Þjóðviljinn - 25.11.1954, Síða 10

Þjóðviljinn - 25.11.1954, Síða 10
10)__ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 25. nóvember 1954 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■••■■■■•■■«■■•■■■■•*■: ■■*»••■■■■ Stigamaðuriim Eftlr Giuseppe Berto 61. dagur | ■ ■ ■ ■ ■ ' ■ ■ glytti í eitthvað við fjallsbrúnina. Svo tók hann aftur : til máls. „Stundum, þegar ég hef ekkert fyrir stafni, | fer ég að hugsa um líf mitt“, sagði hann. „Ég hugsa j um hvað það hefur verið undarlegt og þrungið óláni. | Stundum hefur maður einlægan vilja á því aö lifa j rólegu lífi, en í staðinn kemur eitthvað það fyrir hann j sem stríðir á móti eðli hans. Ég veit ekki hvernig aðrir [ menn hefðu brugðizt við í mínum sporum — einn pilt- [ anna sem ég var með fyrir norðan til dæmis, sem j kenndi mér það sem ég veit. Þar voru auðvitað alls j konar menn, en einn minnti á helga menn og píslar- [ votta og í mínum augum var hann beztur þeirra allra. j Ég reyndi alltaf eftir megni að taka hann mér til fyrir- j myndar. Ég bjóst við að hann hefði í mínum sporum [ verið kyrr í fangelsinu og afplánað dóm sinn, þótt [ hann væri óréttlátur. En ég get ekki verið eins og hann. [ Ég tilheyri þessu landi og það er einhver uppreisnar- j andi í mér sem ég ræð ekki við; og svo haga ég mér j eins og landsmenn okkar hefðu gert fyrir hundrað [ eða þúsund árum. En mér finnst næstum eins og þetta [ sé ekki allt mér að kenna. Ég ætlaði að verða venju- j legur, afskiptalaus maður, en þeir gáfu mér ekki leyfi j til þess. Þeir eru búnir að flæma mig hingað upp í fjöll- [ in og þeir eru enn á eftir mér og þeir eru ekki í rónni j fyrr en þeir eru búnir að ná í mig.Og þess vegna er j ég orðinn stigamaður og sjálfs mín vegna gerir það [ ekkert til. Ég kann að verjast og ég kann að gera j árásir á þá. En ég er ekki lengur einn. Miliella er með j mér og ófædda barnið, og ég verð að taka tillit til j þeirra líka. Þess vegna hef ég ákveðið að fara burt, j Nino. Ég er að bíða eftir skjölum sem ég hef fengið lof-- j orð fyrir og svo förum við burt, í annan heimshluta. Ég j er búinn að leggja til hliðar peninga sem nægja okkur til uppihalds í ár eða lengur, hvar sem ég er niðurkom-^. inn. Áður en ár er liðið hefur mér áreiðanlega tekizt að fá atvinnu. Ég vil að barnið mitt búi við sömu skil- yrði og önnur börn“. „Hvenær gerirðu ráð fyrir að fara?“ „Strax og við fáum skjölin. Ef til vill bráðlega ef allt gengur vel. En það er ekki víst að allt gangi vel. Ég á allt undir miskunn annarra. Ef einhver svíkur mig og tekur við peningum frá mér án þess að gefa mér neitt í aðra hönd, get ég ekki leitað til neins til þess að fá réttlætinu framfylgt. Ég gæti sjálfur tekið að mér að framfylgja réttlætinu, en það væri tilgangs- laust. Þess vegna þætti mér gaman að vita, hvað föður þínum þætti um það ef Miliella kæmi heim aftur. Get- urðu talað um það við hann?