Þjóðviljinn - 06.01.1955, Side 11
Fimmtudagur 6. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (U
Jóhanna Guðmundsdóttir
Framhald af 4. síðu.
segja ,Herra, herra.' koma í
himnaríki, heldur þeir, sem gera
vilja míns himneska föður". Og
„Það sem þér gerið mínum
minnsta bróður, það hafið þér
mér gjört".
Henni fannst mikið til um
skáldskap Hallgríms Pétursson-
ar, lifsspeki hans og þolgæði i
þrautum, en var honum ekki
samkvæða í trúarskoðunum —
enda aldir á milli. Hún dáði
Matthías fyrir mannúð hans'ogr
mildi og hita og dýpt tilfinn-
inganna, þegar andinn kpm yfir^
hann. Jóhanna sótti ekki kirkju
á seinni árum. En þegar mess-
um var útvarpað settist þau
gömlu hjónin við útvarpið og
hlustuðu í djúpri þögn, sem i
kirkju væru.
Jóhanna fylgdist allvel með í
stjórnmálum, bæði inniendum
og erlendum. Sósíalisminn átti
hug hennar allan; taldi hann
einu úrræðin um sambúðarháttu
manna og tryggingu fyrir friði.
Mjög var hún giöð þegar frú
Theodóra gaf Sósialistaflokknum
Þjóðviljann; vonaði að gifta
fylgdi nafni. Hún hafði fy’.gt
Sltúla að málum og frú Theo-
dóru mat hún mikils fyrir gáfur
hennar og mannkosti og hve
heil hún stóð við hlið Skúla
þegar honum reið mest á. Þulur
Theodóru kunni hún og mat að
verðleikum. Áhugi þeirra á
þjóðlegum fræðum fór einnig
saman.
Fáir mhnu hafa fagnað inni-
legar ski’naðinum við Dani og
stofnun lýðveidis en hún. Hún
tók undir með Þorsteini Erlings-
syni er hann kvað: „Og fátt er
frá Dönum, er gæfan oss gaf".
Hún var ekki ófróð um Einok-
unarverzlunina og rán þeirra á
klaustra- og kirknaeignum. En
ekki var fögnuður hennar ó-
blandinn; hún bar ugg í brjósti
um, að stjórnmálamenn okkar
mundu ekki verða menn til að
varðveita sjálfstæði landsins
fremur en á Sturlungaöld. En
ekki grunaði hana, að þeir
mundu panta hingað erlendan
her á friðartímum að þjóðinni
fornspurðri, og gefa samþykki
til að lagt væri i geypilegar
hernaðarframkvæmdir, og ís-
lenzkar hendur yrðu látnar
smíða naglana í sinar* eigin lík-
kistur — ef illa félli.
Jóhanna þjáðist mjög af höf-
uðveiki og var sem sækti á hana
drungi og svefnhöfgi, svo vart
gæti hún haldið sér uppi. En
bærist tal okkar að bókmenntum
og áhugamálum hennar, var sem
drunganum létti af henni, svip-
urinn glaðnaði og fögru, gráu,
augun hennar ijómuðu og snilli-
yrðin flutu af vörum hennar;
oft vitnaði hún í Vídalínspost-
illu, því engan prédikara mat
hún siíkan sem meistára Jóu’
Fannst henni heldur lági risið
á prestum okkar nú, ef þeir
væru bornir saman við hann.
Hlátur hennái' glaður óg hlýr,
þegar þannig lá á henni, ómar
mér enn í eyrum, og af fundum
hennar fór ég fróðari um gáf-
ur og manngildi, sem leynast
með alþýðufólki er ekki hefur
látið glepjast af hégómaskap,
sýndarmenningu, yfirborðshætti
og því eirðarleysi, sem einkenn-
ir nútímann.
Indriði Einarsson getur þess
í minningum sínum um Jón Sig-
urðsson, að höfðingsskapur hans
og gestrisni hafi verið slík, að
jafnan veitti hann beztu vínin
og dýrustu vindlana Jóhönnu
var líkt farið. Hún bar gestum
sínum ætíð það bezta; örlæti
hennar og rausn var meiri en.
efnin leyfðu.
Jóhanna mun hafa verið fríð;
kona á yngri árum, fremur !ág-
vaxin og þéttvaxin, mjög björt
yfirlitum og húðin mjúk sem á
barni, frekar kringluleit, munn-
urinn fríður, hendurnar vel lag-
aðar, hvítar og mjúkar ljósmóð-
urhendur. Mildi og blíða skein
úr hinum fögru augum hennar.
Autt er nú húsfreyjusætið sem
hún hefur skipað með sóma
meira en hálfa öld við hlið
manns sem elskaði hana og
virti. Ekki á ég aðra ósk betri
hinum áttræða öldungi en þá,
að stutt verði milli samfunda.
Og þó að ástvinum hennar þyki
að henni mikill sjónarsviptir,
munu þeir á einu máli um það,
að gott var henni heilum vagni
heim að aka, áður en Elli kerl-
ingu tókst að koma henni á kné.
Blessuð sé minning hennar.
Megi þjóð mín eignast margar
konur henni líkar um gáfur og
mannkosti.
5. janúar 1955.
Björn Magnússon.
SKIPAUTGCRÐ
._rikisins
Herðubreið
Tekið á móti flutningi til
Véstmáhhaeýjá í dag'.'
fþróttir
Framhald af 8. síðu.
