Þjóðviljinn - 25.11.1954, Side 6

Þjóðviljinn - 25.11.1954, Side 6
Q) —. ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 25. nóvember 1954 ! þióevmiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. ! Rltstjórar: Magnús Kjartansson. S'.gurður Guðmundsson (áb.)! Fréttastjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar I-I. Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson. I Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. I Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg I! lfl. — Sími 7500 (3 línur). Áskrlftarverð kr. 20 á mánuði S Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. | Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Stofnun kjarnorkubanka SÞ getur markað þáttaskil Samkomulag sförveldanna vekur vonír um nýja öld friÖar og allsnœgta ¥ fyrradag gerðust tíðindi á um einnig falið að boða næsta hátt og það hefur reyndar fundi stjórnmálanefndar sumar til alþjóðaráðstefnu vís- þegar verið gert. Geislavirkir „En iðjulaust fjársafn á féleysi elst“ Fátt ber gleggri vott um sjúkt eða heilbrigt fjármála- Iíf þjóðar, en það hvernig hagað er lánastarfsemi og notkun þess fjármagns, er hún á, og notað er sem afl- vaki í atvinnu- og framkvæmdalífinu bæði til að byggja upp og framleiða verðmæti. Sú bankastarfsemi, sem þró- azt hefur í flestum löndum á að hafa það hlutverk að beina þessu lausa fjármagni þangaö sem mest er þörf, og þannig aö notkun þess verði til sem mestra heilla fvrir þjóðarheildina. Til þess að svo verði þarf féð að leita annaðhvort 1 framleiðslufyrirtækin, eða í uppbyggingu varanlegra verðmæta, sem skapa þjóðinni betri lífskjör svo sem heppilegar íbúðabyggingar o.fl. Ef of mikill hluti af þessu fé sækir í aðrar tegundir viðfangsefna svo sem milliliðastarfsemi eða hvers konar verzlunarbrask, þá verður það fjármagn afætuaðili á heilbrigðri starfsemi og verðmætissköpun. Það er því skylda stjórnarvalda hvers lands að gera þær ráðstafanir, er beina veltufé þjóðarinnar í þær greinar framkvæmda og framleiðslu- lífsins, er mest skapa auknar þjóðartekjur eða þjóðar- verðmæti. Hvernig er nú ástandið í þessum málum hér hjá okkur? Flestir sem þaö hafa kynnt sér og sanngjörn- um augum á það líta, munu einum munni upp ljúka um að það sé afar slæmt. Allir sem við framleiðslu fást hafa sömu sögu að segja, að lánsfjárskorturinn kreppir svo aö þeim, að framleiðslan hindrast stórlega. Þær lánastofn- anir, sem því hlutvei’ki gegna aö lána framleiðslunni skortir fé, svo aldrei er hægt að fullnægja eftirspurn hvorki til stofnlána né reksturs. Ekki er betra ástandið á sviði byggingarmálanna. Þótt Ijöldi manna hírist í 14 ára gömlum herliösbröggum og öðrum heilsuspillandi íbúðum hér í höfuðstaðnum, þá fær þetta fólk enga áheyrn, er þaö leitar til lánastofn- ana þjóðarinnar um lánsfé á grundvelli heilbrigðrar bankastarfsemi til að koma upp yfir sig þaki. Féð er ekki til, segja valdhafarnir. En hvað segir reynslan? Hún segir okkur ótvírætt aö einmitt í milli- Iiðastarfsemina sækir fjármagnið. Verzlunarbraskið þrífst og blómgast á sama tíma sem framleiðslan, — rrndir- staðan að velmegun þjóðarinnar x— berst 1 bökkum. Fyrir 20 árum síðan gerði stjórnskipuð nefnd hagfræði- legt yfirlit yfir það, hvernig hlutföll voru að þessu leyti milli útgerðar- og verzlunar á íslandi. Sú rannsókn sýndi að þá voru bundnar 22 millj. kr. í útgeröinni en 104 millj. í verzluninni. Hvernig skyldu þessi hlutföll vera nú. Áreiðanlega má fullyrða að ekki hafa þau batnaö, heldur fremur versnað. En það sýnir einnig, hver af- æta verzlunarbraskið er á heilbrigðri framleiðslu. En nú er einnig farið að reka hér í stórum stíl aðra tegund lánastarfsemi, utan viö alla banka, og veröur henni nánast ekki líkt við annað en okurstarfsemi mið- aldanna í lánsfjármálum. Hún er 1 því fólgin aö ein- stakir peningamerín, sem ekki þykjast græöa nóg á fé sínu með því að lána það gegn um bankana, eru í stórum stíl farnir að nota sér neyð almennings, til þess að lána það út með þvílíkum okurkjörum að slíkt hefur aldrei þekkzt á íslandi fyrr. Algeng eru nú að verða slík okrara- lán með 25% afföllum í byrjun og síðan 7% vöxtum þar ■ofaná. Það þarf áreiðanlega að fara aftur í svörtustu miðaldir til þess að finna dæmi slíkrar fjárplógsstarf- semi. Um það verður ekki deilt, að það þjóðfélag, sem líður annaö eins og þetta, er komiö á heljarþröm hvað snertir Virðingu fyrir almennum mannréttindum. Því það er aö ftraðka á mannréttindum að leyfa einum þegni þjóð- félagsins, sem aðstöðu hefur fengið til að græða fé, að siata sér neyð og vandræði annars þjóðfélagsþegns til jþess að kreppa svo að lífskjörum hans í eigin ágóða- skyni sem hér er gert. Og þau stjórnarvöld, er slíkt líða, eru að svíkja þjóðina alla. