Þjóðviljinn - 14.01.1955, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.01.1955, Blaðsíða 8
komu inn í Sovétríkin. Samtals fóru 115 flokkar til keppni eða sýninga út fyrir landamærin lengra eða styttra, en 140 flokkar komu í heimsókn. Á þessu ári kepptu þeir í fyrsta sinni á alþjóðamótum í ís- ltnattleik, skíðum, fimleikum, nútíma fimmtarþraut og skot- fimi. Nú er varla lengur um lok- að land að ræða eins og áður var. Hljóta allir þeir sem hörmuðu það að þessar þjóðir komu ekki með í samstarfið, að gleðjast yfir þessari breyt- ingu. Sagt er að á hlnu nýbyrjaða ári verði enn fleiri sveitir sem fara til Sovétríkjanna og enn fleiri sveitir sovét-íþrótta- manna sem fara til annarra landa. ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 14. janúar 1955 -— 1* ÍÞRÓTTIR ftlTSTJÓRI FRÍMANN HELGASON íþróttalífi í Sovétríkjunum en menn hafði grunað. Eiiistakar íþróttagreinar Sovét-Rússlands tóku nú að ganga í alþjóða- sambönd sem líka varð til þess smátt og smátt að opna sam- bandið milli sovét-íþróttafólks og vestrænna íþróttamanna. Árið 1954 hafa verið meiri samskipti milli þeirra en nokkru sinni áður. Var það svo að 36. hverja klukkustund allt árið fóru sovétflokkar til annarra landa eða erlendir flokkar 115 sovézkir íþróttaflokkar kepptu í 31 landi árið 1954 Fram að árinu 1946 vissu menn fremur lítið um íþrótta- líf í Sovétríkjunum. Þær voru flestum lokuð bók og var ekki laust við að þeim væri legið á hálsi fyrir að koma ekki í sam- Starf með vestrænum þjóðum. Þeir voru heldur ekki í al- þjóðasamböndum, þó lausa- hermdu að árangur í ýmsum væri betri en gildandi heimsmet fékkst engin viður- kenning á því utan Sovétríkj- anna. Á árunum eftir síðasta stríð fara þeir að koma meira fram í dagsljósið vestan ,tjalds‘. Þátttaka í EM í Osló þó í smá- um stíl væri. För Dynamo til Bretlands nokkru síðar varð til að vekja meiri athyg’i á i íþróttafélagið DyncLmo í Moskva hefur vafalaust á að skipa peim sovézka knattspyrnuflokki, sem þekktastur cr utan Sovétríkjanna, enda vakti Bretlandsför flokksins skömmu eftir lok síðasta stríðs mikla athygli. ' Myndin er af Dynamo-liði því sem sigraði Arsenal í Mos kva s.l. haust. Á ferð um Sovétríkin Framhald af 7. síðu. , fyrir augum okkar íslending- anna, og varð okkur því .harla starsýnt á þetta mikla mannvlrki. Rússarnir horfðu líka á það með stolti meðan það var hægt. Áin Dnépur rennur í ótal bugðum gegnum akurlöndin, nokkuð dreifð, en hvanngræn- ar eyjar og hólmar í henni hér og þar. Á fljótinu voru víða lestir af stórum fljóta- prömmum, en dráttarbátar strituðust við að draga þá á móti straumi, sem virtist æði þungur. Okkur bar hratt suður-á bóginn, við sáum firðina beggja megin við Perikopeiðið', sem tengir Krímskagann við meginlandið. Asovshafið til hægri, en Svartahafið á vinstri hönd. Þarna er gríðar mikil salt- vinnsla, og langar járnbraut- arlestir þutu þar fram og aft- ur. Þar var áreiðanlega líf í tuskunum. Ótal eyjar eru þarna úti fyrir ströndinni, og tangar teygja sig út í firð- ina, en alstaðar ræktað land, hver þumlungur hvanngrænir akrar. Sólin blikaði á reisu- leg og vel skipulögð þorp samyrkjubúanna, en í fjarð- arbotnunum eru allstórar borgir, með