Þjóðviljinn - 25.11.1954, Blaðsíða 12
Smátelpur rænd-
ar á Lækjartorgi
í fyrradag skðíSi það að tvær
telpur 7 og 8 ára gamlar voru
raendar, er þær voru að fara í
Útvegsbankann með 900 kr. til
að leggja þar inn. Segja telpurn-
ar, að þær hafi spurt ókunnan
mann í Austurstræti hvar bank-
inn væri og hafi sá vísað þeim
að dyrunum. En er þangáð kom
og leiðsögumaðurinn hafði feng-
ið að vita erindið í bankann þreif
hann peningana af telpunum og
hljóp á brott.
Maðurinn var í ljósgráum föt-
um og plastkápu, berhöfðaður og
dökkhærður.
Er Þjóðviljinn hafði tal af lög-
reglunni í gær um þetta mál
hafði enn ekki tekizt að hafa
upp á ræningjanum.
lUÓÐVUJVNN
Fimmtudagur 25. nóvember 1954 — 19. árg. — 269. tölublað
Fullveldisfagnaður Æsku-
lýðsfylkingarinnar
Æskulýð'sfylkingin í Reykjavík minnist 36 ára afmælis
fullveldisins með skemmtun í Skátaheimilinu við Snorra-
braut sunnudaginn 28. nóvember.
Þetta verður fyrsta skemmt-
unin, sem Fylkingin gengst fyr-
ir á þessum vetri, en það er
nú að verða hefð, að Æ.F.R.
haldi skemmtun í kringum full-
veldisdaginn 1. desember.
Á skemmtuninni á sunnudag-
í kvöld verðnr Dimmalimm, nýi íslenzki ballettinn frum-
sýndur í Þjóðleikhúsinu. Nœsta sýning verður á laugar-
dagskvöldið kl. 20, en á sunnudag verður eftirmiðdags-
sýning kl. 15. — Myndin er af tveim af aðaldansendun-
um í Dimmalimm, Önnu Brandsdóttur og Guðnýju Frið-
steinsdóttur.
Kjósið B-listann í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur
Allsherjaratkvæðagreiðsla um stjórn í Sjómannafélagi
Reykjavíkur fyrir árið 1955 hefst í dag kl. 1 í skrifstofu
félagsins Hverfisgötu 8-10, og stendur yfir til dagsins fyr-
ir aðalfund, sem haldinn verður í lok janúar 1955.
Kosningin stendur til kl. 6 1 dag en verður framvegis alla
virka daga frá kl. 3 til 6, nema að annað verði ákveðið
og verður það þá auglýst sérstaklega.
í kjöri eru tveir listar. A-
listi borinn fram af stjórn og
trúnaðarmannaráði félagsins og
B-listi forinn fram af tilskyldum
fjölda sjómannafélaga. B-list-
inn er skipaður starfandi sjó-
mönnum en þeir eru:
Formaður:
Hólinar Magnússon Miklu-
braut 64.
Varaformaður:
Hreggviður Daníelsson
Digranesveg 35.
Ritari:
Þorsteiiui Þorsteinsson
Bræðraborgarstíg 53.
Féliirðir:
Valdimar Björnsson
Gunnarsbraut 34.
Varaféliirðir:
Þorsteinn Sigurjónsson
Langholtsveg 146.
Meðstjórnendur:
Jón Halldórsson Laufholti
við Ásveg, Sigurður Sveins-
son Vinaminni við Nesveg.
Varamenn-
Diðrik Jónsson, Kirkjuteig 4,
Magnús Gíslason, Efstasuiuli
51, Garðar Halldórsson Bar-
ónsstíg 57.
Sjómannafélagar, kjósið starf-
andi sjómenn í stjórn.
íþróttahús Vals vœntanlega
tekið í notkun í vetur
Leikíangahappdrætti íélagsins heíst í dag
Knattspyrnufélagið Valur á nú í smíðum stórt íþrótta-
hús á landareigninni hjá Hlíðarenda við Laufásveg. Hafa
gaflar og veggir hússins þegar verið steyptir upp, en bú-
izt er við að hægt verði aö taka það í notkun að ein-
hverju leyti síðar í vetur.
Stærð íþróttasalarins er
32x16 metrar, en áfastir bún-
ings- og baðklefar eru 6,50 m
á breidd og jafnlangir salnum.
Mesta hæð í salnum verður
8.50 m en vegghæðin 5.50 m.
Gunnar Vagnsson, formaður
Vals, tók það fram í gær, er
hann sýndi blaðamönnum bygg-
inguna, að íþróttahúsinu væri
ætlað að skapa Valsmönnum
skilyrði til að iðka handknatt-
leik og knattspyrnu á þeim
tíma árs, þegar útiæfingum
verður ekki komið við. Hingað
til hefði félagið orðið að leigja
fimleikasali til vetraræfinganna,
en flestir þeirra væru ófull-
nægjandi fyrir knattspyrnu-
mennina, þar eem ekki mætti
sparka knetti í þeim.
Bygging hins nýja iþrótta-
húss hefur þegar kostað mikið
fé, en þess hefur verið aflað
með ýmsum hætti. Bezta tekju-
Stúdentafélag Reykjavíkur efnir til
mannfagnaðar 30. nóvember n.k.
Stúdentafélag Reykjavíkur efnir til mikils mannfagn-
aðar 30. nóvember n.k. eins og undanfarin ár. Samkvæm-
ið hefst með boröhaldi í Sjálfstæðishúsinu kl. 6.30 síðd.
