Þjóðviljinn - 28.10.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.10.1954, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 28. október '1954 N Eftlr Giuseppe Berto ________________________________________y 37. dagur burðarlyndi virtist einkenna það, jafnvel á stund upp- reisnarinnar. Sólin var kornin upp en brekkan sem þorpið stóð í var enn í skugga af fjallinu. En sólskinið breiddist smám saman niður dalbotninn og hitaöldur fóru að stíga þaðan upp, hægfara og kæfandi. Engispretturnar fóru að suða inni á milli olívutrjánna. Fátæklingarnir voru nú í löngum röðum báðum megin vegarins. Börn- in og dýrin voru orðin eirðarlaus og gátu ekki verið kyrr lengur. Karlmennirnir höfðu safnazt í hópa og töluðu saman í lágum hljóðum. Konurnar sátu hreyf- ingarlausar, nema þegar þær ráku burt flugur af and- litum yngstu barnanna. Þær voru líka sterkar og hug- rakkar, en á annan hátt en karlmennirnir. Nú, þegar ' búið var að taka ákvörðun gátu þær sýnt ótrúlega þol-^ inmæði. Og þær héldu áfram að bíða, þótt nú væri langt um liðiö síðan nokkur hafði bætzt í hópinn. Það voru ekki allir komnir. Marga vantaði, jafnvel suma þeirra sem tekið höfðu ákafastan þátt í umræöum og ákvörð- unum undanfarna daga. Sennilega hafði þá brostið hug- rekki þegar á átti að herða. Ef til vill vonuðu þeir að vorkunnsemi hinna ríku yrði þeim til hjálpar, ef þeir risu ekki upp eins og hinir. En þeir biðu þeirra lengi enn. Sólin kom upp yfir fjallið og skein á brekkuna sem þorpið stóð í. Loftið var ekki lengur á hreyfingu, það var kyrrt, þungt og mollulegt. Það var ekki heiðskírt. Þaö var hvítt mistur í lofti, sem skyggði þó ekki á sól- ina en hélt hitanum enn þéttar að jörðinni. Það var tilgangslaust að bíða lengur. Fólkið var talið. Þarna 1 voru yfir fimmtíu fjölskyldur, ef til vill þrjú hundruö manns alls. Allir tóku upp pinkla sína og lögðu af stað, en þetta var þögull hópur og enginn söng. Allir aðrir þorpsbúar stóöu álengdar og horfðu á fólk- 1 ið; þeir stóðu í hópum í skugga trjánna meðfram veg- inum. Þeir höfðu beöið tímunum saman eftir því að fá- tæka fólkið gerði uppreisn. Þegjandi horfðu þeir á þaö ganga framhjá og það var ómögulegt aö segja hvað þeir hugsuðu, né hvort þeir fundu til kvíða, ótta eða undr- unar. Ef til vill bjuggust þeir viö einhverju öðru, ófbeldi eða ringulreið. En það var ekkert að sjá nema röð af fátæku fólki á leiö framhjá, klyfjað föggum sínum, nið- urlútt og sagði ekki orð nema til að herða á börnum og dýrum. DálítiÖ neðar við veginn, bakvið áhorfend- urna, stóð sóknarpresturinn í Santo Stefano. Hann var í hempu sinni og skrúða og hélt fyrir sér krossi. Hann hreyfði sig-ekki þegar fátæka fólkiö nálgaðist hann og sagði ekki neitt, og fátæka fólkið vissi ekki til hvers ‘ hann stóð þarna, hvort það var til að blessa það eða álasa því. Karlmennirnir tóku ofan húfurnar og héldu áfram. Þeir höföu gert uppreisn gegn eymd, hungri og 1 dauða barna sinna; og ef guð var á móti þeim, þá væru þeir á móti guði. En það gat ekki verið aö guð væri á móti þeim. Það gat ekki veriö að hann hefði skapað 1 landið til þess aö örfáir menn gætu notið forréttinda. Og þeir héldu því áfram og fundu guð í brjóstum sjálfra 1 sín. Og