Þjóðviljinn - 29.12.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.12.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 29f»desember 1954 Fðrstjórinn og bókbandið Svar til Hafsfems Guðmimdssonar Þung færð á vegum KrýsuvíkurleiÖin er nú einungis farin austur og austan yfir fjall. í gær var póstur og farþegar selfluttir í snjó- bíl yfir HoltalvörSuheiði. Krýsuvíkurl^iðin er nú farin austur og að austan, en Þing- vallavegurinn er þó talinn slark- fær stærri bílum. Grímsnesveg- urinn og vegir uppi i Biskups- tungum hafa vejýð, hyngir. .und- anfarið og farið versnandi, en verða nú ruddir. fíoltavörðuheiði er ófær nema snjóbílum og i gær voru farþeg- ar og póstur selfluttir yfir heið- ina á snjóbíl, þann hluta hennar sem ófær er venjulegum bílum. Fyrir norðan munu aðalvegirnir slarkfærir. Vegagerð rikisins aðstoðar bíla einu sinni í viku til að komast yfir Bröttubrekku, en yfir Kerl- Franska þingið Framhald af 12. síðu. kvæmd.þeirra verði frestað fyrst um sjnn. Ekki verði ákveðið, hyenær eða hvort þeir skuli koma til framkvæmda fyrr en Mendés-France sé búinn að ræða við forystumenn Sovétríkjanna og flytja þinginu skýrslu um þær viðræður, sérstaklega hvaða horfur séu á að takast megi að draga úr viðsjám í alþjóðamál- um. ingarskarð, til og frá Stykkis- hólmi, hafa bílar komizt með lítilsháttar aðstoð. Á Fróðárheiði hefur verið mjög erfiður kafli sem þurft hefur að draga bila yfir. Aðalfundur Bygg- ingarféL alþýðu Aðalfundur Byggingafélags al- þýðu var haldinn síðastliðið mánudagskvöld. Formaður félagsins, Guðmund- ur Ó. Guðmundsson, bifreiðar- stjóri gerði grein fyrir störfum stjórnarinnar og hag félagsins, sem stendur í blóma. Voru síðan lesnir upp reikningar félagsins og samþykktir eftir nokkrar um- ræður um þá og ýms hagsmuna- mál félagsmanna. Úr stjórninni átti að ganga að þessu sinni formaðurinn, Guðmundur Ó. Guðmundsson, og baðst hann undan endurkosningu. í stað hans var kosinn formaður Er- lendur Vilhjálmsson, deildar- stjóri, en auk hans eru í stjórn- inni Gunnlaugur Magnússon, bókari og Guðgeir Jónsson bók- bindari Athugosemd í sambandi viS jólafrí togarasiómanna 1 Forstjórinn í prentsmiðj- nnii' Hólar h.f. skrifar langa grei-i í Þjóðviljann 30. nóv. s. 1., þar sem hann gerir tilraun til að svara nokkrum að- finnsium á frágangi bóka í kjörbókaflokki Máls og menn- ingar. I grein minni í - Þjóð- viljr.num 7. nóv.nefndi ég nokkur atriði, sem ég taldi að betur færi á að hefðu verið unn'n á annan veg en gert var. Þetta taldi ég að væri hægt að gera „án þess að það hefði nokkurn aukakostn- að í för með sér.“ Og það tel ég e rn. Þó að það hefði kost- að urn krónu á bók að hafa kjöikraga á bókunum og hengja þær inn á „pósa“, þá er það enginn sérstakur kostnaður. Og þeir kaupend- ur sem vit hafa á bandi bóka, hefðu ekki talið þá krónu eftir. Að forstjórinn upplýsti ekki í grein sinni, hversu miklum viðbótarkostn- aði þetta hefði valdið, þótti mér miður. Hin atriðin, gæði saurblaða eða skjólblaða eins og H.G. nefnir þau, og það, að sáumað væri á „gfishu", hefðu engan aukakostnað haft í för með sér og mun ég víkja lítillega að því. H. G. ber á móti því að saurblaða- pappír sé fluttur inn. Slíkt má segja ófróðum, en ekki þeim sem til þekkja. En hafi Hólum h.f. verið synjað um innflutning á þessum pappír, «r það miður farið. Ef H. G. hefur engar bækur séð með góðum saurblaðapappír ný- lega, þá vildi ég vinsamleg- ast benda honum á saurblaða- pappírinn á bókum Islend- ingasagmaútgáfunnar, fyrir utan ýmsar aðrar bækur sem nýlega hafa komið á markað- inn. H. G. segir í sinni grein að a .m.k. tvær bókbandsvinnu- stofur hafi vélar sem saumi á „gisnu“, en þær anni því ekki að sauma fyrir aðrar vinnustofur. En það er engin afsökun útaf fyrir sig. Bók- bandsvélar hafa verið fluttar inn á undanförnum árum og reynandi hefði verið fyrir hann að sækja um slíka 3EKKI VEIT EG hvort Svipall samþykkir birtingu bréfs þessa, heilum þrem vikum á eftir áætlun, eða