímaritsins. Hin sagan heitir Tóbaksleysi, er eftir Einar Kristjánsson og er af svipaðri lengd. Þar er heldur ekki stórbrotið viðfangs- efni, ekkert annað en samlíf gamals verkamanns við tóbaks- dósirnar sínar og þá djúpu sál- arreynslu, er leiðir þeirra skildu eitt sinn um litla stund. Það er húmönsk birta yfir allri frásögninni, það er bjart yfir hverri persónu, er við sög- uná kemur, en þær eru furðu margar, því að leið þess manns, sem örvita er af tób- aksleysi, liggur víða, og marg- Framhald á 8. síðu. Á. Hj. -------------------------- Tvær góðar smásögor

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.