Þjóðviljinn - 26.01.1955, Page 4

Þjóðviljinn - 26.01.1955, Page 4
4) — ÞJÓÐVIUINN — Miðvikudagur 26. janúar 1955 Hvcið dvelur biðskýlin? Getur lýðræði þróazt í- Við sem búum í úthverfum bæjarins og komumst ekki hjá bví að nota strætisvagn- ■ aua- -ii og frá1 vinnu höfum feiigið að kynnast því í und- tanfcrándi óveðrakafla hve mikii vöntun er á einhverjum skylúm á viðkomustöðum valgnanna. Ferðum strætisvagnanna er þahn veg háttað að óhugs- andi er að hitta þannig á að ekki komi til meiri eða minni biðar hverju sinni. Á við- komustöðunum í úthverfun- um fyrirfinnast varla nokkur biðskýli og verða því farþegar vagnanna að híma og hrekj- ast skjóllausir meðan beðið er eftir farartækinu. En það eru fleiri en þeir sem þurfa til vinnu sinnar sem fyrir þ'essu verða. Hús- mæðurnar verða víða sjálfar að annast innkaup til heimil- ] anna og eiga í mörgum tilfell- um elcki annars úrkostar en taka ung börn sín með sér í innkaupaferðimar. Eg hefi oft orðið sjónarvottur að því að konur og börn hafa verið ‘ orðin gegnvot og hrakin í vet- . ur þegar viðkomandi strætis- . vagn kom á staðinn þar sem þau biðu. Mér, og að ég ætla fleiri úthverfabúum, er alveg óskilj- anlegt hve forráðamenn strætisvagnanna og bæjaryf- irvöldin eru seinlát og að- gerðalaus í þeim efnum að búa betur að farþegum stræt- isvagnanna en gert er. Það hefur ekki farið fram hjá okkur, að nefnd manna sem falið var að athuga þetta mál gerði fyrir hálfu ári eða meira ákveðna tillögu um byggingu biðskýla. Og þó sú tillaga hefði ekki leyst viðfagnsefn- ið í heild þá er vitanlegt að hún var spor í rétta átt hefði hún komið til framkvæmda. Það hefur heldur ekki farið fram hjá okkur sem höfum staðið köld og hrakin á við- komustöðum vagnanna í vet- ur að málinu hefur verið hréyft hvað eftir annað innan sjálfrar bæjarstjórnarinnar og tillögur fluttar um fram- kvæmdir á grundvelli álits nefndarinnar. En þær hafa jafnan fengið sömu af- greiðslu: verið vísað' til bæj- arráðs, en það skilst manni að sé viðtekin aðferð til að svæfa mál þegar ekki þykir beinlínis heppilegt að ganga hreint til verks gegn þeimog jfillt söngvið kveníólk í SVÍR — Óverðskuldað loí á borgarstjóra og bæjarstjórnarmeirihlutann — Furðulegt misræmi — Á að safna eða eyða? BÆJARPÓSTURINN hefur verið beðinn fyrir áskorun til sönghneigðs kvenfólks að láta það ekki dragast að gefa sig fram við söngstjóra SVlR, Sigursvein D. Kristinsson. Eins og áður hefur verið minnzt á hér, er ætlunin að fjölga söngfólki í kórnum um ailt að því helming ef unnt er, og karlmennirnir tóku vel við sér og gáfu sig fram í Btórum stíl, og nú er röðin komin að kvenfólkinu. Það eru bæði sópran og alt-raddir sem vantar, og það væri ólíkt kvenfólkinu að láta skjóta sér ref fyrir rass í þessum efnum fremur en öðrum. ★ BÆJARPÓSTURINN fékk ný- lega upphringingu í tilefni af lofi miklu sem viðkomandi hafði séð borið á bæjarstjórn- avmeirihlutann og borgar- stjórann í Reykjavík í sam- bandi við vegabætur. Kvaðst viðkomandi ekki vita til þess að annað hefði verið fram- kvæmt í sambandi við gatna- gerð á árinu sem leið en Bjarkargatan og svolítill hluti af Nýlendugötu, í allt nokkrir tugir metra, og taldi slíkar „stórframkvæmdir“ ekki gefa tilefni til oflofs. ★ LOKS HEFUR Bæjarpóstinum verið falið að benda á mis- ræmi það sem lýsir sér annars vegar í hvatningum þeim um sparifjársöfnun sem nú eru ofarlega á baugi, einkum í sambandi við