Þjóðviljinn - 14.01.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.01.1955, Blaðsíða 5
-Föstudagur 14. janúar 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (í3 Fjórða hver gift kona vinnur úti í nýjum dönskum hagskýrsl- um er frá því skýrt, að 255.500 giftar konur vinni utan heimil- is. Það svarar til þess að f jórða hver gift kona vinni úti. Aðeins 12% eiginkvenna framkvæmdarstjóra vinna ut- an heimilis, en 40% af konum verkamanna verða að vinna úti til að afla fjölskyldunni viður- væris. Árið 1952 unnu giftar konur fyrir 771 millj. d. kr., eða að meðaltali 3000 kr. hver. 8 þús. brott-j rekstrar Bandaríkjastjórn hefur til- synnt að frá því í maí 1953 pangað til í september 1954 nafi 8000 embættismenn hins opinbera verið reknir úr stöð- um sínum eða verið skipað að segja af sér. Ástæðan til þessara brottrekstra var að úrskurðað hafði verið að „ör- yggi ríkisins stafaði hætta“ af því að þeir gegndu störfum sínum áfram. Lífþræðir milli kjarna og umfrymis rafeindamyndaðir Uppgötvun sem bregSur blrtu yfir leyndardóm hinnar lifandi frumu Framhald af 1. síðu. í tveggja skipslengda f jarlægð og þá fyrirsltipað fulla ferð aftur á og jafnframt var beygt á stjórnborða. Fengu góða aðhlynningu Islendingamir sem björguð- ust voru strax færðir í þurr föt um borð í brezka togar- anum og fengu hina beztu að- hlynningu. Þegar er Gísli skip- stjóri hafði farið í þurr föt fór hann upp í brú til að hjálpa til við leitina að þeim tveim sem ekki náðust, og allir voru Islendingamir komnir upp á þiljur aftur eftir 4—6 mín- útur eftir áreksturinn. Lífgunartilraunir reyndust árangurslausar 40 mínútum seinna kom Gísli auga á sjóhatt hjá tveim lóðabelgjum. Reyndist Hörður Jóhannesson vera þar, var hann fastur við lóðabelgina. Var honum náð upp og lífgun- artilraunir hafnar kl. 1 og var þeim haldið áfram í 3 klst. en án árangurs. — Lík Rafnars Ragnarssonar fannst ekki. Togarinn leitaði á slysstaðn- um í 2 stundir en sigldi því- næst til ísafjarðar. Til viðbótar þessari frétt niun rétt að segja það, að ís- lenzkum sjómönnum og íslend- ingum yfirleitt mun þykja nóg að gert hjá brezkum útgerðar- mönnum með veiðiþjófaði í ís- lenzkri landhelgi og löndunar- banni, þótt ekki bætist mann- dráp þar á ofan,— er þetta sízt af fjandsemi sagt við brezku þjóðina. Vestfirzkir bátasjó- menn hafa orðið mjög hart úti af ágangi erlendra togara á miðunum, og hefur verið rætt á Alþingi nauðsyn þess að stækka landhelgina fyrir Vest- fjörðum, svo afkoma vest- firzkra sjómanna væri ekki eyðilögð. Nú hefur komið í ljós að þess er einnig þörf til þess að þeir megi lífi halda. Bandarískir vísindamenn telja sig hafa fundið tengsl- in á milli kjama hinnar lifandi frumu og frymisins sem umlykur hann. Það hefur lengi verið vitað, j litla þræði sem náðu gegnum himnuna sem skilur kjarnann og umfrymið. Það sást einnig að þræðimir lágu inn í kjamann. „Við ályktum út frá ljósmynd- að kjarninn væri stjómstöð' frumunnar, minnstu lífseindar- innar. Það hefur einnig verið vitað, að kjarninn hefði að geyma erfðavisana (genin), sem bera erfðaeinkennin frá kynslóð til kynslóðir. En hingað til hefur ekki verið vitað, á hvem hátt kjaminn stjórnaði allri starfsemi frumunnar. „Lífþræðir" i froskeggjum Nú hafa bandarískir vísinda- menn fundið agnarsmáa „líf- þræði“ í eggjum froska sem þeir hafa skorið í örþunnar sneiðar (einn miiljónasta úr þumlungi að þykkt) og skoðað í rafeindasmá- sjá. Skýrt var frá þessu nýlega á þingi bandarísku vísindaaka- demíunnar sem haldið var í Columbíaháskóla. Þessar rann- sóknir voru gerðar undir stjórn prófessors Arthur W Pollister. Efnabreytingar i umfryminu Prófessor Pollister sagði, að ljósmyndir teknar gegnum raf- endasmásjár myndu ef til vill „leysa að verulegu Ieyti ráðgát- una um, hvemig kjarninn, sem inniheldur. erfðavísana, kemur fram hinum miklu áhrifum á hinn hluta frumunnar, það er umfrymið“. Enda þótt allflestar efnabreyt- ingar í frumunum og þá þær sem mikilvægastar eru, eigi sér stað í umfryminu, þá hafa menn af ýmsu þótzt geta ályktað með öruggri vissu, að kjarninn hafi yfirstjóm þessarar starfsemi. Pollister benti þannig á, að ef kjarninn er tekinn úr frumu, þá stöðvast þessi starfsemi smám saman og fruman deyr. Ef erfða- vísir breytist, þá verður ýmist að einhvern þáttinn í starfsemi umfrymisins vantar eða þá að hann verður með