Þjóðviljinn - 06.01.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.01.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 6. janúar 1955 ’■ „Við gröf þina hrynja engin hefðbundin tár, þru hæfa ekki minningu þinni. Þvííi’. þess er öreigans útlegð of sár ■að athvarf hjá sorginni hún finni. Þó brostinn sé stálharði strengurinn þinn slcai stil'a á framtíðarhaginn, c-s kveðja þig féiagi í síðasta sinn með söng og með þökk fyrir daginn." Jóhannes úr Kötlum. ÞAÐ var 27. nóv. 1869, er Jó- hanna Guðmundsdóttir fædd- ist að Kirkjubóli, Auðkúluhreppi í - Vestur-lsafjarðarsýslu. — Hún ólst upp í foreldrahúsum, hjá þeim Guðmundi bónda Jónas- syni og konu hans Ó’.ínu Guð- jnundsdóttur. Hjá þeim dv.aldist hún að undanskildum tveimur árum er hún var vinnukona hjá bónda í sömu sveit. til þess t:ma er hún giftist eftirlifandi manni sinum. Gúðmundi Jóhannessyni, hinn 21. september árið 1900. Þegar eftir giftinguna hófu þau búskap að Borg i sömu sveit. Þar fæddust þeim tveir synir, Aðalsteinn, fæddur 17. júní árið 1900, og Pétur, fæddur 1. janúar 1903. Vorið 1903 fluttu Jóhanna og Guðmundur með hina ungu syni sina að Tjaldanesi í sömu sveit og hófu búskap þar. Að Tjalda- nesi eignuðust þau hjónin tvær dætur, Margréti, fædda 31. maí 1904, og Guðmundu, fædda 6. jú’i 1909. Á Tjaldanesi bjuggu Jóhanna og Guðmundur 18 ár. Árið 1919 urðu þau fyrir þeirri þungbæru sorg að missa e’.dri dóttur sina, Margréti, þá á fimmtánda ári, elsku'egt barn, ovenjulegt að gáfum og mann- dómi, hún andaðist 3. marz. 1 fardögum 1921 fluttist fjöi- skyldan til Bildudals; þar bjuggu þau til sumarsins 1923 er þau fiuttust alfarin ti! Reykjavíkur, en synirnir og dóttirin voru far- in þangað áður til atvinnu. Þegar til Reykjavíkur kom reisti Guðmundur, sem allltaf hefur verið afbuiða atorkumað- ur, fjölskyldu sinni hús að Þver- vegi 12 við Skerjafjörð. Samein- aðist nú fjölskyidan á ný, en um þessar mundir voru synir Jóhönnu og Guðmundar að mestu leyti til sjós á togurum. Skömmu eftir komuna til Reykjavíkur giftist yngri sonur Jóhönnu og Guðmundar. Pétur, Jónu Magnúsdóttur frá Heylæk í Fljótshlíð. Stofnuðu þau heim- ili sitt í húsi foreldra Péturs, og hafa búið þar ávallt siðan; eignuðust þau tvo sonu, Gunnar og Magnús. Árið 1930 var skarð höggvið að nýju í ástvinahópinn. Guð- munda, þá 21 árs gömul, mynd- arstúlka. veiktist af berklum og andaðist eftir skamma legu hinn 21. september. Að Þvervegi 12 hafa Jóhanna og Guðmundur búið síðan með sonum sínum, tengdadóttur og tveim sonarsonum, til 3. í jólum^ sl. er Jóhanna andaðist, eftir mikia vanheilsu og langa og •barátturíka æfi. Jóhanna Guðmundsdóttir átti við þráláta vanheilsu að stríða þegar i æsku. Segja má að hún ■hafi stöðugt liðið líkamlegar þjáningar seinustu 20-30 ár ævi sinnar. og því meiri eftir því, sem a'dur færðist yfir hana. En þrátt fyrir þjánirigar, háan ald- ur og missir hjartfólginna dætra sinna, fékk ekkert hugað hug- rekki hennar og viljaþrek. Hún annaðist af veikum mætti, en takmarkalausri fórnfýsi, heim- ilishald fyrír mann sinn og son, Aðalstein, allt fram að Þorláks- messu sl. eða þanga.