sparifjársöfnun skólabarna, og hins vegar í boðskap þeim um gengisfell- ingu sem kom svo greinilega fram í áramótaræðu Ólafs Thors. Og fyrirspyrjanda langaði til að fá upplýsingar hjá stjórnarvöldunum um það hvort þessi ummæli Ólafs Thors ætti ekki að skilja svo, að fólki bæri að eyða pening- um sínum meðan þeir væru einhvers virði, í stað þess að leggja þá inn á banka þar sem þeir yrðu innan skamms verð- lausir eftir boðskap ráðherr- ans að dæma? í þessu tvennu skýtur nokkuð skökku við og almenningur á bágt með að átta sig á þessu misræmi. Annað tveggja hlýtur að vera rétt, að leggja afgangsfé sitt á vöxtu í bönkum, ellegar eyða því og spenna af ótta við fyrirhugaða gengisfell- ingu. Og það væri fróðlegt að fá upplýsingar um það hjá valdamönnum vorum, hvora stefnuna er rétt að taka, því að varla eru báðar réttar. Beiðni þessari er hér með komið á framfæri. t : ■ : a a : a a a a a a a : a a : : a a a a í borgaralegu þjóðfélagi? fella þau á bæjarstjómarfund- um. Það kann vel að vera, að þeir ráðamenn bæjarins og bæjarfulltrúar sem eiga sök á aðgerðaleysinu í biðskýlamál- inu geri sér ekki ljósa nauð- syn þess að biðskýlunum verði komið upp. Flestir þeirra munu vera þannig settir að þeir þurfi ekki að ferðast með al- menningsvögnunum oft á dag mánuð eftir mánuð og ár eft- ir ár. En þeir góðu menn ættu ekki að gleyma því að ekki eru allir Reykvíkingar eigend- ur eða umráðamenn einka- bíla enda ættu þeir að sjá af árstekjum strætisvagnanna að svo er ekki. Allur almenning- ingur verður að nota þessi farartæki, kostar rekstur þeirra og endumýjun og á því óumdeilanlega kröfu á að tek- ið sé. tillit tií óska hans og aðbúnaðurinn bættur þannig að hann sé mönnum bjóð- andi. Ég er á þeirri skoðun að við, úthverfafólkið í Reykja- vík, séum of sinnulaus um þetta mál og önnur hags- munamál okkar. Við þurfum að láta til okkar heyra og krefjast þess sem við teljum okkur eiga rétt á. Og það er margt fleira en strætis- vagnabiðskýli sem vantar í úthverfin til þess að aðbún- aður og þægindi séu eitthvað í líkingu við það sem við- gengst í öðmm hlutum bæj- arins. En það hefur verið sér- stakléga tilfinnanlegt í vetur hvar skórinn kreppir í þessu efni. Þess vegna stakk ég niður penna um biðskýlin að þessu sinni og veit að ég mæli fyrir munn allra út- hverfabúa sem vagnana nota þegar ég skora á ráðamenn strætisvagnanna og bæjar- stjómina að hefjast handa um byggingu hæfilegra biðskýla sem allra víðast á viðkomu- stöðum vagnanna í úthverf- unum. títhverfabái. Æskulýðsfylkingin brýtur nú upp á hverri nýunginni eftir aðra í starfsemi sinni. Á sunnu- dagskvöldið var bókmennta- kynning, helguð Þórbergi Þórð- arsyni, hin fyrsfa er Æsku- lýðsfylkingin efnir til í starfs- sögu sinni. Og í kvöld efnir hún til almenns umræðúfundar um spuminguna: Getur lýðræði þróazt í borgaralegu þjóðfélagi? Á undanförnum ámm hefur Fylkingin vissulega oftsinnis boðað til umræðufunda — um þjóðmál er hafa verið á baugi á hverjum tíma. Þeir hafa verið þáttur í hinni daglegu baráttu íslenzkra sósíalista, framlag og skerfur hinna ungu til hinnar sósíalísku stjómmálabaráttu í landinu. Það er öllum kunnugt að fundir þeir sem Æskulýðsfylk- ingin hefur efnt til hafa jafnan verið fjölsóttari en aðrir fundir hliðstæðir, á sama hátt og Sós- íalistaflokkurinn hefur boðað til flestra stærstu funda er hér hafa verið haidnir, en átt hlut að öðrum. Kemur þetta til af því að