Þjóðviljinn - 07.11.1954, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 7. nóvember 1954
,,Svo bauð Nebúkad-
nesar sínum undir-
sátum“
Það er satt, að manninn skal
elska, en verkin hata ogr færa
alla hluti á betra veg. En því
skal ég lofa þann, sem hatar guð
og góða siðu, jafnvel þótt margir
kalli það hæversku og spak-
lyndi? ... jafnvel klækir þeirra
eru dyggðir kallaðir... En
kunnstin stígur enn þá liærra
upp í Djöfuisins háskóla. Þar
eru þeir, sem Iiafa vald.yfir öðr-
um, svo seni eru foreldrar yfir
hörnum sínum, húsbændur yfir
þénurum, stórherrar og mektar-
menn yfir þeirra undirsátum.
Nær þessir bjóða eitthvað það,
sem óguðlegt er, svo að hinir
voga ei annað en lilýða, það er
eitt fullkomið ofríki og yfirgang-
ur Satans í sínu ríki. Svo bauð
Nebúkadnezar sínum undirsátum
að dýrka sitt gullbílæti. Svo
skipaði Jessabel að útvega fals-
vitni á móti Nabot. Svo bauð
Heródías dóttur sinni að biðja
um Jóhanness liöfuð. Svo kom
Jeróbóam ísrael til að syndga,
er hann bauð að dýrka þau
skurðgoðin í Dan og Betel. Og
þó að í öll.u öðru sé ólíku saman
að jafna, þá var sjálfur Davíð
hinum líkari í því, er hann Iét
siá Úríam í hel með sverði
Ammons barna. Þessa eftirmynd
höfum vér á iandshöfðingjum
þeim, er bjóða öðrum þá hluti,
sem guð hefur andstyggð á,
meinsæri, ofbeldi, gripdeildir og
í hvern helzt máta sem þeir
Ipkka þá eða hræða til að vinna
Djöflinum, en mótþægja guði,
á húsbændum, er þeir gera siíkt
hið sama að því leyti, sem í
þeirra valdi stendur... og hið
sama er að segja um foreldrana
eður aðra þá, sem yfir börnin
eru settir. (Úr stólræðu Jóns
Vídalín á Mikjálsmessu).
O í dag er sunnudagurinn 7. nóv.
— Villehadus — 31J. dagur árs-
ins — Tungl í hásuðri kl. 21:40
— Árdegisháflæði ki. 2:17 — Síð-
degishátlæði kl. 14:42.
Helgidagslæknlr
er í dag Stefán Ólafsson, Hring-
braut 101. — Sími 81211.
Næturvörður
:er . í. Hyfjabúðinni Iðunn
7911. . :
Sími
Bókmenntagetraun
Við birtum í gær brot úr Ljómum
Jóns Arasonar, en kannast menn
við þessi erindi?
Og það er hann, sá giaði geisli,
— hin goðumborna frelsisþrá ■—•
sem allir böðlar ætla að myrða,
— en eðli ljóssins hindrar þá:
Þótt einn sé nár, mun annar
fæðast
í öðru koti þessa lands,
og geislans ljómur loga að nýju
í litlum, bláum augum hans.
Og suður .vermenn vaskir st.efna,
og venju, fremur margir nú.
Þeir -skálma hljóða vetrarvegu
og.vistir ætla.að draga í bú. —
En einhver .glóð í augum brennur,
sem ekki á skylt við færi og disk.’
— Hvort ætía.þeir sér eitthvað
meira
í aflahlut en tóman fisk?
M E S S U R
1
D A G :
Laugarneskirkja.
Messa kl. 2 siðdegis. Barnaguðs-
þjónusta ki. 10:15 árdegis. Séra
Garðar Svavarsson.
Dómlcii'kjan.
Fermingarguðsþjónusta Háteigs-
sóknar kl. 11 árdegis. Séra Jón
Þorvarðsson —• Síðdegismessa kl.
5 (Allrasáinamessa). Séra Jón
Auðuns.
Nesprestakall.
Messa i Mýrarhú.saskóla kl. 2:30
síðdegis. Séra Jón Thorarensen.
Bústaðaprestakall.
Messa i Fossvogskirkju kl. 2. Séra
Gunnar Árnason.
Óháði fríkirkjusöfnuð.urinn
Messa í Aðventkirkjunni kl. 2 e.h.
sr. Emil Björnsson.
