Þjóðviljinn - 26.01.1955, Síða 6
; ÍB) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 26. janúar 1955 --—
{ ■' •
____,1 ■ • ' .
Kmóoviuinn
Útgefandi: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn.
Ritatjórar: Magnós Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (éb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, GuB-
mundur Vlgfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skóiavörðusttg
1». r- Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á. mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17
annara staðar 4 landinu. — Lausasöluverð 1 kr. elntakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h f.
! Tvíþælt verkefni
Vart er finnanlegur sá maður sem ber brigður á þá staðreynd
að verkafólki og láglaunamönnum almennt sé með öllu ofvaxið
að láta núverandi tekjur af dagvinnunni hrökkva fyrir brýn-
ustu lífsnauðsynjum, hvað þá fyrir því sem þar er fram yfir og
tilheyrir þó að lifa nokkru menningarlífi, veita sér og sínum
eitthvað fram yfir fæði, föt og húsaskjól.
Að svona er komið er afleiðing af stefnu stjómarvaldanna
í efnahagsmálunum. Gengislækkunin 1950 og aðrar hliðstæðar
aðgerðir stjómarvaldanna, sem þau túlkuðu sem allra meina
bót fyrir efnahagslífið og framleiðsluna, hafa reynst argvítug-
asta blekking og spilaborg. I slóð þessara ráðstafana fylgdi
hömlulaust frelsi fyrir gróðastéttina til að draga til sín stærri
hluta af þjóðartekjunum en nokkm sinni áður, Allt verðlag
hefur hækkað stig af stigi, þótt því hafi verið svo meistaralega
fyrir komið að verkalýðurinn og launþegamir almennt fá verð-.
hækkanimar ekki bættar nema að sára litlu leyti.
Hvernig verkalýðurinn hefur verið leikinn af gróðastéttínni
og stjórnarvöldum liennar sést bezt á þeirri staðreynd, að ef
kaup væri nú greitt samkvæmt vísitölunni sem gilti áður en
fyrsta stjórn Alþýðuflokksins var mynduð 1947, ætti Dagsbrún-
arverkamaður að fá kr. 19,56 á klst. í stað þess að nú er greitt
kr. 14,69. Mismunurinn er kr. 4,87 á klst. eða kr. 11.688 yfir
árið, miðað við dagvinnu í 300 daga á ári. Eru þessar tölur
óvéfengjanleg sönnun þess hve gengið hefur verið á hlut hins
vinnandi manns síðan áhrifa verkalýðshreyfingarinnar og Sósí-
alistaflokksins hætti að gæta á stjórnarfarið og auðmannastétt-
In hóf þá „lækningastarfsemi“ á efnhagslífinu sem fylgdi tíl-
•komu Stefáns Jóhanns-stjómarinnar og marsjall-„bjargráð-
anna“ og staðið hefur alla tíð siðan.
• Þegar þess er gætt hve kjaraskerðingin hefur orðið stórfelld
•má fara nærri um hver hlutur vinnandi fólks væri nú í dag hefði
hin röttæka verkalýðshreyfing ekki haft mátt til að verja al-
”þýðustéttirnar verstu áföllunum. Skipulögð vamarbarátta
verkalýðsins undir fomstu Dagsbrúnar og annarra traustustu
verkalýðsfélaganna hefur beinlínis afstýrt því að kjörum ís-
lenzka verkalýðsins væri þrýst niður á fullkomið hungurstig.
Það er vissulega athyglisvert fyrir verkalýðinn í landinu, að
nú þegar það er orðið óhjákvæmilegt fyrir samtökin að mæta
sífelldri rýrnun lífskjaranna með kröfum um hækkað kaup og
bætt kjör — og verkalýðurinn er staðráðinn í að knýja þær
kröfur sínar fram með mætti sinna voldugu samtaka — þá
skuli valdhafarnir voga sér að hafa í ósvífnum.hótunum við
hið vinnandi fólk, við yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, um
að lækka gengið á ný og leitast við að ræna verkalýðinn
þannig árangri kjarabaráttu sinnar. En þennan boðskap flutti
Ólafur Thors, forsætisráðherra núverandi auðmannastjórnar,
umbúðalaust í áramótaræðu sinni og hann hefur síðan verið
endurtekinn margsinnis í Morgunblaðinu og reynt að renna
undir hann hagfræðilegum stoðum með kenningaþmgli gengis-
lækkunarpostulans Benjamíns Eiríkssonar.