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York, sem lengi munu verða í minnum höfð. Nefndin samþykkti þá einróma tillögu, sem fram hafði verið borin af fulltrúum Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Kanada um al- þjóðasamstarf um hagnýtingu kjamorkunnar til friðsamlegra þarfa. Það verður að leita allt aftur til ársins 1946, ef finna á annað dæmi slíks einhugar þingfulltrúa um afgreiðslu meiri háttar máls. Nokkur at- riði tillögunnar höfðu að vísu verið gagnrýnd, einkum af full- trúa Sovétríkjanna, en engu að síður greiddu allir nefndar- menn henni atkvæði, þegar hún var borin úpp. í tillögunni er gert ráð fyrir, að 7 aðildar- ríkjum SÞ, stórveldunum fjór- um og Kanada, Brasilíu og Ind- landi, verði falið að setja á laggirnar stofnun, sem á að hafa það hlutverk að miðla vitneskju um hagnýtingu kjam- orkunnar og' aðstoða þær þjóð- ir, sem geta ekki af eigin rammleik fært sér kjarnorkuna í nyt. Flutningsmenn tillögunn- ar ætlast til, að þessi stofnun verði í svipuðum tengslum við SÞ og aðrar sérstofnanir þeirra, svo sem menningar- stofnunin (UNESCO), matvæla- stofnunin (FAO) og heilbrigð- isstofnunin (WHO), en þar sem nokkuð var deilt um þetta at- riði, var aðeins tekið fram í tillögunni, að tengsl kjarnorku- stofnunarinnar við SÞ yrðu síðar ákveðin með samningum. Þá var áðurnefndum sjö ríkj- indamanna um kjarnorkumál. ppillögu þessa má rekja til ræðu, sem Eisenhower Bandaríkjaforseti flutti á fundi allsherjarþingsins skömmu fyr- ir þingslit í desember í fyrra. í ræðunni lýsti hann yfir, að Bandaríkjastjórn væri reiðu- búin til að hefja samstarf við aðrar þjóðir um friðsamlega hagnýtingu kjamorkunnar. Þessu boði var fagnað og Visjinskí, aðalfulltrúi Sovét- ríkjanna hjá SÞ, lýsti þegar yfir, að tilboð Eisenhowers væri atliyglisvert og sovét- stjórnin myndi íhuga það gaumgæfilega. Þegar utanrík- isráðherrar stórveldanna hitt- ust rúmum mánuði síðar á fundinum í Berlín, ræddu þeir Molotoff og Foster Dulles eins- lega um þetta mál og þær við- ræður þeirra héldu áfram þeg- ar þeir hittust aftur á Genfar- ráðstefnunni í vor sem leið. En milli þessara funda höfðu þeir Zarúbin, sendiherra Sovétríkj- anna í Washington og Dulles, rætt málið. Ekki er vitað um gang þessara viðræðna, en það sem síðar hefur orðið bendir til þess, að þær hafi borið nokkurn árangur. 1» kað hefur lengi verið vitað að hagnýta mætti kjarnork- una til friðarþarfa á margan ísótópar gegna nú þegar mikil- vægu hlutverki í læknavísind- um, iðnaði og landbúnaði og virðast engin takmörk vera sett fyrir nytsemi þeirra. Kóbalt 60 hefur að verulegu leyti komið í staðinn fyrir radíum við lækningu innri meinsemda, og ýms önnur geislavirk efni, sem framleidd eru í kjarnkljúfum, svo sem geislavirkt joð, eru notuð til lækninga. Betageisl- ar, rafeindir sem geislavirk efni gefa frá sér, eru notaðir til mælinga í iðnaði. Geisla- virkir ísótópar eru einnig. not- aðir á mörgum sviðum til að afla vitneskju, sem annars væri örðugt eða ekki hægt að fá. Geislavirkt gas er þannig notað til að hafa upp á skemmdum á neðanjarðarleiðsl- um, og geislavirk efni hafa verið notuð með mikluni árangri til að afla vitneskju um slit á veigamiklum véla- hlutum. Geislavirk efni hafa brugðið ljósi yfir ýms torræð fyrirbrigði, sem líffræðingar höfðu áður glímt við með mis- jöfnum árangri, og gefið ómet- anlega vitneskju um flókin efnaskipti í plöntum og dýr- um. Geislavirkir ísótópar sem auðvelt er að framleiða í stór- um stíl í kjarnkljúfum þeim, sem upphaflega voru ætlaðir til framleiðslu á úraníum í sprengjur, hafa þannig verið hagnýttir á margvislegan hátt til friðarþarfa. lVó er þessi notkun kjarnork- unnar, sem hér hefur verið Framhald á 8. síðu. Skýringarmynd af kjamorkustöð: A. Úraníumhólf, B. Stengur sem halda kjarnklofn- uninni í skefjum, C. Veggur úr steinsteypu sem iokar geislaverkunina inni, D. Gufu- hólf, úr því berst vatnsgufa, sem knýr túrbínur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.