Þjóðviljinn - 06.01.1955, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 06.01.1955, Qupperneq 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 6. janúar 1955 Q 1 dag er finimtudagurlnn 6. janúar. Þrettándinn — 6. dasfur ársins — Tungl næst jörðu; hæst á lofti; f hásuðri kl. 23:03 — Ár- degisháflæði kl. 3:16 — Síðdegis- háflæði klukkan 15:44. A gamlárskvöld opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Guðrún Jóna Sig- urjónsdóttir, Ný- * býlaveg 12 Kópa- Vogi, og Ásbjörn Guðmundsson Höfða Eynarhreppi Snæfellsnes- eýslu. Á nýársdag voru gefin saman í hjónaband af sr. Sigurði Kristjáns- syni á Isafirði Jónína Nielssen .hjúkrunarkona frá Seyðisfirði og Gunn’augur Guðmundsson, póst- afgreiðslumaður á Isafirði. Annan í nýári voru gefin saman í hjónaband af séra Inga Jóns- syni á Norðfirði Sigríður Mar- teinsdóttir símamær og Sverrir Gunnarsson skípasmiður Neskaup- 6tað. F L U G : Hekla, millilandaflugvél Loftieiða er væntanleg til Reykjavíkur kl. 19:00 í dag frá Hamborg; Kaup- mannahöfn og Stafangri. Flugvél- in fer kl. 21:00 til N.Y. Gullfaxi, millilandaflugvél Flugfé- Jags Islands, fer til Kaupmanna- hafnar á laugardagsmorguninn, kemur aftur á sunnudaginn. Innanlandsflug: 1 dag eru áætlað- ar ferðir til Akureyrar, Egils- staða, Fáskrúðsfjarðar, Kópa- ekers, Neskaupstaðar og Vest- mannaeyja. Á morgun eru ráð- gerðar flugferðir til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkju- bæjarklausturs og Vestmanna- eyja. Minningarspjöld Krabbameins- félags tslands fást hjá öllum póstafgreiðslum landsins, í öllum lyfjabúðum í Reykjavík og Hafnarfirði (nema Laugavegs- og Reykjavíkurapó- tekí), verzlununum Remedíu og að Háteigsvegi 52, Elliheimilinu Grund og á skrifstofu krabba*- meinsfélaganna Blóðbankanum Barónsstíg, sími 6947. Rvöld- og næturlæknir er í læknavarðstofunni í Austur- bæjarskólanum frá kl. 18-8 i fyrra málið. — Simi 5030. Nætuivörður er í læknavarðstofunni Austur- bæjarskólanum, simi 5030. Næturvarzla er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 7911. LYFJABÚÐIR Holts Apótek | Kvöldvarzla til Apótek Austur- | kl. 8 alla daga bæjar | nema laugar- daga til kl. 6. Eiður vill eftir svoddan koma Eg fátækur Jón Gíslason sendi yður, Jakob minn Pét- ursson, mitt svar og sókn á máli míns allra náðugasta herra og kóngs, svo þér megið hér um alvarlega þenkja með trúlyndra manna ráði, því þó ég sé forlitinn af mönnum hér út í, þá er minn guð og minn ástsamlegi kóngur mitt upphaf í Jesú Kristi nafni eilíflega. í annan máta, Jakob minn, væri ráðvendni að spyrja um upphaf alls, Orms frænda míns sáluga arfs og um þá peningavirðing í fasteign og lausafé, svo engu hefði verið leynt áður virt var, því eiður vili eftir syoddan koma, ef að er þrengt við þá, sem svo liafa ólöglega að sér tekið án dóms og laga svo mikið vandamál og setja enga vörzlu fyrir. En lögmálið