Þjóðviljinn - 07.11.1954, Blaðsíða 10
50) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 7. nóvember 1954
Stigamaðurinn
Eftlr
Giuseppe Berto
46. dagur
ur. Og móðir mín fylgdist með hverri hreyfingu okkar
og þjáðist í leyni, því aö hún tók alltaf á sig þjáningar
annarra. Faðir minn sat eins og stirnaður, horfði fram
fyrir sig ósjáandi augum og öðru hverju ræskti harm
sig — og það hljóð gerði okkur óeðlilega gramt í geði.
Og Miliella var viðutan, sljó, það var eins og hún væri
orðin sálarlaus. Þetta var óþolandi.
Og meöal nágrannanna var enginn staður fyrir okk-
ur. Við urðum fyrir tortryggni og illgirni allra. Ef við
mættum einhverjum, þóttist hann ekki sjá okkur eða
sýndi uppgerðarsamúð sem var gremjulegri en hatur
eða illgirni. En verst af öllu var tortryggnin sem lá
alls staðar í loftinu kringum okkur. Lögreglan hafði nú
fengið liöstyrk og á hverri nóttu var hún að snuðra
kringum húsið og Saíd gelti og gelti öllum megin við
húsið, og við gátum ekki einu sinni gleymt óláni okkar
meðan við sváfum.
Loks vaknaði ég morgun einn við skothvell rétt við
húsið. Ég var aðeins andartak að klæöa mig og komast
niður. Þegar ég kom á staðinn lá Saíd þar dauður, löðr-
andi í blóði, augu hans opin og starandi. Faðir minn
stóð þarna enn meö byssuna í hendinni, og ég horfði á
hann og í hjarta mínu hrópaði ég: „Ég hata þig, ég
hata þig,“ og hann leit undan og sagði; „Ég kvaldi hann
ekki. Hann vissi ekki einu sinni af því.“ Og 1 hjarta
mínu hélt ég áfram aö hrópa: „Ég hata þig, ég hata
þig,“ og ég hafði ekki þrek til þess að ganga að Saíd
og snerta hann og ég hafði aldrei fyrr veriö svo hræði-
íega einmana.
Svo kom Miliella og tók hann í fang sér. Hún var
grátandi en svipur hennar breyttist ekki, augu hennar
voru starandi og tárin streymdu niður kinnar henni.
Við fórum með hann til Lauzara og jörðuðum hann
í landinu sem Michele Rende hafði ræktað. Og við
sögðum ekki orð. Og þegar við gengum heimleiðis sögð-
um við ekkert heldur, gengum hvort um sig upp í okk-
ar eigin örvæntingu; en svo var eins og eitthvað brysti
hið innra með henni og allt í einu tók hún báðum
handleggjunum utanum hálsinn á mér og skalf og
titraði af ekka. „Ég þoli þetta ekki lengur,“ sagði hún í
sífellu. „Ég þoli þetta ekki lengur.“
Og ég fann engin orð til að segja við hana, en ég
þrýsti henni að mér og lét vel að henni, og þá vissi ég
allt — einmanaleikurinn, smánin, beizkjan — var aðeins
vegna ástar á henni, vegna þess að hún var systir mín
og ég elskaði hana.
Nokkrir dagar liðu og svo var kominn sunnudagur.
Enn var heitt, en hún fór í svarta ullarpilsið sitt og
þykku grænu blússuna, beztu blússuna sína með út-
saumnum í hálsinn. Og á höfuðið setti hún silkiklút og
batt hann saman í hnakkanum. „Komdu með mér í
kirkju,“ sagði hún við mig.
Ég leit á hana. Hún hafði hætt að fara í kirkju á
sunnudögum síðan atvikið gerðist, til þess að forðast
annað fólk. Ég leit á hana og sá að í augnaráði hennar
leyndist festa og einbeitni sem gerði mig hræddan.
Og hún sá að ég var hræddur og reyndi að brosa
framaní mig. „Viltu ekki koma með mér?“
Þegar hún brosti var hún enn falleg, þótt hún væri
of mögur og virtist enn magrari þegar hár hennar var
hulið klútnura.