Háteigsprestakall
Fermingarmessa í Dómkirkjunni
kl. 11 fm. Sr. Jón Þorvarðsson.
Fríkirkjan
Messað kl. 2. Sr. Þorsteinn Björns-
son.
Langholtsprestakall
Barnasámkoma að Hálogalandi kl.
10:30 fh. Kvikmynd. — Messa í
Laugarneskirkju kl. 5 eh. (Allra
heilagramessá). Ingvar Jónasson
fiðluleikari leikur við guðsþjónust-
una. Söfnun við barnastarfið að
Hálogajandi eftir messu. Séra Ár-
elíus N'íelsson.
Frá suniarferðum ÆFB
V-egna fyrirhugaðs myndakvölds
eru allir þeir sem tóku myndir i
ferðalögum ÆFR í sumar vinsam-
lega beðnir að lána myndir sínar.
Hafið samband við skrifstofu
fflFR á Þórsgötu 1 í dag.
Kvöld- og næturlæknir
er í læknavarðstofunni í Austur-
bæjarbarnaskólanum frá kl. 18-8 í
fyrramáiið —-Sími 5030.
9:10 Veðurfregni
9:20 Morguntónlei
ar pli: — (9:£
LYFJABOPIR
4PÓTEK AUST- Kvöldvarzla til
URBfflJAR kl. 8 alla daga
• nerna laugar-
HOLTSAPÓTEK daga til kl. 6.
• ÚTBBEIÐIÐ
• ÞJÓÐVXLJANN
Lúðrasveit verkalýðs-
ins. Æfing í dag kl.
10 f.h. . *_________L
9:10 Veðurfregnir.
Morguntónleik
:30
Fréttir). a) Don-
Kósakka kórinn
syngur kirkjulög
og rússnesk lög; Serge Jaroff stj.
b) Rondó úr h-moll svítunni eftir
Bach (Marcel Moyse flautuleikari
og kammerhljómsveit Adolfs
Busch). c) Lítil hljómsveitarsvita
eftir Bizet (Hljómsveit Scala-óper-
unnar í Mí'anó; Panizza stjórnar).
d) Slavneskir dansar nr. 3 og 6
eftir Dvorák (Tékkneska philhar-
moníuhljómsveitin; Talich stj.).
p) Myndir á sýnirigU, lagafl: éftir
Moussprgsky (óníuhljóriisýeit-
in .í Chicago; Kubelik stjó.rnar).
f) Tafelmusik eftir Telemann
(Kljómsveit * itónlistárfélagsins í
Wiesbáden; Weyms stjörnár).
11:00 Messa í Hai’grímskirkju
(Prestur: Séra Sigurjón Þ. Árna-
son. Organleikari: Páll Halldórs-
son). 13:15 Erindi: Hljómsveitin
og hlustandinn; I. (Róbert Abra-
ham Ottósson hljómsveitarstjóri).
15:15 Fréttaútvarp til Islendinga
eriendis. 15.30 Miðdegistónieikar pl.
Þættir úr óperunni Don Pasqua'e
eftir Donizetti. — Guðmundur
Jónsson söngvari flytur skýringar.
Klukkan 16:30 Veðurfregnir. —
17:30 Barnatími a) Óskar Hali-
dórsson kennari )es ICrumma-
hreiðrið, nýja sögu eftir Þórodd
Guðmundsson rithöfund. b) Ari
Stefánsson meðhjálpari rabbar við
börnin. c9 Lesin verður ný saga:
Ég er Tarzan eftir Óskar Aðal-
stein rithöfund — Ennfremur tón-
leikar. 18:30 Tónleikar: a) Són-
ötu-Balladi op 27 eftir Medtner
(Höfundurinn leikur á pía.nó). b)
Paul Robeson syngur c) Rapsódía
eftir Rachmaninoff um stef eftir
Paganini (Sinfóníuhljómsveitin í
Philade'phíu leikur; Stokowsky
stj). 20:20 Leikrit: „Draumur-
inn eða Don Juan í heiviti" úr
leikritinu Menn og ofurmenn eft-
ir Bernard Shaw. Þýðandi: Árni
Guðnason — Leikstjóri: Lárus
Pálsson. Leikfendur: Lárus Páls-
son, Regína Þórðardóttir, Þor-
steinn Ö. Stephensen, Haraldur
Björnsson og Rúrik Haraldsson.
