Þjóðviljinn - 18.01.1955, Page 10

Þjóðviljinn - 18.01.1955, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 18. janúar 1955 m •” ?r4rur.rv<m«i — wftt rœðjmt í:| Erich Maria REMAKQUE: Að elsha... ... og deyja 81. dagur járngrindurnar, steypan og múrsteinarnir. Húsið hafði verið traustbyggt og fyrir bragðið voru rústirnar óvið- ráðanlegar. Ef til viU hafði þeim verið bjargað í raun og veru. Ef til vill höfðu þau flúið úr borginni. Ef til vill eru þau í þorpi í Suður-Þýzkalandi. Ef til vill eru þau 1 Rothenborg. Ef til vill sofa þau einhvers staðar í rúmi. Mamma. Ég er tómur. Ég hef hvorki höfuð né maga lengur. Hann hnipraði sig saman hjá stiganum. Stiga Jakobs, hugsaði hann. Hvað hafði hann verið? Var það ekki ein- mitt stigi sem lá til himihs? Og gepgu. ekki englar upp og niður eftir honum? HVar vofu englamir núna? Voru þeir orðnir að flugvélum? Hvar var allt? Hvar var jörð- in? Var hún aðeins fyrir grafir? Ég hef tekið grafir, hugsaði hann, margar grafir. Hvað er ég að gera hér? Hvers vegna hjálpar enginn mér? Ég hef séð rústir þúsundum saman. En ég hafði ekki séð neinar. Ekki fyrr en í dag. Þetta eru fyrstu rústimar. Þær eru ólík- ar öllum öðrum. Hvers vegna ligg ég ekki undir þeim? ' Ég ætti að liggja undir þeim. Það varð hljótt. Síðustu sjúkrabörumar voru bornar burt. Tunglið hækkaði á lofti; miskunnarlaus birtan ' flæddi yfir borgina. Kötturinn kom aftur á vettvang. ’ Hann virti Gráber lengi fyrir sér. Það glitti í græn aug- un í fölri birtunni. Hann nálgaðist varlega. Hann lædd- ist hljóðlega kringum hann nokkmm sinnum. Svo kom hann nær, neri sér upp við fætur Grabers, setti á sig kryppu og fór að mala. Loks skreiddist hann upp að hlið hans og lagðist niður. Hann tók ekki eftir því . 1 8. Morgunninn rann upp bjartm’ og fagur. Gráber var ' stundarkorn að átta sig á hvar hann var; hann var svo vanur því að sofa innanum rústir. En svo mundi hann allt í einu eftir öllu. Hann hallaði sér upp að stiganum og reyndi að hugsa. Kötturinn sat spölkorn frá undir hálfgröfnu baðkeri og þvoði sér í makindum. Honum stóð rétt á sama um eyðilegginguna. Hann leit á úrið. Enn var of snemmt að fara í hverf- isskrifstofuna. Hann reis hægt á fætur. Hann var stirð- ur í liðamótunum og hendur hans blóðugar og óhrein- ar. í baðkerinu var ögn af hreinu vatni, sennilega eftir 1 slökkvidælur eða rigningar. Andlit hans speglaðist í yf- irborði þess. Það var undariegt ásýndum. Hann náði sér í sápustykki í bakpokanum og fór aö þvo sér. Vatnið varð svart og það fór aftur að blæða úr höndunum á honum. Hann hélt þeim móti sólinni meðan þær þorn- uðu. Svo leit hann niður eftir sér. Buxur hans voru rifn- ar, jakkinn óhreinn. Hann neri hann með votum vasa- klút. Annað gat hann ekki gert. Hann átti brauðbita í bakpoka sínum og enn var kaffi í hitabrúsanum. Hann drakk kaffið og át brauðið með. Allt í einu fann hann til sárs hungurs. Hann var þurr í kverkunum eins og hann hefði verið að hrópa alla nóttina. Kötturinn nálgaðist. Hann braut bita af brauðinu og rétti honum. Hann tók við því með varúð, bar það burt og settist niöur til að maula það. Á meðan hélt hann áfram að horfa á hann. Hann var svartur nema ein löppin hvít. Sólin glampaði á glerbrot innan- um rústirnar. Gráber tók bakpokann og klifraði niður á götuna. Þar nam hann staðar og leit í kringum sig. Hann þekkti ekki lengur umhverfið og borgarsvipinn. Alls staðar voru gínandi göt eins og þegar tennur vantar í skörðóttan góm. Hið græna hvolfþak kirkjunnar var horfið. Önnur turnspíran á Katrínarkirkjunni hafði hrunið. Á alla vegu voru þökin skörðótt og tætingsleg eins og stór, fornaldarskordýr hefðu verið að róta í ruslahrúgu. í Hakenstrasse stóðu aðeins örfá hús eftir. Borgin leit ekki lengur út eins og heimilið sem hann hafði þráð; hún leit út eins og Rússland. eitthvað óhugnanlegt við það að sjá hann koma út úr húsi sem var ekki lengur hús, rétt eins og ekkert væri. Hann leit á Gráber og gáf honum bendingu. Gráber hikaði andartak. Hann mundi að S.S.foringinn hafði kvöldið áður sagt honum að maðurinn væri ekki með réttu ráði. En þrátt fyrir það fór hann til hans. Loftvamavörðurinn nísti tönnum. „Hvað ertu að gera hér? Hnýsast? Veiztu ekki að það er bannað að —“ „Heyrðu mig“, sagði Gmber. „Hættu þessum bölvuð- um þvættingi og segðu mér, hvort þú veizt nokkuð um foreldra mína, Pál og Maríu Gráber. Þau áttu heima þama yfir frá.“ Vörðurinn teygði fram órakað andlitið. „N.