Þjóðviljinn - 18.01.1955, Síða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 18. janúar 1955
4 ÍÞRÓTTIR
RlTSTJÓRl FRtMANN HELGASON
Frá mshuþlngi M,S.Í.
íslcmd helur tllkynnt þátttöku í
knattspyrnukeppni næstu OL
VerSur keppt ví'Ö Fínna i haust?
Geng/3 frá deildaskiptingu I. fl.
I byrjun þingfundar sl. laug-
ardag gaf form. sambandsins
Björgvin Schram, bráðabirgða-
skýrslu um störf stjórnar KSl
frá því á aðalþinginu í nóvem-
ber. Kom margt merkilegt fram
í skýrslunni og sýndi hún að
stjórn KSÍ hefur mörg járn í
eldinum. Það kom líka greini-
lega fram að stjórn KSl er
orðið ljóst að allir milliríkja-
samningar verða að miðast við
aðgerðir langt fram í tímann
(2-3 ár).
Þátttaka í forkeppni
ÓL í haust?
Björgvin upplýsti að Olymp-
íunefnd hefði fallizt á að til-
kynnt yrði þátttaka í forkeppni
ólympíuleikanna. Þó með þeim
fyrirvara að keppnin fari fram
á þeim stað í heiminum sem
tiltök eru að sækja hana. Full-
yrt er að aðeins úrslit knatt-
spyrnukeppninnar fari fram í
Ástralíu 1956. ('Er ekki ólík-
legt að fyrirkomulag forkeppn-
innar verði svipað og var fyrir
HM sl. sumar, gæti þá svo far-
ið að Island yrði í hópi norð-
lægra landa í Norðurálfu). —
Björgvin upplýsti ennfremur
að forkeppni þessi mundi byrja
á komandi hausti. Svo knatt-
spyrnumenn vorir hafa því að
nógu að vinna á nýbyrjuðu ári
Tandsleikur
í haust?
Finnlandi
Formaður skýrði frá því að
Ragnar Emilsson hefði mætt
á 50 ára afmæli sænska knatt-
spyrnusambandsins í nóv. sl.
Þar hefði Ragnar komizt í per-
sónulegtr samband við fulltrúa
frá Finnlandi og rætt þann
möguleika að taka upp aftur
sambandið í knattspyrnumál-
um, en Finnar kepptu hér sem
allir muna og töpuðu 2:0. Hóf-
ust nú bréfasamskipti og sagði
síðast að ákvörðun myndu
Finnar tala um miðjan janúar
eða um þetta leyti. Mátti heyra
að líkur væru meiri til þess að
úr þessu yrði.
Stjórn KSÍ hefur einnig ver-
ið í sambandi við Austurríki
sem er reiðubúið að senda hing-
að úrvalslið en ekki minnzt á
landsleik í Austurríki. Enn-
fremur hefur verið haft sam-
band um framtíðarsamstarf við
Holland, Luxemburg og Belgíu.
Svar Belga var neikvætt en
hinar þjóðirnar höfðu áhuga
fyrír samstarfi.
Þá sagði Björgvin frá þvi
að Bandaríki Norðurameríku
hefðu óskað eftir samstarfi í
knattspyrnu og er það mál í
frekari athugun.
Ráðinn landsþjálfari
Formaðurinn gat þess að yf-
ir stæðu samningar við Karl
Guðmundsson um það að taka
að sér aftur störf landsþjálfara
er starfaði á svipuðum grund-
velli og sl. ár. En við höfum,
sagði Björgvin, fullan hug á að
efla kennsluna og þjálfunina.
Hann kveið fjársliortinum og
gerði ráð fyrir að félögin yrðu
að greiða allverulegan hluta af
kaupinu, ef vel á að fara. Þá
hefur stjórnin gert tilraunir
til að útvega kennslufilmur
handa félögum og lítur allvel
út með það.
Deildasldpting samþykkt
Aðal verkefni þessa auka-
þings var að ganga frá tillög-
um sem fulltrúar frá þeim að-
ilum er sóttu þingið í haust og
stjórn KSl var falið að vinna
að.
í stórum dráttum eru tillög-
urnar á þessa leið:
1. Fyrsta deild er skipuð þeim
aðilum er þátt tóku í íslands-
móti meistaraflokks 1954.
2. Annarri deild er fyrst
skipt í þrjú keppnissvæði, og
hafa öll félög á hverju svæði
sem ekki eiga lið í mistara-
flokki heimild til að keppa.
Efstu liðin- á hver-ju svæði
keppa svo til úrslita um það
hvert fer upp í I. deild.
3. Landinu er þannig skipt í
keppnissvæði: 1. sv: V-Skafta-
felssýsla-Dalasýsla að Vest-
mannaeyjum meðtöldum. 2. sv:
Barðastrandasýsla-S-Þingeyj-
arsýsla. 3. svæði: Norður-Múla-
sýsla-Austur-Skaftafellssýsla.
4. Verði 2 efstu félögin jöfn
að stigum í I. og H. deild og
2 næstu í I. deild verða þau
að keppa 'þar til úrslit fást.
Neðsta félagið í I. deild færist
niður í n. deild en efsta liðið
úr H. deild færist upp í I.
deild sjálfkrafa árið eftir.
5. Landsmót I. flokks fellur
niður.
Urðu nokkrar umræður um
tillögurnar sem einkenndust af
áhuga fyrir leit að fyrirkomu-
lagi sem hægt væri að binda
öll knattspyrnufélög landsins í
eitt samhangandi keppniskerfi.
Mönnum var ljóst að varla
Framhald á 11. síðu.
Greinargerð Nýja myndlistarféi.