2'2:05 Danslög, þá.m. leikur dans-
hijómsveit Svávars Gests. Söngv-
ari með hljómsveitinni: Gyða Er-
lingsdóttir. 01:00 Dagskrárlok. —
Útvarpið á morgun: 18:00 Islenzku
kenns’a; II. fl. 18:30 Þýzku-
kennsía I. fl. 18:55 Skákþáttur:
(Guðmundur Arnlaugsson). 19:15
Þingfréttir. — Tónieikar. 20:30 Út-
va.rpshljómsveitin; Þórarinn Guð-
mundsson stjórnar: Þrír dansar
eftir Smetana. 20:50 Um daginn
og veginn (Hjörtur Kristmunds-
son kennari). 21:10 Einsöngur:
Guðmundur Jónsson óperusöngv-
a.ri syngur; Weisshappel leikur
undir á píanó. a) Fjólan eftir
Þórarinn Jónsson. b) Það er sv.o
margt eftir Inga T. Lárusson.
c) Amma raular í rökkrinu eftir
Ingunni Bjarnadóttur; Haligrímur
Helgason setti úr. d) Sylvía eftir
Oley Speakes. e) Dina ögon áro
e’dar eftir Söderström. f) Torna
eftir Valente. g) Musica proibita
eftir Gasta’don. 21:30 ísienzkt mál
(Bjarni Vilhjálmsson). 21:45 Tón-
leikar: Kaflar úr Sylvia-ballett-
inum eftir Delibes (Hljómsveit
Covent Garden óperunnar leikur;
Sir Ma.’colm Sargent stjórnar).
22:10 Útvarpssagan: Gull eftir E.
H. Kvaran; (Helgi Hjörvar les).
22:35 Létt lög: Kvartett Carls
Jularbos leikur og Harmony-
systur syngja. pl. 23:10 Dagskrár-
lok.
Dagskrá Alþingis
Efri deild (kl. 1:30 á morgun)
Verðlagsuppbót á laun opinberra
starfsmanna, frv. 3. umr.
Happdrætti dvalarheimilis aldr-
aðra sjómanna, frv. 1. umr.
Stýrim&.nnaskólinn, frv. 1. umr.
Hlutatryggingarsjóður bátáútvegs-
.ins, -frv. 1. umr.
Neðri deild (kl. 1:30 á morgun)
Mánnlal í Reykjavík, frv. 3. umr.
Ræktunarsjóður íslands, frv. önn-
ur umr.
Landnám, nýbyggðir og endur-
byggingar í sveitum, frv. 2. umr.
Útvarpsrekstur ríkisins, frv. 1.
umr.
Útsvör, frv. 1. umr.
Millilandaflug:
Hekla, milli’anda-
flugvél Loftleiða,
kernur til Rvíkur
kl. 7 á morgun
frá N.Y. fer aftur
áleiðis til Oslóar, Gautaborgar og
Hamborgar kl. 8:30. Edda, milli-
landaflugvél Loftleiða, er væntan-
leg til Rvíkur kl. 19:00 í dag frá
Hamborg, Gautaborg og Osló; fer
aftur áleiðis til N.Y. k’ukkan
21:00. — Gullfaxi er væntanlegur
til Rvíkur frá Kaupmannahöfn
kl. 16:45 í dag. Flugvélin fer til
Prestvíkur og London kl. 8:30 i
fyrramálið. — Flugvél frá Pan
American Airways er væntan’eg
frá Helsingfors, Stokkhólmi, Osló
og Prestvík kl. 21:15 og heldur
áfram eftir skamma viðdvöl til
N.Y. — Innanlandsflug: 1 dag er
ráðger.t að fljúga til Akureyrar
og Vestmannaeyja. Á morgun eru
áætlaðar fiugferðir tll Akureyrar,
Bí’dudals, Fagurhólsmýrar, Horna-
fjarðar, Isafjarðar, Patreksfjarðar
og Vestm&nnaeyja.
Krossgáta nr. 508
Lárétt: 1 tryggja 7 sérhlj, 8 sára-
bindi 9 á kjólfötum 11 kvennafn
12 fangamark 14 skst 15 námu
17 umdæmismerki 18 atviksorð 20
hraðar för sinni
Lóðrétt: 1 mæla 2 sigla 3 hrind
4 skst .5 beiz’i 6 fyrir aftan 10
bitvargur 13 byrðarnar 15 verkur
16 sár 17 dúr 19 ending
Lausn á nr. 507
Lárétt: 1 bruni 4 nú 5 ná 7 odd
9 töf 10 ópa 11 nýs 13 nr. 15 EA
16 ekill
Lóðrétt: 1 bú 2 und 3 in 4 netin
6 átaka 7 ofn 8 dós 12 ýti 14
RE 15 el
sTrá hófninní
Eimslcip
Brúarfoss fór frá Véstm&nnaeyj-
um 5. þm til New Castie, Grims-
by, Boulogne og Hamborgar. Detti
foss og Gullfoss eru í Reykja-
vífe. FjaUfsss fst.J’ri Rotterdam
í dag til Hull, Leith og Reykja-
víkur. Goðafoss er í Hélsingfors.
