Þjóðviljinn - 06.01.1955, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 6. janúar 1955
tUÓOVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Préttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — X>ausasö!uverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
V______________________________________________________✓
i' Einkenniiegur harmagrátur
Morgunblaðið og Alþýðublaðið hafa síðustu daga birt
hverja geðofsagreinina á fætur annarri út af starfs-
nmnnaskiptunum hjá Alþýðusambandi íslands. Á hvor-
ugt blaðið nægilega litrík og sterk orð til að fordæma þá
starfshætti núverandi Alþýðusambandsstjórnar að biðja
ekki Jón Sigurðsson og Sigurjón „járnsmið" að gegna
störfum áfram eftir að sambandsstjórn vinstri manna í
verkalýðshreyfingunni tók við forustu Alþýðusa|mbands-
ins af afturhaldsstjórn íhaldsins og hægrikratanna.
Afstaða Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins í þessu efni
hlýtur aö vekja nokkra furðu en þó fyrst og fremst góð-
'látlega gamansemi meðal þess fólks sem starfar í verka-
lýðsfélögunum. Píslarvottar Morgunblaðsins og Alþýðu-
blrðsins voru ráðnir til Alþýðusambandsins við valdatöku
afturhaldsins í sambandinu 1948 og þáverandi starfs-
mpnnum sagt upp. Ekkert er í sjálfu sér eðlilegra. en að
sambandsstjórn á hverjum tíma vilji ráða starfsmanna-
vali sambandsins og tryggja sem bezt samstarf milli sam-
bandsforustu og starfsmannaliðs. Þessarar skoðunar
Teyndist þrífylkingin 1948, eins og stal’fsmannaskiptin
'sý-ndu og þá ekki síður hitt, að hún setti það ákvæði inn
í ráðningarkjörin að starfstíminn rynni út sjálfkrafa um
áramót að afstöðnu sambándsþingi.
Gaspur Morgunblaösins um að Alþýðusambandsstjórn
brjóti þær venjur verkalýðshreyfingarinnar að krefjast
u rpsagnarfrest með því að láta Sigurjón Jónsson, hinn
opinbera fulltrúa' atvinnurekendaflokksins í starfs-
mannahópi fyrrverandi sambandsstjórnar, hverfa frá
störfum nú um áramót án sérstaks uppsagnartíma, hittir
því enga aðra en skjólstæðinga Morgunblaðsins sjálfs.
Þ:ið var sú sambandsstjórn sem Morgunblaðið og Sjálf-
stæöisflokkurinn studdu til valda í Alþýðusambandi ís-
lands sem ákvað þessi ráðningarkjör og taldi þau sjálf-
sogð. Morgunblaðið hefur því ekki við aðra að sakast í
þessu efni en eigin samherja.
Klíka hægrikratanna og Sjálfstæðisflokkurinn hafa að
sjálfsögðu sínar ástæður til þess harmagráts og þeirra
heitinga sem fylla dálka Alþýðublaðsins og Morgunblaðs-
ins út af starfsmannaskiptunum hjá Alþýðusambandi ís-
la)ids. Afturhaldsfylkingin alræmda hafði valið starfslið
sem var í samræmi við stefnu hennar og óskir um starfs-
hætti Alþýðusambandsins. Hlutverk Jóns Sigurðssonar
og Sigurjóns Jónssonar var að þjóna hagsmunum Stefáns
Jóhanns-klíkunnar í Alþýðuflokknum og atvinnurekenda-
samtakanna sem er uppistaðan í Sjálfstæðisflokknum.
Enginn efast urn þeir háfi unnið þjónustuverk sín af
fyllstu samvizkusemi. Rísandi dýrtíðaralda og versnandi
lífskjör verkalýðsins er sönnunin fyrir því að fráfarandi
sambandsstjórn og starfslið hennar hafa verið samtaka
um að gegna hlutverki sínu óaðfinnanlega fyrir auð-
stéttina í landinu.
Þegar ný Alþýðusambandsstjórn tekur við, réttkjörin
af meirihluta fulltrúa verkalýðsfélaganna á sambands-
þingi, er ekkert eðlilegra en hún velji starfslið að sam-
bandinu með önnur sjónarmið í huga. Þjónustan við auö-
stéttaröflin og flokka þess en sviksemin við hagsmuni og
málstað vinnustéttanna varð fyrrverandi sambandsstjórn
að falli. Kröfurnar sem gerðar eru á hendur hinni nýju
sambandsstjórn eru um ótrauða varðstöðu um hags-
muni verkafólksins í landinu og undirbúning og skipu-
lagningu nýrrar sóknar fyrir bættum kjörum allri al-
þýðu. Góður árangur í því efni næst ekki nema fyrir öt-
nla forustu og snurðulaust samstarf sambandsstjórnar
og starfsmannaliðs. Auk þess þurfa öll verkalýðssamtökin
aó’ standa traust að baki sambandsforustu sinni.
