Þjóðviljinn - 25.11.1954, Side 8

Þjóðviljinn - 25.11.1954, Side 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Pimmtudagur 25. nóvember 1954 ÍÞRÖTTIR RITSTJÓRl FRlMANN HELGASON mm eru ssæm Élfaraskortúrinn - seglr Karl GuSmundsson Íþróttasíðan átti fyrir nokkru ■viðtal við landsþjálfara KSÍ, Karl Guðmundsson, þar sem iiann sagði frá sumarstarfsemi sinni. Þess var getið þá að Karli lægi margt fleira á hjarta. íþróttasiðan hefur því varpað fram nokkrum . spurningum varðandi knattspyrnumál og svarar Karl þeim í eftirfarandi grein. Fer fyrri hluti greinar- innar hér á eftir, en síðari hlut- inn verður birtur á morgun. — Er mikið af góðum efnivið, jþar sem þú hefur komið? — Um aiit land er gnótt táp- smikilla og áhugasamra knatt- spyrnumanná á öllum aldri, sem areiðubúnir eru að leggja mikið aí mörkum við iþróttina, en þeir eiga við ýmsa örðugleika að etja. Köfuðvandamálið víðast hvar, <eru slæm vallarskilyrði. Hefur bvergi verið búið vel að knatt- .spyrnumönnum þar, sem ég þiekki til, utan Reykjavíkur, nerna á Akureyri og Akranesi. ’Þá er þjáifaraskorturinn tilfinn- anlegur, en vonandi fer eitthvað sð rætast úr því. Ef giftusam- lega tekst að skipuleggja knatt- spyrnumálin og hin ýmsu bæjar- féiög öðlast meiri getu og vilja Itil þess að búa sómasamlega að Enska deildakeppnin I. deild Félag 'tVolves .... Sunderland Manch.Ut iPortsmouth Buddersf. 3>íaneh.City Freston Eolton . .. ftVBA . . . Charlton Cardiff . . Everton . Chelsea • . Burnley . Kewcastle . . iAston Vi’ia.. SheffUtd ... Blackpooi iTot tenham . . iAj senal . . . . 3Lf.-icester . . . Sheff.Wedn II. deild Sttiírk Elackburn Eulham ff?.otherham Bristol R JLeeds ... Stoke City Luton Town iW.est Ham Jíull ..... ÍB'ury .... Swansea . Birmingham Bincoln INótts Co .. Liverpool Doncaster P-ort Vaie Middiesbro Köttm For Eerby Co X-'.ymouth Ipswich .. L U 18 10 18 7 18 10 18 9 18 9 18 9 18 9 18 7 18 8 18 9 18 7 18 8 19 6 18 6 18 6 18 19 18 18 18 18 18 T J 5 3 9 2 5 5 5 5 6 4 6 7 5 7 6 7 9 9 3 4 4 4 3 7 4 2 6 3 7 5 3 4 2 il 3 10 3 10 2 11 6 9 3 11 Mörk S 43-23 25 32- 22 23 43-36 23 33- 22 22 35-28 22 35-33 22 48-25 21 33-27 21 39- 38 20 38-22 20 32-36 20 26-28 19 30- 30 19 19-27 17 40- 43 15 29-41 14 28- 41 14 26-31 13 3z-4z 13 31- 44 12 32 45 12 29- 45 11 íþróttaæsku sinni, þá þess ekki svo ýkja langt að bíða, að utanhöfuðstaðarfélögin láti verulega til sína taka. — Fannst þú mörg efni, sem líklegt eru til að annast leiðbein- ingar? — Svo sem getið var um hér á síðunni í frásögn af starfi mínu í sumar, var lögð á það áherzla að finna menn á hinum ýmsu stöðum, til þess að halda leiðsögninni áfram, eftir að minni kennslu væri lokið. 