Lagarfoss er væntanlegur til R-
víkur árdegis í dag frá Vest-
mannaeyjum. Reykj&foss fór frá
Húsavík í gær til Skagastrandai-,
Þingeyrar og Reykjavíkur. Sel-
foss fór frá Aberdeen 5. þm til
Gautaborgar. Tröllafoss fer frá
Liverpool 9. þm til Rotterdam,
Bremen, Hamborgar og Gdynia.
Tungufoss fór frá New York 30.
fm til Reykjavikur.
Bíkisskip ” “
Hekla verður væntanlega á Ak-
ureyri í kvöld á vesturleið. Esja
fór frá Rvík k’. 20:00 í gærkv.
vestur um land í hringferð. Herðu
breið fer frá Rvík á morgun aust-
ur um land til Bakkafj. Skja d-
breið er á Vestfj. á suðurleið.
Þyrill er á leið frá Bergen til R-
víkur. Skaftfellingur. fer frá R-
vík á þriðjudaginn til Vestmanna-
eyja.
Sambandsskip
Hvassafell för í gær frá Húsavík
áieiðis til Finnlands. Arnarfell
fór í gær frá Genova áleiðis til
San Fólíu, Pa.lamos og Almaria.
Jökulfell er á leið til (Rvíkijr frá
Rostock. Dísarfell er í Rvik. Litla-.
feil er í oiíuflutningum í Faxa-
flóa. Helgafell fór frá N.Y. 2. þm.
áleiðis til Rvikur. Kathe Wiards
fór frá PóWandi í gæv áleiðis til
Siglufjarðar. Tovelil fór í gær frá
Álaborg áleiðis til Kef’avíkur.
Stientje Mensinga iestar í Amster-
dam.
Togararnir:
Akurey fór á ísfiskveiðar 4. þm.
Geir fór á isfiskveiðar 4. þm.
Fylkir, Jón forseti og Marz 'eru
í Reykjavík. Ha’.lveig Fróðadóttir
er í Reykjavik. Hvalfell fór á
saltfiskveiðar í fyrrakvöld. Ingólf-
ur Arnarson er væntanlegur frá
Þýzkalandi í kvö’.d. Jón Baldvins-
son er á ísfiskveiðum. Karlsefni
fór á ísfiskveiðar 4. þm. Ól&fur
Jóhannesson er í Reykjavík. Pétur
Halldórsson fór á ísfiskveiðar 29.
fm. Skú’i Magnússon var vænt-
anlegur í gærkvöld frá Þýzkalandi.
Þorkell máni fór á saltfiskveiðar
4. þm. Þorsteinn Ingólfsson fór
á ísfiskveiðar 1. þm. Jón Þorláks-i
son er á ísfiskveiðum.
Málíundahópur Æ.F.R.
Málfundahópur fyrir byrjendur er
um það bil að ta.ka til starfa á
vegum Æskuiýðsfylkingarinnar í
Reykjavík. Féiagar eru eindregið
hvattir til að tilkynna þátttöku
sína á skrifstofu ÆFR og vera
með frá byrjun.
rim'iTmragiirfi
Eftir skáldsöfu Charles de Costers + Teikningar eftir Helge Kiihn-Nielsen
481. dagur.
— Til atlögu! hrópaði Ugluspegill til Lamba
og Nélu. — Til atlögu! Hér fáum við
krydd, sykur, muskat, engifer og fleira
■góss.
Ugiuspegill og Lambi þutu sem Ijón á með-
al Spánverjanna, en Néla hé!t sig í skjóli
og ték á flautu. Og ailur spænski flotinn
var tekinn hei’“kildi.
Þegar farið var að atuga, hverjir fallið
hefðu, kom í ljós að meðal þeirra var
matsveinninn á Brýlu. UgluspegiH bað nú
úm áð fá að segja nokkur orð við Þrílang.
