Þjóðviljinn - 07.11.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.11.1954, Blaðsíða 7
Sunnudagur 7. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Þorbjörn Sigurgeirsson Er. VOLGA - DOIY skipaskurSurinn og Tsimljamskaja vatn Á síðastliðnu sumri var ég ásamt 7 öðrum Islendingum á ferð um Ráðstjórnarríkin í boði félagsins VOKS, sem hefur aðsetur sitt í Moskvu og vinnur að því að auka kynni milli Rússa og annarra þjóða. Eitt af því minnisstæðasta sem fyrir mig bar á ferð þessari var skipsferð frá Stalingrad til Rostov. Sigling þessi tók rúma 2 sólarhringa. Var fyrst farið spölkorn niður Volgu, þá eftir 100 km löngum skipaskurði yfir á ána Don, eða réttara sagt yf- ir á stöðuvatn eða uppistöðu, sem myndazt hefur ofan við 26 m háan stíflugarð. Eftir vatni þessu sigldum við heilan dag, enda er það 0. stærsta stöðuvatn Evrópu, en land það, sem vatnið hylur nú var fyrir þrem árum mest- megnis þurrar og gróðurlitl- ar steppur. Fram hjá stífl- unni komast skipin eftir skipastiga með tveim þrepum, en þaðan lá leiðin niður hina lygnu og þöglu Don til Rostov, sem er nálægt ósum árinnar. Skipaskurðurinn milli Volgu og Don er mikið mann- virki á borð við Sues og Pan- ama skurðina. Framkvæmdir við skurðinn og stífluna hóf- ust 1948. Unnið var með af- kastamiklum vélum við gröft og steypuvinnu og tók verkið aðeins 4 ár. Skurðurinn var opnaður fyrir siglingar þann 27. júlí 1952, en við vorum þarna á ferð nákvæmlega 2 árum síðar. Skipaskurðúrinn sem kenndur hefur verið við V. I. Lenin, er, eins og áður var sagt, 100 km langur og liggur í nokkurn sveig til þess að forðast sem mest hæðadrögin. Þar sem skurð- urinn liggur í Volgu er yfir- borð hennar 44 m lægra en yfirborð uppistöðuvatnsins Don megin, en hæst liggur skurðurinn 88 m yfir Volgu. Upp frá Volgu er farið í 9 þrepum, en síðan í 4 þrepum niður á uppistöðuvatnið. Hvert þrep í skipastiganum er kví með vatnslokum í báða enda. Þegar upp er farið er yfirborð vatnsins í kvínni fyrst í sömu hæð og yfirborð vatnsins í skurðinum neðan við þrepið og neðri lokan op- in. Skipið siglir inn í kvína og hurðinni bak við það er lokað. Síðan er vatn úr skurð- inum fyrir ofan þrepið látið streyma inn í kvína, en við það lyftist skipið um nálægt 10 m. Þegar vatnsborðið í kvínni er orðið jafnhátt og í Þorbjörn Sigurgeirsson skurðinum fyrir ofan eru dyrnar framan við skipið opnaðar og ferðinni haldið á- fram. Á niðurleið gerist þetta allt í öfugri röð. Þegar skip- ið er komið í kvína er vatn- inu hleypt úr henni þangað til yfirborðið er jafn hátt vatninu í skurðinum fyrir neðan þrepið og skipið getur siglt áfram. Allt gengur þetta mjög fljótt, svo að skipið tefst aðeins fáar mínútur í hverju þrepi. í hvert skipti sem skip fer um skurðinn rennur vatn það, sem kvímar hleypa í gegnum sig bæði í Don og Volgu, en til þess að vega á móti þessu vatns- rennsli er vatni úr Don dælt með þrem dælustöðvum upp í hæsta hluta skurðsins. Stíflan í Don er' byggð við þorpið Tsimljanskaja og er uppistöðuvatnið kennt við þann stað. Stíflan er 13 km löng og hækkar yfirborð ár- innar um 26 m. Landið er þarna mjög flatt og hallalítið og nægir stifla þessi til þess að mynda vatn, sem er um 260 km á lengd, eða álíka eins og þvert yfir Island frá Ak- ureyri til Víkur í Mýrdal. 'Breiddin er mest um 40 km en alls er yfirborð vatnsins 2600 ferkílómetrar. Meðal- dýpið er um 10 m og svarar vatnsmagnið nokkurnveginn til ársrennslis árinnar. Tjón það, sem hlauzt af því að sökkva öllu þessu stóra landflæmi undir vatn er ef til vill ekki eins mikið og maður skyldi ætla. Mest af landi þessu var áður mjög rýrt vegna þurrka. Úrkoma er þarna 3-500 mm á ári, eðá álíka eins og þar sem hún er minnst hér á landi, en vegna hina háa sumarhita er það allsendis ófullnægjandi fyrir gróðurinn. Alls bjuggu þó á landi þessu um 70 þúsund manns, sem flytja þurfti út fyrir takmörk hins nýja