Þjóðviljinn - 21.11.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.11.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 21. nóvember 1954 Stigamaðuriiin Eftlr Giuseppe Berto 58. dagur .... ..... unni efst upp í fjallinu og hafði misst atvinnuna í stríðs- lok, þegar sögunarmyllurnar höfðu dregið saman starf- semi sína, vegna þess að herirnir þurftu ekki lengur á timbri að halda. Nú vissi enginn með vissu hvað hann hafðist að. En hann skorti ekki fé og sagt var að unn- usta hans sæi honum fyrir peningum; en hún átti heima uppi í fjallinu og hann hafði kynnzt henni þegar hann vann .í sögunarmyllunni. Daginn sem ég fór að leita að honum var hann ekki heima. Gömul kona kom til dyra og bauð mér ekki einu sinni inn. Hún sagðist ekki vita hvenær hann kæmi heim, hann hefði engar fastar venjur. Ég bað hana fyrir þau skilaboð að ég kæmi aftur eftir nokkra daga. En þess gerðist ekki þörf, því að hann kom sjálfur að leita að mér í Lauzara. Hann spurði hvort það hefði verið ég sem kom heim til hans og varð mjög reiður, þegar ég sagði að svo væri. Hann sagði, að ef fólk yrði einhvers vart, yrði það fyrst og fremst hann sem kæm- ' ist í vandræði. Eflaust hafði hann rétt fyrir sér, en hann sagði það á ógeðfelldan hátt. Mér hafði aldrei geðjazt að honum frá því að ég sá hann fyrst. Þegar ‘ hann talaði leit hann undirfurðulega út og hann horfði aldrei beint framaní þann sem hann talaði við. En þegar hann sagði loks aö hann ætlaði að fylgja mér til Michele Rende þetta sama kvöld, langaði mig til að um- faðma hann. Þetta sama kvöld! Eftir hina löngu bið, var næstum eins og það væri of snemmt. Mér fannst ég ekki vera tilbúinn. Auðvitað þurfti ég engan undir- búning; ég hefði getað lagt af staö samstundis. En þetta var ævintýri sem sagði sex. Við gátum ekki orðið samferða út úr þorpinu, heldur áttum við að hittast fyrir utan það, á stígnum við Roniche ána. Ég átti að fara eftir múldýraslóðinni frá Madonna delle Timpe nið- ur að gömlu brúnni yfir Roniche, og strax og ég var kominn yfir brúna átti ég aö taka stíginn til vinstri og ganga áfram í fimm mínútur. Þar áttum við að hitt- 1 ast klukkan nákvæmlega níu. Auðvitað þurfti ég að^ gæta þess vandlega að láta engan sjá mig. Ef einhver sæi mig, jafnvel þótt það væri á þjóðveginum, átti ég að snúa heimleiðis aftur. Klukkan nákvæmlega níu. Mér fannst faðir minn aldrei ætla að koma sér af stað út eftir kvöldverðinn þetta kvöld. Venjulega fór hann út um leið og hann var búinn aö borða ,en þetta kvöld var eins og hann sæti kyrr af ásettu ráði, þótt hann hefði ekkert að segja. En loks fór hann og ég reis samstundis á fætur. „Mamma, í kvöld ætla ég að hitta Miliellu,“ sagði ég. Hún skildi þetta ekki, og ég varð að útskýra fyrir henni að ég ætlaði bara í heimsókn til hennar og kæmi bráðum heim aftur. Þegar henni var orðið það ljóst vildi hún ekki láta mig fara, af ótta við að eitthvað kæmi fyrir mig. Og svo vildi hún að ég tæki öll vetrar- föt Miliellu með mér, og það gat ég ekki gert, því að ég varð að fara með leynd. Loks sætti hún sig við að út- búa lítinn böggul með tveim skyrtum í og hún vildi bera hann sjálf hluta af leiðinni. Hann var fisléttur en * henni var mikið í mun að fá að bera hann fyrir dóttur • sína. Og hefði ég ekki sent hana til baka hefði hún áreið- anlega-elt mig alla leið upp á fjallið. Þegar hún rétti mér skyrturnar þagöi hún andartak og velti fyrir sér, hvaöa skilaboð hún gæti beðið mig fyrir til Miliellu. Og loks sagöi hún aðeins: „Segðu henni aö gleyma ekki móður sinni.