ú ert það þú. Hetjan af vígstöðvunum! Hrópaðu ekki svona hátt, dáti! Heldurðu að þú sért sá eini sem misst hefur sjón- ar á fjölskyldu sinni? Hvað heldurðu að þetta sé?“ Hann benti á húsið sem hann hafði komið út úr. „Hvað?“ „Þetta sem hangir á hurðinni. Ertu augnalaus? Held- urðu að þetta sé skrýtlusafn?“ Gráber svaraði engu. Hann sá að bréfmiðar voru nældir á hurðina og hann flýtti sér þangað. Það vom ávörp og orðsendingar til fólks sem ekki hafði komið fram. Sumt var skrifað beint á dyrastafinn með blýöntum, pennum eða krít; annað vom pappírs- miðar festir upp með teiknibóIUm eða límbandi. „Hinrik og Georg, komið til Hermanns frænda. Irma dáin. Mamma“, var skrifað á síðu úr strikaðri stílabók og fest niður með fjórum teiknibólum. Beint fyrir neöan var skrifað á skókassalok: „í guðs bænum berið fréttir af Brynhildi Schmidt, Thuringerstr. 4“. Því næst kom á póstkorti: „Ottó, við emm í Iburg, barnaskólanum". Og allra neðst, undir orðsendingunum og heimilisföngun- um stóð skrifað með krít á mynstraða bréfservíettu: „María, hvar ertu?“ án undirskriftar. Gráber rétti úr sér. „Jæja?“ spurði vörðurinn. „Er þitt fólk þarna?“ „Nei. Það vissi ekki að mín var von“. Sturlaði maðurinn vipraði munninn eins og hann væri að bæla niður hlátur. „Enginn veit neitt um ann- an, dáti. Enginn. Og þeir lifá alltaf sem sízt skyldi. Ekkert kemur fyrir þrjótana. Hefurðu ekki uppgötvað það ennþá?“ „Jú, vissulegá*. „Skrifaðu þá nafnið þitt hérna. Og bíddu eins og allir hinir. Bíddu þangað til þú verður svartur og skorpinn". Andlit varðmannsins breyttist. Allt í einu var kominn á það ömurlegur angistarsvipur. Glens og gaman Eitt staup gerir mig venju- lega ölvaðan. Á ég að trúa því? Já, og það er oftast hið átt- unda. Var maðurinn minn drukkinn þegar hann kom heim í nótt, Pollí? Eg veit það ekki. Hann sagði ekki neitt, nema hann bað mig um spegil til að sjá hver hann væri. Hún: Eg hef enga samúð með manni sem drekkur sig fullan hverja einustu nótt. Hann: Maðursem drekkur sig fullan hverja einustu nótt, þarfnast ekki samúðar. Hann var að hjálpa feita manninum, sem hann hafði ekið um koll, til áð rísa á fæt- ur, og sá feiti sagði með erf- iðismunum : Gaztu ekki sveigt fyrir mig? Mér var ekkí fullkomlega ljóst, hvort ég hafði nægilegt benzín, svaraði hinn kurteis- lega. Hvers vegna er bíllinn þinn grænn á annarri hliðinni, en rauður á hinni? Það er vegna dómstólanna — það getur komið sér ansi vel að framburður vitna stangist á. Wi inrungarápjol «>- eimilisþáttnr Svipmikil feppi þóft //7/7 séu Á húsinu sem ekki var nema framhlið opnuðust dyr. Loftvarnavörðurinn frá kvöldinu áður gekk út. Það var Alltaf er fallegt að sjá stór og smekkleg teppi í stórum stofum, en þau eru dýr og þótt mörg smærri teppi gefi ekki sama róandi heildarsvip- inn geta þau oft verið þægi- legri en of stórt teppi. Ef börn eru á heimili er ekki þægilegt að hafa stór og dýr teppi á athafnasvæði þeirra. Aftur á móti geta nokkur lit- sterk teppi verið til skrauts og jafnframt gefið bömunum það gólfrúm sem er þeim svo nauðsynlegt. Stofan á myndinni er frá norskum stúdentagarði og því ekki af einkaheimili. Samt sem áður er hægt að notfæra sér hugmyndina með tvö samskon- ar teppi í hvaða dagstofu sem er. Tvö handofin sænsk teppi myndu sóma sér vel og einnig aðrar gerðir af smáteppum eft- ir því hvemig húsgögn og inn- bú er. En fallegast er að bæði teppin séu samstæð, því að á þann hátt fæst sami rólegi heildarsvipurinn og þegar eitt stórt teppi er á gólfi. Grátt og brúnt tlzkulitir Koksgrátt, dökki liturinn sem talsvert hefur borið á að und- anförnu, er aðaltízkulitur vetr- arins. Hann er dálítið þung- lamalegur þegar hann er not- aður einn, en fallegur þegar aðrir litir eru notaðir við hann. Og flestir litir fara vel við hann, gult, grænt og blátt og flest afbrigði af því. Af brún- um litum er kókóbrúni liturinn mest í tízku og það er ekki slorlegur litur. En hann fer ekki eins vel við aðra liti held- ur er fallegastur með sjálfum sér. ■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■» Otsala — Otsala Alls konar barnafatnaður AIIs konar nærfatnaður. Andlitspúður frá 2 kr. Varalitur frá 8 kr. Þvottaefni kr. 2.75 Dömuskór kr. 75.00 Afsláttur af öllum vörum. Vöramarkaðndnn Hverfisgötu 74 og Framnesveg 5. Jólamarkaðurinn Ingólfsstrœti 6. !■■■■■■■■•■■■■■■■■■•■■■•■■■■■■■■■■■■■■■!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.