Þjóðviljinn - 06.01.1955, Page 10
10) _ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 6. janúar 1955
Erich Maria REMARQUE:
jA.Ó dstsM • • •
... og deyja
k __________________________j
21. dagur
Morguninn eftir var snjókoma. Þeir námu staðar við
brautarstöð þar sem þeir fengu kaffi. Stööin stóð 1 út-
jaðri lítillar borgar sem lítið var eftir af. Lík voru
borin út. Lestin var að skipta um spor. Gráber hljóp
aftur inn í klefann með gervikaffið sitt. Hann þorði ekki
að fara út til að ná sér í brauð.
Hópur herlögregluþjóna gekk gegnum lestina og valdi
úr þá sem minnst voru særðir. Þeir áttu að verða eftir
á sjúkrahúsi þarna. Fréttirnar bárust eins og skógar-
eldur um lestina. Menn sem sár höfðu á handleggjum
þutu inn á snyrtiherbergin til að fela sig. Þeir tróðust
: hver um annan til að komast fyrir. í reiði í'uddu þeir
hver öðrum út um leið og loka átti dyrunum. „Þeir eru
að koma“, hrópajði einhver að utan.
Hópurinn dreifðist. Tveir ruddust inn á sama snyrti-
herbergið og skelltu á eftir sér. Maður sem dottið hafði
1 átökunum starði á brotinn handlegg sinn. Lítill rauð-
ur blettur fór stækkandi á umbúðunum. Enn einn opn-
aöi dyrnar sem sneru frá brautarpallinum og klifraði
með erfiðismunum út í hríðina. Hánn þrýsti sér upp að
lestarveggnum. Hinir sátu kyrrir.
„Lokið huröinni“, sagði einhver. „Annars vita þeir
strax hvað hann hefur gert“.
Gráber lokaði dyrunum. Andartak sá hann bregöa
fyrir fölu andliti mannsins gegnum snjóinn. ...
„Ég vil komast heim“, sagði særði maðurinn með
blóðblettinn á umbúðunum. „Tvisvar hef ég verið á þess-
um bölvuðum herspítölum og í bæði skiptin verið send-
ur á vígvöllinn aftur án þess að fá nokkurt leyfi. Ég
vil komast heim. Ég á það skilið“.
Hann starði hatursaugum á heilbrigðu mennina í
leyfi. Enginn svaraði. Leitarmennirnir voru lengi á leið-
inni. Þrír menn fóru gegnum klefána en úti fyrir
stóðu nokkrir vörð hjá þeim særðu sem áttu að verða
eftir. Einn mannanna var herlæknir. Hann leit laus-
lega á skilríki hinna særðu. „Farðu út“, sagði hann
kæruleysislega og var um leið byrjáður að athuga næsta
plagg.
Einn mannanna reis ekki á fætur. Hann var lítill og
gráhærður. „Út með þig afi“, sagði herlögregluþjónninn
sem var í fylgd með lækninum. „Heyrðirðu þetta ekki?“
Maðurinn sat kyrr. Hann var með reifaða öxl. „Út.
með big“, endurtók lögregluþjónninn. Maðurinn hreyfði
sig ekki. Hann beit saman vörunum og starði beint fram
fyrir sig eins og hann skildi ekki neitt. Lögregluþjónn-
inn stóð gleiðstígur fyrir framan hann. „Þarftu sérstak-
ár skipanir? Farðu út“.
Maðurínn lét enn sem hann heyrði ekkert. „Stattu
upp“, hvæsti lögregluþjónninn. „Sérðu ekki að yfirmað-
ur er að tala við þig? Viltu láta draga þig fyrir herrétt?“
„Takið það rólega“, sa,gði ungi læknirinn. „í ham-
ingju bænum takið það rólega“. Hann var með rjótt
andlit og engin augnahár. „Það blæðir úr þér“, sagöi
hann við manninn sem staðið hafði í stimpingum fyrir
utan salernisdyrnar. „Þú verður að fá nýjar umbúðir.
Farðu út“.
„Ég —“ byrjaði maðurinn. Svo sá hann að annar
lögregluþjónn var kominn inn í klefa!nn og tók ásamt
hinum um heilbrigða handlegginn á litla gráhærða
hermanninum. Þeir lyftu honum. Hermaðurinn rak upp
mjóróma vein án þess að hreyfa andlitið. Seinni lög-
regluþjónninn tók nú um lendar hans og ýtti honum út
úr klefanum eins og léttum pakka. Hann gerði það til-
finningalaust og án þjösnaskapar. Hermaðurinn hætti
líka að veina. Hann hvarf í' hópinn fyrir utan.
„Jæja?“ spurði ungi læknirinn.
„Get ég haldið áfram með lestinni þegar búið er að
búa um sárið, kapteinn?“ spurði særði maðurinn.
„Við skulum sjá til. Ef til vill. Fyrst verður að búa um
sárið“.
Maðurinn fór út, raunalegur á svip. Hann hafði á-
varpað lækninn sem kaþtein, og það hafði ekki einu
sinni haft nein áhrif. Lögregluþjónninn tók í salemis-
hurðina. „Auðvitað“, sagði hann fyrirlitlega. „Þeim
dettur aldrei neitt annað í hug. Alltaf hið sama. Opnið“,
skipaði hann. „Undir eins“.
Dyrnar opnuðust. Annar hermaðurinn kom út. „Þú
ert útundir þig“, urraði lögregluþjónninn. „Hvers vegna
lokaðirðu þig þama inni? Varstu í feluleik?"