Svo talaði hann og sagði um leið og hann
benti á Lamba, &,ð nú skyldi sinn feiti vin-
ur gerður að skipskokk í stað þess fallna.
— Þá uppástungu ieizt Þrílang vel á.
Sunnudagur '7. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Féíag ísl biíreiðaeígenda mót-
mælir hákun benzinskattsms
Heimfar sama skaft á allar bilreiðar
— og vegi úr varanlegn eíni
Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fjölmennum al-
mennum fundi bifreiðaeigenda, höldnum að tilhlutan F.I.B.
25. október 1954.
„Fjölmennur opinber fundur haldinn í Fél. ísl. bifreiða-
eigenda þann 25.10 1954 samþykkir að mótmæla eindregið
framkominni tillögu á Alþingi, þess efnis að benzínskattur
verði hækkaður um 5 aura á lítra.
Rök flutningsmanna eru þau
að benzín hér á landi sé ódýrara
en í flestum öðrum Evrópulönd-
um. Rök þessi eru haldlaus
þegar það er athugað að rekst-
urskostnaður bifreiða er marg-
faldur hér á landi á við það sem
-er í löndum þeim er flutnings-
tnenn gera samanburð við.
Sjálft benzínverðið skiptir ekki
megin máli heldur reksturskostn-
aður bifreiða í heild.
Er því þessari tillögu á Al-
þingi harðlega mótmælt".
Sömu iðgjöld alls staðar
á Iandinu
„Fjölmennur opinber fundur,
haldinn að tilhlutan Félags ísl.
bifreiðaeigenda þann 25. okt.
1954, ályktar að skora á Alþingi
að setja lög um jafnaðariðgjöld
fyrir skyldutryggingar bifreiða,
þannig að sömu iðgjöld gildi
alls staðar á landinu.
Með tilliti til gildandi laga um
jafnaðarverð á benzíni er tillaga
þessi réttlætismál“.
Jafnan skatt af öllum bílum
.„■Opinber fundur bifreiðaeig-
«enda haldinn að tilhlutun Félags
ísl. bifreiðaeigenda þann 25. okt.
1954, mótmælir eindregið að sér-
stakt togaraálag er lagt á vissar
tegundir bíla landsmanna. Vill
fundurinn benda á að réttlátt er
að láta alla greiða jafnan skatt
af hvaða bílum sem er til hverra
nota sem er, enda lýsir fupdurinn
það sem skoðun sinni að allir
bílar séu notaðir í atvinnuskyni
að meira eða minna leyti“.
Vegir séu gerðir úr varan-
legu efni
„Opinber fundur haldinn að
tilhlutan Félags ísl. bifreiðaeig-
enda þann 25. okt. 1954 vill
beina því til samgöngumálaráð-
herra að notuð verði framvegis
nýtízku tæki við vegagerð og
vegir gerðir úr varanlegu efui“.
Afnotagjaldið verði fellt
niður
„Opinber fundur bifreiðaeig-
enda haldinn að tilhlutan Félags
ísl. bifreiðaeigenda þann 25. okt.
1954, skorar hér með eindregið
á menntamálaráðherra að láta
nú þegar afnema hið iliræmda
útvarpsafnotagjald af einkabif-
reiðum“.
Ný bœklingcaútgáfa
Neytendasamtakanna
I vor gáfu Neytendasamtök-
ln ut bæklinginn „Leiðbeining-
ar um kaup á notuðum bílum“,
sem komið hafði út í Svíþjóð,
og hefur hann verið til sölu í
bókaverzlunum um land allt.
Nú verður hafin útgáfa á fleiri
bæklingum og verða þeir send-
ir til meðlima Neytendasamtak-
anna en ekki hafðir til sölu í
bókaverzlunum. Verða þeir inni-
faldir í árgjaldinu, sem er
mjög í hóf stillt. Fyrstu þrír
bæklingarnir verða þessir:
„Að velja sér skó“, sem neyt-
endasamtök í Danmörku hafa
nýlega gefið út, og Kristjana
Steingrímsdóttir húsmæðrakenn
ari hefur þýtt. Eru þarna gefn-
•ar upplýsingar um efni og gerð
á skóm yfirleitt auk ráðlegg-
inga um meðferð þeirra. Bæk-
lingurinn er tilbúinn til prent-
nnar.