“ „Já, en ég veit hvernig honum er innanbrjósts". „Þú þarft ekki að tala við hann þegar í stað. Það er nóg að gera það eftir eina eða tvær vikur. Ef skjölin kæmu innan þess tíma gerðist þess ekki þörf“. Tunglið var loks komið upp. Það var stórt tungl, rauðleitt og risastórt í næturmistrinu. ' „Ég get sagt með sanni að þú ert eini vinur minn“, ’ sagði Michele Rende. „Við höfum verið góðir vinir svo lengi og ég hef talað um svo margt við þig, að ég vil ógjarnan aö þú hugsir illa um mig núna. Því aö nú gætirðu sagt við mig að ekkert af því sem ég sagði fyrir, hafi i*ætzt. Stríðinu er lokið fyrir nokkru og fá- tæklingarnir eru fátækari en nokkru sinni fyrr og land- eigendurnir voldugri, og svo virðist sem lengi geti vont versnaö“. „Það er ekki þér að kenna, Michele“, sagði ég. „Ég veit ekki hvort það er mér að kenna eða ekki. Ég hugsa oft um þetta, mjög oft, og ég get ekki áttað mig á því. Það var ég sem hvatti þá til að hefjast handa, og þeir voru ekki reiðubúnir. Guð má vita, hve mörg ár það tekur fyrir þá að verða reiðubúnir, að öðlast þrek til aö berjast gegn dugleysi og leti. En þeir hófust þó handa. Þeir lærðu það, að ef þeir standa sameinaöir geta þeir haft sitt fram. Þegar þeir koma sér sjálfir upp öðrum forustumanni hefjast þeir aftur handa. Og ef til vill verða þeir aftur kúgaðir, en það skiptir engu máli. Mannkynið líður ekki undir lok með okkar kynslóð. Synir þeirra eiga hægara um vik“. I dag byrj ar salan á jólnepluDum Delicious og fleiri fegundum. Athugið hið hagstæða verð í heilum kössum. „Af ávöxtunum skuluð pið þekkja pá“ fiMsimLU, eimilisþáttur Nýtízku rum eru snotur húsgögn Látlaus nýtízku rúm eru svo snotur að þau geta hæglega staðið í stofu án þess að hún þurfi að verða svefnherbergisleg við það. Hægt er að raða hús- gögnum í stofu sem sofið er í, þannig að hún verði vistleg og stofa um leið. Trérúm með jafn- háum höfða og fótagafli eru lát- laus og róandi. Rúmteppið er skemmtilega röndótt. Fyrir fram- an rúmið er lítið, svart skinn- teppi sem er þægilegt að stíga á þegar maður fer fram úr á morgnana. Það er líka fallegt og auðveldara að halda því hreinu en hvítu skinni, Litla borðið má bæði nota sem nátt- borð og lítið kaffiborð. Nælon og rennilásar Nælon er mjög „lifandi" efni og ef það festist í rennilás kem- ur það fyrir að maður neyðist að lokum til að klippa það burt. Einkum er slæmt þegar nælon- blússur festast í rennilásnum á kjól eða pilsi. Hafið þetta hugfast og munið að nælon er mjög gjarnt á að festast í rennilásum. Annað efni sem er með sama markinu brennt er ekta sliki, en það er ekki eins almennt notað. Sami litur í mismunandi blæbrigðum Nýjasta nýtt í Parlsartízk- unni er að nota sama lit í mis- munandi blæbrigðum. Mismun- andi litbrigði af brúnu notað í kjól, hatti og hönzkum eða mis- munandi grá eða blá litbrigði eru mjög vinsæl. Bandarikja- konurnar hafa gleypt við þess- ari tízku og því miður hafa þær þann lit sem sízt hentar í svona samsetningar, sem sé rautt. Við hárauðar dragtir eru notaðir bleikir hanzkar og skær rauðir hattar við dökkrauða kjóla. Þetta er fjarri því að vera fallegt. Byrjið á jólagjöfunum Það er alls ekki of fljótt að byrja að útbúa jólagjafir sem á að sauma eða prjóna. Lítið á almanakið og athugið hve stutt er í rauninni til jóla. Ef prjóna á peysu eða eitthvert stórt stykki veitir ekkert af að byrja strax og einnig ef útbúa á marga smá- muni til að gefa í jólagjöf. Lokið á henni munninum Nýja káputízkan, þar sem kragarnir ná upp á mitt and- lit, svo að munnurinn er alveg hulinn og ekkert sést af andlit- inu sem er fyrir neðan nef, hlýtur að vera ætluð kvenfólki sem talar of mikið. Það hlýtur að vera gersamlega ómögulegt að gera sig skiljanlega í bún- ingi af þessu tagi, og það hlýt- ur að hafa verið illgjarn karl- maður sem fann upp þessa tízku!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.