7—10 daga kennsla og þjálfun er í sjálfu sér ekki mikið, en hún getur komið eins og hressandi blær inn í íþróttastarfið og á- hrifin geta orðið varanleg, ef á hverjum stað væru til menn, sem haldið gætu starfinu gang- andi milli þess sem kennarar KSÍ eru á ferðinni. Þetta hlýt- ur því að vera áríðandi liður í uppbyggingunni. L U 18 12 18 11 18 11 18 10 18 11 18 9 18 10 18 9 18 8 18 7 18 8 17 6 18 18 18 16 18 18 6 18 6 18 4 18 3 19 4 6 8 2 10 1 11 3 11 5 10 1 14 Mörk S 59-29 26 48-38 24 44-32 23 47-33 23 33- 31 23 26-17 22 34- 28 21 35- 33 21 23- 20 19 37- 34 19 34-37 18 24- 19 17 34-36 17 26-32 17 38- 37 17 23-37 15 19-30 14 25- 41 14 25- 28 13 29-44 11 26- 37 11 29-45 9 Víðast hvar eru menn, sem geta og hafa áhuga á að taka slíkt að sér og var ég svo hepp- inn að komast í samband við nokkra slíka. Síðar hefur frétzt að margir þeirra hafi unnið ágætt starf. Þessir menn þurfa eðlilega aðstoðar við, einkum í fyrstu, en hana ættu kennarar KSÍ auðveldlega að geta veitt. Mér var það mikið áhugamál, að fá þessa menn saman til stutts námskeiðs í haust, en af því gat því miður ekki orðið. Vonandi verður ekki langt þar til að af námskeiði fyrir þessa menn getur orðið. — Telur þú að námskeið inn- an KSÍ, fyrir leiðbeinendur, gætu haft þýðingu? — Það er ekki nokkur vafi á því að slík námskeið verða áður en langt um líður, fastur liður í starfi því, er KSÍ lætur vinna knattspyrnunni til heilla. Slík námskeið eru bókstaflega undir- staðan að allri knattspyrnuupp- byggingu í landinu. Meðan skort- ur á lærðum knattspyrnuþjálf- urum er jafn mikill og raun ber vitni um, getum við ekki reikn- að með kerfisbundinni knatt- spyrnuuppbyggingu á breiðum grundvelli. — Hve marga þjálfara telur þú, að KSÍ þyrfti til þess að þjálfa þá, sem lengra eru komnir? — Við lauslega áætlun verður niðurstaðan sú að KSÍ þyrfti að hafa 3—4 fasta kennara yfir sumartímann. Þyrftu kennararn- ir að koma tvisvar til þrisvar á hvern stað yfir sumarið og dveljast viku til tíu daga á hverjum stað. Að öðru leyti skírskotast til svars við 2. spurn- ingu. Það er óhætt að ganga út frá því að einn þessara kennara verður yrði nokkuð bundinn við þjálf- un liða, er lékju á vegum KSf, svo og við kennslu á námskeið- um o. s. frv. — Hvað telur þú að þurfi að gera til þess að fá alla starf- semi knattspyrnumanna í land- inu samræmda? — Um algjöra samræmingu vinnu-, leik- eða þjálfunarað- ferða getur aldrei verið að ræða, þar sem þekking og persónu- leiki hvers einstaks þjálfara verður að fá að njóta sín ó- bundið. Hins vegar getur KSÍ, sem æðsti aðili knattspyrnumála í landinu, haft drjúg áhrif í þá átt, að beina allri starfsemi í knattspyrnumálum inn á réttar brautir. Það sem gera mætti er þetta: a) Halda námskeið fyrir þjálfara og leiðbeinendur, b) senda kennara á sem flesta staði á landinu, c) gefa út sambands- blað, sem flytti félögunum grein- ar um skipulagningu félags- starfseminnar, þjálfun o. s. frv., d) saminn verði sérstakur „knatt- skóli KSÍ“ fyrir tæknilegar og taktiskar æfingar og yrði stuðst við hann á öllum leiðbeinenda- námskeiðum sambandsins, e) settar verði saman leiðbeiningar um skiptingu ársþjálfunarinnar niður í ákveðin þjálfunartíma- bil, líkt og drepið er á í sam- bandi við spurningu nr. 8 hér á eftir. Jafnframt kæmu svo leiðbeiningar um samsetningu æfingaseðla innan ramma árs- þjálfunarskipulagsins. Þjálfarar