konurnar og börnin krupu og gerðu krossmark fyrir sér, stóðu síðan upp aftur og flýttu sér á eftir karl- mönnunum. Rykið sem þyrlaðist upp undan fótum ' þeirra sem á undan gengu, blindaði þau. En svo voru þorpsbúar að baki, krossinn og lífið sem þau höfðu áður lifað og þau voru ein á veginum sem lá upp á við ‘ í áttina til La Cellia. Hádegisbjöllurnar ómuöu til þeirra langt að og þégar ómurinn frá þeim dó út heyrðist ekk- ' ert nema endalaust suöið í engisprettunum sem hopp- uöu milli trjánna í sumarhitanum. Fólkið varð æ rytjulegra og þreyttara því meira sem hitinn frá sólinni jókst. Rykið blandaðist svita þess; það smaug inn um vit þess og kverkar þess uröu þurr- ar. Það sveið í augun af því að horfa á hvítan veginn og heitt, mollulegt loftið fyllti það þjakandi ónota- kennd. Byrðar þess urðu þyngri með hverju skrefi. Og karlmennirnir sem höfðu gengið á undan sneru við, og tóku á sig byrðar kvennanna líka; og svo tóku konurnar upp börnin og báru þau, því að þau gátu ekki gengiö lengur. Fólkið var hvorki í góðu skapi né kvíðandi. Það hugsaði um það eitt aö halda áfram. Nú var ekki svo langt til La Cellia. Þegar vegurinn beygöi til vinstri sást landið blasa við, kyrrt og eftirvæntingarfullt í steikjandi sólarhitanum og það var hægt að greina trén, óræktarmóana og grænkuna í dældunum þar sem rak- inn hélzt lengst. Eftir eina eða tvær klukkustundir yrði þaö komið á áfangastað. Auðvitað var aðkoman ekki svo einföld að ekki þyrfti annað en koma og byrja að vinna. Engum datt í hug aö það yrði svo auðvelt, þótt enginn gerði sér ef til vill ljóst hvaða erfiðleikar yrðu á vegi þeirra. En það var tilgangslaust að hugsa um það. Nú þurfti aðeins að ganga og þaö eitt var nógu þreytandi. Þaö varö enn heitara en áður. Jörðin var brennheit undir berum fótum fólksins. Þessar þrjú hundruð manneskjur höfðu dreifzt um rykugan veginn. Gamla og lasburða fólkið hafði dregizt aftur úr. Drengirnir voru á þönum um nágrenniö í leit að vatni eöa hús- dýrum sem höfðu sloppið burt án þess að nokkur tæki eftir. Hvar sem von var á skugga staldraöi fólkið við til aö kasta mæðinni. En eftir andartak lagði það af staö aftur og smátt og smátt þokuðust allir upp hæð- ina aö einum ákveðnum stað. En svo staðnæmdust þeir sem fremstir voru í röð- inni. Þeir sem á eftir komu þjöppuðust saman og gátu ekki séð hvaða hindrun hafði stöðvaö röðina. En frétt- in barst fljótlega aftur eftir. Svo lögðu karlmennirnir frá sér byrðarnar og þokuðu sér fremst í hópinn. Þeir voru ekki vopnaðir. Þeir höfðu ekki meðferðis annað en ^eimiSisþáttur Tizkusýning á vörusýningunni i Leipzig Mikil alþjóðleg þátttaka — og tízkuhús Austur-Evrópu stóðu sig með prýði (Frá fréttaritara Land og Folk í Leipzig). HVER segir að höfundar hinn- ar alþjóðlegu tízku eigi ævin- iega að hafa aðsetur í Par- ís? Þegar mað ur hefur set- ið í nokkra tíma við liinar alþjóðlegu tízkusýningar á vörusýning- unni í Leipzig - og þar voru þær haldnar tvisvar á dag — verður manni ljóst að í Prag, Búda- pest, Moskva og Berlín eru að rísa tízku- miðstöðvar, sem að hug- myndum, smekk og tækni standa ekki að baki neinni vestrænni tízkuborg. Uppselt á tízkusýningar tvisvar á dag / Þarna var tækifæri til að