ð til fjórum dögum fyrir andlátið, naut hún við það hjálpfúsrar og um- hyggjusamrar tengdadóttur. Ævi Jóhönnu Guðmundsdótt- ur er um margt merkileg saga, jsaga hennar er saga íslenzkra alþýðukvenna sem fæddar hafa verið í sárustu fátækt á síðari bluta nitjánu a'.dar. Lífsbarátta þeirra var háð af fádæma dugn- aði og takmarkalausri fómfýsi, Jífsbarátta sem háð var gegn Xtulda, hungri, klæðleysi, ömur- Jóhaima Guðmundsdóttir Fædd 27. legum húsakynnum, missi ást- vina fyrir aldur fram, hvers kyns fáfræði og va.nkunnáttu. Foreldrar Jóhönnu voru blá- fátækir. Fékk hún því snemma. að reyna þann bölvald, sem fátækt- in er. Fyrstu ár búskaparins áttu Jóhanna og Guðmundur við sára fátækt að búa, en það fór að rofa til hjá þeim og sveit- ungum þeirra, þegar hinn fram- sýni samvinnumaður, séra Böðv- ar heitinn Bjarnason á Rafns- eyri stofnaði meðal sveitunga sinna fyrsta samvinnufélag þar um slóðir, nokkrum árum eftir síðustu aldamót. Urðu það merk tímamót í sögu sveitarinnar hvað afkomu snerti, fepgu menn þá að stórum mun meira fyrir erfiði sitt, og mik'.u ódýrari að- keyptar lífsnauðsynjar. Á þeim tímum þótti það góð afkoma hjá öljum þorra alþýðufólks, að þurfa ekki að vera svangur. Höfuðviðfangsefni voru þv.i að bægja frá dyrum hinum gamla vágesti: hungrinu. Guðmundur, bóndi Jóhör.nu, stundaði oftast sjómennsku að vorinu. en hún annaðist búið með börnum sínum ungum, auk þess fór hún sjáif á sjó að vor- inu með hrognkelsanet og ann- aðist þau, allir færir möguleikar vbru nýttir til a,5 bjarga sér með. Með framúrskarandi elju og dugnaði lókst þeim að sjá heimili sínu borgið og ala upp börn sin, sjá þau verða að dug- andi og góðum mönnum er allir virtu sem þeim kynntust. Snemma á æskuárum Jóhönnu bar á því a.ð hún var óvenju- legum gáfum gædd. Fróðleiks- þorsti hennar var óslökkvandi. Sjálf sagði hún mér frá því að þegar hún var kornung teipa varð hún að stelast til að líta í bækur og lesa sem var hennar mesta yndi, og fékk að jafnaði harðar ávitur fyrir tiltæki sín í þá átt, þegar um sök hennar spurðist. Hún var snemma vel hagmælt en lét alla ævi lítið yf- ir þeim hæfileikum sínum, og sjaldan mun hún hafa haft yfir visu, sem hún orti, oftar en einu sinni. því engin hugsun var henni fjær en sú, að ofmetnast af því, er henni var til lista lagt. Enga alþýðukonu af henn- ■ar kynslóð hef ég vitað hafa á elliárum slíkt minni sem hún, þrátt fyrir vanheilsu, og geta hvenær sem var í samtali, vitnað í gömul fræði og sögur, sem Jóhanna gerði. Það var sem kynni hún utanbókar Eddur og Islendingasögur. Aldr- ei heimsótti ég hana svo las- burða að við samtal um hugðar- nóv. 1869. — Dáin 27. mál hennar, og þau átti hún mörg, lifði hún sig ekki inn í atburði og viðfangsefni umræð- unnar svo einhuga að það var sem þjáningar hennar hyrfu. svo