og leiðbeinendur fengju svo stöðugt nýtt efni í æfingaseðl- ana með sambandsblaði KSÍ, kennurum KSÍ, á námskeiðum KSÍ og úr „knattskóla KSÍ“. (Framhald) Svíar unnu Norð- menn í ísknattleik 8:2 og 7:1 Hinn karlmannlegi og líflegi leikur íshockey eða ísknattleik- ur sem svo mætti kalla er nú að byrja meðal þeirra þjóða sem aðstöðu hafa til slíkra leikja, en þessi leikur er yfir- leitt mjög vinsæll. Norðmenn og Svíar kepptu fyrir stuttu tvo leiki í Osló, nánar tiltekið í Jordal Amfi. Sýndu Svíar mikla yfirburði og unnu fyrri leikinn með 8:2 og þann síðari með 7:1. Franska ísprinsessan Jacque- line de Beof hefur fengið aðal- hlutverkið í íssýningu sem á að halda á Wembley leikvang- inum í London og nefnd er „Aladin á ísnum“. Ungfrúin fær 27.500 kr. x vikukaup! E r I e n d Framhald af 6. síðu. minnzt á, harla léttvæg ef mið- að er við þau algeru umskipti, sem almenn hagnýting hennar til raforkúframleiðslu myndi valda í lífi mannkynsins. Og það er þá einnig fyrst og fremst slík hagnýting kjarn- orkunnar, sem menn vona að víðtækt alþjóðasamstarf geti tekizt um. Mönnum hefur verið það ljóst lengi, að ef tækist að beizla þá gífurlegu orku, sem leysist úr' læðingi, þegar frumeindakjarninn ér klofinn, og hagnýta hana í þágu alls mannkyns, myndi renna upp öld allsnægta, sem engan gat áður órað fyrir. Og nú er epg- inn í.vafa lengur um, að þetta geti tekizt: 27. júní s.l. var fyrsta kjarnorkurafstöðin tekin í notkun í heiminum. Það voru Sovétríkin, sem riðu á vaðið, og eiga nú í smíðum fleiri en eina og jafnvel fleiri en tvær slíkar stöðvar. í Bretlandi er einnig þafin bygging kjarni- orkurafstöðvar og í sumar hóf- ust framkvæmdir við smíði 60.000 kítóvatta kjarnorkuraf- stöðvar við Pittsburgh í Banda- ríkjunum og búizt við að hún verði tekin í notkun árið 1957. að má því segja, að hafin sé samkeppni milli stór- veldanna um hagnýtingu kjarn- orkunnar til friðarþarfa, og væri mikið lán ef s.lík sam- keppni gæti komið í stað víg- búnaðarkapphlaupsins. Sovét- ríkin riðu á vaðið og standa enn feti framar en keppinaut- arnir. Enginn þarf að efast um, að hin öra þróun kjarnorku- vísinda í Sovétrikjunum hafi valdið miklu um samkomulags- vilja vesturveldanna í þessu máli. Það er heldur ekki fjarri lagi að rekja megi tilboð Eisen- howers til vetnissprenginga þeirra, sem áttu sér stað i So- vétrikjunum í ágúst í fyrra. Þær komu mönnum algerlega á óvart og sýndu, að þróun so- vézkra kjarnorkuvísinda hafði verið miklu örari en vísinda- menn og stjórnmálamenn á vesturlöndum hafði órað fýrir. Thomas E. Murray, einn af full- trúunum í Kjarnorkumálanefnd Bandaríkjanna, komst þannig að orði tveim mánuðum áður en Eisenhower hélt ræðu sína á allsherjarþinginu: „Hinum frjálsa lieimi stafar minni hætta af þessum nýlega ár- angri Sovétríkjanna (vetnis- sprengjunni) . . . en vofað hefði yfir honum ef Sovétríkin hefðu tilkynnt þennan dag, að þau hefðu hafið árangursríkan rekstur liagnýtrar kjarnorku- stöðvar“. (New York Times, 23. okt. 1953). U.S. News and