Þjóðviljinn - 18.01.1955, Side 1
ilJI míQjónir
kr. (3 hemaiar
Eisenhower segist
miða íjárlög við að
friður haldizt í
heiminum
Eisenhower Bandaríkjaforseti
sendi í gær þinginu greinargerð
sína um meginatriði fjárlaga-
frumvarpsins fyrir fjárhagsárið
sem hefst 1. júlí. Eins og áður
fara um tveir þriðju ríkisútgjald-
anna til hermála og „öryggis-
mála“. Nemur sú upphæð 40.500
milljónum dollara eða 600.960
milljónum króna. Af beinu hern-
aðarútgjöldunum fara næstum
tveir þriðju til flughersins. Til
aðstoðar við önnur ríki er varið
4.100 milljónum. Hernaðaraðstoð
er aukin en dregið úr efnahags-
aðstoð. Greiðsluhalli á fjárlögum
er áætlaður 2.400 millj. dollara
eða helmingi minni en á yfir-
standandi fjárhagsári.
í greinargerð sinni segir Eisen-
hower, að fjárlögin séu miðuð við
það að framundan sé langt kalt
stríð en að til ófriðar muni ekki
koma.
VILJIN
Þriðjudagur 18. janúar 1955 — 20. árgangur — 13. tölublað
MíSSjóriatjón af eldsvoða um helgina
FiskimjölsverksmiSjan á SuSureyri hrann ó laugardags-
kvöldiS og 5 aSgerSarhús i Keflavík aSfaranótt sunnud.
Aðgerðarhúsin í Keflavík évátryggð
— Tjénið geyssmikið og tilfinnanlegt
Elds varð vart í aðgerðarhúsum Keflavíkur h.f. í
Keflavík um kl. 1 aðfaranótt sunnudagsins og varð
eldurinn ekki slökktur fyrr en um kl. 7 um morg-
uninn. Höfðu þá 5 aðgerðarhús brunnið.
Logarnir stóðu út úr húsinu Tókst þó ekki að ráða niður-
þegar eldsins varð vart og log-
aði upp úr þakinu þegar slökkvi
lið Keflavíkur kom á vettvang,
en nokkru síðar komu 2 bílar
frá flugvallarslökkviliðinu.
tJrsiit Þróttaikosningaima:
Vinstri Hstann vantaði aleins sex at-
kvæði til að sigra Ihaldið
Stjórnarkosningu í Vörubílstjórafélaginu Þrótti lauk
kl. 9 s.l. sunnudagskvöld og höfðu þá 250 af 271 á kjör-
skrá neytt atkvæ'ðisréttar. Talning atkvæða fór fram þeg-
ar að kosningu lokinni og urðu úrslit þau að íhaldslist-
inn hlaut 124 atkv. en B-listi vinstri manna fékk 119 atkv.
Fjórir seölar voru auðir en persónuatkvæði 3.
Þessi úrslit sýna hve and-
staða vörubílstjóranna við í-
haldsþjónustu og óstjórn Frið-
leifsklíkunnar í félaginu fer
harðnandi. Vinstri nienn í
Þrótti eru komnir í öflugu. sókn
sem hlýtur að ljúka með ó-
sigri íhaldsins innan skamms.
Kosningin var harðsótt eins
og að vanda. Var ekkert til
sparað af hálfu íhaldsins til
að halda völdum. Má t. d. um
ósvífnina geta þess að þrátt
fyrir aðvaranir og mótmæli
B-listamanna var Vilmundur
Vilhjálmsson, fyrrv. stöðvar-
stjóri látinn greiða atkvæði
enda þótt hann hafði áður kos-
ið við stjórnarkjörið , í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur! Er
hér um augljóst. brot að ræða
á lögum Alþýðusambandsins,
sem mæla svo fvrir að menn
geti ekki verið aða’meðlimir
og greitt atkvæði nema í einu
sambandsfélagi, aðrir en þeir
sem höfðu fé'agsréttindi . í
fleiri en einu félagi 1940 þeg-
Skemmdi
lögreglubíl
1 gær stóð lögreglubill á
torginu þar sem Hóte'. ís'and
stóð forðum daga. Ungur mað-
ur ölvaður brá sér upp í bílinn,
sem hann segir að hafi verið
opinn og i gangi, ók af stað,
■en hafnaði von bráðar á tröpp-
um hjá Gildaskálanum í Aðal-
stræti. Hkemmdist biliinn ofur-
lítið, en maðurinn slapp ó-
meiddur — eins og svona menn
eru vanir.