stöðuvatns. Gagnsemi uppistöðuvatns- ins er margþætt. Þó að það sé mikils virði fyrir sigling- arnar er þó gagnsemi þess í þágu landbúnaðarins eflaust miklu meiri. Úr uppistöðunni er hægt að veita vatni á mik- il landflæmi og breyta hrjóstr ugum steppum í frjósamar akurlendur. Fimmti hluti af rennsli Donfljótsins er ætlað- ur til áveitu. Á þann hátt er hægt að veita vatni um þurr- lend héruð um 20.000 ferkm að stærð, en beinni vökvun með áveitum yerður komið á 7500 ferkm svæði. Nú þeg- ar hefur vatni verið veitt á næstum þriðja hluta þessa svæðis. Óbeint kemur Tsim- Ijanskaja vatnið landbúnað- inum eipnig að gagni við það að veðurfar breytist nokkuð og rakastig loftsins hækkar á stóru svæði austan við vatn- ið. Þannig dregur vatnið nokkuð úr hættu hinna þurru vestlægu vinda, sem þarna blása á sumrin og ógna upp- skerunni þar, sem áveituvatn er ekki fyrir hendi. Við Tsimljanskaja stífluna hefur verið reist rafstöð, sem framleiðir 160 þúsund kíló- vött. Orku þessari er dreift um nálæg byggðarlög, en tals- verður hluti hennar fer til þess að dæla áveituvatni. Einnig er hún notuð til þess að dæla vatni í skipaskurðinn. Hið stóra yfirborð uppistöðu- vatnsins er mjög gagnlegt bæði fyrir rafstöðina og á- veitukerfið. Á vorin kemur flóð í Don, en vatnsmiðlunin nemur hálfu ársrennslinu svo að vatn það, sem kemur með vorflóðunum má geyma til sumarsins, en þá þverr mjög rennsli árinnar. Þá eru einnig bundnar mikl- ar vonir við fiskveiðar í hinu nýja stöðuvatni og mikið kapp lagt á að koma þar upp góðum stofni nytjafiska. Sér- stakur lyftuútbúnaður er við stífluna til þess ■ að gera göngufiskum kleift að kom- ast upp í Tsimljanskaja vatnið. Skipaskurðurinn milli Volgu og Don er síðasti hlekkurinn í mikilli keðju skipaskurða, sem tengja sani- an þau fimm höf sem liggja að Evrópuhluta Ráðstjóraar- ríkjanna, en þau era Eystrá- salt, Hvítahaf ásamt Ishaf- inu, Kaspíahaf, Svartahaf og Azovshaf. Nú er greið ski a- leið frá Moskvu til allra þessl- ara hafa. Þótt Tsimljanskaja uppÞ staðan sé stór þá er hún þó ekki stærsta vatn sinnar teg- undar. Stærsta stöðuvatn gert af manna höndum er Rybish uppistaðan í Volgu, norðan við Moskvu. Yfiroorð hennar er 4500 ferkm og er hún fjórða stærsta stöðuvatn Evrópu. Margar fleiri stíflur verða settar í Volgu bæði með rafvirkjun og áveitur fyrir augum. Verið er að reisa stíflu og orkuver við Stalin- grad og við bæinn. Kvibyshev á að koma stífla og uppistöðu- vatn ennþá stærra en Rybish- uppistaðan. Áveitulönd þau er skapast við allar þessar uppi- stöður verða margfaldt Stærri en áveitulöndin við Don og raforkan mun skipta milljón- um kílóvatta. Framkvæmdir þessar bera vott um bjartsýni og traust á framtíðina. Rússneska þjóðin er að breyta landi sínu í stærri stíl en áður hefur þekkzt til hagsældar fyrir í- búana. Breyting þessi er svo stórtæk að jafnvel má búast við bættu veðurfari á stóram landsvæðum. Framkvæmdum þessum er þó þannig háttað að á ófriðartímum geta þær stofnað íbúum landsins í hina mestu hættu, og virðist ólíklegt að forráðamenn þjóð- arinnar leyfðu slíkar fram- kvæmdir ef þeir reiknuðu ekki með því að friður héldist. Að lokum vil ég nota tæki- færi þetta til þess að láta í ljós þakklæti mitt fyrir frá- bærar móttökur og gestrisní sem við urðum aðnjótandi, hvar sem við komum á ferð okkar um Ráðstjórnarríkin. För þessi styrkti mig í þeirri trú, að þjóðir heimsins séu yfirleitt friðsamar og frá- hverfar ófriði, og að tor- tryggni og stríðsótti eigi venjulega rót sína að rekja til gagnkvæmrar vanþekking- ar. Aukin kynni á milli þjóða eru bezta meðalið til þess að eyða óttanum og þökk sé þeim, sem beita lækninga- mætti meðals þessa til þess að sigrast á óttanum, óviss- unni og vankunnáttunni, sem þjá svo marga einmitt nú á öld þekkingarinnar. Volgzi-Don skipaskurðurinn opnaður: fljótin mœtast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.