Þjóðviljinn - 20.11.1954, Blaðsíða 12
Yinstri samvinnan sigraði
Framhald af 1. síðu.
Allsherjarnefnd
Herdís Ólafsdóttir, Árni Þor-
grímsson, Guðm. Guðmundsson,
Kristinn B. Gíslason. Tryggvi
Emilsson, Andrés Wendel, Vil-
borg Sigurðardóttir.
Iðnaðarmálanefnd
Óskar Hallgrímsson, Árni
Magnússon, Jón Árnason, Ein-
ar Jónsson, Snorri Jónsson,
Kristján Guðlaugsson, ÍBolli Þ.
Ólafsson.
Trygginga- og öryggis-
málancfnd
Guðbergur Guðjónsson, Guð-
laugur Sigfússon, Jóhanna
Egilsdóttir, Gunnar Frederiks-
son, Hermann Guðmundsson,
Guðjón Jónsson, Þórarinn
Gunnlaugsson.
Atvinnumálanefnd
Ragnar Guðleifss., Torfi Vil-
hjálmss., Kolbeinn Guðmunds-
son, Bergsteinn Guðjónsson,
Hannes Stephensen, Gunnar
Jóhannsson, Alfreð Guðnason.
.Sjávarútvegs- og sjó-
mannakjaranefnd
Sigfús Bjarnason, Sigríkur
Sigríksson, Ólafur Björnsson,
Guðmundur H. Guðmundsson,
Tryggvi Helgason, Kristján
Eyfjörð, Ásgeir Kristjánsson.
Fundur hefst í dag kl. 1.
Fundir Alþýðusambandsþings-
ins hófust í gær kl. hálfþrjú og
var haldið áfram þar sem frá ;
var horfið kvöldið áður við af- j
greiðslu kjörbréfa. Deilan um
fulltrúa skipasmiða var útrædd
í fyrrakvöld, en í gær kom röðin S
að Sókn. Kjörbréfanefnd var
klofin. Jón Sigurðsson lagði til
að fulltrúar Sóknar yrðu teknir
gildir, en Eðvarð Sigurðsson að
kjörbréf þeirra yrðu felld.
Aðferðir ósamboðnar
verkalýðssamtökunum
Eðvarð rakti nokkuð kosning-
una í Sókn og kæruna vegna
hennar, og er lesendum Þjóð-
viljans málið allkunnugt. Var
,kært þar yfir á annað hundrað
nöfnum, v5 Þó voru kæruatriðin
taunveruiegá Fjölda
kvenna vantaði á kjörskrá sem
þar áttu að vera, en fjöldi
kvenna margtalinn, talinn á
þrem eða fleiri vinnustöðum svo
6g undír tveim nöfnum sama
konan, ef hún hét tveirá nöfn-
um. Samkvæmt béssari kjor-
skrá hefðu t. d. 200 stúlkur átt
að vinna á Elliheimilinu!
Með slíkum vinnubrögðum,
sagði Eðvarð, er ekki aðeins ver-
ið að bjóða heim gangsterað-
ferðum, slíkt er ekki aðeins til
að valda deilum og sársauka,
heldur til að draga virðingu
verkalýðsfélaganna niður, slík
vinnubrögð eru ekki samboðin
verkalýðssamtökunum.
Braut sem ekki má fara
Hvernig sem kosningin í Sókn
hefði farið, sagði Eðvarð enn-
fremur, næði ekki nokkurri átt
að taka þessi kjörbréf gild, því
með því er verið að fara út á
braut sem enginn veit hvar get-
ur endað. Ef allskonar mönnum
á að haldast uppi slík starfsemi
og í sambandi við Sóknarkosn-
inguna þá gefum við allskonar
bófum tækifæri innan verka-
lýðssamtakanna.
Á ábyrgð sambandsstjórnar
Björn Lýðsson frá Verkalýðs-
félagi Rangæinga og Bjarni
Þórðarson frá Neskaupstað
hörmuðu það að eyða þyrfti
tíma þingsins í umræður um
slík mál sem Sókn og kváðu
fulltrúa utan af landi um lang-
Myndasýning í
skála Fylking-
arinnar
„Topaz“ sýndur
enn
1 kvöld sýnir Þjóðleikhúsið
enn leikritið ,,Tópaz“ og að
þessu sinni aðeins vegna fjölda
beiðna. Er þetta fyrst og
fremst sýning fyrir skólafóik
og gengur það fyrir með að-
göngumiða.
