Þjóðviljinn - 25.11.1954, Síða 1

Þjóðviljinn - 25.11.1954, Síða 1
VILIINN Fímmtudagur 25. nóvember 1954 — 19. árg. — 269. tölublað Tíðar skipakomur Akranesi. Frá fréttaritara Arnarfell kom hingað í gær með salt. Hafa fjögur flutn- 'ingaskip verið hér þessa viku. til að taka útflutningsafurðir, freðfisk, síld og skreið. Ályktun AlþýSusambandsþ'mgs um afvinnumál Efla þarf afvinnuvegina og tryggja ugga og næga atvinnu við þjóðhoBS störf Tnffno'Qcfa -f íÁrAo hímr A lli’i’rAncoiMkonílcínc i i ' i 3 ■Pi » 11 ii v*l o v • o Tuttugasta og fjórða þing Alþýðusambandsms samþykkti eftirfarandi ályktun um atvinnumál: ,,24. þing A.S.Í., telur að eitt þýðingarmesta hagsmunamál íslenzkrar alþýðu sé, að atvinnumál landsins sem heild verði tekin til gaumgæíilegrar athugunar með það fyrir augum að efla atvinnu- vegina og tryggja öllum örugga og næga atvinnu við þjóðhol störf. Sérstaka áherzlu leggur þingið á, að nú þegar verði hafizt handa um skipulega uppbyggingu atvinnulífsins í þeim landshlutum, þar sem atvinnuástandið er nú verst. bannig verði strax ráðist í stórframkvæmdir á Miðvest- urlandi, Vestfjörðum, Norður- landi og Austurlandi og haml- að gegn þeirri válegu þróun, að úr þessum landshlutum skuli fólk streyma til Reykja- víkur og nágrennis og yfirgefa með öllu eigur sínar og að- stöðu í heimasveitum sínum. Að undanförnu hefur at- vinna verið mikil á Suðvest- urlandi, en öllum er þó ljóst, að einnig þar verður að hefja undirbúning að heilbrigðu at- vinnulífi, sem vænta megi trausts af í framííðinni. Þingið telur að leggja beri höf- uðáherzlu í atvinnumálum Mið- vesturlands, Vestfjarða, Norður- lands og Austfjarða á eftirfar- andi: Miðvesturland. i. Að hafnarmannvirki verði end- urbætt og aukin á eftirtöldum stöðum: Borgarnesi, Ólafsvík, Glrafarnesi og Stykkishólmi. Enn- fremur að Rifshöfn verði gerð nothæf hið fyrsta. 2. Að útgerðarstöðunum á Mið- vesturlandi verði gert kleift að auka vélbátaflota sinn, og hrað- frystihúsakostur og fiskimjöls- verksmiðjur verði auknar og byggðar á viðkomandi stöðum. 3. Að iðnaður verði aukinn og komið á fót þar sem aðstæður leyfa. 4. Að byggðasvæði þessu verði séð fyrir nægri raforku til ljósa, hita og iðnaðar. 5. Að vegur verði lagður nú þeg- ar milli Hellissands og Ólafs- víkur. Vestfirðir. í. Hið friðlýsta veiðisvæði báta- flotans verði stækkað og með því lagður grundvöllur að far- sælli bátaútgerð Vestfirðinga. 2. Dynjandi verði virkjaður fyrir Vestfirði og þannig tryggð næg raforka fyrir vaxandi atvinnulíf. 3. Tveir staðir á Vestfjörðum verði sérstaklega uppbyggðir til móttöku á miklu magni af tog- arafiski. Þar verði reist afkasta- mikil frystihús og þar verði fá- anlegar allar nauðsynjar til tog- arareksturs. Hafnarskilyrði gerð góð og allar fiskverkunargreinar gerðar vel úr garði. Aðstaða þessara staða verði miðuð við að 12—15 togarar landi þar öllum afla sínum allt árið. 4. Bátaútgerð hinna smærri staða verði efld og fiskvinnsluaðstaða þeirra endurbætt. 5. Togaraútgerð Vestfirðinga verði aukin eða á annan hátt tryggt að nægilegur togaraafli Jarðarför Bene- dikts Sveinssonar Jarðarför Benedikts Sveins- sonar, fyrrv. alþingisforseta fór fram í gær. Séra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup jarðsöng, en Páll ísólfs- son lék á orgelið. Dómkirkjan var þéttskipuð og voru viðstödd meðal annarra: forsetahjónin, ráðherrar, sendi- fulltrúar erlendra ríkja og al- þingismenn en þeir báru kistuna úr kirkju. Frá fundi heimsfriðíirráð&ins í Stohhholmi verði lagður þar á land til full- nýtingar í fiskvinnsluaðstöðu þar. Norðúrland. i. Unnið verði kappsamlega að því að þeir útgerðarstaðir í Norð- urlandi, sem enn búa. við ónóg© eða ófullnægjandi raforku, verði. tengdir við aðalraforkuver fjórð- ungsins við Laxá. 2. Þrír staðir á Norðurlandi verðj. byggðir upp til móttöku á miklui Framhald á 3. síðu Cunnar Gunnarsson flýr á náðir meiðyrðalöggjafarinnar Mannorð hans helmingi ódýrara en Ólafs Péturssonar Gunnar heiðursdoktor Gunnarsson hefur nú í rúma viku átt í orðaskiptum við Þjóðviljann. í peim umræðum hefur hann lagt meginálierzlu á að safna saman ýmsum hávaðamestu meiðyrðum íslenzkrar tungu; pau hafa hrúgast um dálkana lijá honum og oltið hvert um annað, og hafa. les- endur horft á pessi lœti með dagvaxandi undrun. En nú liafa pau tíðindi gerzt að Gunnar Gunn- arsson hefur gefizt upp skilyrðislaust í umrœðun- zim og leitað á náðir dómstólanna með pví að á- kæra ábyrgðarmann Þjóðviljans fyrir — meið- yrði! Það er nú oröið nœsta samstœð manntegund sem reynir að hagnýta sér fáránlega meiðyröa- löggjöf pegar málsvörn prýtur. Það hefur undan- farið orðið úrrœði Ólafs Péturssonar, Daða Hjörv- ars, Bjarnar Sv. Björnssonar — og nú loks Gunn- ars Gunnarssonar. Þessi flokkur virðist hafa kom- ið sér niður á fastar reglur um pað hvernig meta beri mannorð til fjár, og samkvœmt peim hefur Ólafur Pétursson t.d. krafizt 75.000 kr. bóta en Gunnar Gunnarsson 40.000 kr. Ekki er fullljóst hvers vegna Giinnar Gunnarsson metur sig aðeins hálfdrœtting við Ólaf Pétursson, en ekki ber að efa að hið glöggskyggna skáld hafi til pess full- gildar ástœður.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.