heilshugar var hún í öliu er hún tók sér fyrir hendur. Það má fullyrða að engin mannleg vandamál taldi hún sér óviðkom- andi, aila atburði nær og fjær á líðandi stund lét hún sig skipta og gerði sér glögga grein orsaka og afleiðinga. Þeir er áttu við þjáningar að stríða, skort og óréttlæti, hvar sem var, áttu samúð hennar óskipta, ihélt hún djörf málstað þeirra fram af óhagganlegri festu og þekkingu. Þegar sjón hennar tók að daprast og hún gat sjálf ekki lesið og fylgzt á þann hátt með atburðum dagsins urðu son- arsynir hennar, sem hún unni mjög, til þess að lesa fyrir hana og bæta henni sjónleysið. Jóhanna var kona með af- brigðum trygglynd; mér þykir það óliklegt að hún hafi nokkru sinni valið sér vin sem ekki svaraði til mats hennar á hlut- aðeigandi, við nánari og lengri viðkynningu, því mannþekkjari var hún svo ekki skeikaði. Hún var skarpskyggn og dómgreind hennar brást ekki. Nutu sam- ferðamenn hennar á lifsleiðinni þess, er hún bar sáttarorð á milli fólks. bæði í einkamáium þess og er hún lagði lið sitt fram til útrýmingar þess er van- sæmandi má telja. Eins og meginþorra íslenzkra alþýðukvenna var aðallifsstarf Jóhönnu Guðmundsdóttur helg- að heimili hennar, eiginmanni, börnum, tengdadóttur og sonar- sonum, sem hún bar hljóð’áta önn fyrir, af takmarkalausri umhyggju og fórnfýsi, enda sá- ust þess glögg merki á heimili hennar að þar fór vitur kona, með hjartað á réttum stað. Sem dæmi um áhrif Jóhönnu á upp- eldi barna sinna, vil ég nefna eitt a.tvik: Að gefnu tilefni sagði eitt barna hennar við mig: „Ég man ekki til þess að við syst- kinin höfum nokkru sinni orðið ósátt, hvort heldur er að leik eða starfi". Orðaval Jóhönnu var byggt á velvild, skynsemi og þekkingu, hún uppskar líka í rikum mæli ást og virðingu ást- vina sinna, henni gat enginn kynnzt án þess að verða toetri maður en elia. Jóhanna Guðmundsdóttir var minnisverðasta kona sinnar kyn- slóðar, er ég nokkru sinni hef kynnzt. Ég átti því láni að fagna að þekkja hana og fjöl- . 1954 skyldu hennar tæpan aldarfjórð- ung. Samfara frábærum gáfum átti Jóhanna i fari sínu slíkan fjársjóð dýrmætra kosta og göfugra dyggða er hvern sannan ma.nn og konu má prýða. Hún lauk lífsstarfi sinu í óbifan’egri trú á fegurri og réttlátari heim um framtíð alla. Sannfærð um endurfundi hjartfólginna ást- vina. Allt þetta mótaði líf hennar og starf, og hún naut þeirrar sönnu gleði að vera elskuð og virt af ástvinum og öllu góðu fólki er henni kynntist. Slíkrar konu er gott að minnast. Við andlát Jóhönnu Guð- mundsdóttur kveðja hana og •þakka henni örugga leiðsögn i önn dagsins áttræður eiginmað- ur, tveir synir, tengdadóttir, tveir sonarsynir, fjögur systkini hinnar látnu og fjöldi kærra vina. Blessuð veri minning henn- ar. Sigurviu Össurarson. ★ Frú Jóhanna Guðmundsdóttir lézt að heimili sínu, Svalvangi við Skerjafjörð, 27. des. sl. fullra 85 ára gömul. Banameinið hjarta- bilun. Hún var orðin mjög farin að hei’su hafði þó fótavist