Klukkurnar voru farnar að hringja til síðdegisbæna,
fjörlegar og hátíðlegar. Við gengum hægt af stað niöur
stíginn milli olívutrjánna og hún var ekki öðni vísi en
hún átti aö sér, nema hún virtist viðutan þegar hún
horfði í kringum sig. Hún leit á eitthvað og virtist eiga
erfitt með að’ líta af því aftur. Brátt komum við að veg-
inum, skammt frá stóru eikinni, og þá sagöi hún að
þegar hún var lítil hefði hún alltaf farið með geiturnar
þangað á beit, vegna þess að það var svo skammt frá
húsinu. Ég titraði þegar ég hlustaöi á hana, en vissi þó
ekki hvers vegna. Og á veginum var fólk, því aö allir
voru á leið í kirkju til síðdegisbæna á sunnudegi. Við
horfðum niður fyrir okkur þar sem við gengum hlið við
hlið, snertum hvort annaö, því að þá var eins og við
vernduðum hvort annað fyrir illgirni annarra.
„Nino,“ hvíslaði hún.
„Já,“ svaraöi ég.
Svo sagði hún ekkert langa hríö. Ef til vill hafði hún
hvíslaö þetta til að finna betur návist rnína. En eftir
nokkra stund sagð'i hún: „Ég verð aö fara til hans, Nino“
Það var eins og hjarta mitt héngi allt í einu í lausu
lofti í tómiTbrjóstholinu. Ég fór að telja sporin sem við
tókum. Hún var í beztu sunnudagaskónum sínum,
svörtu skónum með slaufunni. „Skilurðu það ekki Nino?
spurði hún.
„Hvenær ferðu?“ spurði ég.
„í kvöld. Ég fer ekki aftur heim.“ s
Ég sagði ekkert drykklanga stund. Það var erfitt að
tala um þetta þegar annað fólk var nálægt, vegna þess
að rödd mín gat orðið eins og kveinstafir. Sennilega
hafði hún viljað nota tækifærið til að’ segja mér þetta
þegar annað fólk var nærri. „Hefur hann sent eftir
þér?“ spurði ég.
„Nei. En ég verð að fara til hans, vegna þess að hann
þarf á mér að halda. Og ég þarf einnig á honum að
halda, vegna þess aö ég elska hann.“
Við horfðum enn niður fyrir fætur okkar og hún
sagði þetta allt næstum hljómlausri röddu og blæ-
brigðalausri.
„Hann kom aftur vegna þess að hann elskaði mig,“
sagði hún. „Við vissum strax að við elskuðum hvort
annað, kvöldið sem ég talaði við hann í gripahúsinu.
Við minntumst ekkert á ást þá, en við skildum hvort
annað og hann sagðist ætla aö koma aftur, ef hann
félli ekki í stríðinu. Og hann kom aftur, aðeins mín
vegna. Ég hafði beðið hans í marga mánuði og ég hefði
beðiö eftir honum alla ævi, þótt hann hefði ekki kom-
ið. Ég veit ekki hvernig ég á að skýra þetta út fyrii
þér, en ég hefði heldur kosið að bíða eftir honum alla
ævi án þess að hann kæmi, en að hann kæmi á þennan
hátt, og nú er þannig komið fyrir honum að hann verð-
ur aö lifa sem stigamaður. En hann gerði ekki ráð fyrir
að svona færi. Hann trúði því statt og stöðugt að hann
hefði greitt skuld sína við lögin með því að berjast
stríðinu. Því að hann leyndi því ekki fyrir yfirmanm
sínum að hann hefði sloppið úr fangelsi, og yfirmaðui
hans sagði honum að það skipti engu máli, baráttan
væri í þeim tilgangi að breyta skipulaginu, svo aö allir
mættu njóta réttlætis. En þess í stað hefur ekkert
breytzt og landeigendurnir eru honum fjandsamlegir
Gtutr
OG CAMM
Hinn frægi málari Michelang-
elo hafði verið fenginn til að
skreyta kapellu páfans með
málverkum. Eitt málverkið
var af Helvíti og sálum hinna
fordæmdu í eldinum.
Einn af kardínálunum var
mikill óvinur Michelangelo, og
málarinn gerði sér nú lítið
fyrir og málaði eina hinna
fordæmdu sála þannig, að
andlitið var mjög líkt andliti
kardínálans.
Þetta var nú sagt páfanum
og hann beðinn að koma í veg
fyrir að kardínálanum væri
gerð slík skömm.
En páfinn svaraði: — Þið
vitið að ég hef vald til að
reka menn út úr helgidómn-
um, en því miður hef ég ekk-
ert vald til að reka menn út
úr Helvíti.
□-----------□
Veiðimaður einn hafði farið
út í skóg á veiðar og bar sem
var langt liðið á kvöld ákvað
hann að fara ekki heim á veit-
ingahúsið þar sem hann bjó,
en beiðast gistingar á nálæg-
um bóndabæ.
