Þjóðviljinn - 18.01.1955, Page 4
4). ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 18. janúar 1955
Orðsending til listamanna
Enn er risin deila meðal
listamanna hér á landi. Nú
stendur hún um þátttöku ís-
lend.'nga í samnorrænni sýn-
ingu í Róm, eða öllu heldur
út af því, hverjir velja skuli
verkin á sýninguna. Það væri
margt um þetta mál að segja,
en ég leiði það hjá mér að
svo stöddu, enda nauðsynlegt
að hafa taumhald á tungu
sinni, þegar borið er sáttarorð
á milli manna. En það er ákaf-
lega einföld lausn á þessu
máli, og því er það að ég sting
niður penna.
Meðan félag okkar lista-
mannanna var eitt og óskipt
var reynslan sú, að innan
þess mynduðust oftast þrjár
fylkingar með ólík sjónarmið,
fyrir nú utan sjájfstæðar skoð-
anir hvers einstaklings. Stefnu-
mál voru ákaflega óljós, enda
virtu$t f loklf adrættirnir einkum
veíða út af valdastreitu ein-
stakra manna. Þegar einhver
fylkingín varð í minnihluta og
kom engum manni að í stjórn
félagsins eða nefndir, urðu
menn eðlilega óánægðir. Þá
var það að ég stakk upp á
hlutfallskosningu, svo að hver
hópur hefði sinn fulltrúa í
stjórn og nefndum samkvæmt
höfðatölu. Uppástungu minni
var hafnað og afleiðingin er
nú komin í ljós. Þeir sem verst
gátu þolað að vera í minni-
hluta, sögðu sig úr félaginu
og teymdu með sér sum af
„stærstu nöfnunum“. Nú hlýt-
ur þeim góðu mönnum að hafa
verið það ljóst, að um leið af-
söluðu þeir sér ýmsum rétt-
índum, svo sem umráðum yf-
ir Listamannaskálanum og
þátttöku í Bandalagi ísl. lista-
manna og í Norræna lista-
bandalaginu. Það er ekki hægt
„bæði að éta kökuna og geyma
hana“, eins og enska máltæk-
ið segir.
Eg tel víst að Félag ísl.
myndlistarmanna sé enn fúst
til samstarfs á réttlátum og
heiðarlegum grundvelli, og því
geri ég það að tillögu minni,
að við höfum hlutfallskosn-
ingu um nefnd þá, er velja
skal verkin á Rómarsýningung.
Hvert félag birti sinn lista og
kosning fari fram á tilteknum
stað og stund undir eftirliti
eins fulltrúa frá hverju félagi
og eins fulltrúa er mennta-
málaráðuneytið skipi. Kosn-
ingarétt hafi allir félagsmenn
hinna þriggja félaga, en auk
þess allir akademískir lista-
menn, sem ekki eru í neinu fé-
lagi.
Þetta er í alla staði réttlát
og lýðræðisleg tilhögun, sem
allir aðilar ættu að geta sætt
sig við, bæði listamennirnir
sjálfir, menntamálaráðherra og
Alþingi.
Eg get ekki stillt mig um
að gera smá athugasemd við
ritstjórnargrein er birtist í Vísi
í fyrradag, varðandi þetta mál.
Af lestri greinarinnar verður
ekki annað ráðið en að ab-
straktmenn (þ. e. a. s. Fél.
ísl. myndlistarmanna) heimti
að fá að dæma málverk Ás-
gríms Jónssonar, sem þeir
höfðu þegar boðið honum að
senda eftir eigin vali. Svona
röksemdir er ekki hægt að
nota nema í pólitík.
Magnús Á. Árnason.
Yfirlýsing vegna þátttöku í
Rómarsýningunni
Félag íslenzkra myndlistar-
manna hefur skorað á lista-
menn að senda verk sín til úr-
vals fyrir væntanlega sýningu
í Rómaborg, jafnframt birt
nöfn 3 málara, sem eru með-
limir félagsins, og eins utan-
félagsmanns, er eiga að velja
málverk þau er sýna skal.
Einn myndhöggvari á að vera
með í nefndinni um val mynd-
höggvaraverka. Félagið virð-
ist hafa misskilið hlutverk
sitt í þessu máli, álíta að það
eitt sé meðlimur Norræna list-
bandalagsins hér á landi, á
sama hátt og áður þegar flest-
ir myndlistamenn störfuðu í
því.
