Þjóðviljinn - 14.01.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.01.1955, Blaðsíða 6
$) —• ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 14. janúar 1955 þlÓOVIUINN Útgefandl: Samelningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokkurinn. Ritetjórar: Magnús Kjartansson, Siguröur Guðaiundsson (áb.) Fréttastjórl: Jón Bjarnason. BluOamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Bitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasðluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Þekkingin og vitið Morgunblaðið er ákaflega hneykslað í gær. Og hver er éstæðan? Hún er sú, að Þjóðviljinn og fleiri blöð stjóm- arandstæðinga hafai ekki tekið hótunum Ólafs Thors iim nýja gengislækkun með þegjandi þögninni eða talið prédikanir Benjamíns Eiríkssonar gegn kjarabótakröfum verkamanna óskeikular. Um þetta segir Morgunbláðið: ,,Það er yfirleitt orðið þannig, að þegar þjóðmál eru rædd af þekkingu og viti þá rjúka málgögn Kommúnista, krata og Þjóðvarnai’- manna upp með fíflskap og ókvæðisorðum. Hverskonar varnaðarorð eru talin „árás á alþýðuna“ o.s.frv." Er ekki von að Morgunblaðið sé hneykslað? Hefur ekki „þtkking og. vit“ Thorsarans og benjamínsins sannað raunhæfni sína og óskeikulleik? Boðuðu ekki þessir herr- ar gengislækkunina 1950 sem allra meina bót fyrir at- vinnuvegi og fjárhag landsmanna? Jú, vissulega gerðu þeir það, og þjóðin hefur ekki gleymt hvað af hlauzt og hverf stefnir fyrir áhrif gengislækkunarstefnunnar. Dýrtíðin hefur aukizt stórlega, kjör a'lmennings hafa ekki aðeins farið versnandi heldur og afkoma atvinnutækj- anna. En auðmennirnir hafa grætt milljónir á milljónir ofan fyrir tilverknað stjómarstefnunnar sem gaf þeim laúsan taum til hóflausrar álagningar og hverskonar gróöabralls. Gengislækkun Ólafs og Benjamíns hefur reynst bröskunmum sönn auðsuppspretta og margfaldað tekjur þeirra og gróða á sama tíma og hún hefur leitt öngþveiti yfir atvinnulífið og gert þá fátæku fátækari en áður. - Þetta veit allur almenningur og hefur öölazt þá vissu af dýrkeyptri reynslu síðustu ára. Og þessvegna eru al- þýðusamtökin ráðin í að leita allra tiltækra úrræða til að rétta hlut meðlima sinna, hvað sem kenningum benja,- mínsins og hótunum Thorsarans líður. „Þekking" þeirra og ,.vit“ hefur verið vegið á mælivog reynslunnar og létt- Vægt fundið. Þeir hafa reynzt falsspámenn og hjálpar- kokkar auðmanna en engir bjargvættir atvinnuveganna og almennings. S'gtir Sjéntðnnafélagaiina í Vest- I mannaeyjum D '>mur hæstaréttar um skyldu útgerðarmanna að graiða hlutarsjómönnum bátagjaldeyri hefur vakið at- hygii um aflt land. Hann hefur vakið athygli á því, hvern- Ig Urvígismenn og trúnaðarmenn sjómanna í Vestmanna eyjum standa á verðinum um hagsmuni sjómanna. Og hann hefur vakið athygli á því, hve miklum árangri er hægt að ná með nákvæmri orðun kjarasamninga og rösk- legri framgöngu í því að ákvæðum kjarasamninga sé fy]/Tf til hins ýtrasta. Útgerðarmenn hafa þessi síðustu ár haft milljóna- fúlgur af sjómannastétt landsins með því að neita henni un -éttmætan hlut af bátagjaldeyrinum. Hefur þeim greiðslum verið neitað þrátt fyrir margendurteknar kröf- tur sjómanna, en sjómannafélögin í Vestmahnaeyjum vúdij ekki sætta sig við þau málalok og höfðu þau öll, Bjcmannafélagið Jötunn, Vélstjórafélag Vestmannaeyja og C;kipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi, samtök um að leita réttar jsíns fyrir dómstólum. Var farið í próf- mál. og vannst það í undirrétti, útgerðarmaðurinn var da mdur til að greiða hlutaðeigandi bátagjaldeyri á hlut