Þjóðviljinn - 28.10.1954, Qupperneq 6
g) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 28. október 1954
þlÓOlílUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjórl: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
znundur Vigfússon, Xvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
| Viðbrögð ritstjórans
Hernámsblöðin eru í gær barmafull af auómjúkustu
lofgerð um Adenauer, Tíminn birtir af honum fjölmarg-
ar myndir til þess að bæta fyrir fyrri skyssu og Morgun-
bJaðið getur heimsóknarinnar á fimm síðum mynd-
ískreyttum. Jafnframt er Morgunblaðið mjög miður sín
út af því að Þjóöviljinn benti á það hver öfl standa að
þessum vesturþýzka forsætisráðherra og segir að það
sé ,,sóðamálflutningur“ að ætla að bendla Adenauer for-
sætisráðherra við nýnazisma. En staðreyndirnar tala
sínu máli.
' Fjórir af ráðherrunum í stjórn Adenauers eru fyrrver-
andi SS-menn — bundnir trúnaðareiði þeim samtökum
sem myrtu fimm milljónir gyðinga. Hvarvetna tróna
Dazistar á æðstu stöðum, stríðsglæpamenn hafa verið
2átnir lausir og þeim faldar trúnaðarstöður, vopnafram-
leiðendurnir hafa fengið eignir sínar á nýjan leik. Á-
standið birtist í mjög skýru ljósi þegar yfirmaður örygg-
isþjónustunnar, dr. John fór til Austurberlínar og skýrði
öllum heimi frá kynnum sínum af stjórnarfari Adenau-
ers og uppgangi nazista. Síðan hefur einn af þingmönn-
um Adenauers fanð sömu leið og sagt sömu sögu. Ábyrg-
jr erlendir fréttamenn gefa allir sömu lýsingu á ástand-
inu í Vestur-Þýzkalandi: Þar er verið að endurlífga prúss-
jieska hernaðarandann, og það eru einmitt nazistarnir
sem Adenauer styðst fyrst og fremst viö ásamt peninga-
ínönnum þeim sem efldu Hitler til valda. Allt eru þetta
Staðreyndir, og einmitt þessar staðreyndir þurfa fslend-
ángar að þekkja þegar til þess er ætlazt að þeir stuðli að
því að böðlar Evrópu fái aftur vopn í hönd.
Morgunblaðið segir „að sjaldan hafi kommúnistar
lagzt svo lágt sem í þessum sorpskrifum og er þá mikið
sagt“. Meginefni í forustugrein Þjóðviljans var upp-
prentun á tíu ára gömlum greinarkafla eftir ritstjóra
Morgunblaðsins. Venjulegast má fara orðum þeim sem
tilgreind voru um skrif þess manns, en þaö átti ekki við
að þessu sinni. Hins vegar sýna þessi viðbrögð að rit-
í.tjórinn blygöast sín fyrir það sem hann hefur áður
mælt drengilegast og vill áfjáður auglýsa andlegan
skyldleika sinn við „Hitler og hyski hans“, eins og hann
komst sjálfur að orði fyrir tíu árum.
' Áhrifalaus reiðilestnr
' Alþýðublaðið birtir í gær mjög harðorðan leiðara um sam-
vmnu við sósíalista og segir að það séu annaðhvort fífl eða
fúlmenni sem láti hafa sig til slíkra verka. Ástæðan sé sú að
gósíalistar beiti sér fyrir „sífelldum undirskriftasöfnunum og
verkföllum gegn hinu og þessu.“ Auk þess sé það staðreynd
&ð þeir „hafi alltaf brugðizt trúnaði, að þeir hafi alltaf svikið
alla samninga". Ennfremur séu þeir þjófar og gott ef ekki morð-
i’igjar. Og því er ekki að furða þótt Alþýðublaðið spyrði að lok-
Vm: „Getur nokkur heilbrigt hugsandi verkamaður, sjómaður
cða verkakona treyst mönnum sem þannig haga sér“ og bætti
yið: „Engin ógæfa gæti hent allsherjarsamtökin meiri en sú,
£í verkalýðurinn léti enn einu sinni blekkjast af sparisvipnum
og blíðmælgi silkitungunnar. Reynslan sannar að það er aldrei
hægt að semja við kommúnista, að það er ekki hægt að treysta
jpeim, að þeir tala ekki sama tungumál og aðrir menn".
Ekki er alveg ljóst gegn hverjum reiðilestri þessum er
beint, en þó má telja trúlegast að greinarhöfundur hafi haft
Emil Jónsson sérstaklega í huga. Hann hefur sem kunnugt
ei brotið öll boðorð forustugreinarinnar á hinn afdráttar-
lausasta hátt, gert mjög víðtækan samning við sósíalista um
ttjórn bæjarmála Hafnarfjarðar og þannig orðið forustumaður
•jrman Alþýðuflokksins 'um vinstri samvinnu. Hefur samvinna
J’essi þótt mjög til fyrirmyndar hjá heilbrigt hugsandi verka-
mönnum, verkakonum og sjómönnum um land allt, og af því
stafar heift Alþýðublaðsins. Verkin tala jafnan áhrifameira
jnáli en orðin tóm, og því hefur fordæmi Emils Jónssonar meiri
áftrif en fúkyrðaflaumurinn í forustugreininni.
„Sameinaðir stöndum við“ er letrað á spjaldið, sem borið er fyrir hópgöngu verk-
fallsmanna í London.