öflunarleiðin undanfarin ár hef-
ur verið leikfangahappdrætti
skömmu fyrir jólin. Og i dag
fer Valur af stað með fjórða
happdrættið af þessu tagi. —
Vinningar í því verða alls 210
að verðmæti 30-40 þús. krónur,
allt vönduð leikföng. Happ-
drættið verður til húsa á
Laugav. 47. Vinningaskrá ligg-
ur þar frammi og geta menn
því séð strax hvort þeir hafa
hlotið vinninga eða ekki.
Dagskráin er mjög fjölbreytt
að vanda og vel til hennar
vandað.
Formaður félagsins Guð-
mundur Benediktsson hdl. setur
hófið. Þá mun Þórarinn Björns-
son skólameistari halda ræðu,
Aðalfundur LfC
Aðalfundur LÍÚ var settur i
gær kl. 17:30 af formanni sam-
takanna, Sverri Júlíussyni. Á
kvöidfundi var kosið í nefndir,
en síðan flutt skýrsla stjórnar-
innar. Fundur hefst að nýju
í dag kl. 10 árdegis.
en hann kemur hingað til bæj-
arins í boði félagsins i’* því
skyni. Kristinn Hallsson og
Friðrik Eyfjörð syngja glunta-
söngva, en Lárus Pálsson leik-
ari syngur vísur.
^Áð vanda mun Stúdentafélag
Reykjavíkur sjá um dagskrá
ríkisútvarpsins að kvöldi 1.
des. n.k. Verður þá útvarpað
frá samkvæminu í Sjálfstæðis-
húsinu og Bjarni Benediktsson
menntamálaráðherra mun halda
ræðu.
Stjórn Stúdentafél. hyggst að
gangast fyrir umræðufundum
i og kvöldvökum í vetur, svo
sem áður hefur tíðkazt.
Stúlka hverfur að
heiman
f gær var lögreglunni í Reykja-
vík tilkynnt, að óttast væri um
afdrif Stefaníu Hinriksdóttur
Urðarbraut 3 í Smálöndum, en
hún hefur ekki komið heim til
sín siðan 13. þ. m. og. ekkert til
hennar spurzt.
Stefanía er 29 ára gömul og
hefur búið hjá öldruðum foreldr-
um sínum. Lögreglan óskar þess,
í að ef einhver hefur orðið var við
Stefaníu siðan hún fór að heim-
an, þá gefi hann sig fram.
Stefanía var klædd í þunna
svarta kápu, gráar bomsur og
græna húfu. Hún er í meðallagi
há, ljós yfirlitum með mikið ljóst,
slétt hár og ör á hægri kinn.
Akranesbátar afla
vel
Akranesi. Frá fréttaritara.
Fimm bátar stunda héðan
línuveiðar og hafa þqjr yfir-
leiít aflað vel eða allt upp í
7 tonn í róðri. Einn bátur er
með jHir.skanet og hefur aflað
treglega.
Bjarni Óiafsson seldi af!a
sinn í Hamborg í gær fyrir
Austur-Þýzkalandsmarkað. Ak-
urey er nýfarin til Þýzkalands
og selur einnig fyrir austur-
þýzkan rnarkað.
inn mun Thor Vilhjálmsson,
rithöfiindur lesa upp úr verkum
sínum, Söngkór verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík mun syngja
undir stjórn Sigursveins D.
Kristinssonar en einsöngvari
verður Guðmundur Jónsson,
óperusöngvari, Anna Stína Þór-
arinsdóttir mun ltesa upp kvæði
og Gestur Þorgrímsson flytur
gamanþátt, að lokum verður
dansað.
Eins og sjá má af þessu er
dagskráin hin bezta og ættu
félagarnir að tryggja sér miða
í tíma, þar eð húsrými í Skáta-
heimilinu er minna en æskilegt
væri. Aðgöngumiðarnir verða
seldir í skrifstofu Æ.F.R. á
skrifstofutíma og í Bókabúð
KRON á föstudag og laugar-
dag, en skemmtunin liefst kl.
8:30 á sunnudagskvöld.
Leikfélag Akra-
ness sýnir gaman-
leikinn Ævintýrið
Akranesi. Frá fréttaritara
Þjóðviljans.
Leikfélag Akraness frumsýn-
ir annað kvöld franska gaman-
leikinn Ævintýrið, eftir þá
Chavillet Cieflore og Etinne
Rey. Leikstjóri er Jón Norð-
f jörð.
Gamanleikur þessi hefur áður
verið sýndur á Akureyri við á-
gæta aðsókn. Hann er í þrem
þáttum og gerist í Frakklandi
um síðustu aldamót. Leikend-
ur eru 14, en stærstu lilutverk-
in leika Elín Þorvaldsdóttir er
leikur Helenu, Hilmar Hálfdáns
son leikur unnusta hennar, en
Alfreð Einarsson leikur manns-
efnið hennar. Aðrir leikend-
ur eru frú Sigríður Sig-
mundsdóttir og frú Ásgerður
Gísladóttir.
Búningar eru fengnir hjá
Þjóðleikhúsinu, en Lárus Árna-
son málarameistari hefur mál-
að leiktjöldin. — Formaður
Leikfélags Akraness er Óðinn
Geirdal.
Sakameen og
Víkingsútgáfan hefur gefið út
12. bindi af íslenzkum þjóðsög-
um og sögnum sem Sigfús Sig-
fússon hefur safnað og skráð.
Hefur bindi þetta að geyma
Útilegumannasögur, og er þeim
aftur sk;pt í tvo hópa: Saka-
rnenn og Fjallabúa.
Bólcin er 238 síður, prentuð
í Víkingsprenti.
Reykvíkingar! Gerið svo vel að líta í búðargluggana á Laugavegi
13 og Bankastræti 10 — Happdrætti Þjóðviljans