Verkalýðurinn í landinu sem dæmdi fyrrv. sambands-
st jórn óhæfa til forustu í hagsmunabaráttu sinni, mun
almennt fagna því að nýja sambandsstjórnin hefur unn-
ið það skyldustarf að losa Alþýðusambandið við þjóna
hægrikratanna og sendimanna atvinnurekendanna í
Sjálfstæðisflokknum. Óhljóðin og harmagráturinn í
Morgunblaðinu og Álþýðublaðinu er aðeins staðfesting
þeás að hér var rétt á haldið.
Vesturveliii m enn í vandræium
mei hervæðingu Vestur-Þýzkalands
Mlnnihlutasamþykkf franska þingsins
hefur ekki róð/ð málinu til lykta
Um dagmál á aðfangadag
felldi franska þingið samn-
ing Vesturveldanna um hervæð-
ingu Vestur-Þýzkalands með
28l atkvæði gegn 257. Daginn
fyrir gamlársdag var samning-
urinn borinn undir atkvæði á
ný og þá fékkst hann samþykkt-
ur með 287 atkvæðum gegn
260. Vantar því 30 atkvæði á
að hreinn meirihluti þingheims
hafi fengizt með þessari af-
drifaríku samþykkt. í upphafi
umræðnanna um hervæðingar-
samningana sagði Mendés-
France forsætisráðheBra, að
hann teldi engu betra að þing-
ið samþykkti þá með litlum at-
kvæðamun en að það felldi þá
hreinlega. í haust, þegar
Evrópuherinn var til umræðu,
neitaði Mendés-France að beita
áhrifum sínum til að knýja
fram samþykkt hans og bar
því við að franska þjóðin væri
svo klofin í málinu að sam-
þykkt með nokkurra atkvæða
mun væri í raun og veru
einskis virði. En þegar forsæt-
isráðherrann bar fram sína
eigin Parísarsamninga um vest-
ur-þýzka hervæðingu reyndist
klofningurinn engu minni.
Honum tókst að berja þá í gegn
með atkvæðum minnihluta
þingmanna en sterk rök hníga
að því að sú samþykkt reynist
innantóm og einskis virði þeg-
ar til alvörunnar kemur.
¥»að er staðreynd að meiri-
<* hluti franska þingsins og
allur þorri frönsku þjóðarinnar
er andvígur hervæðingu Vest-
ur-Þýzkalands. Samþykktin 30.
desember var knúin fram af
harðfylgi bandamanna Frakka,
ríkisstjórna Bretlands og
Bandaríkjanna. Eden utanrík-
isráðherra lýsti yfir í London
að Vestur-Þýzkaland yrði her-
vætt hvað sem Frakkar gerðu
og segðu og í Washington hafði
Dulles í svipuðum hótunum.
Helzta röksemd Mendés-France
í umræðunum á þingi var, að
ef Parísarsamningarnir yrðu
felldir myndi Frakkland verða
að hröklast úr A-bandalaginu.
Það þorði meiri hluti þing-
manna borgaraflokkanna og
sósíaldemókrata ekki að eiga á
hættu. Umræðurnar í franska
þinginu sýna, að Frakkar hafna
með öllu röksemdum baíndá-
manna sinna fyrir heryæðingu
Vestur-Þýzkalands. „í umræð-
unum á þingi sagði Mendés-
France ekki stakt orð sem benti
til þess að hann teldi ógn stafa
af Sovétríkjunum eða að hann
áliti nauðsynlegt að Þjóðverj-
ar legðu eitthvað af mörkum
til varnar Vesturveldunum",
segir Harold Callender, frétta-
ritari New York Times í París
í blaði sínu 2. janúar.
