Þjóðviljinn - 06.01.1955, Page 8

Þjóðviljinn - 06.01.1955, Page 8
— ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 6. janúar 1955 - % ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI. FRÍMANN HELGASON w- ■ ■ M —------——-------- Stór skíðamót að hef jast erlendis Hruð líður undirhúningi hér að Corinta-för Erlend blöð, sem borizt hafa síðustu dagana, bera með sér, að skíðamenn hafa ekki dregið af sér við æfingar og undirbún- ing undir stórmót vetrarins. Þau eru líka að byrja víðsvegar um Evrópu. Á morgun hefst fyrsta stór- mótið í Svíþjóð og stendur til sunnudags, en það eru „Skíða-j leikirnir“ svonefndu. Áttu leik- ir þessir að fara fram í Stokk- hólmi en vegna snjóleysis hefur j verið ákveðið að gangan fari ekki fram bar en flytjist til Nassjö í smálenzku hæðunum við Vattern en þar er 30—40 sm snjór. Stökkin fara aftur á móti fram í Hannerbystökkbrautinni í Stokkhólmi og er gert e. t. v. ráð fyrir að flytja verði snjó í brautina. Finnar senda stóran hóp kepp- enda og flestir beztu manna þeirra eru þar með. Norðmenn hafa heldur ekki sent slakan hóp og eru þar nöfn eins og Thorbjörn Falkanger, Martin Stckken og Kjetil Maar- dalen. Innan nokkra daga sameinast stökk-, brun- og svigkappar land- anna á þýzk-austurrískri skíða- viku nálægt Múnchen og í á- frambaldi af henni eru stórmót í Sviss og Frakklandi nú í þess- mm nánuði. f Moskva hefur verið undir- búið stórmót dagana 26.—30. þ. m. og til þess boðið skíða- mönnum frá fjölda landa. Skíðamenn úti þar vita að það er þessi vetur sem er undir- búningstími OL í Cortina næsta ár og áður en þessi vetur er allur munu allir þeir sem líkur eru til að keppi þar næsta vet- ur hafa kynnt sér land og að- stæður og er það ekki ónýtt fyrir þá. Hvað hér er að gerast varð- andi undirbúning undir Cortina- för íslenzkra skíðamanna vitum vér lítið. í íþróttablaðinu sem út kom fyrir jólin segir: „Olympíu- nefnd hefur haldið marga fundi og skrifað sérsamböndum varð- andi þjálfun þeirra íþróttamanna er fara á næstu Olympíuleika sem verða 1956, vetrarolympíu- leikarnir í Cortina á Ítalíu“. Hvaða árangur þetta hefur borið er ekki getið. Sé það til- fellið að ekkert hafi verið gert Á fimmtudaginn í næstu viku hefst hin árlega hverfakeppni i handknattleik og er Reykja- Thorbjörn Falkanger. í málinu annað, er varla hægt að álíta að Olympíunefnd og Skíða- sambandi íslands sé alvara er talað er um olympíuför* til Cortina. víkurbæ skipt niður í 4 hverfi að því er keppni fyrir karla snertir, en í þrjú fyrir sama flokk kvenna. Skiþting fyrir kvenflokkinn er þessi: Vestur- bær að Lækjartorgi og er Hann- es Sigurðsson bóndi fyrir þeim flokki. Austurbær að Lönguhlíð Nótatúni, bóndi Jón Þórar- insson. Úthverfi 811, bóndi Pétúr Bjarnason. Skiptíngin fyrir meistaraflokk karla er þessi: Vesturbær að Lækjargötu, bóndi Hannes Sig- urðsson. Austurbær að Rauðar- árstíg, bóndi Ásgeir Magnússon. — Þriðja hverfi er Hlíðar, Tún og Teigar, bóndi Þórður Þorkels- son. Fjórða hverfi: Langholt, Vogar og Bústaðahverfi, bóndi Heigi Hallgrímsson. Keppnin hefst fimmtudaginn 13. þ. m. kl. 8 og verður milli úthverfa og Austurbæjar í kvennaflokki, en í karlaflokki keppa Austurbær við Langholt, Voga og Bústaðahverfi og síðan Vesturbær við Hlíðar, Tún og Teiga. Keppnin heidur áfram á föstudag 14. þ. m. og mótinu lýkur sunnudaginn 16. Töluverður áhugi hefur ætíð verið fyrir keppni þessari og er hún þægileg tilbreytni og góð kynning milli leikmanna úr hin- um ýmsu félögum. Um úrslit leikja þessara ríkir yfirleitt miklu meiri óvissa en þegar fé- lögin eigast við í hinum föstu mótum. Hinsvegar virðist sem þessi keppni sé ekki sett á réttan stað í keppnistímabilinu. Það er eins og maður hafí það á tilfinn- ingunni að þessu sé komið á til að vekja menn eftir jólafríið. Framhald é 11. síðu. [ Boðirni til Bandaríkjanna Bandaríska frjálsíþróttasambandið hefur boð- ið hlauparanum Vladimir Kúts, heimsmethaf- anum í 5000 m hlaupi, til innanhússkeppni í Bandaríkjunum í febrúar og marz n.k. Ekki er enn vitað hvort hann piggur boðið. — Mynd- in hér fyrir ofan var tekin, er Kúts setti heims- met sitt í 5000 m hlaupinu í landskeppni Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna í Praha s.l. sumar, en þá hljóp hann vegalengdina á 13.51.2 mín. í sama hlaupi setti hann einnig nýtt heimsmet á þrem enskum mllum, hljóp þær á 13 26.4 mín. Hverfakeppni í handknattleik hefst á fimmtudag í næstu viku Stofnun