„Heimilisstörfin“, sem Sig-
ríður Kristjánsdóttir, hús-
mæðrakennari, hefur samið eft-
ir erlendum fyrirmyndum. Eru
þar fjölmargar leiðbeiningar til
þeirra, sem vinna heimilisstörf-
in, og einnig skipulagsteikning-
ar af eldhúsum. Bæklingurinn
er í prentun.
„Búsáhöld", sem Halldóra
Útbreiðið
Þjóðviljann
Bréfavinir í
Tékkóslóvakíu,
Austur-Þýzka-
landi og Biilgaríu
Þjóðviljinn hefur verið beð-
inn að koma á framfæri beiðni
um bréfavini á íslandi frá
þeim sem hér eru taldir. —
Esperantohópur í Zvolen,
Tékkósióvakíu, óskar eftir
bréfavinum á Islandi. Skrifið
til Helena Hrudková, Zvolen,
Krupinská asba„ 1157, Ceho-
slovakio.
Josef Rossmann, 19 ára
tékkneskur flutningaverkamað-
ur, óskar eftir bréfavini sem
skrifi annað hvort þýzku eða
esperanto. Heimilisfang: C.
Budijovice, Plachého 31, Ceho-
slovakio.
Miroslav Martinec, 32 ára
prentari, óskar eftir bréfa^kipt-
um á esperanto við íslending.
Heimilisfang: Havlickova 1016,
Pardubice, Cehoslovakio.
Borislav A- Velev, þrítugur
leikfimiskennari bú’garskur,
óskar eftir bréfavini á Islandi.
Skrifar á esperanto. Heimilis-
fang: Goce Delcev, „Stalin“ 5,
Bulgario.
Uhlig Johannes, þýzkur
verkamaður í bílaverksmiðju,
óskar eftir bréfaskiptum á es-
peranto. Heimilisfang: Zwick-
au-Planitz Áussere Zwickauer
Str. 34, Germanio (D.D.R.).
Fékk úfsvarið endurgreiff
Við niðurjöfnun útsvara í Hafn-
arfirði árið 1950 var Gunnari L.
Guðmundssyni gert að greiða 3500
króna. útsvar og var útsvarsupp-
hæðin siðan tekin af kaupi hans
hjá atvinnurekanda samkv. kröfu
bæjarins. Þetta sama ár var.einnig
lagt 2100 króna útsv&r á Gunnar
í Reykjavík en hann mótmælti
þeirri útsvarsálagningu. Fógetaúr-
skurður féll á þá leið, að Gunnar
skyldi teljast útsvarsskyldur í
iReykjiavík og heimilað að lögt&k
mætti fara fram fyrir útsvarsupp-
hæðinni. Gunnar tilkynnti bæjar-
stjóranum í Hafnarfirði þessi
mála’ok strax og kunnugt v&rð
um þau og krafðist þess jiafn-
framt að vera strikaður út &,f
útsvarsgja’.dendaskrá í Hafn&rfirði
fyrir árið 1950 og að honum yrði
endurgreidd útsvarsupphæð sú, er
tekin hiafði verið af kaupi hans.
Skömmu síðar tilkynnti bæjar-
stjórinn í Hafnarfirði &ð bæjar-
ráð hefði ekki viljað fallast á end-
urgreiðslukröfuna og synjaði um
endurgreiðslu. Hóf þá Gunnar L.
Guðmundsson mál til endur-
greiðslu útsvarsupphæðiarinnar.
í má’inu upp’ýstist að stefnandi
h&fði flutzt til Reykjavikur í byrj-
un okt. 1949 og átt heima þar
síðan, stundað þar atvinnu og ver-
ið tekinn á manntal með lögheim-
ili í Reykjiavík. Féllst héraðsdóm-
arinn á að Gunnari h&fi verið
heimilt að krefjast þess, að nafn
hans væri strikað út af útsvars-
skrá í Hafnarfirði fyrir árið 1950
og ætti hann endurkröfurébt út-
svarsupphæðarinnar skv. d lið 8.
gr. útsvarslaganna.
Bæjarsjóður Hafnarf jarðar skaut
málinu til Hæst&réttar, en þar var
niðurstaða héraðsdóms staðfest
að efni til. Segir svo i dómnum
mja.: „Fyrir Hæstarétti hefur ver-
ið leitt í ljós, að útsviarsgreiðslur
þær, sem áfrýjandi lét taka af
Fyrsta bók þýdd á islenzku
uúr frummálinu esperanto
11
„Boðhlaupið í Alaska" eftir F. Omelka
ÚT EB komin bókin Boðhlaupiö í Alaska og er hún frásögn af at-
burði sem fyrir rúmum aldarfjórðungf var á adlra vörum. Er sagt frá
baráttu upp á líf og dauða vlð vetrarliörkur norðurhjarans — en líf
ljölda manna í veði. Er enginn reyfari skemmtilegri en þessi frásögn.
