Þjóðviljinn - 06.01.1955, Side 7

Þjóðviljinn - 06.01.1955, Side 7
í þessari grein um húsnaeðismálin ber Halldór Halldórsson arkitekfc fram mjög athyglisverða tillögu um $tofnun bjfggingnr- sjóðs Eins og kunnugt er ríkir hér enn húsnæðisskortur og enn er víða búíð í mjög lélegum húsum. Nægir að benda á hinn mikla fjölda herskálaíbúða hér í Reykjavík. í smærri bæjum úti um land og í afskekktum sveitum mun húsakosturinn þó lakastur. En húsaleiga er hvergi jafn há og hér í Reykjavík — nema e. t. v. í Keflavík og nágrenni Keflavíkurflugvallar. Algeng húsaleiga í Reykjavík mun nú fyrir tveggja herbergja íbúð 10—15 þús kr. á ári, fyrir þriggja herbergja íbúð 12—18 þús. kr. á ári og fyrir fjögra herbergja 16—24 þús. kr. á ári. Talið er hæfilegt að húsnæðið kosti um 1/6 hluta af tekjum manna. Hér mun V3 hluti tekn- anna oft varla hrökkva fyrir þeim útgjaldalið. Fjöldi manns sem byggir íbúðarhús verður að sæta ókjörum um öflun lánsfjár. Þá er húsasalan enn einn þátturinn í því að gera húsnæðið svo dýrt. Byggingarkostnaður vand- aðra húsa hér í Reykjavík mun nú vera á bilinu milli 600—700 kr. rúmmetri. Byggingarkostn- aður úti um land er töluvert lægri en í Reykjavík, eða allt niður í 500 kr. rúmmetri, í vönduðum húsum. Söluverð íbúðarhúsa í Reykjavík mun hinsvegar vera algengt um 800 —1000 kr. rúmmetri. í einstök- um tilfellum er söluverðið jafnvel yfir 1200 kr. rúmmetri. Hlutfallslega hæst mun þó sala ófullgerðra húsa. Þess munu dæmi að söluverðið sé um 80% hærra en byggingar- kostnaður. Sala ófullgerðu hús- anna er líka oft tengd braski með lóðarréttindi og byggingar- leyfi. Hér er í fáum dráttum lýst ástandi í húsnæðismálum þjóð- arinnar eins og það er nú. Or- sökin er fyrst og fremst skort- ur á .fjármagni til bygginga- framkvæmda. En þessi skorb ur á að verulegu leyti rót sína að rekja til ágalla peningakerf- isins. Gjaldmiðill þjóðarinnar, krónan, þessi málvog viðskipt- anna hefur sífellt verið að rýrna að gildi, lóðið verið að léttast. Á síðastliðnum 20 ár- um hefur verðgildi krónunnar rýrnað um 9/10 hluta að minnsta kosti. Á þann hátt hef- ur sparifé manna eyðst og þar með einnig viðleitni manna til að spara fé. Alveg sérstaklega hefur þessi þróun valdið erfið- leikum um útvegun byggingar- lána, menn festa ógjarnan fé sitt í löngum lánum þegar vit- að er áð endurgreiðslan skil- ar ekki aftur fullu verðgildi þess, sem lánað er. Gagnráð- stafanir lánveitenda eru svo krafan um háa vexti og stutt- an lánstíma. Á hinum svonefnda frjálsa peningamarkaði er lengri lána aflað með sölu skuldabréfa. Skuldabréfin eru seld með af- föllum. Menn skulda sig fyrir meiru fé en tekið er við. Á þann hátt verða raunverulegir vextir miklu hærri en hinn skráði vaxtafótur af nafnverði bréfanna, Dæmi: Skuldabréf með 6%% vaxta- fæti og 15 ára jöfnum afborg- unura er selt. Raunverulegir meðalvextir verða: með 10% afföllum 8.61% — 20% — 11.37% — 25% — 13.83.