“ Veslings móðir mín, hún hafði orðið gömul allt í einu þegar vandræðin byrjuðu. Hún átti erfitt með aö muna og erfitt með að skilja það sem sagt var. Ég fór eftir sömu stígunum og við höfðum gengið eft- ' ir á leið til kirkjunnar kvöldið sem giftingin fór fram En nú var ég einn. Ég gerði eins og Miliella hafði gert; ég nam staðar öðru hverju til að hlusta á hundageltið ' og þytinn í vindinum. Ég gat ekki áttað mig á hvort hljóðin voru hagstæð eöa ekki og ef til vill hefði mér verið nær að hlusta alls ekki. En það var æsandi að nema staðar og hlusta, finna eftirvæntingu gagntaka sig við hvert óvænt hljóð og gefa sig ævintýrinu á vald. ! Jafnvel Miliella og Michele Rende voru ekki lengur efst í huga mínum. Þessa stundina naut ég þessarar dular- fullu næturgöngu, naut þess aö þurfa aö forðast allar lifandi verur, naut þess að skima varlega í kringum mig við allar krossgötur. En þegar ég var kominn framhjá kirkjunni gat ég dregið úr varúð minni. Fleiri hús voru ekki í þeirri átt og fótatak mitt heyrðist ekki á þurrum laufunum. Það var hvassara þegar hingað kom, vegna þess að dalurinn var þröngur. Þegar ég kom yfir brúna beygöi ég til vinstri og gekk áfram nokkra stund. Ég sá engan mann. Eflaust hafði ég komið of fljótt. Skóg- urinn var ekki mjög þéttur, lauf kastaníutrjánna voru farin að falla og það sá í stjörnur gegnum krónurnar. Ekkert hljóð heýrðist frá Roniche ánni. Það var lítil á og ef til vill var þún þornuð upp eftir allan þennan þurrk. Og enn bólaði ekki á Giacomo De Luca. Gat það verið að ég hefði tekið skakka stefnu? Eða hafði ég komið of seint? Eða var hann að reyna að gabba mig, hefna sín fyrir það að ég skyldi spyrja um hann heima hjá hon- um? Það var hægt að búast við hverju sem var af slík- um manni. Mér var orðið dálítið kallt af því að sitja. Ég hefði átt að hafa meö mér frakka, því að í rauninni var komið haust. Mesti ævintýraljóminn var að hverfa af þessu ferðalagi. Loks kom einhver gangandi eftir stígnum. Ég þekkti hann af vaxtarlaginu og þá fyrst hreyfði ég mig. „Ég kem seint,“ sagði hann afsakandi. „Hefurðu beðið lengi?“ „Dálitla stund,“ sagði ég. „Það er ekki mér að kenna. Það er vegna þess að maður verður að fara svo varlega. Fólk hangir yfir manni og vill fá að vita hvert feröinni sé heitið á þess- um tíma kvölds. Áður en lýkur lendi ég í fangelsi vegna þess arna.“ Við lögðum af stað, hann á undan og ég á eftir. Stígurinn lá eftir Roniche dalnum, yfir ána hvað eftir annað. Það var ekkert vatn í henni eins og ég hafði haldið. Öll fjallshlíðin var sundurgrafin af lækjum, litl- um sprænum sem höfðu smátt og smátt grafið sér dali. Á sumrin voru þeir þurrir nema eftir rigningar. Þegar frá leið varð stígurinn brattur og grýttur. En skógurinn var orðinn gisnari og það var stjörnubjaft. Tunglið kæmi upp síðar. Við gengum hratt. Eftir nokkra stund nam Giacomo De Luca staðar til að hvíla sig. Ég var líka hvíldarþurfi; ég var rennsveittur. Nú var dalurinn orðinn mjög þröng- ur, eins og gil og engin tré lengur heldur runnar