„Ég er með niðurgang. Ég hélt að salerni væru til
þess“.
„Einmítt það? Og á svona hentugum tíma? Ætlastu til
að ég trúi því?“
Hermaðurinn fletti frá sér frakkanum. Á brjósti hans
hékk járnkrossinn af fyi'stu gráðu. Hann horfði á brjóst
lögregluþjónsins, sem var autt. „Já“, svaraði harrn ró-
legri röddu. „Ég ætlast til að þú trúir því“.
Lögregluþjónninn roðnaði. Læknirinn tók í taumana.
„Viltu gera svo vel að fara út“, sagði hann án þess að
líta á hei manninn.
„Þú hefur ekki athugað hvað að mér gengur“.
„Ég sé það af umbúðunum. Farðu út.“
Hermaðurirm brosti dauflega. „Allt 1 lagi“.
„Jæja, erum við þá ekki búnir hérna?“ spux'ði lækn-
iiinn lögregluþjóninn, dálítið vandræðalega.
„Jú, herra“. Lögregluþjónninn leit á hermennina í
leyfi. Allir héldu þeir á skilríkjum sínum í hendinni.
,,Já, herra. Við erum búnir“, sagði hann og fór út á
eftir lækninum.
Dyrnar að salerninu opnuðust hljóðlega. Liðþjálfi
sem leynzt hafði þar inni, kom út. Andlit hans var
rennvott af svita. Hann smeygði sér í autt sæti.
„Er hann farinn?" hvíslaði hann eftir stundarkorn.
„Það lítur út fyrir það“.
Liðþjálfinn sat þegjandi góða stund. Svitinn streymdi
niður andlit hans. „Ég ætla að biðja fyrir honum“,
sagði haxm loks.
Allir litu upp. „Hvað þá?“ spurði einn þeirra van-
trúaður. „Ætlarðu að biðja fyrh* þessu löggukvikindi?“
„Nei, ekki fyrir honum. Fyrir manninum sem var með
mér á salerninu. Hann sagði mér að vera kyrr, hann
skyldi kippa þessu í lag. Hvar er hann?“
„Úti. Hann kippti því sannarlegá í lag. Harm gerði
þetta feita svín svo fokreitt að hann hætti að leita“.
„Ég ætla að biðja fyrir honum“.
„Jæja þá, gerðu það ef þér sýnist“.
„Já, sannarlega. Ég heiti Luttjens. Ég ætla sannar-
lega að biðja fyrir honum“.
:
Gleos og gaoian
Pöntun og svar:
Sendið útvarpsviðtæki — ef
það er gott, sendi ég tékk.
Sendið tékk — ef hann er
góður, sendi ég viðtæki.
Fornsalinn: Ég hef mjög fá-
gæta skammbyssu frá timum
Rómverja.
Viðskiptavinurinn: En ekki
notuðu Rómverjar skamm-
byssur.
Fomsalinn: Það er einmitt
þess vegna sem hún er svo
fágæt.
Kennarinn átti í talsverðu
stríði við Nonna litla í sam-
bandi við vikudagana, mánuð-
ina osfrv. Eitt sinn spurði
hann:
Hvaða mánuður hefur 28
daga?
Nonni litli hafði náttúrlega
gleymt því, en sagði eftir
nokkra umhugsun:
Allir, kennari.
Bruarfoss
fer frá Reykjavík mánudaginn
10. jan. austur og norður um
land, samkvæmt áætlun.
Hudson-sendiferðabifreið
með palli, smíðaár 1942, til sölu. Bifreiðin er til
sýnis á verkstæði Rafveitu Hafnarfjarðar, Hverf-
isgötu 29.
Tilböð óskast.
Rafveita Hafnarfjarðar
Viðkomustaðir:
VESTMANNAEYJAR
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR
REYÐARFJÖRDUR
ESKIFJ ÖRÐUR
NESKAUPSTAÐUR
SEYÐISFJÖRÐUR
HÚSAVtK
AKUREYRI
SIGLUFJÖRÐUR
ÍSAFJÖRÐUR
PATREKSFJÖRÐUR
10 tíma megrunarkúr
leikfimi, Ijósakassi og nudd.
Leikfimi í flokkum byrjar aftur 6. þ.m.
Leikfimi-, nudd og snyrtistofan
HEBA, Brautarholti 22
Sími 80860.
Sósíalistafélag Reykjavíkur
Jólatrésskemmtun
félagsins fyrir börn verður haldin í dag (þrett-
ándanum) kl. 3.30 e.h. að Hótel Borg.
Dagskrá:
| ■
Töfrablómið (œvintýrakvikmynd)
Gestur Þorgrímsson skemmtir
Jólasveinninn heimsœkir börnin.
Hljómsveit Þorvaldar Steingrímssonar \
leikur á skemmtuninni. ,.:
I - . i c
Pantaöir aðgöngumiðar og örfáir miðar sem eft- j
ir eru verða afhentir 1 skrifstofu félagsins Þórs- j
götu 1, sími 7511 frá kl. 10 til 12 og 1 til 3 e.h. j
•■■■■■■■■■■■■■■■■•■•■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■BaaBBraraBBraraaaBaaBraraBaBBUaaararaa
H.F. EIMSKIPAFFLAG
ISLANDS.
Stjömuljós
Flugeldar
Sólir
Blys
Ávextir
I6LAMARKAÐUR1NN i
Ingólfsstræti 6
u
u
' 9
u
u
M
VÖRUMARKABURINN jj
Hverfisgötu 74 og
Framnesvegi 5