% — 30% — 14.64% Fyrir 25 árum var stofnaður Byggingarsjóður verkamanna til byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum. Litlu fj'rr var Byggingar- og landnámssjóður stofnaður vegna sveitanna. Frá byrjun hefur þessum sjóðstofn- unum verið lagt allt of lítið starfsfé. Verðfall krónunnar hefur svo einnig háð vexti þeirra. Láta ^mun nærri að byggingarkostnaður sé nú í krónum talið 15 falt hærri en fyrir 25 árum. Lán þessara byggingarsjóða eru til langs tíma, 42 ára, og vextir mjög lágir eða 2%. Hinar árlegu greiðslur eru jafnar allan tím- ann, annúnítefslán, og nema um 3%% af upphaflegu láni. Sökum verðfalls krónunnar endurgreiðast þessi lán því með örlitlu broti upprunalegs verð- gildis, Þess vegna hefur árang- ur þessara sjóðmyndana orðið ennþá minni en til var stofnað. Á þessum 25 árum hafa alls verið byggðar 833 íbúðir fyrir lán frá byggingarsjóði verka- manna, eða að meðaltali 33 íbúðir á ári. Nokkru meira mun hafa verið byggt fyrir lán frá Byggingar- og landnámssjóði, þeim sjóði mun líka hafa verið veitt meira fé, og lán til hvers’ einstaklings að meðaltali mun lægri. Á síðastliðnu ári veitti Al- þingi 16 millj. kr. til svonefndra smáíbúðarhúsa. 4 millj. kr. munu hafa verið veittar á ár- inu 1952 og nú í ár er heimild fyrir 20 millj. kr. lánveitingu. Hámarks lánsupphæð er 30 þús. kr. út á eina íbúð. Hér hefur því fjölda manns (1800 samkv. upplýsingum dagbl. ,,Tíminn“) verið veittur nokkur styrkur til byggingar íbúðarhúsa. Hef- ur það óefað örfað byggingar- starfsemina stórlega. Enda aldrei áður fleiri íbúðir í smíð- um á sama tíma. Fullvíst er að með þessari lánveitingu sé þó hvergi nærri fullnægt fjárþörf fjölda þeirra manna, sem lögðu í húsbyggingu. Afleiðing þess er svo stórum lakari frágangur húsanna, Og víða verður lengi búið í ófullgerðum húsum. Lánakjör þessara smáíbúðar- lána eru 5 V2 % vextir og 15 ára afborgunártími. Fyrsta árs- greiðsla er þá 12.2% af láns- upphæð. Nokkur undanfarin ár hafa opinberir starfsmenn átt kost byggingarlána úr lífeyrifesjóð- um. Hámarksupphæð til ein- staklings 100 þúsund kr. Lán- in veitt í tvennu lagi til 25 og 40 ára. Árlegar greiðslur, vextir og afborganir, milli 6 og 7% af stofnláni. Samkv. upplýsing- um Jóhannesar Noi'dals hag- ----- Fimmtudagur 6. janúar byggðar síðustu 10 árin. Og nú er fólkið í landinu um 30 þús- und fleira en fyrir 10 árum. Gera má því ráð- fyrir að nú þyrfti að byggja um 1000 íbúð- ir á ári. Telja má líklegþ að um 300 íbúðir byggist árlega af mönnum, sem ýmist eru fjálfbjarga án lánsfjár, og þeim, sem aðgang eiga að fram- angreindum byggingarsjóðum og lífeyrissjóðum. Með sérstök- um ráðstöfunum þyrfti að tryggja lánsfé til byggingar 700 íbúða á ári. Til stofnunar byggingarsjóði, er sé nægilega öflugur til þess að fullnægja lánsfjárþörf íbúð- arhúsabygginga í landinu, þárf fyrst og fremst all mikið fjár- framlag frá þjóðinni. í öðru lagi þarf að verðtryggja láns- fé sjóðsins. Nú hefur ríkissjóð- ur um eða yfir 500 milljón kr. árstekjur. í ljósi þess stórkost- lega hlutverks, sem slíkur sjóð- ur myndi gegna er ekki óeðli- legt að ætla 5% af heildartekj- um ríkissjóðs til stofnunar al- menns byggingarsjóðs. Það framlag væri því um 25 millj- ónir króna árlega. Til þess að fullnægja byggingarlánaþörf- inni afli sjóðurinn lánsfjár, sem einnig sé verðtryggt. Það fé mundi fást með