Þetta er 102. sýningin á leik-
ritinu á vegum Þjóðleikhússins
og væntanlega sú síðasta.
Úr einni suniarferð
Fylkingarinnar
Myndir úr ferðalögum Fylk-
ingarinnar í sumar verða til
sýnis i skála Fylkingarinnar
yfir heigína .
Á fjórða tug æskufólks hef-
ur þegar skráð sig til þátt-
töku í fyrstu skálaferðina, en
skrásetning heldur áfram í dag
til kl. 4 og eru væntanlegir
þátttakendur beðnir að til-
kynna þátttöku sína í sima
7512.
Sérstaklega eru þeir, sem
tóku þátt í ferðalögum Fylk-
ingarinnar í sumar, hvattir til
að koma upp í skálann, þar
sem þeim gefst tækifæri til að
panta myndir .
Annað til skemmtunar verð-
ur frásögn frá Italíu, söngur,
skemmtiþáttur, spurningaþátt-
ur og dans.
Lagt verður af stað klukkan
6 í dag frá Þórsgötu 1.
an veg koma til annars en slíks.
Beindi Bjarni Þórðarson því til
Reykjavíkurfélaganna að undir-
búa betur kjörbréf fulltrúa
sinna næst.
Eðvarð Sigurðsson spurði
hverjum slikt væri að kenna nú,
það væri stjórn Alþýðusam-
bandsins og enginn annar sem
bæri ábyrgð á vinnubrögðunum
í Sókn.
Ný og gömul félög samþykkt
Ennfremur voru rædd og sam-
þykkt kjörbréf frá nokkrum
öðrum félögum. Voru þrjú
þeirra félaga er tekin voru í
A.S.Í. milli þinga samþykkt, en
eitt þeirra (þau voru fjögur)
Austri í Skagafirði, .sem ekki
hafði sent fulltrúa, fellt með
mjög dræmri þátttöku í at-
kvæðagreiðslu.
Þá var einnig samþykkt að
taka gild kjörbréf frá 9 bíl-
stjórafélögum, er áður höfðu
verið í sambandinu, eða verið
deildir í sambandsfélögum, en
gengið úr sambandinu í þvi
augnamiði að verða í bílstjóra-
sambandinu.
Eggert Þorsteinsson lagði til
að fulltrúi skipasmiða og full-
trúar Sóknar yrðu samþykktir
sameiginlega. Bjarni Þórðarson
lagði til að atkvæði yrðu greidd
um fulltrúa félaganna hvors í
sínu lagi. — Helgi Hannesson
úrskurðaði að greiða skyldi at-
kvæði um fulltrúa beggja félag-
anna í einu lagi. Voru bæði fé-
lögin samþykkt með 152 atkv.
gegn 120.
Þegar þessu var lokið var kl.
hálfsjö og ætlaði forseti að hefja
kosningu þingforseta. Var þá
mælzt til að kosningu yrði frest-
að til kvöldfundar þar sem hóp-
ur fulltrúa utan af landi væri
rétt í þessu að koma til bæjar-
ins. Ekki vildi Helgi Hannesson
verða við því og var þvi skotið
til þingfulltrúa. Var samþykkt
með 184 atkv. gegn 102 að fresta
kosningu til kvöldfundarins. —
Frá þeim fundi hefur verið sagt
hér að framan.
þlÚÐVlLllN
Laugardagur 20. nóvember 1954 — 19. árgangur — 265,'tölublað
Otflutningurinn í oktober
sá mesti sem um getur
Vömskiptajöfnuðurinn í þeim mánuði
vaið hagstæðui um 20.8 millj. ki.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands nam verðmætí
útfluttra vara í október s.l. samtals 116 millj. 719 þús. króna
/ *• *- v' ' »'*'■
og er það mesti útflutningur sem um getur í sögu landsins.
Næst mestur hefur útflutningurinn orðið 97.2 millj. í nóv. 1953
og þriðji mestur 92.8 millj. kr. í nóv. 1952.
Verðmæti innflutningsins I októ-
ber nam samtals 95 mi!lj. 886
þús. króna, þannig að vöruskipta-
jöfnuðurinn í þessum mánuði hef-
ur orðið hagstæður um 20.8 millj.
kr. 1 október 5 fyrra var jöfnuð-
urinn hinsvegar óhagstæður um
tæpar 53 millj. kr.. inn voru flutt-
ar vörur fyrir 119.6 millj. en út
fyrir 66.6 millj. kr.
