Þjóðviljinn - 04.11.1954, Side 1
Fimmtudagur 4. nóvember 1954 — 19. árgangur — 251. tölublað
Framhald umræðttanna á Alþingi um hernámsmálin
Ihaldið og Framsókn afhenda Bandaríkjunum ís-
lenzkt land undir 4-5 nýjar herstöðvar
Er til leynisamningur frá 1951 sem kveður m.a. á um radarherstöðvarnar?
ic Ekki liggur annað íyrir Alþingi en að samið haíi verið um það á þessu
ári að bæta við fjórum fimm nýjum bandarískum herstöðvum á Íslandi, fjór-
um radarherstöðvum og Njarðvík, enda þótf ekki sé fullsamið um afhendingu
þess staðar. *
íslenzk stjórnarvöld hafi ekki hingað til opinberlega gert ráð fyrir því
að radarstöðvarnar yrðu herstöðvar. En þegar íslenzka ríkisstjórnin krafðist
þess í samningagerð á þessu ári að íslendingar verði þjálfaðir til að taka
við rekstri radarstöðvanna er svar Bandaríkjastjjórnar þvert nei, tæknin í
radarstöðvunum sé hernaðarleyndarmál. Radarstöðvarnar skuli vera herstöðv-
ar.
ít Og í stað þess að segja þá: íslendingar vilja ekki bæta við þeim fjórum
nýju herstöðvum, beygir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sig í
duftið fyrir töfraorðinu: Hernaðarleyndarmál, og afhendir nýtt land af Islandi
undir nýjar bandarískar herstöðvar.
Þessar ískyggilegu staðreyndir
komu skýrt fram á Alþingi í gær,
í ræðum Kristins Guðmundssonar
utanríkisráðherra og Hermanns
Jónassonar.
Utanríkisráðh. skýrði
einnig frá að hver þess-
ara radarstöðva yrði
mönnuð a.m.k. 30—50
þaulæfðum og há-
menntuðum sérfræðing-
um en þriðjungur starfs-
mannanna ynni störf
sem ekki þyrfti tækni-
menntun til .
í ræðu Hermanns
Jónassonar kom fram
einkennileg fullyrðing
um radarstöðvarnar.
Kvað hann fjarri lagi að
telja að með tilkomu
þeirra hefðu bætzt við
fjórar nýjar herstöðvar
á þessu ári sem Fram-
sóknarráðherra hefur
farið með hernámsmál-
in.
Um bessar raaarstöðvar
heíði verið samið í upp-
haflega samningnum
1951, í þeim samningi
væru þær allar ákveðn-
ar. Eina nýja í því efni
væri það ef Bandaríkja-
hernum yrði afhent
Niarðvík.
Einar Olgeirsson spurði hvað
Hermann ætti við með þessu, að
radarstöðvarnar hefðu verið
ákveðnar í „upphafle^a samn-
ingnum“.
í þeim eina ..upphaflega samn-
ingi" um hernámið, sem lagður
hefur verið fyrir Alþingi með
iögfestingu á samnirignum frá 5.
maí 3 951 og viðbótarsamningi,
væri ekki eitt orð uhi þessar
radarstöðvar. Sagði Einar að sig
ræki ekki minni til að í nokkr-
um umræðum um þann samning
hafi verið minnzt á radarher-
stöðvarnar, og spurði svo:
Er til einhver annar
samningur frá 1951,
samningur sem Alþingi
hefur aldrei fengið að
vita af? Voru fleiri slík
ákvæði í þeim leyni-
samningi?
Hermann Jonasson svaraði Hvað erU Islendingar
engu þessum spúrningum og
flokksbróðir hans Kristinn Guð-
mundsson
utanríkisráðherra,
sem talaði á eftir Einari skaut
sér einnig hjá því, en reyndi að
draga úr fuilyrðingu Hermanns
með því, að áreiðanlega hefði
verið samið um radarherstöðv-
arnar áður en hann tók við, en
ekki hefði hann gögn í höndum
til að sanna það.
Vegna fyrirspurna skýrði Her-
mann Jónasson frá því að samn-
ingurinn um breytingar á fram-
kvæmd hernámssamningsins
hefði verið gerður með nótu-
skiptum milli utanríkisráðherra
íslands og bandaríska sendiherr-
ans í Reykjavík.
hæfir til að gera?
Hermann Jónasson sagði, að
um þettá mál hefði verið erfitt
að semja, og hafi verið skilið
eftir óákveðið í samningnum
hvor aðili réði ef um ágreining
yrði að ræða. Áður hefði þetta
verið svo að verkfræðingadeild
hersins hefði skorið úr því í hvert
sinn hvað íslendingar væru hæf-
Framhald á 3. síðu.
Lokunartíma
sölubúia verðir
breytt um ára-
mót
Fundur var haldinn í
Verzlunarmannafél. Reykja-
víkur í gærkvöld. Lá þar
fyrir tillaga, sem báðar
samninganefndir voru búnar
að undirrita með fyrirvara,
um breyttan lokunartimíi
sölubúða og skrifstofa á
laugardögum, og var hún
samþykkt.