og hugsaði um mann sinn og son fram að banadægri. Sálarkröftum hélt hún óskertum fram á síð- ustu stund. Jóhanna fæddist 27. nóvemtoer 1869 að Kirkjubóli í Auðkúlu- hreppi, Vestur-lsafjarðarsýslu, og ólst upp hjá foreldrum sinum. Guðmundi bónda Jónassyni og konu hans Ólínu Guðmundsdótt- ur. 31 árs giftist hún Guðmundi Jóhannessyni. Hófu þau búskap sama ár að Borg í Auðkúlu- hreppi. Þar fæddust synir þeirra, Aðalsteinn, deildarstjóri í Kron í Skerjafirði, og Pétur, fisksali sér í bæ. Tvær dætur eignuðust þau, Margréti, er dó 14 ára gömul, mesta efnisbarn, og Guð- mundu, er lézt hér í Reykjavik 21 árs 1930, gáfuð stúlka og músikölsk. Mjög tregaði Jóhanna dætur sínar. En henni fór sem Step- hani G. er hann minntist Gests sonar síns í ynhislegum eftir- mælum: ,,Eg bý að auð frá samvist okkar góði“. Og það nægði Stephani. En Jóhanna trúði á endurfundi, og þá mundi verða mikill fögnuður, er þær tækju á móti henni fyrir hand- an hafið. Eftir að hafa búið í 21 ár í sveit, fluttust þau til Bildudals og dvöldu þar til 1928 að þau Um slæmt fyrirkomulag jólaballa — Of seint byrjað — Fleiri barnalög, færri dægurlög — Erfitt fyrir barnafólk að komast í leikhús. MÓÐIR SKRIFAR: „Kæri Bæj- arpóstur. Ég get nú ekki stillt mig um að hripa nokkrar línur, þótt ég sé dauðuppgef- in, nýkomin heim með þrjú börn af jólaballi. Hvenær ætli fyrirkomulag þeirra breytist? Góði, komdu því á framfæri að alltof seint sé að byrja kl. 4 — lielzt kl. 2. Þá eru börnin ennþá ó- þreytt og biðin heima ekki eins löng. Og þá er nóg að yera til kl. 6—7 og hátta- tíminn raskast ekki. Og hljómsveitin — börn geta ekki sungið „Göngum við í kringum“ o.fl. með ofsahraða — það er engu líkara en hljómsveitin fái borgað fyrir hvert lag — nei, taktfastará og hægara. 3ja-4ra ára börn eru nýbúin að átta sig á hvaða lag er verið að spila — þá er allt búið. Og minna af dægurlögum — meira af þekktum bamalögum. Þetta eru 5. jólin sem ég fer með mín böm á jólaböll og ég hef alltaf ætlað að finna að þessu og einu emi; Látið jólasvein- inn koma fyrr og vera leng- ur með bömunum, en ekki einhvers staðar uppstilltan. Og annað — fyrst ég er byrj- uð — þá langar mig svo að vita af hverju allar leiksýn- ingar byrja kl. 8. Þær eru oft úti um kl. 11 og jafnvel fyrr, svo að þar er ekki sýni- leg ástæða. En hvað þá? Ég hef talað um þetta við marga jafnaldra mína — ungt bama- fólk — og alls staðar sama sagan — mjög erfitt að fá bamagæzlu á þessum tíma, bömin varla eða ekki sofnuð og enginn tími til að búa sig. Afleiðing er sú að maður kýs heldur að verða af sýningum en að leggja þetta á sig og fluttust þaðan til Reykjavikur og byggðu sér timburhús, eina hæð og port með kvistum mót suðri og norðri, og nefndu Sval- vang. Bjuggu gömlu hjónin með Aða-lsteini á loftinu en Pétur með konu sinni og tveimur son- um, sem nú eru fulltíða, á neðri hæðinni. Leitun mun vera á slíkum heimilisbrag sem þar ríkti inn- an veggja. Allir vildu sitj.a og