og stórgrýti , undarlegt ásýndum 1 fölri skímunni. Fyrir framan okkur reis há alda og fyrir ofan hana tindruðu SmáatriSin sem gera sitt Alltaf er ýmislegt að gerast í tízkuheiminum. Óvíst er þó hve margar af stóru breytingunum ná fram að ganga, en trúlegt er að búið verði að skera ýmis- legt af þeim áður en þær ná al- mennri útbreiðslu. Það þarf mik- ið til að breyta tízkunni gegn vilja kvennanna og þess vegna má búast við því að pokalínan með öllum sínum skrumskæling- um verði aldrei almenningseign. Öðru máli gegnir um smáat- riðin, Mörg eru þau skemmtileg og nothæf á hversdagsfatnað. Ný eru beltin sem ná niður fyrir mittið og ekki. má rugla saman við beltin um mjaðmirnar. Þessi belti fara. vel og hafa marga kosti. Þau eru frábrugðin venju- OC CAMMsl Faðirinn: — Farðu með þetta bréf á pósthúsið, sonur minn, keyptu á það tveggja senta frímerki og póstleggðu það. Eftir nokkra stund kom son- urinn til baka. Faðirinn aftur: — Póstlagðir þú bréfið fyrir mig? Sonurinn: — Vissulega, en ég sparaði þessi tvö sent, því að ég sá fullt af fólki, sem var að setja bréf í póstkassa, svo að ég laumaði mínu líka, þegar enginn tók eftir — án. þess að hafa keypt frímerkin. Kona frambjóðanda eins fór um meðal fólksins og reyndi. ákaft að fá menn til að styðja eiginmann sinn. Hún hitti verkamann nokk- urn að máli og óskaði eftir stuðningi. En henni var svar- að: Nei, ég held nú ekki, mér kemur ekki í hug að fara að kjósa mann, sem er svo Iatur að hann nennir aldrei á fæt- ur fyrr en um hádegi. Þetta er ekki rétt, sagðí frú- in, og þar sem ég er nú kona hans ætti ég að vita hvað hæft er í þessu slúðri. Nú, nú, sagði þá kjósandinn, ef svo er að þér eruð kona hans, þá fer mér nú að þykja mikið skiljanlegri þessi morg- unleti frambjóðandans. A Hefur þú athugað, a<5 hundr- ^ að vinninga liappdrætti h.jó3- viljans er fjölbreyttasta happdrætti i 4. desember verður dregið í ^ happdrætti Þjóðviljans. Hefuir- þú tryggt þér miða? legum beltum í því að þau eru sniðin, þannig að þau eru þröng í mittið og víkka að neðan. Þau geta verið mjög rnjó eða mjög breið. Þetta eru hentug beltí handa öllum þeim sem eru stuttir í mittið og vantar snið við sitt hæfi. Það er einnig gott ef mað- ur hefur síkkað pils með því að auka við það að ofan. Breitt, sítt belti getur hulið aukann. Þessi belti eru notuð bæði við sparikjóla og hversdagskjóla. Þau fara vel við kímonðermar en líka við skokkpils og þá er blússa og belti stundum haft úr sama efni. Gamall kjóll sem breytt er í skokkpils getur féng- ið nýjan svip, ef sett er á hann flegið bogahálsmál og notuð við -hann dropuð blússa og samsvar- andi dropótt belti. Önnur smáatriði eru mörg miðuð við sparikjólana. Það’ eru t. d. stóru similispennurnar,. sem ýmist eru notaðar sem skraut í hálsinn á svörtum kjólum, tiX að halda saman stólu eða sem spennur á belti. Sömuleiðis flötu riddaraslaufurnar sem bundnar eru úr silkiefni. Venjulegast eru þær hafðar á beltum en einnig oft á flegnum hálsmálum. Þær eru ekki eins mikið notaðar á; hversdagsflíkur en þó kemur það fyrir og þær eru fallegar, efi þær eru notaiar á réttan hátt. Þær eru t. d. hnýttar úr svörtu1 flaueli og notaðar við hvíta: flibbakraga og fara vel - við skozka ullarkjóla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.