Þjóðviljinn - 21.11.1954, Side 8

Þjóðviljinn - 21.11.1954, Side 8
'8)' — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 21. nóvember 1954 # ÍÞRÖTTIR RITSTJÓRl. FRtMANN HELGASON ------------------------ Handknattleiksmótín eiga að fara fram á sunnudögum Á s. 1. vetri var vikið að því hér á Iþróttasíðunni að keppni handknattleiksmanna væri ekki nógu skipulega niður raðað og þá tekið tillit til síðasta vetr- ar eins og keppnin var þá. Nú er þessi fjölmenni leikur byrj- aður aftur inni, og má gera ráð fyrir að hann verði hér um langt skeið enn aðallega Inniíþrótt og ekki verður séð að handknattleiksmenn hyggi á miklar breytingar um keppni. Á það var líka bent að þetta fyrirkomulag skemmdi mjög æfingar og það svo að hand- knattleiksfólkið fengi ekki þá þjálfun sem eðlilegt er og æskilegt. Ef við förum yfir þann stutta tíma sem liðinn er þá kemur í ljós að fyrsta mótið hefst 5. nóv. og er það hraðkeppnismót. Það mun fá- títt á byggðu bóli að keppnis- tímabil byrji með útsláttar- keppni. Er það af þeirri ein- földu ástæðu að hún er talin miklu erfiðari og hæpið að fólkið sé komið í þá þjálfun sem þarf til að skila sæmileg- um leikjum og svo má líka benda á þann möguleika að ó- þjálfað fólk getur beðið tjón af keppni sé það ekki undir hana búið. Þeir sem horfðu á leiki mótsins hlutu að sjá að fæst liðanna voru í nægilegri þjálf- un til útsláttarkeppni. Næsta mót þ. e. meistara- fl. karla fer svo fram á tíman- um 10. nóv. til 22. nóv. þó keppt sé aðeins 7 kvöld af þessum 12 fara æfingar hjá þeim sem keppa meira og minna út um þúfur og líka hjá hinum öðrum flokkum félag- anna af ástæðum sem þarf ekki að skýra. Innan skamms tíma hefjast svo mótln í hinum flokkunum samtímis og standa sennilega yfir svipaðan tima á 12-15 d. og kemur þar annað tímabil sem æfingar aðrar en leikirnir falla niður og þá einn- ig hjá þeim sem kepptu í meistarafl. Þá erum við komin nokkuð út í desember. Reynslan hefur sýnt úr því kominn er 10. des. og engir leikir framundan að æfingar sem og annað drukknar að meira eða minna leyti í svoköll- uðum jólaönnum. Allir þeir sem keppnisíþróttir hafa iðkað vita að keppni með löngum eyðum á milli óeðlileg og röng. Hún fær aldrei þann markvissa stiganda sem á að vera undirstaða hins þjálfaða íþróttamanns bæði í list skipulagsins og líkamlegri getu. Við erum því komin að þeirri spurningu hvort við not- um tímann og þá aðstöðu sem við höfum rétt, og til fulls. Flestir munu telja að svo sé, annars væri þessu breytt, og þeir telja að þessu sé ekki hægt að breyta. iBreytingin sem gera þarf er sú að haga mótunum þannig að fólkið hafi fullkomið næði til að æfa og það er hægt að gefa því það næði alla 6 daga vik- unnar, en keppa aðeins á Hér fara á eftir nokkrar af samþykktum þeim sem gerðar voru á sambandsráðsfundi ÍSl hinn 6. nóv. sl. Þjóðviljinn hef- ur áður birt nokkrar helztu samþykktir fundarins. „Fundur haldinn í Sambands- ráði ÍSl 6. nóv. 1954 samþykkir að skora á stjórnir allra hér- aðasambanda innan Í.S.Í., að koma á í íþróttahéruðum sínum læknisskoðun á íþróttamönn- um.