skipar fullar vörzlur þar til erfingi kemur eður sá, sem þess arfs meðtökumaður á að vera eftir lögum. En ég held nú minn lierra Kristján, kóng elskulegrar minningar, og mig, Jón Gíslason, hans þræl, fullkomlega og löglega erfingja dæmda eftir þeim II alþingisdómum, sem nú hjá yður eru og fyrir þeim augljósir standa um fyrrgreint erfðamál, Hver, hann hefur eður heldur ranglega, held ég slíku sekan, sem lögin votta, bæði fyrir kóngi og karli. (Alþingisbækur, Anno Í621). „Ég sá dýrð hans64 sýnd í síðasta sinn Hin trúarlega kvikmynd , Ég sá dýrð hans ‘‘ sem séra L. Murdoch frá Skotlandi hefur sýnt í Stjörnu bíói á sunnudögum í vetur og jafnan fyrir fullu húsi, mun verða sýnd í síðasta sinn í Stjörnu bíói sunnudaginn 9. janúar klukk- an 14:30 1 sambandi við sýningu þessa mun séra L. Murdoch flytja erindi, sem hann nefnir: Vonarrík framtíð. Guðmundur Jónsson óperusöngvari syngur nokkur einsöngslög. Leigutími kvikmynd- arinnar er útrunninn um miðjan mánuðinn, og er þetba iþvi siðasta tækifæri til að sjá hana. GJAFIR TIL KÓPAVOGS- SAFNAÐAR. „Enn hafa Kópavogssöfnuði bor- iz( höfðinglegar gjafir. Rétt fyrir hátíðarnar var að þvi vikið á safnaðarfundi, að nauðsyn bæri til að kaupa nýtt orgel til afnota við guðsþjónustur safnað- arins. Nú hafa þrír menn þegar lagt fram sínar eitt þúsund krón- urnar hver í þessu skyni, þeir Egill Bjarnason bóksali, Guð- mundur Matthíasson tónlistar- kennari og Sigurfinnur Hallvarðs- son múrari. Á gamlársdag afhenti maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, mér fimm þúsund krónur, sem gjöf sína til vænt- anlegrar Kópavogskirkju. Vildi hann með því votta þakklæti sitt til Guðs fyrir veittar velgerðir á liðnu ári. Fyrir hönd Kópavogssafnaðar þakka ég allar þessar rausnar- legu gjafir og óska gefendum blessunar á komandi tímum. — Gunnar Árnason.“ Kvöldskóli alþýðu Skólinn tekur aftur til starfa mánudaginn 10. janúar. Föstudaginn 17. janúar hefst nýr flokkur í upplestri, og verður kennari Karl Guðmundsson leik- ari. Skráning í þennan flokk fer fram n.k. föstudag kl. 8:30-10 síðdegis, í húsakynnum skólans Þingholtsstræti 27. Á sama tíma er einnig tækifæri til að innritast í aðrar greinar sem kenndar eru í skólanum. Minning fræðaþuls Útvarpið minnist í kvöld Sigfús- ar Sigfússonar þjóðsagnasafnara. Flytur Ríkarður Jónsson erindi um þulinn, en þeir munu hafa þekkzt, enda upprunnir úr sama landsfjórðungi; og siðan verður lesið eitthvað upp úr hinu mikia ritsafni höfundarins. Kom eitt bindi þess út í haust, og mun nú útgáfunni langt komið; en áður voru komin mörg bindi. Veturinn er tími þjóðsögunnar, og er vel til fallið að minnast björgunar- manns svo margra þeirna á miðj- um Ýli. Islenzkur söngur í hollenzkt útvarp Karlakórinn Fóstbræður syngur í hollenzku útvarpsstöðina í Hilver- sum í dag. Stendur söngurinn kl. 18:15—18:50 eftir íslenzkum tíma. Bylgjulengd útvarpsstöðvarinnar er 402 metrar. — Söngur kórsins var tekinn á segulband í söngför hans til meginlandsins í sept. síðastliðnum. Söngstjóri er Jón Þórarinsson. 