hafnir og flug- velli, og ógleymdum járn- brautunum sem liggja eins og net um allt landið og teygja sig inn í hverja borg og bæ. Áfram klauf flugdrekinn okkar tært loftið suður á bóg- inn, við sáum móta fyrir f jall- garði framundan, þetta voru fjöllin á Krímskaganum, sem við áttum að aka yfir í bíl. Nú var þessi dásamlega flug- ferð rétt á enda. Það stend- ur heima, flugvélin lækkaði flugið, og borgin Simferopol lá framundan böðuð í sól. Flugvöllurinn breiddi úr sér rétt fyrir neðan okkur, við flugum skammt yfir húsa- þökunum og „trjátoppunum, svo þegar vélin hallaði sér um leið og hún beygði, var eins og að vængbroddurinn myndi jafnvel snerta þau. Þá höfum við verið röska sex tíma frá því við lögðum af stað frá Moskvu með við- komunni í Karkoff. Þegar vélin hafði stöðvazt Qg hurðin var opnuð, var þar komin allstór móttökunefnd frá verkalýðssamtökum Krím- héraðsins, sem bauð okkur velkomin með fögrum orðum. Voru okkur færðir blómvend- ir, og þeir ekki af minni gerð- inni því við vorum þarna bókstaflegá með fullt fangið af ilmandi rósum. Þama var ekkert staðið við heldur far- ið beint í bílinn, og þótti þessu ágæta fólki leiðinlegt að það gat ekki fengið að sýna okkur frekari gestrisni. Ekki þótti okkur síður leiðin- legt að hafa ekki tækifæri til að njóta gestrisni þess, og skoða þessa borg, er var svo mikið umtöluð í stríðsfréttun- um forðum, enda var hún þá að mestu jöfnuð við jörðu. En það er þar sem annarstað- ar 1 Ráðstjómarríkjunum, þar sem styrjöldin skildi eft- ir sviðið land og brenndar og hmndar borgir, gengur end- urreisnin með undraverðum hraða. Þar em engin sem banna að byggja, eða nefndir sem banna þetta og hitt, heldur sameinast allir í eitt og verður sem einn vilji og ein hönd að leysa þau mörgu og erfiðu verkefni, sem að höndum ber á hverj- um tíma, og árangurinn verð- ur meiri en nokkur getur Mugsað sér sem ekki sér það. Það er ekki harðstjóm .eða kúgun sem rekur þetta fólk áfram að byggja upp land sitt, og auka velmegun þjóð- ar sinnar, heldur vitundin um það, að allur ágóðinn af starfi þess rennur til heild- arinnar, til þess sjálfs, en ekki auðhringa eða einhverra auðburgeisa, sem svalla og lifa í óhófi og unaði roeðan meðbræður þeirra svelta. Bíllinn sem við setjumst upn í og átti að flytja okkur til Jalta, var 14 manna kassa- bíll ágætur, og bílstjórinn miðaldra, traustur, ömggur og þaulkunnugur leiðinni. Einn maður bættist í hópinn, maður frá verkalýðssambandi Krímskaga. Hét hann Alex- ander og var einn af frægustu skæruliðum í stríðinu á þess- um slóðum, í skógunum og fjöllunum á skaganum, enda var sama hvar hann kom eða fór, fólk sneri við og horfði á hann með virðingu, og fjöldi fólks stöðvaði hann t.d. á göt- um Jaltaborgar og heilsaði honum með handabandi og miklum innileik. Hann er lít- ill maður vexti og grannur, en áreiðanlega snar og fljótráð- ur, og þarf ekki lengi að hugsa sig um, hvað gera skuli þó vanda beri að höndum. Þessi maður var látinn vera um Krím, í sérstöku heiðurs- skyni við okkur, því aldrei hafði komið verkalýðsnefnd frá Islandi fyrr á þessar slóð- ir. Mikið var búið að segja okkur af því hvað vegurinn þama yfir fjallgarðinn væri voðalegur, hann