“ Étvarpið og íþróttahreyfingin. Fram kom á fundinum óá- nægja yfir því hverjar undir- tektir óskir íþróttahreyfingar- itmar iim sérstakan tíma í út- varpinu hafa fengið og var í því sambandi samþykkt svo- hljóðandi tillaga: „Sambandsráðsfundur ÍSÍ haldinn í nóv. 1954, skorar á útvarpsráð, að láta íþrótta- sambandið og sérsambönd þess fá til umráða tíma í útvarpinu eigi sjaldnar en einu sinni í viku, til útbreiðslu og kynn- ingarstarfsemi." Húsnæðismál íþrótta- hreyfingarinnar. Mikið var rætt um aukið sunnudögum, og þá í öllum flokkum. T.d. með þau mótin sem eiga að hefjast bráðlega, að þau fari fram eftir hádegi á sunnudögum en meistarafl. á sunnudagskvöldum. Ef fellt er niður Hraðkeppn- ismótið hefði verið hægt að ljúka þessum mótum með þessu fyrirkomulagi á sunnudögum frá 24. okt. til 12. eða 17. des. eða á 8 til 9 sunnudögum. Ef sú æfing á að standa að baki keppni handknattleiks- manna sem nauðsynleg er, þá þarf að færa mótin í þetta horf. Ennfremur ef sá stígandi á að vera, sem eðlilegur er þarf að breyta til í þessa átt. Hvernig keppnin verður eftir áramót er Iþróttasíðunni ó- kunnugt, en eftir byrjuninni mætti ætla að áframhaldið yrði svipað, en vonandi taka hand- knattleiksmenn þetta mál upp og byggja keppnisstígandann í samræmi við stíganda þjálfun- arinnar. húsnæði fyrir íþróttahreyfing- una og í því sambandi gerð eftirfarandi ályktun: „Sambandsráðsfundur ÍSl haldinn í nóvember 1954, sam- þykkir að fela húsnefnd ÍSl að gera fyrir næsta fund sam- bandsráðs tillögur um framtíð- arlausn húsnæðisvandamáls sambandsins og sérsambanda þess. Jafnframt felur fundurinn framkvæmdastjórn sambands- ins að taka til rækilegrar at- hugunar útvegun rýmra hús- næðis til skrifstofuhalds fyrir sambandið og sérsambönd þess, þar til hið nýja skipulag (sbr. 1. gr. tillögunnar) kæmi til framkvæmda.“ s Iþróttakennsla og styrkir til hennar. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt í því máli: „Fundur í sambandsráði ISl haldinn 6. og 7. nóv. 1954 mæl- ir fastlega með því, að þegn- skaparvinna við kennslu verði styrkt á sama hátt og greidd kennsla, jafnframt því að reksturskostnaður íþróttamann- virkja verði styrktur á sama hátt og greidd kennslulaun.“ , -.rusnBmm •Frá sambandsráðsfundj ÍSÍ Nokkur eintök af eldri árgöngum ritsins fást enn á afgreiðslunni. TimarititJ VINNAN OG VERKA- LÝÐURINN Skólavörðustig 19 Sími 7500 FORSÖGN HEINES Framhald af 7. síðu. raddir í brjósti mínu kveðja sér hljóðs til varnar honum . . . og hverjar sem þær eru í raun og veru, þá er ég haldinn þeim, og enginn máttur né djöflasær- ingar munu kveðja þær til þagnar." Önnur þessara radda er rödd röksemdánna . . . Sam- vizka mín reyrir mig föstum böndum; og ef ég get ekki hrakið þá frumröksemd iað „allir menn hafi rétt til að borða“, þá er ég knúinn að lúta þeim rökum sem þar af leiða. . . Eg sé allar vættir sannleikans dansa umhverfis mig í sigurvímu; að lokum verður hjarta mitt altekið dýpstu örvæntingu, og ég hrópa upp: Það er löngu dæmt og fordæmt, þetta gamla þjóð- skipulag. Megi réttlætið ganga sína braut. Megi hún sundur- molast, þessi gamla veröld þar sem . . . einn arðrænir annan. Tætist þær sundur, þessar kölk- uðu grafir, þar sem lygin og spillingin eiga óðal. . . Hin síðari þessara skipandi radda í brjósti mínu, miklu sterkari og ásæknari en hin fyrri, er rödd hatursins, þess haturs sem ég ber í brjósti til þess flokks sem á kommún- istana að höfuðandstæðingi og er þeSsvegna sameiginlegur and- stæðingur okkar beggja. Eg á við flokk hinna svonefndu þjóðernissinna í Þýzkalandi, þessara upplognu föðurlands- vina sem þekkja ekki aðra föð- urlandsást en þá sem felst í fjandskap við grannþjóðirnar og fávitalegri afneitun alls sem kemur utanlands frá . . . ég hef hatað þá og barizt gegn þeim allt mitt líf; og nú þegar sverðið fellur úr deyjandi hendi minni, þá er sú sannfæring huggun mín að kommúnistarnir verði fyrstir til að veita þeim þá ráðningu sem dugar; og það