Önnur lönd, sem eru með-
limir bandalagsins, Danmörk,
Noregur, Svíþjóð og Finnland,
etarfa samkvæmt þeirri meg-
inreglu, að sém flest félaga-
sambönd hafi fulltrúa í sýn-
ingarnefndum og stjórn deild-
anna, er jafnvel formaður
stjórskipaður sumstaðar og
kostnaður greiddur úr ríkis-
sjóði. Sýningin í Róm grund-
vallast á þessum forsendum,
og hefur hæstvirt Alþingi
veitt mikinn fjárstyrk í því
augnamiði. Þrjú myndlistarfé-
lög eru nú starfandi hér á
landi, höfðu þau samstarf síð-
astliðið ár um sýningu í Dan-
mörku, að vísu ekki á vegum
Korræna listbandalagsins;
sýning þessi gaf von um að
félögin gætu unnið saman að
málefnum myndlistamanna.
Sýningin í Róm á að vera
yfirlitssýning um þróun mynd-
listar á Norðurlöndum í hálfa
öld, er því eðlilegt að sýn-
ingamefndin sé skipuð eldri
og yngri listamönnum, full-
trúum allra félaganna, sam-
kvæmt venju: Fimm manna
nefnd annist val málverka og
svartlista en þrír velji mynd-
höggvaraverk.
Félagíð „Óháðir listamenn"
mótmælir því að þátttaká Is-
lands í sýningum Norræna
listbandalagsins sé einkamál
Félags ís’enzkra myndlista-
manna, eða nokkurs annars
félags. Geti því sýning undir
forystu eins félags enganveg-
inn talizt fullgild þátttaka ís-
lands í fvrirhugaðri sýningu
í Rómaborg.
Teljum við sjálfsagt að
farið verði að vilja hæstvirts
Alþingis um val nefndar fyrir
sýninguna, og að samkomulag
náist um önnur atriði varð-
andi svninguna. Að öðrum
kosti telium við undirritaðir
okkur ekki fært að taka
þátt í sýningunni.
Reykjavík, 15. janúar 1955.
Finnur Jónsson
Gunnlaugur Blöndal
Guðmundur Einarsson
Ríkarður Jónsson
Enn frost — Nóg af kulda í bili — Eldiviður ekki
alltaf nægur — S.V.Í.R. vantar söngfólk
OG ENN er frost. Á hverjum
morgni hlustar maður með at-
hygli á veðurlýsingar út-
varpsins til þess að vita hvort
frostið sé 11, 13 eða 15 stig.
Og gamalreynt fólk er óspart
á reynslu sína og þekkingu:
Þetta er alveg eins og frosta-
veturinn 1918 — þá fór ekki
að frjósa heldur fyrr en eft-
ir áramót. — Og þótt ég
muni ekki þann vetur, man ég
þó annan frostavetur sem ég
upplifði úti í kóngsins Kaup-
mannahöfn, og mikil ósköp:
þá byrjuðu frostin sömuleiðis
eftir áramót og þeim linnti
ekki fyrr en um vorið. En þá
var það ekki kuldinn utan
dyra sem fór verst með mann,
því að 'það voru stillur og
logn upp á hvem dag, heldur
kuldinn í húsum inni, því að
það var enginn eldiviður til
í landinu. Og þegar á leið sást
ekki lengur hrím á gluggum,
því að kuldinn var orðinn
jafnmikill inni og úti. Þá
háttaði enginn niður í rúm,
heldur bætti á sig fötum und-
ir svefninn og gufustrókur
stóð út úr öllum, jafnt reykj-
andi sem óreykjandi. Ekkert
hefur eins lamandi áhrif á
fólk og langvarandi kuldi inn-
anhúss og nú fer að horfa
illa hjá íbúum bragga og lé-
legra húsa í höfuðstað Reykja-
víkur, ef kuldanum linnir ekki
á næstunni. Það er ekki nög
að hafa eldivið, þegar hitinn
rýkur allur út um göt og rif-
ur á íbúðunum, og víða verð-
ur það til ráða að fólk held-
ur sig í rúmunum, þann tíma
sem það er heima. En vonandi
fer þetta kuldakast að taka
enda.
BÆJARPÖSTURINN hefur ver-
ið beðinn að koma því á fram-
færi, að Söngfélag verkalýðs-
ins vantar söngfólk. Ætlunin
var að reyna að fjölga söng-
fólki um helming í vetur, svo
að kórinn mætti verða sem
fullkomnastur. En aðstreymi
af söngfólki hefur ekki verið
nógu ört og nú þarf söng-
elskt verkafólk að taka sig á
og gera sitt til að söngfélag
þess megi verða sem öflugast
og fullkomnast. Það eru eink-
um kvenraddir sem vantar,
bæði sópran- og altraddir. En
það fólk sem vildi sinna þessu
er beðið að gefa sig fram við
söngstjórann, Sigursvein D.