Hvorki keppendur né forráða-
menn mega gleyma því að æfing
verður að vera undanfari keppni,
en sé grunurinn réttur er hlut-
unum snúið hér við, en það er
rangt gagnvart góðri íþrótt og
það er skaðlegt fyrir íþróttafólk-
ið sem þannig vinnur eða er lát-
ið vinna.
m
• •
innincf<xr5pi
öld
• ^.1 ' • .
MÁLASKÓLI
Halldórs Þorsteinssonar
ENSKA - FRANSKA !
- SPÁNSIÍA
■
Kennsla hefst.í nýjum flokkum og framhalds- :
!
flokkum 6. janúar. — Innritun frá kl. 4-7 í Kenn-
■
:.í> , d-f . >. •: v -v .
araskólainum og í síma 3271.
eitinprmeiin
vantar á línubáta frá Hafnaríirði
Uppl. í síma 9165.
HAPPDRMTI
r
Háskóla Islands
SALA 11. FLOKKI ER HAFIN
Erlend tíðindi
Framhald af 6. síðu.
Stjómendur Bandaríkjanna og
Bretlands eru margbúnir að
viðurkenna með verkum sínum,
að ekkert mark er takandi á
fullyrðingum þeirra um að vest-
urþýzks hers sé þörf til að
„efla varnir Vestur-Evrópu". Á
fundi ráðherranefndar A-banda-
lagsins í París rétt fyrir hátíð-
arnar var ákveðið, að stjórn
bandalagsins skyldi byggja all-
ar áætlanir sínar á því að
kjarnorkúvóþftum ýrði beitt frá
upphafi ef til styrjaldar kæmi í
Evrópu. „Ef hægt er að vorja
Vesíur-Evrópu með því að
treysta á kjarnorkuvopn, hvaða
þörf er þá á því að hervæða
Þjóðverja?" spyr Hanson W.
Baldwin, hermálasérfræðingur
New York Tinies, í blaði sínu á
Þoriáksmessu. Hætt er við að
fleirum leiki forvitni á að fá
skýrí svar hlutaðeigenda við
þeirri spurningu og þá ekki
síður annarri, sem hann ber
fram í sömu grein. Hann bend-
ir á að Bandaríkjastjórn hefur
ákveðið að fækka mönnum í
bandaríska landhernum um
hundruð þúsunda á næstunni,
og spyr, úr því að það sé óhætt,
hvaða nauður reki þá til að
fjölga mönnum undir vopnum
í Vestur-Evrópu.
Á stæðurnar til þess að stjórn-
ir Bandaríkjanna og Bret-
lands leggja slíka áherzlu sem
raun ber vitni á það að her-
væða Vestur-Þýzkaland, eru því
einhverjar aðrar en þær, sem
látið er í veðri vaka. Sumir, til
dæmis hið kunna, brezka blað
New Statesman and Nation,
segja að flanið stafi af því að
það sé orðið þessum ríkisstjórn-
um slíkt metnaðarmól að fá
vilja sinn fram í þessu efni
að þær sjáist ekki fyrir og
skeyti því jafnvel engu þótt
þær veiki A-bandalagið stór-
um með ofurkappi sínu. Slíkri
glópsku verður vart trúað á
eins þaulreynda stjórnmála-
menn og hér eiga hlut að máli.
Hitt liggur í augum uppi, að
þýzkur lier hefði töluverða sér-
stöðu innan A-bandalagsins.
Vestur-Þýzkaland yrði eina rík-
ið í bandalaginu sem gerði
kröfur til landa í Austur-Ev-
rópu. Grunsemdir hljóta því
að vakna um að fyrirliuguðum
her þess sé ætlað hlutverk,
sem ekki væri hægt að treysta
herjum annarra bandalagsríkja
til að leysa af hendi. Svo mikið
er víst að ríkisstjórnirnar í
Austur-Evrópu hafa boðað að
þær muni mæta stofnun vest-
urþýzks hers með því að sam-
einast í hernaðarbandalagi og
auka herafla sinn.
M. T. Ó.
Umboðsmenn í Reykjavík:
Arndí^ Þorvaldsdóttir kaupkona, Vesturgötu 10, sími 82030.
Elías Jónsson kaupm., Kirkjuteigi 5, sími 4970.
Guðlaugur & Einar G. Einarssynir lögfr., Aðalstr. 18, sími 82740.
Guðrún Ólafsdóttir, frú, Þingholtsstræti 1, sími 2230.
Helgi Sívertsen umboðsm., Austurstr. 12, sími 3582.
Pálína Ármann, frú, Varðarhúsinu, sími 3244!
Ragnhildur Helgadóttir, frú, (Verzl. Happó), Laugav. 66, sími 4010
Þórey Bjarnadóttir, frú, Bankastræti 8, sími 3048,
í
Umboðsmenn í Hafnariicði:
Valdimar Long kaupm., Strandg. 39, sími 9288.
Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, Strandg. 41, sími 9310.
35600 númar — 11333 ¥iiiningar
Vinningar samtals kr. 5.880.000,00
ATHUGIÐ:
Viðskiptamenn hafa forgangsrétt að fyrri númerum sínum til 10. jan., gegn
framvísun 12. flokks miðanna. Eftir þann dag er umboðsmönnum frjálst að
selja öll númer.
Þar sem happdrættið var nálega uppselt síðastliðið ár, hafa umboðsmenn
mjög fáa miða handa nýjum viöskiptamönnum. Þeir .munu því neyðast til að
selja þá miða, sem ekki verða teknir í síðasta lagi 10. janúar, strax á eftir.
Vitjið miða yðar í tæka tíð — Látið ekki happ úr hendi sleppa —