því sem næst. Eg ætla nú að birta það samt. Svipall skrifar: ★ „ÞAÐ VAR núna fyrir fáum dögum að ég kom að kvöldi dags til kunningja míns hér í bænum. Þegar ég var nýlega setztur skrúfaði hann frá út- varpstækinu. En það sem ég heyrði eða mér heyrðist, lét •eitthvað undarlega í eyrum. saumavél. Að ólímd ,,gisna“ sé jafngóð og sé hún saum- uð með, gæti forstjórinn bor- ið undir þá bókagerðármenn sem vit hafá á, og notað hafa báðar aðfei’ðir. Eg býst við því að það syar sem hann fengi yrði aðeins á einn yeg. Enda mun sú aðferð ekki notuð annarsstaðar en hér á landi, nema því aðeins að bókin hafi þá áður verið saumuð á „bendla“. Ef H. G. telur að 5—6 arka bók þurfi sömu meðferð og 15—20 arka bók þá lýsir það miklum ó- kunnugleika á bókbandsiðn- inni, en vonandi meinar hann það ekki, þó hann segi í sinni grein að styrkleiki bandsins sé nægur fyrir allar almenn- ar bækur. Frágangur bóka í Hólum er ekki verri en víðast hvar annarsstaðar, enda hef ég ekki haldið því fram. Hitt er rétt hjá H. G. að það var einmitt þetta bókamerki sem fylgir bókunum frá Hólum er kom mér til að skrifa nokkur orð um bækurnar. Eg bjóst við svari, en ekki að það yrði á þann veg, að forstjór- inn færi að væna mig um atvinnuróg. Sem bókakaup-’ anda varðar mig um frágang bóka cg um hann varðar all- an almenning, sem kaupir bækur til þess að lesa þær. Séu bækur aðeins til skrauts í bókahillum, þá er nóg að horfa á vel gylltan kjöl bók- arinnar. Það virðist líka vera sjónarmið ýmissa útgefenda að nóg sé að hafa bókina vel frágengna að ytra útliti, lit- ríkar hlífðarkápur og mikið skreyttan kjöl. Þetta sölu- sjónarmið má ekki ráða um of, og verða jafnframt sjón- armið bókbandsiðnrekenda. Hugmyndaflug forstjórans, varðandi það, af hvaða hvöt- um ég gagnrýni frágang kjör- bókaflokksins, tel ég ekki svaravert. Hann má velta vöngum yfir því mín vegna. iEf einhver framför á að eiga sér stað í bókagerð sem og öðrum iðngreinum, þá þarf að benda á það sem aflaga fer, og hvað betur mætti gera. Annars yrði um stöðnun að Það var eins og ég kannaðist við þessi hljóð frá eldri tímum. — Eitthvað svipað þessu heyrði ég, þegar margir krakkar komu saman í sveitinni og hlógu og flissuðu hvert framan í annað, að ekki neinu. Og létu þá oft eins og fábjánar. En slíku var nú varla hér til að dreifa, því að þá voru engir stálþræðir í tilverunni, til þess að taka á, hvorki þessi hljóð né önnur. Að líkindum komu þá svona hlátrar og hljóð frá Keflavíkurflugvelli, þar sem hin bandaríska menning rikir ræða'. Þetta hlýtur H. G. að skilja. Hann hefur sjálfur komið fram með ýmsar góðar ný- ungar í bókagerð og fengið lof fyrir. En það að segja að eitthvert verk sé óaðfinnan- legt, og ekki megi betur gera verður ætíð oflof. H. G. amast við því að ég notaði fagleg orð í grein minni, en til að útskýra hvað við er átt, þarf oft að nota fagleg orð, en ég notaði þau eins lítið og unnt var. Það má vel vera að forstjórinn hafi ekki skilið þau, en það er ekki mín sök. Það skiptir mestu máli að fá bækurnar þannig frágengnar, að þær haldi lögun sinni sem bækur, þó að búið sé að iesa þær einu sinni eða tvisvar, og það var ósk mín í áðurnefndri grein. Að Hóla h.f._ sé eina um að saka, hef ég ekki hald- ið fAmý Föhráðamenn Mál$ og menpingar. sem og aðrir útgefendur ráða oft miklu um gæði bands, hverju sinni. H. G. segist geta frætt mig á því að álímd „gisna“ orsaki það aldrei að bók losni upp úr bindi. Eg get á sama hátt frætt hann um hið gagnstæða, og mun ekki fremur en hann, rökstyðja það frekar. I lok greinar sinnar beinir H. G. þeirri frómu ósk til mín, að ég beini þekkingu minni til bókbandsstéttarinn- ar. Þess þarf þó ekki að mínu áliti. I bókbandsstéttinni eru margir mjög hæfir menn. Menn sem hafa oft sýnt það með handbragði sínu að þeir eru starfi sínu vaxnir, og geta leyst vandasömustu verk- efni, sé þeim aðeins falið að leysa þau af hendi. En þeir framkvæma einungis það sem um er beðið af bókbandsiðn- rekendum og