standa. eins og Jóhanna vildi, svo mikils var hún virt og elsk- uð. Milli bræðranna var mjög kært. Köl'uðu þeir ætíð hvor annan bróður i ávarpi og um- tali en ekki skirnarnafni. Ég hefi a’drei kynnzt 'betra og grandva-rara fólki. Jóhanna var linigin að aldri, þegar fundum okkar bar sam- an, og bar það til að við Að- alsteinn kynntumst allnáið; tók- um að okkur að grafa fyrir húsi og steypa upp kjallara, lásum þjóðfélagsfræði -með leiðsögn Einars Olgeirssonar, vorum með að stofnun Pöntunarfélags verka manna og vorum i stjórn þess. Þessi kynni okkar öfluðu mér vináttu Jóhönnu sem hélzt með- an hún lifði, því tryggð hénnar og vinfesti var frábær. Oft ræddi ég við hana, bæði af eigin hvöt og fyrir tilmæli bónda hennar og sona. Var gam- an að eiga við hana orðræður um hetjur Islendingasagna, karla og konur. Skilningur hennar var svo skarpur og dómgreindin glögg. Henni fannst meira um Einar Þveræing en Guðmund ríka; Einar djúpvitrari og þjóð- hollari; hló a.ð viðskiptum Guð- mundar og Ófeigs úr Skörðum; harmaði giftuleysi Grettis og Harðar Grímkelssonar, áttu þó báðir bölvabætur, Grettir Iilugæ og Hörður Helgu, konu sína; fannst mikið til um íþróttir Gunn- ars og annarra afreksmanna, en -taldt'3'f rásagnir um þær mjög ýktar; fannst mikið til um vits- muni og skörungsskap Guðrún- ar; fann Hallgerði málsbætur; dáðist að Bergþóru og Auði, en gerði sér þó fulla grein galla. þeirra. En mannkosti Siðu-Halls setti hún ofar öllu. er hann bauð að Ljótur sonur hans félli ógildur ef sættir tækjust er þingheimur barðist eftir Njáls- brennu; og Vigdísar, konu Viga- Glúms, er hún kvaddi konur til fylgdar sér að kanna valinn og binda um sár þeirra er lífvænir væru, hvort heldur væru úr ■flokki vina eða óvina. Þjóðsögur Jóns Árnasonar voru henni vel kunnar, og af rímum, gátum og þu’um kunni hún ó- grynni; taldi hún að þær hefðu verið þjóðinni „langra kvelda jólaeldur" þegar fólkið sat í myrkrinu til þess að spara Ijós- metið, þó misjafnar væru að gæðum. Lítt ræddum við trúmál. Hún bar ekki trú sína á torg. En engin var hún kreddukona; hafði meiri samúð með toll- heimtumanninum en faríseanum, var minnug þeirra orða Krists: „Ekki munu allir, sem við mig Framhald á 10. síðu. , aðra. Er ekki hugsanlegt að , breyta þessu. — Móðir“. i ★ jÞANNIG hljóðar bréf móður og ég býst við að margir séu , henni sammála um bæði at- riðin. Einkum hafa margir kvartað yfir leiksýningartím- J anum. Það er eftirtakanlegt | hve margir eru of seinir í j leikhús, koma á handahlaup- ! um þjótandi á síðustu mín- j útunni, rjóðir og úfnir, móðir , og másandi, og svo er sýn- 1 ingu ef til vill lokið klukkan 1 hálfellefu og maður stendur ! uppi prúðbúinn og hreint ekk- í ert heimfús. Það væri strax ( betra ef sýningar hæfust kl. j 8.30, ég tala nú ekki um kl. 9. I Þá væru afsakanir fyrir ó- Istundvísi úr sögunni og mað- ur væri reiðubúinn að fara í háttinn að sýningu lokinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.