Þegar hann knúði dyra .á
bóndabænum, var komið fram
í myrkur og útidvr hússins
lokaðar. En er veiðimaðurinn
hafði barið nokkra stund var
opnaður gluggi á efri hæðinni
og þaðan heyrðist kallað: —
Hvað er þér á höndum?
— Mig langaði til að beiðast
gistingar hér —, svaraði
veiðimaðurinn. — Allt í lagi,
þú mátt vera þarna —, kall-
aði röddin í glugganum, en
síðan var honum lokað og
ekkert hljóð he.yrðist meir.
<$►-
Nýir áfangar í sykur-
sýkisrannsóknum
Börn sem þjást aí sykursýki þurfa ekki að lifa eins
og öryrkjar, en geta t.d. tekið þátt í íþróttakeppnum
Fjölmargar athyglisverðar til-
raunir í sambandi við meðferð
sykursjúkra barna hafa átt
sér stað í Intemational Child-
ren Center — stofnun sem hef-
ur aðalaðsetur í París og er
studd af franska rikinu og al-
þjóðlegum barnahjálparsjóði
Sameinuðu þjóðanna UNICEF.
Eitt vandamál sykursjúkra
barna er að þau .geta ekki tek-
ið þátt í hinu sama og jafnaldr-
ar þeirra. En á sumardvalar-
stað fyrir sykursjúk börn hef-
ur verið sannað að börn geta
frá 10 ára aldri gefið sér in-
súlínsprautur sjálf, tekið nauð-
synlegar pmfur og ákveðið
sjálf stærð skammtanna.
1 Frakklandi hafa oft verið
útbúnir sérstakir sumardvalar-
staðir fyrir sykursjúk börn og
reynslan hefur sýnt að þessi
börn geta miklu fleira en talið
Brauð, bollur og annað slíkt
geymist bezt í glerungslausum
leirkrukkum með loki eða diski
yfir eða í loftgóðum brauð-
kassa.
hefur verið til þessa. Einnig í
Sviss, Englandi og Hollandi
hafa sams konar tilraunir ver-
ið gerðar.
I sumardvalarstað þeim sem
Intemational Children Center
stóð fyrir síðast liðið sumar,
vom 33 böm, tveir læknar,
tvær hjúkmnarkonur og þrír
leiðbeinendur. öll börnin vom
yngri en 15 ára. Mörg þeirra
höfðu aldrei áður fengið leyfi
til að leika sér við aðra. Þau
höfðu ekki mátt hlaupa, klifra,
synda eða gera neitt það sem
börnum er eðlilegt. Á sumar-
dvalarstaðnum veiddu þau fisk
og iðkuðu íþróttir og lærðu
að lifa heilbrigðu og góðu úti-
lífi. Hin líkamlegu áhrif voru
ótrúlega mikil. 18 barnanna,
sem áður höfðu fengið tvo eða
þrjá insúlínskammta á dag
hættu að þurfa nema einn og
hann lærðu þau að taka sjálf.
Mörg bamanna gátu fengið
tvisvar til þrisvar sinnum meira
magn af kolvetnum á dag án
þess að auka þyrfti insúlín-
skammtinn.
Tilgangur UNIOEF meí
stuðningi við slíkar stofnanii
er að brýna fyrir foreldrum o§
heilbrigðisyfirvöldum að sykur
sjúk börn hafa einnig rétt ti
að lifa eðlilegu lífi. Þau haf£
af því gagn bæði andlega og
líkamlega og það eykur mögu
leikana á því að þau geti síðai
í lífinu bjargað sér eins o^
annað fólk.
NOTIÐ Þ I Ð B Ó N ‘
Þær sem bóna ekki gólfii
sín líta ef til vill svo á að þæi
hafi ekkert við bón að gera
en í rauninni er bón fyrirtal
til að hlífa málningunni á tré
verki. Dugleg húsmóðir segi:
okkur að hún hafi notað bói
á málaða dyrakarma í 25 ár
Það á að bera þunnt lag af þv
á hreinar hurðir. Svo er þetts
fægt vandlega, en aðalkostur
inn er að mjög auðvelt er ai
þurrka öll óhreinindi og fingra
för af hurðunum. Húsmóðirii
fægir hurðir sínar einu sinr
í viku en ber ekki á þær nem:
einu sinni í mánuði.
Þegar þú þværð á þér hárié
þvoðu þá um leið greiðuna þín
og hárburstann. Bæði er þægi
legt að greiða hreint hár me
hreinni greiðu og svo helzt hái
ið lengur hreint þegar aðein
hreinir hlutir komast í sneri
ingu við það.
m