sósíalistar, yngri sem eldri, hafa ætíð átt meirá mannvali á að skipa til ræðu- halda en aðris flokkar, en einnig af því að hinn rót- tækari hluti alþýðunnar hefur miklu ríkari áhuga á þjóðmál- um en til dæmis yfirstéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar til funda niður í Holstein. í þriðja lagi hlýtur stjómmálahreyfing, er berst jákvæðri baráttu, að kveikja heitari eld í hjarta fólksins en þeir flokkar sem að- eins slá skjaldborg um hags- muni fámennra forréttinda- stétta og hafa að öðru leyti það hlutverk að spyrna brodd- um við hagsmunamálum fjöld- ans — berjast neikvæðri bar- áttu. Af öllum þessum sökum getur Æskulýðsfylkingin minnzt margra stórra funda í sögu sinni. Og þar hafa áheyrendur aldrei unað við að éta af sér puttana eins og borið hefur við á stjórnmálafundum ýmsra annarra æskulýðsfélaga í Reykjavík og víðar. Fundur sá sem Æskulýðs- fylkingin efnir til í kvöld er að því leyti nýstárlegur að þar er ekki á dagskrá mál sem beint er valið af vettvangi dagsins — það er ekki ætlun- in að grípa inn í rás við- burða sem séu að gerast í dag og verði úr sögunni á morgun. Hér er þvert á móti tekið til umræðu mál sem varðar alla þjóðmálabaráttuna í heild, svo í gær sem í dag og á morgun: gtundvallarspurning í stjórn- málunum um áratugi. Til framsögu um þetta mál: Getur lýðræði þróazt í borgara- legu þjóðfélagi? hefur verið valinn hinn hæfasti maður: Björn Franzson. Munu fáir hafa gert sér skýrari grein en hann fyrir eðli lýðræðis og ó- hjákvæmilegum takmörkunum þess við borgaralegt þjóðskipu- lag. Nægir hér að minna á hinn mikla greinaflokk hans, Lýð- ræði, er birtist fyrir nokkrum árum í Timafiti Máls og menn- ingar — og mun sú ritgerð enn vera höfuðverk á íslenzku um þetta efni. Nafn hans er trygg- ing þess að viðfangsefnið verði tekið vísindalegum tökum, en ekki látin nægja innantóm slagorð um yfirborð hlutanna, eins og tíðkast svo mjög í póli- tískum umræðum „hinna á- byrgu stjórnmálámanna“ á fs- landi. Það er einmitt slagorða- skvaldur og yfirborðsmennska hinna mjögtalandi þjóðmála- skúma í borgarastétt, sem í of ríkum mæli hefur sett svip á íslenzka stjórnmálabaráttu að undanfömu. En að baki því öllu stendur þó baráttan milli tveggja ólíkra hugmynda- kerfa, eða öllu heldur milli Framhald á 8. síðu. Tilkynning til oddvita og sveitarst jóra um IÐGJALDAIÆKKIM s Samkvæmt lögum um brunatryggingar húseigna utan Reykjavíkur, sem öðl- uðust gildi í apríl síðastliðið ár, er öllum bæjar- og sveitarstjómum heimilt að semja við eitt vátryggingarfélag eða fleiri um brunatryggingar húseigna í umdæmi sínu. — Á grundvelli þessa samningafrelsis hafa Samvinnutryggingar nú nýlega gengið frá tilboði í þessar tryggingar, þarsem iðgjöldin eru LÆKK- UÐ UM 25—35% AÐ MEÐALTALI miðað við þau iðgjöld, sem gilt hafa undan- farin ár. — Tilboð þetta munum vér senda öllum bæjar- og sveitarstjórnum, sem ekki eru samningsbundnar hjá Brunabótafélagi íslands með tryggingar í umdæmi sínu. Byrjað var að póstleggja tilboðin um miðjan janúar, en vegna tafsamrar vinnu við frágang þeirra og örðugra póstsamgangna um þessar mundir, munu til- boðin ekki hafa borizt öllum sveitarstjómum enn, — Vér beinum því vinsam- legast þeim tilmælum til yðar að þér ráðstafið ekki brunatryggingum í um- dæmi yðar, fyrr en þér hafið kynnt yður hið hagstæða tUboð vort. Samvinnutryggingar :

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.