mun lægri vöxtum en nú er algengt. Sjóð- 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 . r Shl, en árgreiðslur 40 ára lána með sama vaxtafæti eru 5.05%, Þannig yrðu árgreiðslur af 100 þúsund kr. láni til 25 ára 6400 kr. en 5050 kr. af 40 ára láni eða 1350 kr. lægri af 40 ára láninu. Það yrði fyrst og fremst ungt fólk, innan við þrítugt, fólk sem er að stofna til heim- ilis, er nyti lána sjóðsins. Með 25 ára afboreunartima yrðu lánin þá að fullu endurgreidd um eða litlu eftir fimmtugsald- ur. Á síðari hluta ævinnar yrðú menn þá lausir skuldakvað- anna. Eins og sést af línuritinu vex eigið fé sjóðsins furðu fljótt. Að sama skapi minnkar þörf sjóðsins fyrir aðlánað fé. Sé árlegt stofnfé 25 milljónir króna verður lánageta sjóðsinS að 12 árum liðnum 50 milljón- ir og eftir 24 ár um 100 millj- ónir króna. Hver endurgreidd króna er jafnóðum lánuð út. Fyrir það fé, sem í upphafi nægir tii byggingar einni íbúð, verða síð- an margar byggðar. Undanfarandi ár hafa bank- arnir verið lokaðir fyrir lánum til byggingar íbúðarhúsa. Fjár- skorti hefur verið borið við. Auk þess er miðað að því að draga úr fjárfestingu. Um fjárskort bankanna skal Byggingarsjóður — úthlutað fé fyrstu árin. fræðings, i tímariti Landsbank- ans, Fjármálatíðindum, námu lánveitingar lífeyrissjóðanna 14 V2 millj. kr. á síðastliðnu ári. Hafa þá milli 150 og 200 manns notið þeirra. Sú hætta vofir nú yfir þess- um sjóðmyndunum að áfram- haldandi verðrýrnun krónunn- ar eyði þeim eða hái eðlilegum vexti þeirra. Getur þá farið svo að sjálf ellitryggingin eða eftirlaunin verði að sama skapi rýr. Fyrir 10 árum birti Arnór Sigurjónsson, bóndi og hag- fræðingur, mjög ýtarlega grein um nýbyggingarþörf þjóðarinn- ar. Komst hann að þeirri nið- urstöðu, að byggja þyrfti 800 íbúðir árlega. Mikið mun á skorta að 800 íbúðir hafi verið urinn endurlánaði þetta fé með sömu kjörum og það fengist, þannig að eigið fé sjóðsins yrði eigi notað til meðgjafar eða niðurgreiðslu, eins og nú á sér stað um lán sem tekin hafa verið til Byggingarsjóðs verka- ínanna. Ætla má að 90 þúsund kr. lán nægi að meðaltali til ein- staklings. Heildarfjárþörf sjóðs- ins yrði þá 700x90000 = 63 milljónir kr. árlega. I með- fylgjandi línuriti er sýnir þró- un almenns byggingarsjóðs er gengið út frá 4% vaxtafæti. Lánin séu til 25 ára. Það er misskilningur að lánakjör batni í beinu hlutfalli við mjög langan afborgunartíma. Ár- greiðslur 25 ára lána með 4% vöxtum verða 6.4% af stofn- hér ekki dæmt. En því meiri er ástæða til þess að leita annað um öflun fjár til íbúð- arhúsabygginga. En fleiri á- stæður koma hér einnig til greina. Þáttur lánsfjár (vextir og afborganir) í húsnæðis- kostnaðinum er svo yfirgnæf- andi á móti öðrum kostnaðar- liðum (viðhaldskostnaður, skattar) að hann nemur oft 2 3 og allt upp í 9/10 hlutum hús- næðiskostnaðarins. Þess vegna er svo brýn þörf að skapa lánastofnun, er sé óháð hinum almenna lánsfjármarkaði, og sem sé fær um að lána fé til byggingar íbúðarhúsa með lág- um vöxtum og vægum afborg- unum. Ekkert annað er jafa mikilvægt til lækkunar hús- Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.