ar skipulagsbreytingin var
gerð á sambandinu.
Úrslitin í þessu stjórnar-
kjöri munu verða öllum
stéttvísum og vinstri sinn-
uðum Þróttar-mönnum ein-
dregin hvatning til þess að
herða sóknina gegn þeim ó-
heillaöflum íhalds og at-
vinnurekenda sem hafa lam-
að starfsemi féiagsins á
undanförnum árum og slitið
það úr öllum raunverulegum
tengslum við verkalýðshreyf-
inguna í bænum.
lögum eldsins fyrr en um
morguninn.
5 hús af 8 brunnu.
Alls voru aðgerðarhúsin 8 í
samfelldri byggingu. Tókst
slökkviliðinu að verja 3 þeirra.
Húsin voru öll úr timbri. Einn-
ig tókst að verja nærliggjandi
hús er voru í hættu. Elzta hús
Keflavíkur, Duushúsið, var
meðal þeirra sem voru í hættu.
, rt.r.4S;p
Um 1000 síldartunnur
brunnu.
Mikið var af lóðum og eitt-
hvað af beitu í húsunum er
brunnu, og talið er að um 1000
tómar síldartunnur hafi brunn-
ið.
Heildartjón var enn ómetið
og rannsókn ekki hafin þegar
Þjóðviljinn hafði tal af bæjar-
fógetaskrifstofunni í Keflavík
í gær, en blaðinu tókst ekki að
ná sambandi við stjórnanda
fyrirtækisins.
Húsin og það sem í þeim
brann mun hafa verið óvá-
tryggt og er þetta mikla tjón
því mjög tilfinnanlegt.
Kviknaði frá olíuofni?
Um eldsupptök lá sem fyrr
segir engin rannsókn fyrir í
gær, en talið er að kviknað hafi
í frá olíuofni sem var í einu
húsinu.
Sovétrikiii heita fimm
rsiorkuaisfoS
Reisa kjarnoikukiiúin raforkuver og
kjamorkuhlaða
Tilkynnt var í Moskva í gær, að sovétstjórnin hefði á-
kveðið að veita fimm ríkjum aðstoð við hagnýtingu
kjarnorkunnar til friðsamlegra þarfa.
Þau ríki sem verða aðstoðar-
innar aðnjótandi frá Sovétríkjun-
um eru Kína, Pólland, Tékkó-
slóvakía, Austur-Þýzkaland og
Rúmenía. Aðstdð við fleiri ríki er
i undirbúningi.
Sovétríkin munu láta í té tæki
og sérfræðiaðstoð til þess að
koma upp í þessum ríkjum kjarn-
orkuknúnum raforkuverum í til-
raunaskyni sem framleitt geta
allt að 5000 kílóvatta orku. Einn-
,ig munu þau hjálpa til við að
koma upp kjarnorkuhlöðum, þar
sem framleidd eru geislavirk efni
til notkunar við lækningar, vís-
indarannsóknir og í iðnaði.
Þ.jálfa sérfræðinga
Vísindamönnum og tækni-
menntuðum mönnum frá ríkjun-
um fimm verður gefinn kostur
á að afla sér þjálfunar og vit-
neskju um allt sem snertir hag-
nýtingu kjarnorkunnar til frið-
samlegra þarfa í vísindastofn-
unum og kjarnorkuverum Sovét-
ríkjanna.