gera samanburð. I tízkusýningunum í Leipzig tóku m.a. þátt tízku- miðstöð í Moskva, Centrotex í Prag, viðskiptaráðuneyti Búlg- aríu, og tízkudeildir fataiðnað- arins í Póllandi, Rúmeníu og Ungverjalandi og fjöldi ann- arra tizkuhúsa frá Berlin og Leipzig og ennfremur frá Vest- urþýzkalandi og Hollandi. í fyrsta skipti í ár tóku vest- ræn ríki þátt í þessum tízku- sýningum sem fóru fram í borg- arleikhúsinu — og í hvert sinn var uppselt. Flíkumar frá Vest- urþýzkalandi og Amsterdam fengu góðar viðtökur áhorfenda frá öllum mögulegum löndum. En ekki síðri viðtökur fékk grár ullarkjóll með fínleg- um skreytingum í þjóðlegum pólskum stíl, hentugur sport- klæðnaður frá tízkumiðstöðinni í Moskva eða glæsilegur hálf- síður samkvæmiskjóll frá Leip- zig. Hér voru sýndir glæsilegir pelsar úr Nutría, gráu persían- skinni og kálfa- og lambaskinni meðhöndluðu á sérstakan hátt, og sumir hinna dýrlegu sam- kvæmiskjóla Centrotex í Prag fylltu áhorfendur ílöngun. Stór austurþýzk verksmiðja sýndi falleg og hentug barnaföt — og þá náði hrifningin hámarki, og hefur það ekki hvað sízt stafað af útliti og yndisþokka þeirra sem sýndu. Varla er hægt að krefjast þess af vesölum leikmanni að hann gefi greinargóðar lýsingar á þessum hrífandi flíkum. Ég verð að láta mér nægja að geta þes3 að einnig að þessu leyti hefur vörusýningin í Leipzig „Sólmyrkva" ka.lar pólski t zkufrömuðurinn þenn- an samkvæmiskjól úr chiffon. Undirkjóllinn er úr aisilki með sama mynstri. Það lítur ekki illa út þegnr sólirnar renna til hver undir annarri. OC CAMMsft Nafn Bernard Shaws varð fyrst alþekkt vegna stöðugra árása á hann, sem birtust í formi blaðaviðtala hjá nokkr- um kvöldblöðum í London. Blaðamennirnir voru vanir að troðast inn 1 íbúðina hjá Shaw, oftast með það eitt í huga að særa hann og draga dár að honum. Margt fólk fór að líta svo á að Shaw hlyti að vera mjög athyglisverð persóna. Eða hversvegna leið hann þetta?. Hversvegna sparkaði hann ekki þessum ó- svífnu blaðamönnum á dyr? Eða hversvegna hringdi hann ekki á lögregluna. Þetta virt- ist allt mjög skrítið af jafn kristnum manni og þessi ves- lings Shaw virtist vera. Og allir ræddu um þessi furðu- legu mál. Þess þarf varla að geta, að Shaw skrifaði allar þessar greinar sjálfur. Frá hinni alþjóðlegu tízkusýn- ingu á vörusýningunni í Leip- zig. Framlag frá Ungverjalandi. — Dragtin stendur ekki að baki vestrænum flíkum hvorki hvað snertir snið né gæði. sýnt sig vera .alþjóðleg og ein- stæð að sínu leyti, og flíkurnar að austan hafa ekki reynzt standa hinum vestrænu flíkum að baki, hvorki hvað Snertir snið eða gæði. Margar hentugar nýjungar í sambandi við efni, t.d. meðferð á perloni, komu fram í sambandi við þessar sýningar og það var augljóst að tilraunir þær sem gerðar eru í hinum sósíalistísku löndum til þess að framleiða betri og smekklegri vörur, bera góðan árangur. Á degi hverjum voru hér sýnd- ar 400 mismunandi flíkur. Sagt er að tízkufrömuðirnir í Prag, Moskva, Búdapest og-Berlín séu mjög strangir og oft sé 8-9 flíkum hafnað á móti hverri einni sem samþykkt er. Þarna er tekið alvarlega það hlutverk að framleiða fegurri og hent- ugri fatnað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.