Eggertsdóttir, námsstjóri, tek
ur saman, aðallega eftir sænsk
um fyrirmyndum samkvæmt
niðurstöðum „Rannsóknarstofn-
unar heimilanna“ í Svíþjóð. —
Kemur bæklingurinn út í nóv-
ember.
Tveir síðastnefndu bækling-
arnir eru gefnir út í samvinnu
við Búnaðarfélag íslands.
Úr fréttabréfi frá
Þingeyri
Á fundi í verkalýðsfélaginu
Brynju á Þingeyri, er haldinn
var s.l. sunnudag var Ingi S.
Jónsson ritari félagsins kosinn
aðalfulltrúi á 24. þing A. S. f.
en til vara var kjörinn með hlut-
kesti Stéinþór JBenj-amínsson.
Miklar umræður urðu á fund-
inum um dvöl hersins á íslandi
og var eftirfarandi tillaga, er bor-
in var fram af formanni félags-
ins, Sigurði E. Breiðfjörð, sam-
þykkt með öllum greiddum at-
kvæðum.
„Fundur í Verkalýðsfélaginu
Brynja 24. okt. 1954 telur að
segja beri upp herverndarsamn-
ingnum frá 1951 eins fljótt og
hægt er.“
Atvinna hefur verið rýr að
undanförríu og ekki útlit fyrir að
út því rætist fyrr en um áramót
er vetrarvertíð hefst, ef hægt
verður þá að gera út þá báta, er
hér eru.
Höfundur þessarar bókar er F.
Omelka, en hún er frumsamin á
esperanto og þýdd úr því máli, og
mun vera fyrsta bókin sem þýdd
hefur verið á íslenzku úr esper-
antó.
BókLn segir frá er barnaveiki-
faraldur geisaði í bænum Nome
í Alaska, en meðal er ekki að fá
fyrr en í þúsunda km fjarlægð.
Jámbrautarlestir ganga ekki
vegna vetr&rsnjóa, f ugvélar geta
ekki flogið vegna storma og hriða
á þessu svæð! I,oks er fundið það
ráð að skipu’eggja „boðhlaup" yf-
ir ísauðnirnar með meða'úð. Fimm
menn taka að sér &ð flytja það á
hundasleðum hver frá sér til
næsta bæjar í þessu strjálbýla
heimskautslandi. Bókin segir frá
þrekraunum fimmmenninganna í
þessu sérkennilega „boðhlaupi“,
sem tókst og læknirinn í Nome
flýtir sér inn í vinnustofu sína
„með ofurlitinn böggul af barna-
veikimeðali. Eítir nokkur augna-
blik byrjar hann aftur sjúkravitj-
un sina. 1 dag mun hann fara
víða og halda áfram langt fram á
nótt. Og hvar sem hann stígur
Skemmtifundur í
Aliiauce Francaise
Alliance Francaise heldur
fyrsta skemmtifund sinn á þess-
um vetri á morgun, mánudag,
Þjóðleikhússkjallaranum, og
hefst hann kl. 20.30 e. h.
Ungfrú Marguerite Delahays,
sendikennari við Háskólann mun
þar sýna og skýra tvær kvik-
myndir, sem fjalla um franska
tónskáldið Claude Debussy og
verk hans. — Dansað verður til
kl. 1 e. m.
Vetrarstarfsemi félagsins mun
nánar getið innan skamms.
fæti inn, kemur hann með sól-
skinið með sér. Hann kemur með
Iífið“.
Þetta er ágæt unglingabók er
á skilið að verða mikið lesin. —
Þýðandi er Stefán Sigurðsson.
kaupi stefna árið 1950, nema sam-
tals kr. 3075.00. Þar sem áfrýj-
andi tók greiðslurnar með þessum
hætti, þykir stefndi ekki hafa
fyrirgert rétti sínum til endur-
heimtu. Samkvæmt þessu og að
öðru leyti með skírskotun til hér-
aðsdóms ber að dæma áfrýjanda
til að endurgreiða nefnda fjárhæS
ásamt vöxtum og málskostnaði,
eins og greinir x hinum áfrýjaða
dómi“.