byggingarsjóðs Framhald af 7. síðu. næðiskostnaðinum eins og það að létta vaxtabyrðina. Að þjóðarbúskapnum stafi hætta a£ of mikilli fjárfestingu vegna byggingar íbúðarhúsa eftir þörfum er óraunhæft. Er- lent efni til byggingar ~íbúðar- húsa mun vart nema meiru en 30 þúsund kr. að meðaltali á íbúð. Bygging ÍO'OO íbúða mundi því ekki kosta í erlendum gjaldeyri meira en 30 milljónir kr. Heildarinnflutningur þjóð- arinnar nemur nú yfir 1000 milljónum króna á þessu ári. Erlendur gjaldeyri, nauðsynleg- ur til byggingar 1000 íbúða, mundi því vart nema 3% af heildarinnflutningnum. Vinna við byggingar er oft framkvæmd af sjálfum eigend- um húsanna. Mestur hluti vinn- unnar er þó framkvæmdur af iðnaðarmönnum. Verzlunar- þjónustunni má heldur ekki gleyma og jafnvel tollar og skattar er töluverður hluti byggingarkostnaðar. Óeðlilega litlar byggingaframkvæmdir þýðir því atvinnumissi fyrir iðnaðarmannastéttina og minni tekjur byggingarvöruverzlana og ríkissjóðs. Vegna greiðslu á húsaleigu, svo og greiðslu vaxta og af- borgana af áhvílandi lánum eignaríbúða er mjög mikið fé í umferð. Líklegt að það sé eigi minna en 200 milljónir kr. á ári. Með fullnægjandi bygg- ingarframkvæmdum og hag- kvæmum lánakjörum væri hægt að færa húsnæðiskostn- aðinn niður um helming. Næg- ar byggingaframkvæmdir mundu því beinlínis draga úr peningaþenslunni. Jafnframt því að öflugur byggingarsjóður yrði tæki til stórfelldrar lækkunar á hús- næðiskostnaði almennings myndi hann í sívaxandi mæli draga að sér nokkurn hluta þess fjár, er nú fer til greiðslu húsaleigu, hárra vaxta og í óverðskuldaðan gróða húsa- braskaranna. Slík sjóðmyndun þýðir beislun orku, sem í þessu fjármagni er falin, og sem nú eyðist líkt og orka óvirkjaðs fallvatns. Framlag ríkissjóðs til byggingarsjóðsins mætti líkja við sjálft orkuverið: það er hinn ómissandi aflvaki. Hugmyndin um vísitölu- tryggðan gjaldmiðil er komin frá Böðvari Bjarkan, lögmanni á Akureyri. í rauninni er hér um að ræða endurvakningu hins forna landaurakerfis. Ár- ið 1935 gaf Bjarkan út bækl- ing, þar sem þessi hugmynd er vandlega rökstudd. Bækling þennan lét hann þýða á ensku og sendi hann þjóðabandalag- inu til athugunar. Þessum tillögum Bjarkans hefur verið gefinn of lítill gaumur. Verið getur að þar sé að finna lausn á ýmsum vanda- málum, sem nú virðast torleyst. Án verðgildistryggingar gjald- miðils eyðast sjóðir á verð- bólgutímum. Sparif járinnstæð- ur geta orðið verðlausar. Af- leiðingin er svo jafnan fjár- kreppa (en hún getur einnig stafað af atvinnuleysi), háir vextir af lánsfé, sem svo síðan leiðir til óteljandi erfiðleika. Ef að er gáð er ótti manna við vísitölubundin lán ástæðulaus. Einkum séu lánin bundin kaup- gjaldsvísitölu. Árgjald láns get- ur ekki hækkað nema í beinu hlutfalli við kaupgjaldsvísitöl- una. Eins og nú er þekkt stend- ur kaupgjaldsvísitala í sam- bandi við framfærslukostnað en er ekki beinlínis háð tima- kaupi. Grunnkaupshækkanir hækka ekki sjálfa kaupgjalds- visitöluna. Þau rök munu færð fram gegn framangreindum tillögum um stofnun byggingarsjóðs að með því aukist enn aðstreymi fólks til Reykjavíkur. Um það verður ekki fullyrt, hvorki til né frá. Það eru atvinnuskilyrði manna, sem mestu ráða um bústaðaval. Nú er lagt kapp á að veita raforku út um landið, svo að þeir sem þar búa fái einnig notið þess. En dreifbýlið hefur einnig dregizt aftur úr um byggingu góðra húsa. Margir smærri bæir hafa, sök- um fjárskorts, ekki getað notað Byggingarsjóð verkamanna. Sveitarbyggðin hefur verið bet- ur sett að þessu leyti. Sveita- sjóðir þurfa ekki að leggja fram fé móti ríkissjóði til þess að menn fái lán frá Byggingar- og landnámssjóði. Auk þess hefur teiknistofa landbúnaðar- ins starfað fyrir sveitabyggðina í um 30 ára bil og unnið stór- mikið gagn. Samskonar stofn- un vantar til leiðbeiningar fyr- ir kaupstaðina, einkum hina smærri bæi. Slík leiðbeiningar- starfsemi yrði að sjálfsögðu tengd starfrækslu almenns byggingarsjóðs. Eflaust mun leiðing rafork- unnar út um landið stuðla að viðhaldandi byggð þess. En mundi eigi aukið fjármagn til byggingar mannsæmandi íbúð- arhúsa í dreifbýlinu einnig verða sterkur þáttur þess að viðhalda jafnvægi í byggS landsins? •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■B | Þjóðviljaim vantar nngling | til að bera blaðiö til kaupenda á f Gnirsiaðaholti HÓ0VILIINN. sími7500 *■■■■■! !■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.