FíHlKrao-^íio-Kmíi RúmleVa 200 dlímumenn tóku
1 juuji agimgiiiiia pp^ f SOvézku meistarakeppn-
inni í fjölbragðaglímu, sem háð var í Leningrad nýlega.
í sveitakeppninni sigraði Dynamo, en Spartak varð nr. 2
og Iskra nr. 3. Myndin er frá úrslitggíímunni í léttþunga-
vigt milli B. Kulaéff og V. Gorskoff. Kulaéff sígraði.
Framhald af 4. síðu.
ræna listbandalagsins og skipi
sýningarnefndir, eins og tíðk-
ast hjá hinum Norðurlanda-
þjóðunum. Hvort þeir 10 menn
sem nú skipa Nýja myndlistar-
félagið og félagið Óháðir
listamenn, ættu þar 3 á móti
12 frá Félagi ísl. myndlistar-
manna skal ekki deilt hér. Ef
til vill verður hægara að átta
sig á því er birt hefur verið
opinberlega meðlimaskrá Fé-
lags ísl. myndlistarmanna eins
og hin félögin hafa gert.
Frá því er sagt að Jóhannes
Kjarval og Tómas Guðmunds-
son, form. Bandalags íslenzkra
listamanna, hafi brugðizt vel
við málaleitunum um meðmæli
með umsókn um styrk til sýn-
ingarinnar. Er það varla meira
en hver og einn annar mundi
hafa gert, gerandi ráð fyrir að
samkomulag yrði um val mynd-
anna, eins og þessir menn
munu vafalaust hafa, treyst,
þar sem þá hafði ekkert kom-
ið fram opinberlega um deilur
félaganna.
Um val mannanna í sýning-
arnefndina er ástæðulaust að
vera langorður þar sem Þor-
valdur Skúlason, Gunnlaugur
Scheving og Svavar Guðnason
eru allir þekktir málarar, og
sem eins og réttilega er bent
á í greinargerð Félags ísl.
myndlistarmanna, að við höf-
um oft leitað til sjálfir til að
aðstoða okkur við myndaval
og annað. Hitt er jafnótvírætt
að tveir þeirra af þremur og
tveir af fjórum, ef undirritað-
ur hefði tekið þátt í nefndinni
eins og ráð var fyrir gert, eru
fulltrúar „abstraktmálara“,
og viljum við alls ekki fallast
á að yfirlitssýning síðustu
fimmtíu ára eigi að minnsta
kosti helmingur myndanna að
túlka þá stefnu í myndlist okk-
ar, eins og val nefndarmann-
anna gefur ákveðið til kynna.
Á það er bent óþarflega há-
tíðlega, að Félag ísl. myndlist-
armanna hafi kostað sýningu
þeirra Jóns Stefánssonar, Jó-
hannesar Kjarval og Ásgríms
Jónssonar á sinum tíma til
Stokkhólms. Þetta boð frá Sví-
þjóð um að sænska deildin
sæi um sýningu verka þessara
þremenninga er í fullu sam-
ræmi við lög bandalagsins, og
mun Félag ísl. myndlistar-
manna ekki hafa átt frum-
kvæði um þá sýningu heldur
Svíarnir sjálfir. Er næsta ó-
viðfeldið að minna elzta mál-
ara landsins, brautryðjandann
í íslenzkri málaralist og um fé-
lagsmál íslenzkra málara, á,
að félag það er hann hefur
öðrum fremur komið á örugg-
an fjárhagsgrundvöll, telji eft-
ir að greiða kostnað við send-
ingu á myndum hans til Sví-
þjóðar, kostnað sem félaginu
mistókst að fá greiddan af op-
inberu fé, eins og eðlilegast
hefði verið.
Að sinni skal ekki um það
rætt hve brýn nauðsyn hafi
verið fyrir núverandi meðlimi
Nýja myndlistarfélagsins að
grípa til þess ráðs að hverfa
frá öllum eignum sínum í Fé-
lagi ísl. myndlistarmanna og
aðstöðu í Norræna listbanda-
laginu og stofna nýtt félag.
En er lesin eru niðurlagsorð
greinargerðar Félags ísl. mynd-
listarmanna þar sem dróttað
er að alþingismönnum að þeir
afgreiði óyfirveguð mál í of-
boði, gæti þau ummæli gefið
til kynna um aðdragandann
að því að félagið klofnaði.
Eg mun ekki draga einka-
bréf eða einkasamtöl inn í
þessar umræður, enda mundi
slíkt engin áhrif hafa á úrslit
málanna, sem um er deilt. Ó-
viðurkvæmilegt orðbragð um
afgreiðslu mála á Alþingi telj-
um við ekki heppilegt í þess-
um umræðum. En sem betur
fer hafa allir menn hér ennþá
rétt til þess að tala sínum
málum, og gildir það jafnt um
okkur 7 og hiha 41 meðlimi
Félags ísl. myndlistarmanna.
Mér hefur verið tjáð, að sýn-
ingarveggir þeir, sem ætlaðir
eru íslandi á norrænu sýning-
unni í Rómaborg séu 144 metr-
ar að lengd. Nefndin hefur nú
byrjað starf sitt með því að
úthluta Ásgrími Jónssyni, Jó-
hannesi Kjarval og Jóni Stef-
ánssyni veggrými fyrir 5
myndum hverjum, og sýnist
það í fljótu bragði ekki vera
tiltakanleg rausn ef vegglengd
ísl. deildarinnar er eins og mér
hefur verið tjáð.
F. h. Nýja myndlistarfélagsins
Jón Þorleifsson.
NIÐURSUtíU
VÖRUR
T I I
lí$ 9 Bi e !é ) S
MIBQfiRBUR,
Do° Þórsgötu 1
Vegma vfHgerða ©g endurhóla verður veit-
ingastoían lokuð í nokkra daga írá ©g meS
deginusn í dag.
•