1 klrkjubygglngarsjóð í Höfn í Hornafirði til minningar um séra Eirík Helgason og frú Sigrúnu Þorsteinsdóttur, kr. 100. 8:00 Morgunútvarp —- 9:10 Veðurfr. 00-13:15 Hádeg- isútvarp. 15:30 Mið degisútvarp. 16:30 Veðurfr. — 18:25 Veðurfr. 18:30 Barnatími (Þor- steinn Ö. Stephensen): Jólaævin- týri eftir Charles Dickens; síðari hluti (Karl Guðmundsson leikari les). — Tónleikar ofl. 19:30 Tón- leikar: Álfalög (pl). 20:20 Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritari: a) Er- indi (Ríkarður Jónsson mynd- höggvari). b) Upplestur úr safni Sigfúsar. 20:55 Kórsöngur: Karla * ikórinn Fóstbræður syngur. Söng- stjóri: Jón Þórarinsson. Ein- songvari: Kristinn Hallsson. Carl Billich píanó’eikari aðstoðar. — (Hljóðritað á samsöng i Austur- bæjarbíói 7. okt. sl.) a) Þrjú ís- lenzk þjóðlög: Ár vas alda í raddsetningu Þórarins Jónsson- ar, Blástjarna í raddsetn. Em- ils Thoroddsen og Ólafarkvæði, raddsett af Sveinbirni Svein- björnssyni og Jóni Þórarinssyni. b) Eg gekk um runn og rjóður, enskt þjóðlag. c) Vom Hautregi- ment eftir Paul Hindemith. d) Hermannakór úr óperunni Faust eftir Gounod. e) Doctor Foster eftir Herbert Huges. f) Tvö sænsk þjóðlög: Á jánta ja og Hæ, tröllum á meðan við tórum. g) Landkjending eftir Grieg. h) Per svineherde, sænskt þjóðlag. i) Fimm lög eftir Árna Thor- stéihsson'/'raddsett af Jóni Þór- arinssyni: Þar sem háir hólar, Þess bera menn sár, Dalvísa, Er sólin hnígur og Áfram. j) Brennið þið vitar eftir Pál Is- ólfsson. k) Sefur sól hjá ægi eft- ir Sigfús Einarsson. 22:00 Frétt- ir og veðurfregnir. 22:05 Dans- lög, þ.á.m. leikur danshljómsveit Björns R. Einarssoniar. Dag- skrárlok kl. 24:00. Jólagjafir tll blindra Meðal jólagjafa til blindra voru eftirfarandi: — G.A.S. 100.00 Dúlla 25.00. Ónefnd 100.00. kr. SJ'. 100. 00. kr. M.S.M. 100 kr. ÁG. 25 kr. Pettý 500 kr. Gömul kona 100 kr. Regg G. 50 kr. Á.G. 50 kr. S.Á. 50 kr. G.l.E. 100 kr. H.H. 50 kr. X. og S. 50 kr. Frú Áslaug Benediktsson 1000 kr. Guðrún Daníelsdóttir 100 kr. R.H. 50 kr. Ingibjörg Sigurðardóttir 50 kr. Starfsfólk skrifstofu bæjarverk- fræðings 370 kr. G.O. 25 kr. Tveir drengir 100 kr. S. 30 kr. N.N. 50 kr. Einar 50 kr. Ónefnd kona 600 kr. Sent í bréfi 25 kr. Sent í bréfi 100 kr. V.E. 50 krónur. Rvík 23.12. 1954. Kærar þakkir. Blindravinafélag Islands Þorsteinn Bjarnason. Stundaskrá Mánudagur: Kl. 20:30—21:15 Þýzka Kl. 21:20—22:05 Islandssaga Þriðjudagur: Kl. 20:30—21:15 Félagsmál Miðvikudagur: Kl. 20:30—21:15 Verkalýðsfélög og stjórnmál íslenzku verkalýðshreyfing- arinnar. Kl. 21:20—22:05 Marxisminn og saga alþjóðlegu verkalýðshreyf- ingarinnar. Fimmtudagur: Kl. 20:30—21:15 Enska. Kl. 21:20—22:05 Teikning og lita- meðferð - föndur. Föstudagur: Kl. 17:00—19:00 Leiklist og upp- lestur. Kl. 20:30—21:15 Þýzka. Kl. 21:20—22:05 Upplestur. Kennsla fer fram í Þingholtsstrætl 27 (2. hæðb luAii'- k. •Trá hóíninni Skipaútgerð ríklsins: Hekla er væntanleg til Rvikur árdegis í dag. Esja var á Akur- eyri í gær. Herðubreið er í R- vdk fer þaðan í kvöld austur um land til Bakkafjarðar. Skjaldbreið var á fsafirði í gær á norðurleið. Þyrill er í IRvík. Sambandsskip Hvassafell fer frá Stettin í dag álejðis til Árósa. Arnarfell er í Vestmannaeyjum. Jökulfell er á Akranesi. Disarfell fór frá Ham- borg 4. þm. áleiðis til Reykja- víkur. Litlafell er í Rvík. Helga- fell er í Rvík. Elin S væntanlegt til Hornafjarðar á morgun. EIMSKIP: Brúarfoss kom til Rvíkur i fyrra- dag frá Hull. Deittifoss fór frá Gautaborg 3. þm. áleiðis til Vent- spils og Kotka. Fjallfoss fór frá Hafnarfirði í gær til Keflavikur og þaðan til Rvíkur. Goðafoss fór frá Keflavik í gær til Akraness og Rvíkur. Gullfoss fer frá K- höfn á laugardaginn áleiðis til Leith og iRvíkur. Lagarfoss fór frá Rotterdam í fyrradag áleið- is til Rvíkur. Reykjafoss fór i gær frá Rotterdam áieiðis til Hamborgar. Selfoss fór frá Köb- manskær í fyrradag áleiðis til Falkenberg og Khafnar. Trölla- foss kom til Nýju Jórvíkur 2 þm. frá Rvik. Tungufoss fór frá R- vík 27. des. í fyrra áleiðis til Nýju Jórvíkur. Katla fór frá Hafnarfirði i gærkvöld til Bíldu-* d'als, Súgandafjarðar og Isafjarð- ar og heldur þaðan til Lundúna og Póllands. Bæjartogaramlr Hallveig Fróðadóttir er í Rvikur- höfn. Pétur H-alldórsson fór á veiðar í fyrrinótt. Skúli Magnús- son fór á veiðar i gærdag. Aðrir togarar Bæjarútgerðarinnar eru á veiðum, nema Jón Baldvinsson er á leið til Þýzkalands með afla. Aðrlr togarar Askur er i slipp i Reykjavik. Xs- ólfur, Goðanesið og Vilborg Her- jólfsdóttir liggja í höfninni; sá síðasttaldi mun fara til hafnar í Norðurlandi innan skamms. Krossgáta nr. 546. Næsta mynd, sem sýnd verður í Tjarnarbíói, er gerð eftir bókinni Brimaldan stríða, sem út kom á íslenzku fyrir jólin. Eins og kunnugt er fjallar bókin um þann þátt heimstyrjaU- arinnar sem fram fór á Atlantshafinu — og það var enginn aukaþáttur. Myndin er ensk, eins og bókin; og sýnir myndin hér að ofan Jack Hawkins í aðalhlutverkinu: hlutverki Eric- sons skipstjóra. Lárétt: 1 hleður upp 7 sérhlj. 8 aðeins þessa 9 sprengiefni 11 þrír eins 12 píla 14 keyr 15 er í vafa 17 fæði 18 rúmföt 20 mærin. Lóðrétt: 1 hálfur hestur 2 málm- ur 3 tenging 4 mjúk 5 kvennafn 6’ gælunafn 10 dvöl 13 óreiðuflakk 15 fylgt eftir 16 blaut 17 dúr 19 skst. Lausn á nr. 545. Lárétt: 1 Dagur 4 tó 5 er 7 ra.k 9 sía 10 eff 11 fór 13 ar 15 EA 16 ókunn. Lóðrétt: 1 dó 2 góa 3 RE 4 tuska 6 refsa 7 raf 8 ker 12 ólu 14 ró 15 en. Mogens Hedcgárd skemmtir næstu kvöld að Röðli með leik á píanó og rafmagns- píanó. Otbreiðið Þjóðviljann

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.