World Report skýrði frá því 6. nóv. 1953, að „veruleg stefnu- breyting hefði orðið í þróun kjarnorkunnar í Bandaríkjun- um“. Áður hafði öll áherzla ver- ið lögð á notkun kjarnorkunnar til hernaðarþarfa, en nú var einnig lögð áherzla á hagnýt- ingu hennay til orkuframleiðslu. ¥Tvað sem því líður, þá hefur nú verið stigið fyrsta skref- ið í átt til alþjóðlegrar sam- vinnu um friðsamlega hagnýt- ingu kjarnorkunnar. Síðar mun koma í ljós, hvort þær vonir, tíðindi sem samkomulag stórveldanna hefur vakið muni rætast. En menn verða að hafa i huga, að frumskilyrði þess að nýta megi kjarnorkuna til að létta erfiðí af mannkyninu og skapa því allsnægtir, er að friður haldist. Þess skal einnig gætt, að hætt er við, að fyrirætlunum um al- menná hagnýtingu kjarnork- unnra í þessu skyni verði seint komið í verk, meðan haldið er áfram framíeiðslu Jqarnorku- vopna. í umræðunúm í stjórn- málanefndinni vár bent á það, áð engin. von væri til þess að nægilegt. inagn kjamkleyfs efnis fengist til íriðsamlegrar notk- ’ unar, meðan stórveldin safna r kjarnorkusprengjum. Það er því ástæða til að vona að þetta samstarf, sem nú er að hefjast um kjarnorkumál, geti leitt til samkomulags um bann við framleiðslu og notkun kjarn- orkuvopna. Þá myndi vissulega renna upp ný öld. ás. Um vatnið í Skál- holti Það var í kvöld, 19. nóvem- ber, að ég kom inn heima hjá mér og heyrði útvarpið gjalla. Hvað er nú þetta hugsaði ég, en brátt heyrði ég að talað var um Skálholtsstað, — og hvað er nú, hugsaði ég, en brátt kom það; það var vatnið 5 Skálholti. Ræðumaður útvarpsins sagði að vatnið í Skálholti væri tekið úr brunnum í tún- inu í Skálholti og væri eitrað mjög. Þessu mótmæli ég al- gjörlega. Ég var heimilismað- ur í Skálholti árið 1917-1918. Þá var tvíbýli í Skálholti og bjuggu þar þá Skúli læknir Árnason og Jón Gunnlaugs- son frá Kiðjubergi (þetta má etv. kalla útúrdúr). En um vatnið í Skálholti er það að segja að það var ekki sótt í neina brunna í túninu, það var leitt í járnrörum og var sú vatnsleiðsla lögð af Skúla Árnasyni lækni, og sá sem að- allega vann það verk fyrir Skúla lækni var mágur hans, Haraldur á Hrafnkelsstöðum. Ástæðan fyrir því að þesst vatnsveita var lögð, var taugaveikin í Skálholti. Sumir fullyrtu að veikim stafaði af vatninu úr hinurr, fornu brunnum í túninu, og aðrir fullyrtu að gömul kona á heimilinu væri smitberi. Þö þótti það all athyglisvert að enginn varð veikur í hinum bænum og þó var þar alltaf samgangur daglega. Það sannaðist síðar að smitberinn var gamlar fiður- sængur sem fluttar höfðu ver- ið þangað frá bæ nokkrum, þar sem taugaveiki hafði áður gengið, en eftir að Skúli lækn- ir hafði loks brennt sængun- um hefur engrar taugaveikt orðið vart í Skálholti. Ég skal að lokum geta þess að vatnið sem leitt var heiœ. að Skálholti var tekið í holt- inu norðan við túnið, og girt í kring með margföldum gaddavír. Reykjavík, 19.-11.1954. Virðingarfyllt, Ólafur Guðbrandsson frá Stóru-Völlum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.