Enskir hafnarverkamenn i verkfalli
gegn stjórn sinna eigin samtaka
Uppreisn gegn einrœSi Deakins, mátfar-
stólpa hœgriafla Verkamannaflokksins
Verkfall hafnarverkamanna í
London hefur nú staðið í
þrjár vikur og hefur breiðzt út
til sjö annarra hafnarborga í
Englandi. Þessi vinnudeila er
sérstæð að því leyti, að verk-
fallið beinist ekki síður gegn
stjórn samtaka hafnarverka-
manna en gegn atvinnurekend-
um. Höfuðandstæðingur verka-
manna í deilunni er Arthur
Deakin, forseti sambands flutn-
ingaverkamanna, sem mikill
meirihluti hafnarverkamanna
telst til. Deakin hefur síðan
verkfaflið hófst rótazt eins
og naut í flagi og haldið hverja
skammaræðuna á fætur ann-
arri um verkamenn. Hann held-
ur því statt og stöðugt fram
að vinnustöðvunin sé tilefnis'-
laus, orsök hennar sé undir-
róður kommúnistískra samsær-
ismanna. Þetta sjónarmið Deak-
ins hefur fengið furðu litla á-
heyrn. Meira að segja sirWalt-
er Monckton, verkalýðsmála-
ráðherra í brezku íhaldsstjórn-
inni, er hliðhollari hafnarverka-
mönnum en hægrikratinn Deak-
in, sem ætti þó að vera helzti
málsvari þeirra ef allt væri
með felldu.
TVfonckton hefur lýst þvi yfir
á þingi, að hann viðurkenni
að kröfu hafnarverkamanna
um að þeir fái sjálfir að ráða
því, hvort þeir vinna eftirvinnu
eða ekki, sé ekki hægt að vísa
á bug að óathuguðu máli. Þrátt
fyrir óþægindi sem af verkfall-
inu leiða njóta verkfallsmenn
samúðar brezks almennings,
sem hefur fullan skilning á
kröfu þeirra um að vera frjáls-
ir að því að vinna framyfir
fastan vinnutíma eða ekki.
Réttmæti málstaðar hafnar-
verkamanna er svo almennt
viðurkennt að ríkisstjórnin hef-
ur ekki enn vogað að láta her-
lið hefja verkfallsbrot, en til
þess ráðs gripu stjórnir Verka-
mannaflokksins hvað eftir ann-
að þegar svipaðar deilur komu
upp meðan þær fóru með völd.
‘17'arla hefur nokkurt ár liðið
» svo síðan heimsstyrjöldinni
lauk að ekki hafi komið til
Erlend
É i <$ i n d i
meiri og minni vinnustöðvana
við höfnina í London eða í
öðrum enskum hafnarborgum.
Deilan sem nú steadur er að-
eins hið víðtækasta af mörgum
svipuðum. í öll þessi skipti
hafa hafnarverkamenn lagt
niður vinnu í trássi við stjórn-
endur flutningaverkamanna-
sambandsins. Tilefni verkfall-
anna hefur verið það sama og
nú, Deakin og aðrir broddar
sambandsins skella skolleyr-
um við kvörtunum og kröfum
verkamanna, sem fá enga leið-
réttingu mála sinna fyrr en
þeir leggja niður vinnu. Starf-
andi hafnarverkamenn hafa
kosið úr sínum hópi verkfalls-
nefndir, sem heyja deiluna við
stjórn flutningaverkamanna-
sambandsins og þá sem hún
hefur skipað til að fara með
mál hafnarverkamanna. Deilur
þessar hafa verið langar og
torleystar, því að Deakin og fé-
lagar hans hafa hótað atvinnu-
rekendum og stjórnarvöldum
öllu illu ef þau tækju upp beina
samninga við verkfallsmenn
sjálfa. Hinsvegar telja hafnar-
verkamenn sig ekki bundna af
samningum, sem sambands-
stjórnin gerir í nafni þeirra án
þess að þeir sjálfir fái að koma
þar neins staðar nærri.
TT'kki þarf ' neina sérstaka
skarpskyggni til að sjá, að
eitthvað meira en lítið er bog-
ið við skipan mála í verkalýðs-
hreyfingu, þar sem ástand eins
og þetta getur skapazt. Aug-
ljóst er að ekkert samband er
lengur milli starfandi verka-
manna og þeirra sem eiga að
heita fulltrúar þeirra og um-
boðsmenn. Svo vill til að veil-
an í sambandi brezkra flutn-
ingaverkamanna hefur verið
dregin fram í dagsljósið á ó-
venjulegan hátt. Fyrir tveim ár-
um kom út doktorsritgerð eftir
bandarískan félagsfræðing, Jos-
eph Goldstein, sem einmitt
fjallaði um flutningaværka-
mannasambandið og nefnist:
The Government of British
Trade Unions: A Study of
Apathy and the Democratic
Process in the Transport and
General Workers Union (Stjórn
brezkra verkalýðsfélaga. Rann-
sókn á deyfð og lýðræðishátt-
um í Sambandi flutningaverka-
manna. og ófaglærðra verka-
manna). Goldstein hafði ekki
látið við það sitja að kynna sér
lög og reglur sambandsins og
deilda þess, hann tók að vinna
verkamannavinnu í London,
gekk í eina deild flutninga-
verkamannasambandsxns og
kynnti sér starfshætti þar og
framkvæmd sambandslaganna
af eigin raun.
TVTiðurstöður hins bandaríska
’ félagsfræðings voru Deakin
og öðrum stjórendum flutninga-
verkamannasambandsins til lít-
ils sóma. Goldstein komst að
raun um það að reglur um lýð-
ræðislegar kosningar deilda-
stjórna og fulltrúa á sambands-
þing voru að engu hafðar.
Skriffinnar í aðalskrifstofu
flutningaverkamannasambands-
ins stjórnuðu deildunum með
Framhald á 8. síðu.