útgefendum. Það er því ekki sök bókbindara þó að ekki sé vandað meira til bókbands en nú er gert. Almenningsálitið eitt getur knúið fram betri og vandaðri vinnubrögð. Framh. á 11. síöu í sínu almætti og allri sinni dýrð, því að ekki þótti mér líklegt, að útvarpað væri frá Kleppi. En til allrar hamingju sagði ég ekki neitt, bara hugsaði, því að þetta var þá sjálfur þátturinn: „Já eða nei“, sem ekki átti neitt skylt við Klepp eða Kefla- vík. Svona gat maður villzt á barb- arisma og nútímamenningu. Eg hef nefnilega heyrt að að þess- um þætti stæðu lærðir menn, gott ef þeir áttu ekki líka að vera menntaðir. Sumir sögðu stúdentar. Þá fór mér ekki að verða um sel. Eg hafði líklega hlaupið illi- lega á mig, en þetta heyrðist mér nú samt. Og enginn getur gert að því, þótt honum heyr- ist þetta eða hitt. Og verð ég þá líklega að end- ingu að biðja þá að biðja hina að biðja útvarpið velvirðingar á misheyrninni. — Svipall". í Þjóðviljanum í dag er frá því sagt að aldrei áður hafi verið jafnmargir togarar í heimahöfn um jóUn og voru nú um þessi jól. í Reykjavíkur- höfn voru 16 togarar inni, einn í slipp og einn aðkomutogari. í Hafnarfirði og á Akureyri lágu allir togarar þessara bæja inni um jólin. Annar Siglu- fjarðartogarinn, Elliði, var inni, hinn togarinn, Hafliði, er úti í Þýzkalandi til viðgerðar. Ekki getur blaðið um fleiri staði þar sem gerðir eru út togarar. í 17. gr. togarasamninganna frá 20. sept. 1954 stendur eftir- farandi: „Óheimilt er skipi að fara úr heimahöfn til veiða á tíma- bilinu frá og með þorláksmessu þar til kl. 2 e. h. á 2. jóladag“. Á fundum samninganefnda fulltrúa sjómanna og togaraeig- enda var allmikið rætt um þetta mál. Að síðustu varð fullt samkomulag um áðurnefnt orðalag. Þess má geta að full- trúar togaraeigenda lofuðu að stuðla að því sem hægt yrði að sem allra flest skipanna yrðu inni yfir jólin. Að sjálf- sögðu hafa togaraeigendur stað- ið við þetta ákvæði samning- anna og nokkrir þeirra munu hafa beitt sér fyrir því að skip- in gætu verið inni um jólin. Er það vel farið og ber að geta þess sem vel er gert. Þjóðviljinn getur þess að það hafi verið að tilhlutan okkar Tryggva Helgasonar að þetta nýja ákvæði fékkst í samning- ana. Eg hef ekki við höndina gögn um þetta atriði. Mig minn- ir þó að krafan um jólafrí sjó- manna kæmi frá Sjómannafé- lagi Akureyrar og frá Sjó- mannafélagi Hafnarfjarðar. Hitt get ég upplýst að allir fulltrúar iogarasjómanna í samninganefndinni tóku mjög vel undir þessa sjálfsögðu kröfu sjómannanna að fá að vera í landi yfir jólin og geta þar með átt þess kost að halda gleðileg jól með ástvinum sín- um í landi. Hitt er svo til umþenkingar fyrir togarasjómenn og aðra ís- lenzka sjómenn hvernig geti á því staðið að í landi, þar sem kristin trú er i hávegum höfð, og þar sem kristin kirkja hef- ur gert jólahátíðina að mestu hátíð ársins, með öllu því ytra og innra umstangi sem slíkri stórhátíð fylgir, skuli það hafa verið látið óumtalað af hendi klerka og kennimanna, að sú stétt manna sem óum- deilanlega vinnur nauðsynleg- ustu og hættulegustu störfin í okkar þjóðfélagi, hafi að mestu leyti verið útilokuð frá því að geta haldið heilög jól heima hjá sér og sínum um tugi ára. Vill nú ekki einhver umboðs- maður kirkju Krists á íslandi gefa mér og öðrum skýringar á þessu atviki? Þá væri ekki úr vegi fyrir starfandi sjómenn að rannsaka það frekar en gert hefur verið, hvernig á því hef- ur staðið að samtök þeirra skyldu ekki fyrir löngu vera búin að fá sett inn í samninga sjómannafélaganna ákvæði um þetta atriði, Eg vona að allir íslenzkir tog- arasjómenn svo og allir þeir sem vinna störf á hafi úti hafi átt gleðileg jól, ekki síður en við sem nú dveljum í landi. Staddur í Rvík 28. des. 1954. Gunnar Jóhannsson frá Siglufirði. ilnnað síðbúið bréí — Svipall heyrir kynleg hljóð — Hlátrar og sköll írá Kleppi eða Keflavík? — Villzt á barbarisma og nútíma menningu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.