Kristinsson. Verkalýðssamtök-
in' ættu að setja metnað sinn
í áð bæta og eflá söngfélag
sitt; seni til þessa hefur stað-
ið sig með mestu prýði og ver-
ið samtökunum til sóma.
Greinargerð og andsvar frá
Ný|a myndlisíarfélagimi
Eins og ljóst kemur fram í
greinargerð Félags íslenzkra
myndlistarmanna hafa félagL
inu — með bréfi frá Stokk-
hólmi, dags 17. febr. 1954 —
borizt fyrstu boðin um Rómar-
sýninguna, þá „ófullburða
hugmynd“, eins og komizt er
að orði. Þó stendur á öðrum
stað í greinargerðinni að til-
boði ítölsku ríkisstjórnarinnar
hafi verið svarað játandi 13.
júlí í sumar og staðfest
skömmu síðar af Félagi ísl.
myndlistarmanna. Gæti þetta
bent til þess að nefnt Stokk-
hólmsbréf hafi verið veiga-
meira en látið er í veðri vaka.
Er því augljóst og staðfest að
Ásgrímur Jónsson hefur hvergi
hallað réttu máli, og mátti öll-
um vera það ljóst. „Endanlegt
boð um samnorræna listsýn-
ingu í Róm lá þó ekki fyrir
fyrr en um miðjan nóvember
s. l.“, segir ennfremur í grein-
argerð Félags íslenzkra mynd-
listarmanna, en áður er sagt að
tilboði ítölsku ríkisstjómarinn-
ar hafi verið svarað játandi
13. júlí. Er þetta ekki dálítið
einkennileg röksemdafærsla
og bending um að hér sé verið
að æfa sig í orðaleik, sem ekki
er að skaplyndi manna eins og
Ásgríms Jónssonar. Bréf um
sýninguna barst Nýja mynd-
listarfélaginu ekki fyrr en 6.
des. s. J. eins og áður er vikið
að, og engar formlegar um-
ræður áttu sér stað milli fé-
laganna.
Norræna listbandalagið hef-
ur víðtæku menningarhlutverki
að gegna á Norðurlöndum með
samsýningum, sýningum ein-
stakra málara, fræðslustarf-
semi o. fl. Stjórnir þess voru
1947 er ég þekkti til skipaðar
einum manni, auk starfandi
málara, er var fulltrúi í
menntamálaráðuneytum land-
anna, opinberum safnvörðum,
eða öðrum fulltrúum hins op-
inbera, og sýnir það mjög
greinilega að gert er ráð fyrir
samstarfi við stjórnarvöld
landanna. Jafnljóst er af lög-
um félaganna að almenn þátt-
taka er hugsuð þar í samsýn-
ingum, enda deildirnar þannig
upp byggðar, að gert er ráð
fyrir almennu samstarfi hinna
ýmsu félaga, og er mér ekki
kunnugt um að útnefning full-
trúa í einstökum félögum fari
þar eftir almennri höfðatölu-
reglu, enda erfítt að koma slík-
um „lýðræðishugmyndum" á
framfæri í Ustum, þar sem
margir eru kallaðir en fáir út-
valdir.
Ekki er mér kunnugt um
hvort stjórn Norræna Ust-
bandalagsins veit hvernig mál-
um er hér háttað, þær breyt-
ingar sem orðið hafa í sam-
tökum málaranna hér frá því
að bandalagið var stofnað. Eru
það tilmæli okkar að stjórn
Félags íslenzkra myndlistar-
manna upplýsi hvort svo er.
Að öðru leyti leyfi ég mér að
vísa til bréfs okkar til mennta-
málaráðherra dags. 28. apríl,
1953, og samrit var sent af til
F. í. M., en sem er of langt til
að birta hér, þar sem varað
er við því að það félag færi
eitt með umboð Norræna list-
bandalagsins, og gagnstætt
væri því sem er á hinum Norð-
urlöndunum og lögum banda-
lagsins.