Þá leggja Sovétríkin þessum
löndum til kjarnakleyf efni til
notkunar í orkuverum og kjarn-
orkuhlöðum. Greiðsla kemur fyr-
ir í málmgrýti, sem vinna má úr
kjarnakleyf efni.
Fiskimjölsverksmiðjan vátryggð —
Tjónið áætlað 1 millj. kr.
Á laugardagskvöldið var kom upp eldur í fiskimjöls-
verksmiðjunni á Suðureyri við Súgandafjörð. Af húsinu
brann allt sem brunniö gat, vélar skemmdust mjög eða
eyðilögöust, 66 tonn af fiskimjöli brunnu. — Þetta er
fjórði bruninn í verksmi'ðjunni á skömmum tíma.
' Eldurinn kviknaði í þakinu
og læstist hann eftir viðum
hússins svo það varð strax al-
Dag Hammarskjöld
KJarnorku-
ráðstefna SÞ
Hammarskjöld, framkvæmda
stjóri SÞ, setti í gær fund vís-
indamanna frá sjö löndum, sem
komnir eru sáman í New York
til að undirbúa alþjóðlega ráð-
stefnu um friðsamlega hagnýt-
ingu kjamorkunnar. Ákveðið
var strax í gær að ráðstefnu-
staðurinn skyldi vera Genf í
Sviss en óráðið er enn hvenær
ráðstefnan verður. Hammar-
skjöld kvaðst álíta, að mikið
hefði þegar áunnizt í að koma
á alþjóðlegri samvinnu um
notkun kjarnorkunnar til frið-
arþarfa.
elda. Var því aðaláherzla lögð
á að bjarga frystihúsinu, sem.
var áfast við verksmiðjuna, og
tókst það.
Slökkviliðið á ísafirði var
beðið um aðstoð og fór það á
vettvang á Hermóði (vitaskip-
inu). Var það um tveggja og
hálfs tíma ferð, en um kl. 9
var fiskimjölsverksmiðjan
brunnin.
Tjónið áætlað 1 inillj. kr.
Auk þess að þak verksmiðj-
unnar og allir viðir brunnu
eyðilögðust 66 tonn af fiski-
mjöli og vélar eyðilögðust eða
skemmdust. Er tjónið áætlað
1 millj. kr., en fiskimjölsverk-
smiðjan var vátryggð.
Kviknaði í injöli.
Eldurinn mun hafa komið
upp í mjölskilvindu og við það
varð reykrörið frá skilvindunni
glóandi og kveikti í þakinu og
læstist eldurinn á skammri
stundu eftir viðunum.
Tekur til starfa eftir
2 mánuði?
Stjórnandi fyrirtækisins tel-
ur að verksmiðjan verði starf-
hæf aftur eftir tvo mánuði, því
fyrirtækið sem lét í té mikið af
vélaútbúnaði hennar mun fljót-
lega geta látið nauðsynlegustu
vélar aftur.
Fjórði bruninn.
Þetta er fjórði bruninn í
fiskimjölsverksmiðjunni á Suð-
ureyri. Á s.l. vori kom upp eld-
ur í henni og þá skemmdist
frystihúsið einnig mikið. Þar
áður kviknaði í henni í smíð-
um, en hina nýju byggingu
var verið að reisa í stað gamall-
ar er hafði brunnið. .
Samband matreiSsln- og fram-
reiðslumanna boðar verkfall hjá
skipafélögunum á miðn. aðra nótt
Samninganefndir Sambands matreiðslu- og fram-
reiðslumanna og atvinnurekenda hafa verið á stöðugum
fundum að undanförnu en ekkert samkomulag náðst.
I dag mun sáttasemjari ríkisins fá kjaradeilu þessa til
meðferðar, en hafi samningar ekki tekizt fyrir klukkan
12 á miðnætti aðra nótt hefst verkfall matreiðslu- og
framreiðslumánna hjá Eimskipafélagi Islands, Skipa-
útgerð ríldsins, Jökhim h.f., Skipadeild SÍS og Eim-
skipafélagi Reykjavíkur.