h£ s. Og nú hefur hæstiréttur staöfest þann dóm. ? etta er ekki í fyrsta sinn að athygli sjómanna um al1 land beinist að samtökum sjómanna 1 Eyjum fyrir frr ngöngu þéirra í kjaramálum stéttarinnar. En sigur •þei ra hlýtur að verða til þess að hin syfjaða forysta Sj- nennafélags Reykjavíkur láti loksins þetta réttlætis- m;' til sín taka, þvi að sjálfsögðu munu hlutarsjómenn un a’lt land krefjast þeirra bátagjaldeyrisgreiðslna, sem yþei i ber og útgerðarmenn hafa ranglega haldið fyrir '^þeim árum saman. íslenzkir aðalhermangarar Í»ða úrbót í hús næðismálum Þegar íslenzka hermang- arafélagið undirritaði sinn fyrsta samning við her- námslið Bandaríkjanna á íslandi, tilkynnti það, að samningur sá næði til bygg- ingar íbúða fyrir varnar- liðsmenn, og sé að upphæð 36.6 milljónir króna. Og hermangarafélagið bætir við: „Verkunum skál vera lok- ið fyrir 31. desember 1955, og mun þá veröa mikil úr- bót á húsnœðismálum • varnarliðsmanna“. ★ Aldrei fór það svo, að ekki birtist nein frétt um úrbætur í húsnæðismálum. Svo langþráð er sú frétt orðin þeim þúsundum ís- lendinga, sem neyðast til að búa í óhæfu og heilsu- spillandi húsnæði, að það var ekkí vonum fyrr að eitthvað heyrðist frá „á- byrgum aðilum“. En því fór ver, hið mikla alíslenzka hermangarafélag var ekki að fagna úrbótum í húsnæðismálum reykvískr- ar alþýðu né annarra íslend- inga, heldur var fréttin og fögnuðurinn bundinn því að fá að reisa í skyndi 200—300 íbúðir fyrir bandarískt her- námslið suður á Reykjanesi. „Og mun þá verða mikil úrbót á húsnæðismálum varnarliðsmanna“, auðheyrt er hve mikils hermöngur- unum nýju (og gömlu) finnst um vert. Og hér eru að koma til framkvæmda hinar dásam- legu lagfæringar Framsókn- arflokksins á þeirri „nauð- syn“ Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins að kalla er- lendan her inn í landið á friðartímum og ofurselja herveldi íslenzkt land til hernaðarframkvæmda. Það vantar heldur ekki, að hermangarafélagið gefi utanríkisráðherra Fram- sóknar dýrðina fyrir „leið- réttingar“ hans á hernám- inu. Nú geta nokkur hundr- uð íslenzkir gróðamenn komizt beint á gróðaspena hernámsins og sogið sig þar fasta svo um munar, fengið að finna það fyrir alvöru hvílík dýrð bandarískt her- nám er. ★ Og ekki stendur á ríkis- stjórn íslands að taka inni- legan þátt í þessari „úrbót í húsnæðismálum“. Rétt fyrir jólin samþykktu þing- menn hermangaraflokkanna framlög úr ríkissjóði vegna þess að íslenzka ríkið hefur gerzt hluthafi í aðal-her- mangarafélaginu. Það var að vísu dálítið óþægilegt að sósíalistar skyldu vekja at- hygli á því hneyksli með mótmælum sínum, en fram gekk það, hinir ábyrgu, þjóðhóllu flokkar sam- þykktu að flækja íslenzka ríkinu beinlínis í hlutafélag aðalhermangaranna, Sömu dagana felldu þess- ir sömu flokkar, ábyrgu flokkarnir, Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur, tillögur sósíalista á Alþingi um ráðstafanir og framlög til útrýmingar heilsuspill- andi húsnæði sem íslend- ingar búa í. Hvað varðar þá um íslenzk börn, íslenzk- ar konur, íslenzka alþýðu- menn, íslenzk gamalmenni? Þeir eiga svo annríkt, Framsókn og Sjálfstæðis- flokkurinn við „leiðrétting- ar“ ástandsins á Keflavík- urflugvelli, og geta nú loks- ins, fyrir munn gróðamanna sinna í hermangarafélaginu tilkynnt fagnandi: „úrbæt- ur í húsnæðismálum" bandaríska hernámsliðsins á Reykjanesi. Þar er hugur Nýlega er komið út á vegum búnaðíirdeildar Atvinnudeildar Háskólans rit um samanburð á kartöfluafbrigðum. Höfundur er Sturla Friðriksson tilrauna- stjóri jurtakynbótastöðvarinnar að Varmá. Þar sem