Félag íslenzkra myndlistar-
manna flaggar mjög með fjölda
meðlima sinna, enda vekur Ás-
grímur Jónsson athygli á því
í bréfi sínu að það félag sé
fjölmennara. Nýja myndlistar-
félagið hefur átt kost á að
fjölga meðlimum sinum, en
félagið er stofnað með því
markmiði að meðlimir þess
taki, helzt árlega, þátt í sam-
sýningum þess með nýjum
myndum, er sanni að félags-
menn séu í raun og veru starf-
andi málarar, er óhikað leggi
verk sín undir dóm almenn-
ings. Þetta hlýtur líka að vera
skilyrði fyrir inntöku í félag-
ið, auk þess að allir meðlimir
félagsins samþykki inntöku-
beiðnina. Nýja myndlistarfé-
lagið hefur birt opinberlega
nöfn meðlima sinna og mun
halda því áfram. Væri æski-
legt að Félag ísl. myndlistar-
manna gerði slíkt hið sama,
og er það eina sönnun þess
að í félögunum séu ekki
„gerfimeðlimir".
Félag ísl. myndlistarmanna
virðist telja óheppilegt að
þessi mál séu rædd opinber-
lega. En þar sem leitað hefur
verið til Alþingis um opinber-
an fjárstyrk til þess að standa
undir kostnaði við þátttöku
íslands í sýningunni, er hún
ekki lengur einkamál málar-
anna. Almenningur í þessu
landi sem féð leggur fram á
að fá að fylgjast með málun-
um. Og raunar hvort sem
kostuð er af opinberu fé eða
ekki. Frá hendi Nýja mynd-
listarfélagsins fer hér ekkert á
milU mála, sem óæskilegt er að
íslenzkir blaðalesendur fylgist
með. Þessi mál eru engan veg-
inn komin á þann vettvang að
þau séu orðin „viðkvæm“.
Drengilegar og hreinskilnar
umræður eru rétta leiðin. Þeir
aðilar sem hér ræða saman
eru margir hverjir persónuleg-
ir vinir og félagar, og því á-
stæðulaust að óttast að út af
þessum nauðsynlegu umræð-
um spinnist fjandsamlegar
deilur, ef bóðir aðilar gæta
hófs eins og Ásgrímur Jónsson
gerði í sínu bréfi.
Nýja myndlistarfélagið gerði
með áðurnefndu bréfi til
menntamálaráðherra, dags. 28.
apríl 1953, tilraun til þess að
leysa eitt af höfuðvandamálum
þessara tveggja félaga, nefni-
lega þátttöku þeirra í Norræna
listbandalaginu. Það mun tæp-
lega orka tvímælis í augum
réttsýnna manna og greinar-
góðra um listmál, að óviðun-
andi sé að tveir úr hópi
stærstu málara okkar, Ásgrím-
ur Jónsson og Jón Stefánsson,
séu útilokaðir frá afskiptum
um þátttöku í opinberum sýn-
ingum erlendis á íslenzkri mál-
aralist, fyrir það eitt að hafa
kosið að ganga úr félagi því,
sem þó fer áfram með umboð
Norræna listbandalagsins, og
ólíklegt að á meðan svo stend-
ur, að Alþingi veiti styrk til
sýninganna á vegum Félags
ísl. myndlistarmanna án sér-
stakra skilyrða, eins og líka
hefur komið mjög greinlega
í ljós með samþykktinni um
styrk til sýningarinnar í
Rómaborg. Það er engin fram-
tíðarlausn þó að í stjórn Félags
ísl. myndlistarmanna séu í
svipinn ýmsir drengilegir
menn, sem sýnt hafa það lítil-
læti að telja sig fúsa til að
skipa sjálfir einn fulltrúa frá
okkar félagi í sýningarnefnd,
sem varla virðist þó einu sinni
löglegt eftir því sem fram
kemur í greinargerð félagsins.
Samskonar háttvísi hafa þeir
og sýnt gagnvart einum utan-
félagsmanni og er vonandi að
ekki verði tekið hart á því,
enda fara þeir ekki dult með
ábyrgðartilfinningu sína gagn-
vart umbjóðendunum ytra, og
finnst ýmsum að hún mætti
öllum að skaðlausu einnig ná
nokkru nónar til eldri félaga
þeirra hér heima.
Eina hugsanlega framtíðar-
lausnin, sem viðunandi er fyr-
ir þjóðina, sem kemur til með
að bera kostnaðinn við allar
meiriháttar sýningar erlendis,
er að fulltrúar viðurkenndra,
starfandi málara og hins op-
inbera, fari með umboð Nor-
Framnald á 8. sífiu.