verður vissulega ekkert hálf- verk á því, nei, risinn mun merja þá undir fæti sínum eins og maður knosar hnetu á stéttinni. Það verður þeirra fyrsta dáð. Af einu saman hatri gegn þjóðernissinnunum gæti ég gefið kommúnistunum all- an hug minn. Og allra sízt eru þeir hræsnarar, sem sí- fellt séu með tyúarbrögð og kristindóm á vörunum. . . þeir hafa játazt kenningu sem mið- ar að velferð allra manna í öll- um löndum og einkennist af ást til allra þjóða . . . Grundvallar- l—------------------------ tmisiGcós Minningarkortin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistaflokks- ins, Þórsgötu 1; afgreiðslu Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menning- ar, Skólavörðustíg 21; og í Bókaverzlun Þorvaldar Bjarnasonar í Hafnarfirði. kenning þeirra er hin sama og guðspjallið boðar, en samkvæmt anda þess eru kommúnistarnir miklu kristilegri en hinir svo- nefndu föðurlandsvinir okkar, þetta þröngsýna varnarlið af- girtrar þjóðernishyggju". Heine spáði því sem sé að kommúnistarnir mundu eitt sinn ráða niðurlögum þjóðern- issinnanna í Þýzkalandi. Hann mun tæplega hafa órað fyrir því hvernig þau átök bæri að höndum, en við vitum það núna — eða hverjir voru það sem nefndú sig þjóðernissinna í Þýzkalandi og réðu þar lög- um og lofum 1933—1945, og hverjir voru það sem greiddu þeim að lokum úrslitahöggið? Maður getur einnig gert sér auðveldlega í hugarlund hvern- ig nazistunum geðjaðist að hafa slíkan spádóm yfir höfði sér. Var furða þó þeir reyndu að brenna hann! Sá maður sem þannig talaði, og bar slíkan eld fyrir brjósti, hafði legið rúmfastur um sjö ára skeið. Sjúkleikur hans hófst með áköfum höfuðverkjum er hann var enn ungur. Þegar hann stóð á fertugu gerðu fyrstu lömunarmerkin sín vart: augnalokin biluðu fyrst og sigu niður fyrir augun. Um ára- bil varð Heinrich Heine að halda öðru augnalokinu uppi með vinstri hendinni meðan hann skrifaði með þeirri hægri. Vorið 1848 gekk hann hinzta sinni út í góða veðrið; lömunin altók hann, líkami hans visnaði og færðist úr skorðum — að lokum vissu hælarnir fram og tærnar aftur á fótum hans. Frá þessu er aðeins greint hér til að gefa frekari hugmynd um það, hvert þrek þurfti til að varðveita andann jafnsterkan og raun varð á — og vita þó jafnframt flóð byltinganna 1848 fjara út um alla álfuna. „Bylt- ingin heldur jafnhratt undan og sjúkleikur minn sækir fram“, skrifaði hann síðla árs 1848. En hann sagði einnig: „Þjóðirnar mega ekki lengur láta æsa sig upp til haturs og, styrjalda. . . (heldur komi) hið mikla þjóða- bandalag, hinn helgi sáttmáli þjóðanna; við þurfum ekki lengur að halda uppi herjum hundruð þúsunda morðingja vegna gagnkvæmrar tortryggni, við breytum sverðum og stríðs- hestum í plóga og dráttarklára, og vér krefjumst friðar og vel- ferðar og frelsis. . . Já, ég veit það vissu: niðjar okkar verða fegurri og hamingjusamari en við. Því ég trúi á framþróun- ina“. Vissulega: það er eins og nú- tímamaður sé að tala við okkur af þessum fornu blöðum, þessi orð hefðu getað staðið í Þjóð- viljanum í fyrradag. Og þrátt fyrir allt hefur trú Heinrichs Heines á framþróunina orðið sér til sóma. Fjarlægustu þjóð- ir bera hugsjónir hans fram til sigurs. Bækurnar hans rísa enn á ný vængjaðar úr ösk- unni, meðan forsmánin grúfist æ dýpra yfir þá er kveiktu bálið það vor fyrir löngu. Þann- ig hefur einnig rætzt það orð sem hann mælti af beði þján- inga sinna einn dag undir lok- in: „Eg dey sigurvegari“. —• B. B. u J

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.