Gjöf til Dvalar-
lieimilisins
Frá því að fyrst var rætt um
byggingu Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna, hefur aimenningur sýnt
því mikinn áhuga og hlýhug. En
mest og bezt hefur þ'etta komið
fram síðan heimilið fór að rísa
af grunni á hinum fagra og -áber-
andi stað. Nú má segja að gjafir
til þess berist daglega, ekki_ ein-
ungis héðan úr Reykjavík og ná-
grenni, heidur einnig utan af
landsbyggðinni. 1 dag hefur bor-
izt vegleg gjöf frá hjónum í Bol-
ung&vík, þeim Þorsteinu Guð-
mundsdóttur og Pétri Ólafssyni.
Er þessi gjöf að upphæð kr. 10
þúsund og er herbergisgjöf til
minningar um skipshöfnina á ms.
Baldri frá Bolungavík er fórst 31.
janúar 1941. Misstu þau þar tvo
syni sína, var annað þeirra Guð-
mundur skipstjóri á bátnum. Má
segja með réttu að þar komi fram
hinn forni íslenzki stórhugur —•
þó í annarri mynd sé — ekki með
að hefna heldur að minnast hinna
ilátnu, með þvi að búa í haglnn
fyrir þá sem eytt hafa starfa-
þreki sínu á sjónum og geti, er
þeir aldurs vegna verða að leggja
fleyi sínu við landfestar sökum
ialdurs eða hafa misst heilsu sána
við hin erfiðu störf — baráttu
sína við hinn grimm’ynda „Ægi“,
notið hvíld&r i ellinni. Ósk þeirra
hjóna er að herbergið beri nafnið
,£Baldursbúð“.
1 dag, 7. nóvember, verður Pét-
ur Ólafsson sjötugur. Og um leið
og byggingarnefnd Dvalarheimil-
isins þakkar hina höfðinglegu
gjöf og hlýhug tij hins væntan-
lega dvalarheimilis óskum við
Jionum til hamingju með afmælis-
daginn og að ævikvöldið verðí
honum milt og fagurt. — Reykja-
vik, 7. nóvember 1954. — F.h.
Byggingarnefndar Dvaiarheimilis*
ins. I’oi-varður Björnsson.
Frestur til að skila spjaldskrárgögn-
unuin rennur út annað kvöld
Frestur til að skila spjald-
skrárgögnum, sem borin voru í
hvert hús í bænum, rennur út
annað kvöld.
Þó er frestur til miðviku-
dagskvölds til að skila spjald-
skrárgögnum nýrra húsa —
sem flutt hefur verið í síðan 1.
desember 1953. Gögn voru ekki
borin í þessi hús fyrr en á
föstudag og laugardag.
Húsráðendur í húsum, sem
engin gögn hafa verið borin í —
hvort heldur eru ný eða eldri
hús — eru vinsamlega beðnir
að nálgast þau í Manntalsskrif-
stofuna eða lögregluvarðstof-
una.
Áríðandi er, að gögnin hafi
farið um hendur allra húsráð-
enda í húsinu, áður en þeim
er skilað. Hver húsráðandi þarf
að hafa athugað þau og ritað
aðseturstilkynningar, sem kann
að hafa farizt fyrir að láta í
té. Sömuleiðis er mjög mikil-
vægt, að leiðréttar séu skekkj-
ur eða rangfærslur, sem kunnat
að vera í nöfnum og fæðingar-
dögum á hússkránni.
Gögnunum á að skila á Mann-
talsskrifstofuna eða lögreglu-
varðstofuna (opin allan sólar-
hringinn) og er húseigandi beð-
inn að sjá um, að það sé gert.
í fjölbýlishúsum með mörgum
íbúðareigendum er óskað eftir
því, að húsráðandi á 1. hæð
(eða á neðstu íbúðarhæð ef
ekki er búið á 1. hæð) sjái um,
að gögnunum sé skilað.
Þeim tilmælum er sérstak-
lega beint til húseigenda og
húsráðenda, sem skila gögnun-
um, að þeir fullvissi sig áð-
ur um það, að allir húsráðend-
ur í húsinu hafi athugað þau.
Þá er og mjög æskilegt, að
þessir húseigendur og húsráð-
endur fylgist með því eftir
föngum, að allir húsráðend-
ur hafi ekki aðeins athugað
spjaldskrárgögnin, heldur einn-
ig fullnægt tilkynningarskylduií*