allt öðrum hætti en áður. Og Pollister líkti frumukjarnanum við fram- kvæmdastjórn fyrirtækis, en um- fryminu við verksmiðjur þess. Engin sýnileg gögn hingað til Hann bætti við, að hingað til hefðu engin sýnileg gögn verið fyrir því, að nokkur efnatengsl væru milli kjamans og um- frymisins, sem gætu skýrt hvern- ig á áhrifum kjarnans stendur. Líffræðingar Columbíaháskóla töldu, að ef hafa mætti upp á slíkum gögnum, væri þeii'ra helzt að leita í vexti eggjafrumunnar, og þá á byrjunarstigum hans, þegar erfðavísamir valda efnamyndun- um, sem ráða nær öllu um þá þróun, sem lýkur í sköpun sér- stakrar lífveru. „Lífþræðirnir“. Þeir lögðu því örþunnar sneið- ar úr froskeggjum, sem skornar voru áður en byrjunarstigum var lokið, undir rafeindasmásjá sína. Á ljósmyndunum sáu þeir ör- um okkar, að á þessu ákveðna stigi á þróunarferli eggsins séu einhver efnatengsl milli kjarnans og umfrymisins. Þess ber þó að gæta, að enga hreyfingu má lesa úr myndunum, svo að ekki verð- ur sagt með vissu hvort efnin eru á leið út í umfrymið eða inn i kjarnann." Frönsk kjarn- orkusprengja Mendés-France hélt fyrir skömmu fund fyrir luktum dyrum með helztu ráðherrura sínum og var umræðuefnið hvort Frakkland skuli hefja undirbúning að framleiðslu kjarnorkusprengna. Engin endanleg ákvörðun var tekin á fundinum, en talið að ríkisstjórnin muni taka hana innan skamms. Nokkrir ráð- herranna eru þess mjög fýs- andi að Frakkland framleiði kjamorkuvopn og halda því fram að það mundi auka mjög áhrifavald þess í alþjóðamálum. Læknir á sjúkrahúsi í Tokíó skoðar með g eigerteljara einn þeirra fiskimanng, seni sœrðust hœttulega af helryki eftir vetnissprenginguna í marz s.l. Vísindannenn sammála um úrkynjist - ■' ef vetmisspremghigM&m, verðs&r ehhi hætt „Hlýði menn í þessum málum (vaxöandi kjarnorku- geislana) ekki á alvöruþrungnar aðvaranir vísindanna og íari eftir þeim, munu þeir um seinan uppgötva sannindi hins grimmilega spádóms, að syndir feöranna koma nið- ur á börnunum í þriðja og fjóröa liö“. Á þessum orðum lýkur grein, sem einn af deildarstjórum rétt- arlæknisfræðistofnunarinnar dönsku, dr. phil Frank Lurídquist, ritar í blaðið Frit Danmark. Kemur í ljós eftir inarga ættliði Dr. Lundquist ræðir í greininni það mál, sem að undanförnu hefur verið mjög á döfinni meðal danskra vísindamanna: áhrif kjarnorkugeisianna á erfðavísana. Hann minnir fyrst á að geisla- verkun geti valdið stökkbreyting- um (mútasjónum), sem oftast nær þýða úrkynjun, hvað lítil sem hún er. Hin eyðileggjandi áhrif geislaverkunarinnar á erfðavísana eru þáu sömu, hvort sem geislunin kemur í einum stórum skammti, eða langvarandi smáum skömmtum og þessi áhrif koma oft ekki í Ijós fyrr en nokkrum kynslóðum síðar, því að heilbrigðir erfðavísar frá hinu foreldrinu breiða oft yfir þau, en smám saman, kannski mörgum kynslóðum síðar, mun stökkbreytingin eiga sér stað. Dr. Lundquist skýrir síðan í stuttu máli, hvers vegna stökk- breytingarnar leiða nær ævinlega til hins verra, og ræðir nokkuð hve stóran geislunarskammt þurfi til að gera stckkbreyting- ar tvöfalt algengari meðaþmanna en þær eru nú. Maðurinn viðkvæmari en óæðri dýr. Flestar tilraunir, sem lúta að stökkbreytingum hafa verið gerð- ar á bananaflugunni, en dr. Lundquist varar við því að láta niðurstöður þeirra gilda um menn, þar sem margt bendir til þess, að menn og dýr með heitt blóð séu 10 sinnum viðkvæmari fyrir geislaverkunum en banana- flugur. Af því leiðir, að mjög liti® aukning geislaverkunar þarf tllt- þess að stökkbreytingar tvöfaldja- ist. 2.500 millj. kr. á sprengju! Hann vitnar síðan í uramæ:?,, sem bandaríski prófessorinn O. R.. Frisch kom með á fundi í dansk-& líffræðifélaginu í desember s.L. Hann hefur áætlað, að 2 vetn*- issprengingar á ári muni leiða tí|i helmingi meiri geislaverkunar í andrúmsloftinu en fyrir er, erSs við það myndi stökkbreytingura}: sennilega fjölga um helming.. (Geislaverkunin sem fyrir er- stafar frá geimgeislum). Prófessor Frisch hefur einnig; reiknað út, að slík tvöfölduaSs stökkbreytinga mundi kosts,. 5.000 milljónir króna í auknuntii kostnaði til félags- og heilbrigð-- ismála: 2.500 milljónir kr. §i sprerígju! Enginn getur verið óhultur. Dr. Lundquist vitnar í mæli ýmissa annarra kunnr^T vísindamanna, þ. á. m. brezfcaT Framh. ó 11. síðUo

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.