Það sem af er þessu ári (jan.-
okt.) hefur vöruskiptajöfnuður
landsmanna orðið óhagstæður um
203.5, útflutningurinn hefur num-
ið 691 millj. en innflutningurinn
894.6 millj. Á þessu txmabili í fyrra
var vöruskiptajöfuðurinn óhag-
stæður xrm 283.5 millj., út voru
fluttar vörur fyrir 529.6 millj. kr.
en inn fyrir 813.1 milij.
„Ef Islendingar gef ast ekki upp,
er ekkert hægt að gera“
Ummæli brezka íhaldsblaðsins Daily
Telegiaph um landhelgisdeiluna
Brezka íhaldsblaðið Daily Telegraph ræddi í gær land-
helgisdeilu íslendinga og Breta og var tilefnið hertaka
hvalveiðiskipa Onassis innan^200 mílna landhelgi Perú.
Blaðið kemst svo að orði, að
öngþveiti það sem landhelgis-
deilan sé í sýni ljóslega, hve
algerlega gagnslaus alþjóðadóm
stóllinn í Haag sé í slíkum
málum.
Og það heldur áfram: Ef Is-
lendingar fallast ekki skilyrð-
islaust á :;ð leggja málið undir
úrskurð Haagdómstólsins, þá er
engin leið fær til að neyða þá
til uppgjafar.
Blaðið segir að það sé að
vona, að SÞ taki til rækilegr-
ar íhugunar þegar á yfirstand-
andi þingi tillögu þá, sem full-
Verkalýðsfélag Skagastrandar:
Tekur undir kröfuna um upp-
sögn hernámssamningsins
Samþykkir einnig að segja upp
kjarasamningum
Skágaströhð. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Undanfarið hefur farið fram hér á staðnum söfnun
undirskrifta vegna uppsagnar hernámssamningsins.
Strax í upphafi söfnunarinnar var sett á laggirnar sér-
stök framkvæmdanefnd skipuð mönnum úr fjórum flokk-
um. Hefur undirskriftasöfnunin gengið vel en er þó ekki
að fullu lokið.
Á almennum fundi í Verka-
lýðsfélagi Skagastrandar fyrir
skömmu var samþykkt svohljóð-
andi ályktun:
„Fundur í Verkalýðsfélciai
Skagastrandar haldinn 24.
okt. 1954 lýsir stuðningi sín-
um við kröfuna um uppsögn
hernámssamningsins og þá
undirskriftasöfnun, sem nú
stendur yfir í því sambandi.
Fundurinn telur að undir-
skriftasöfnunin sé sérstakt
mikilvœgi i því að sameina
alla andstœðinga hersetunn-
ar, og skorar á alla félags-
menn og aðra uppkomna ís-
lendviga að skrifa undir“.
Á þessum sama fundi var einn-
ig samþykkt að segja upp kjara-
samningum sjómanna, svo og
samningum um almenna vinnu.
trúar sjö ríkja, þ.á.m. Bret-
lands og Bandaríkjanna, lögðu
fram á þingínu í september um
takmörkun á rétti einstakra
þjóða til að ákvarða sjálfar
landhelgi sína.
Lýsir stnðningi
vil nnUrifta-
söfnunina
Á fundi í Verkamannafélagi
Húsavíkur nýlega var eftirfar-
andi tillaga samþykkt einróma:
„Fundur í Verkamannafélagi
Húsavíkur haldinn 10. nóv. 1954
lýsir yfir stuðningi sínum við
undirskriftasöfnun þá sem nú er
hafin gegn hernámi landsins.
Skorar fundurinn á alla meðlimi
félagsins að stuðla að því, aft
sem flestir Húsvíkingar undir-
riti áskorunina um uppsögn her-
verndarsamningsins*.
Filmia svnir kvik-
mynd frá dögum
Göbbels
Filmía sýnir í Tjarnarbíói i
dag kl. 3 og á morgun kl. 3
þýzka kvikmynd, sem gerð var
árið 1943, meðan þýzki kvik-
myndaiðnaðurinn var hnep ’tur
í fjötra nazista. Myndin hetir
Stórlygarinn Miinchhausen og
er eftir Josef von Dakv. Meða!
leikenda eru Hans Aíbers.
Hans Brausenwetter og Káte
Hack.
Undirskrifið kröfuna um uppsögn herverndarsamninislns