lægi víða ut- an í svimandi háum fjalla- hlíðum og um hræðilegar brekkur upp og niður, og ekk- ert væri til bjargar ef út af brygði. Okkur skildist að yfir- leitt væri ekki farandi eftir þessum vegi nema fyrir fíl- hrausta og taugasterka karvl- menn, sem ekkert hræddust, hvað sem á gengi. Þetta hafði lítil áhrif á okkur, nema þá að auka á eftirvæntingu okkar og tilhlökkun. Eg minnist þess ekki að hafa hlakkað eins mikið til neins síðan ég var bam eins ög þessarar bíl- ferðar. Þessi umtalaða bíl- ferð var nú hafin í fjórtán manna kassabíl, og við öll með fangið fullt af ilmandi blómum. Fyrst ókum við í -gegnum útjaðar Simferapolborgar, síðan um smáhæðótt land, með akra á báðar hendur og fólkið hvarvetna við allskon- ar ■ akuryrkjustörf. Byggingar samyrkjubúanna voru þarna alstaðar nýjar, og mjög reisu- legar kornhlöður og gripahús, enda var allt þetta land gert að auðn í stríðinu, og þegar 'ráð“ leiðsögumaður okkar þarna Gefuræfingí kúluvarpi heims- met í spjótkasti? Finnskir spjótkastarar eiga a.m.k. einn draum og hann er sá að endurheimta fomstuna í spjótkasti. Bud Held tókst með hola spjótinu sínu að taka frá þeim heimsmetið. Einn þeirra finnsku spjótkastara sem dreymir um að taka métið aftur er Toivo Hyytiainen og það með venjulegu spjóti, enda viðurkenna Finnar ekki hol spjót. Hann æfir af miklum krafti og undirbýr líkama sinn til að ná sínu bezta úti í vor. Til þess nú að halda við kast- æfingunni í vetur, varpar hann kúlu innanhúss. Hann gerir það á þann sérstaka hátt að hann hleypur til, er hann varpar kúlunni, allt að 10 m. og feykir henni hvorki meira né minna en um 20 m. Er því fróðlegt að fylgjast mreð hvort Hyytiáinen tekst að hnekkja heimsmeti Helds með því að æfa kúluvarp. liffni 1 6 i 5 i a fólkið kom aftur heim að styrjöldinni lokinni, varð það að rækta allt og byggja upp að nýju. Vegurinn liggur í bugðum gegnum akrana yfir hálsa og hæðir. Við ókum meðfram all- stórum dal og bugðaðist silf- urtær lækur eftir botni hans. Þar var verið að byggja mörg ný hús, það voru verkamanna- bústaðir, því þarna átti að hefja stórframkvæmdir. Það átti að byggja stíflu í mynni dalsins og stöðva þann- ig lækinn og mynda þarna all- stórt stöðuvatn, og svo að leiða þaðan vatn í pípum til borgarinnar Simferapol, því nú skortir þar neyzluvatn, en úr því á að bæta á þennan hátt. Á einum stað við veginn var verið að undirbúa stofnun nýs samyrkjubús, mörg hús voru í smíðum og verið var að brjóta nýtt land til rækt- unar, af fólki sem hafði flutzt langt að sitt úr hverri áttinni, og því fengið þarna jarðnæði. Landið er þarna búsældarlegt og fagurt um að litast, og margbreytilegt útsýni. Eflaust mun fólkinu líða þarna vel, þegar það hefur komið sér fyr ir í þessari fögru sveit, því jörðin er þama gjöful og fólk- ið natið við ræktunina. Við ■ bárumst smátt og smátt hærra upp í f jalllendið. Vegurinn er góður, asfaltbor- inn, en fremur mjór, en eftir því sem hærra kemur verður hann krókóttari. Víða var ver- ið að taka af kröppustu beygjumar, alveg eins og við þekkjum héma heima, sem ferðumst um íslenzka vegi. Við þessa vegagerð unnu bæði konur og karlar. Framh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.