\
T sama blaði segir; „Það var
-*■ nær einróma álit frönsku
þingmannanna að hervæðing
Vesturveldanna væri orðin
nógu mikil. Næstum hver ein-
asti þeirra krafðist nýrra samn-
ingaviðræðna við sovétstjórn-
ina. Von þeirra virðist vera sú
að með viðræðum við stjómina
Erlend
t í ðindi
í Moskva sé hægt að komast að
slíku samkomulagi um mál
Evrópu að hervæðing Þýzka-
lands verði úr sögunni". Mend-
Jules Moch
és-France lýsti yfir, að hann
myndi gera allt sem í sínu
valdi stæði til að koma á fjór-
veldafundi áður en samning-
arnir um hervæðingu Vestur-
Þýzkalands koma til fram-
kvæmda. Aðrir áhrifamenn á
þingi töldu slíkt ógerlegt.
Edouard Herriot, heiðursforseti
þingsins og flokksbróðir for-
sætisráðherrans, benti honum á
að eftir að búið væri að veita
Vestur-Þýzkalandi fullveldi
væru samningar við sovét-
stjórnina komnir undir stjórn
þess en ekki frönsku stjóm-
inni. Og sósíaldemókratinn Jul-
es Moch fullyrti að hervæðing
Vestur-Þýzkalands myndi gera
að engu alla möguleika á sam-
komulagi Sovétríkjanna og
Vesturveldanna um lausn deilu-
málanna í Evrópu.
I
T-»rátt fyrir samþykktina 30.
* desember vantar mikið á
að Parísarsamningarnir séu
komnir í örugga höfn. í Frakk-
landi fara þeir nú fyrir efri
deild þingsins. Geri hún breyt-
ingar á þeim verða þeir aftur
að koma til kasta neðri deild-
arinnar, og þá hefst sama
rimman á ný, jafn tvísýn og
áður. Þar að auki veltur fram-
kvæmd samninganna á því að
stjórnir Frakklands og Vestur-
Þýzkalands komi sér saman
um skilning á samningi sínum
um Saarhérað, en í því máli
sakar nú hvor aðra um brigð-
mælgi og tvöfeldni. Loks er
sýnt að aukin áhrif sósíaldemó-
krata í Vestur-Þýzkalandi munu
fresta framkvæmd samning-
anna verulega enda þótt svo
fari að þau naégi ekki til að
fella þá. Hráskinnsleikur
franska þingsins með hervæð-
ingarsamningana var ekki upp-
örvandi fyrir stuðningsmenn
þeirra í Bonn. Fréttaritari New
York Times þar í borg, M. S.
Handler, segir 29. des: „Margir
embættismenn og þingmenn
stjórnarflokkanna álíta að sam-
þykkt sem franska þingið er
knúið til með þvingunum væri
lítils virði þegar til lengdar
léti. Ástæðan er, að enn væri
óleyst úr þeirri þýðingarmiklu
spurningu, hvort franska þjóð-
in kærir sig í raun og veru
nokkuð um hernaðarbandalag:
við Vestur-Þjóðverja“.
Jafnvel þótt stjórnir Bretlands
og Bandaríkjanna fái knú-
ið fram hervæðingu Vestur-
Þýzkalands, sem er þó allt
annað en víst, verður því árang-
urinn ekki sá að efla A-banda-
lagið heldur að veikja það-
Bandarískir hernaðarsérfræð-
ingar segja, að taka muni mörg
ár að koma vesturþýzkum her
á laggirnar. Sú herstofnun mun
hinsvegar frá því hún hefur
verið endanlega ákveðin magna
andstöðu gegn bandalaginu í
öllum Evrópuríkjum sem að
því standa. í Frakklandi „vant-
ar ekki mikið á að fimm fimmtu
kjósenda" séu andvígir her-
væðingu Vestur-Þýzkalands,
segir New York Times 2. jan-
í Vestur-Þýzkalandi vex sósíal-
demokrötum stöðugt fylgi vegna
andstöðu þeirra við hervæðing-
una og flokkasamsteypan sem
stendur að ríkisstjórn Adenau-
ers verður sífellt lausari í reip-
ire--------”■ -~y-y --r r~’ ^
Pierre Mendés-France
unum sakir ágreiningsefna sem
hervæðingin hefur í för með
sér. í Bretlandi munaði ekkl
nema hársbreidd að síðasta
' þing Verkamannaflokksins sner-
ist gegn hervæðingunni og sum
útbreidustu íhaldsblöð landsins,
svo sem Daily Express, hafa
snúizt gegn ríkisstjóm Churc-
hills í því máli. í Danmörku
magnast uppreisn í flokki sósí-
aldemokrata gegn stuðningi
flokksstjórnarinnar við hervæð-
ingu Vestur-Þýzkalands.
Framhald á 11. síðu.