ég veit að rit At- vinnudeildarinnar eru ekki svo útbreidd, meðal almennings, sem æskilegt væri, langar mig til að gefa lesendum nokkurt yfirlit yfir efni þessa rits og helztu niðurstöðu. Höf. segir í inngangi, eins og mönnum reyndar kunnugt er, að hér á landi hafi verið í notkun að undanförnu allmörg kartöfluafbrigði, án þess nokk- urntíma hafi verið gerður sam- anburður á uppskerumagni þeirra eða gæðum. Sumt af þessum kartöfluafbrigðum hef- ur reynzt sæmilega vel og hlotið verðuga viðurkenningu, annað miður og á því engan rétt á sér til ræktunar hér. En „það er hinsvegar úrlausnarefni til- raunastöðvanna að rannsaka, hvaða afbrigði eru hentugust til ræktunar, leita að árvissum kartöfluafbrigðum, sem geta þolað veðurfar ákveðinna land- svæða og eru ónæm fyrir sjúk- dómum, en gefa mikla uppskeru góðra, næringarríkra kartaflna, sem auðveldar eru til upptöku og góðar til geymslu. Til þess að fá fram slík kartöfluafbrigði er fyrst að leita í þeim efnivið, sem fáanlegur er í landinu eða frá erlendum tiiraunastöðvum og verzlunum, og rannsaka, hvort ekki sé til afbrigði, sem fullnægir þessum settu kröfum. Sé slíkt afbrigði ekki til, verð- ur hinsvegar að hefja hinar eiginlegu kynbætur með víxl- frjóvgunum, úrvali eða öðrum flóknari aðferðum." þeirra. Þar eru þeir ábyrg— ir! ★ Væri ekki ráð að gefa þessum háttvirtu flokkum frí? Frí frá því að stjóma landinu, fyrst þeir gefa sér ekki tíma til eða geta ekkí gert það skár. Væri ekki rétt að hindra, að þeir ár- um saman tengi nafn ís- lenzka lýðveldisins við hlutabréf í blóðpeningum hins islenzka hermangara- félags? Væri ekki rétt að alþýða íslands hætti að lyfta til valda óvinum sín- um, sem nota trúnað og völd einungis til þess að raka saman ofsagróða og hika ekki við að leggjast dýpra og dýpra í svaðið frammi fyrir bandarísku húsbændunum, bandarísku þjóðaböðlunum, til að ná Árið 1946 var byrjað að safna kartöfluafbrigðum erlendis frá, og nokkrum, sem hér höfðu ver- ið ræktuð áður, en árin 1948— 53 fóru samanburðartilraunírn- ar fram, fyrstu árin að ÚLfars- á í Mosfellssveit, en síðari árin að Varmá í sömu sveit. Þangað var stöðin flutt 1950. 142 af- brigði urðu alls í tilrauninni. Við tilraunina var notað svip- að áburðarmagn og almennt gerist við kartöflurækt. Fyrstu árin eingöngu tilbúinn áburður, en síðari árin hvorttveggja, til- búinn áburður og húsdýraá- burður. Garðland var breytilegt, stundum sendið, stundum í mýrarjarðvegi, í leirbornu ofan- afristu tún og siðast í gamal- ræktuðu túni ofanafristu. Oftast var fyrirkomulag til- raunanna þannig að hafðar voru þrjár endurtekningar með fimm kartöflum í reit. Til sam- anburðar var haft kartöfluaf- brigðið „Eyvindur“ og uppskera hinna afbrigðanna miðuð við það sem hundrað. Sérstaklega voru reiknuð út frá því þau af- brigði, sem uppskerumeiri reyndust hverju sinni. í ritinu eru töfiur til skýr- ingar. Þar er tafla um meðal- 'hita og úrkomumagn hvers árs, yfir sprettutímann. Sú tafla sýnir að árferði var mjög mis- jafnt, sem að vissu leyti mun hafa komið sér vel fyrir þessa tilraun. Þá er tafla yfir upp- skerumagn hvers afbrigðis öll árin, sem tilraunin stóð. Á þeirri töflu sést, svo ekki verð- ur um villzt, mismunur á sprettuhæfni. Sum afbrigðin standa sig vel, virðast una vel aðstæðum hér, önnur ekki, og dregur úr uppskeru þeirra ár frá ári. Tafla er yfir niðurstöð- Framhald á 11. síðu. því marki? Kári. MT UM SAMANBURB á MAMTOUUUAFBIIII5PUM llbsigðm Seguoia og Kennebec reyndust bezt bæði hvað uppskemmagn og gæði snerti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.