Breyting sú sem í tillög-
unni felst er þessi: Sölu-
búðum og skrifstofum verð-
ur lokað kl. 1 e.h. á laugar-
dögum á tímabilinu frá 1.
janúar til 30. apríl, og á
föstudögum verður búðum
lokað kl. 7 e.h. á sama
tímabili.
Brlgzl um kosningasyindl
ganga fjöllunum hærra
Meiííbluti í öldungadeild Bandaríkjaþings
óviss unz endurtalning hefur farið fram þar
sem litlu munar á frambjóðendum
Dylgjur um kosningasvindl og falsaða talningu ganga
á víxl eftir kosningarnar í Bandaríkjunum.
Þegar Dewey, fylkisstjóri
republikana í New York, fyrir-
skipaði endurtalningu vegna
þess að Harriman, fylkisstjóra-
efni demókrata, hafði einungis
nokkur þúsund atkvæði fram yf-
ir republikanann Ives, lýsti
Harriman yfir að hann hefði
gert sérstakar ráðstafanir til að
fylgjást með að svik yrðu ekki
í tafli við endurtalninguna.
Kvaðst hann hafa rökstuddan
grun um að kosningatölurnar
hefðu sumstaðar verið falsaðar
af undirtyllum Deweys.
Kærir fyrir FBI
Douglas, frambjóðandi demó-
Demókratar sigruðu í kosn-
ingunum í Bandaríkjunum
Unnu meirihlufa i fullfrúadeildinni og
siöfylkissfjóraembæffi
krata í öldungadeildarkosning-
unni í Illinois, sendi Hoover,
stjórnanda bandarísku leynilög-
reglunnar FBI, skeyti í gær. Er
það kæra um að embættismenn
Úrslit voru ekki að fullu kunn í kosningunum í Banda-
ríkjunum í gærkvöldi, en ljóst varð aö stjórnarandstöðu-
flokkurinn, demókratar, höfðu unnið sigur.
Það varð ljóst snemma, að
demókratar höfðu unnið meiri-
hluta í fulltrúadeildinni. Taln-
ingu var ekki að fullu lokið
í gærkvöldi, en útlit fyrir að
demokratar myndu fá þar 233
þingmenn en republikanar 202.
Áður liöfðu republikanar fjög-
urra atkvæða meirihluta í deild-
inni.
Harriman fylkisstjóri
í New York
Enn meiri þykir þó sigur
demókrata í fylkisstjórakosn-
ingunum. F'rambjóðendur þeirra
unnu sjö fylkisstjóraembætti af
republikönum, þar á meðal í
New York, Pennsylvania, Conn-
ecticut og Colorado. Stjórna þá
demókratar 29 fylkjum í Banda
ríkjunum en republikanar 19.
Þýðingarmestur er sigur
Harr'mans, fylkisstjóraefnis
demókrata í New York, sem
vann með aðeins 9000 atkv.
meirihluta af j'fir fimm millj-
ónum greiddum.
Franklin D. Roosevelt yngri,
sonur hins látna Bandaríkja-
forseta, var í framboði fyrir
demókrata til dómsmálaráð-
herraembættis í New York en
tapaði með 200.000 atkv. mun
fyrir republikananum Jacob
Javits.
Grýlan brást
Óvíst var í gærkvöld, hvor
flokkurinn myndi ná meirihluta
í öldungadeildinni. Veltur það
á úrslitunum í* New Jersey, þar
sem frambjóðandi demokrata
Howell hefur eins 314 atkvæði
af 1.700.000 greiddum fram-
yfir republikanann Case, og
telja verður aftur. Á síðasta
þingi höfðu republikanar
Þ/eggja atkvæða meirililuta í
öldungadeildinni. Demókratar
unnu öldungadeildarsæti af
republikönum í Kentucky, Mic-
higan og Nevada. Republikanar
unnu öldungadeildarsæti af
demókrötum í Colorado og
Iowa.
Demókratarnir Murray í
Montaua og Douglas í Illionis
Framhald á 5. síðu.
Thomas Dewey.
republikana hafi falsað talning-
una í að minnsta kosti þremur
sýslum í fylkinu.
í New Jersey segja republikan-
ar, að demókratar hafi haft kosn-
ingasvindl í frammi í Essex-sýslu.
Víða talið aftur
í New Jersey munar aðeins
314 atkvæðum á öldungadeildar-
frambjóðendunum og verður tal-
ið þar á ný. Sömu sögu er að
segja í Ohio og víðar.
Ekki verður ljóst hvor flokkur-
inn nær meirihluta í öldunga-
deildinni fyrr en þessar endur-
talningar eru afstaðnar, en þær
geta tekið nokkra daga og jafn-
vel vikur ef deilur verða um
vafaatkvæði. Eins og stendur
hafa demókratar 47 öldunga-
deildarmenn og republikanar
sömu tölu en einn er óháður.
Hvorugur þorir að telja sér sætið
í New Jersey. Óháði þingmaður—
Framhald á 5. síðu.