Þessar ósvífnu hótanir auðmannastéttarinnar, fluttar og túlk-
aðar af Ólafi Thors og gengislækkunarsérfræðingi hans munu á
engan hátt hafa þau áhrif sem tíl er ætlazt. En þær hafa önn-
ur áhrif sem verða auðmannastéttinni og flokkum hennar tíl
falls fyrr eða síðar. Geri auðmannastéttín alvöru úr hótun sinni
verður ofbeldisverkið ekki aðeins verkalýðnum öflug hvatning
til að þétta og styrkja raðir stéttarsamtaka sinna heldur og að
efla pólitíska einingu sína og margfalda styrk sinn á stjórnmála-
sviðinu. Ósvífnar hótanir Thorsarans og ameríska erindrekans
Benjamíns Eiríkssonar sýna og sanna verkalýðnum og alþýðunni
aliri að virldð sem fólkið þarf að vinna er Alþingi • sjálft, lög-
gjafarvaldið sem auðmannastéttín hyggst nú að nota til að
skella á nýrri gengislækkun og ræna verkalýðinn þannig þeim
árangri sem kjarabarátta stéttarsamtakanna færir honum.
Þennan sannleik þarf alþýðan öll að tileinka sér. Verkefni
hennar em nú tvíþætt. Hún þarf að skipa sér öfluglega um
stéttarsamtökin og gera þau að ómótstæðilegu afli í átökunum
sem framundan em. En hún þarf um leið að auka pólitíska
glöggskyggni sína, knýja fram einingu verkalýðsflokkanna og
gjörbreytt valdahlutföll í þjóðfélaginu. Á þann hátt einan rís
alþýðan undir því sögulega hlutverki að verða hið sameinandi
fomstuafl þeirrar vinstri fyikingar í landinu sem leysa verður
fiuðmannastéttina af hólmi.
Tvö alþýðusknld
Rósberg G. Snædal:
ÞÚ OG ÉG
Sögur
Fyrir fimm árum gaf þessi
höfundur út fyrstu ljóðabók
sína og nú er hann kominn
með ofurlitla vísnabók, 25
hringhendur, en auk þess fyrsta
smásagnasafn sitt er hann nefn-
ir Þú og ég og hér skal lítil-
lega minnst á.
Ég skal strax játa að ég las
þessa frumsmíð í smásagnagerð
mér til mikillar ánægju og þyk-
ir mér sem hún gefi enn meiri
vonir á sínu sviði en ljóðagerð
höfundar, þó ýmislegt sé gott
um hana að segja.
Hér skal ekki rakið efni
þessara tíu smásagna, en hinar
veigamestu þeirra tel ég Heim-
sókn, Myndin, í Mjóagili og
að sumu leyti Blöðin sem ég
brenndi. Allt eru þetta mynd-
ir 'af einstæðingum, þannig
teiknaðar að eftirminnilegt
verður: bak við hina einföldu
og raunar hversdagslegu drætti
dyljast átakanleg örlög pem
ekki er auðvelt að láta sér
standa á sama um. Við gleym-
um ekki svo glatt þeim
Prjóna-Boggu, Sóleyju sauma-
konu, Tátu né Gittu í kjall-
aranum — allt eru þetta lifandi
manneskjur og sannar, hver
í sínum harmleik.
Lítil stúlka í stígvélum nær
varla slíkum áhrifum sem hin-
ar fyrri, þó efnið sé í sjálfu
sér athyglisvert og svipað má
raunar segja um söguna Að
Bragatúni. Fegurð blómanna er
að vísu prýðilega sögð saga,
en einhvern veginn finnst mér
heimspeki unga skáldsins sljó
og utangarna.
Smæstu sögurnar, í hjólfar-
inu, Stefnumót og Vinur í raun
eru svo efnislitlar að þar kenn-
ir lítt átaka, en eigi að síður
fara þær ekki erindisleysu,
einkum hin fyrsta, sém teljast
má prýðileg.
Ýmislegt mætti sjálfsagt með
góðum vilja út á gerð sumra
þessara sagna setja, en hitt
Islenzkt efni í alþjóð-
legu esperantoblaði
I nóv.-des. hefti esperanto-
blaðsins Paco, málgagni heims-
friðarhreyfingar esperantista,
er birt grein Halldórs Kiljans
Laxness, Friður í Austurveg,
þýdd af Amóri Hanníbalssyni.
Paco hefur áður birt nokkr-
ar greinar og kvæði eftir ís-
lendinga, m.a. grein um sjálf-
stæðisbaráttu íslendinga eftir
Gunnar M. Magnúss, ræðu er
Halldór Kiljan flutti í Vín er
hann tók við friðarverðlaunun-
um, þýðingar á kvæðum eftir
Kristján frá Djúpalæk og Jako-
bínu Sigurðardóttur.
þykir mér þó stórum meira um
vert að þær.gefa tvímælalaus
fyrirheit um enn betri verk,
þegar reynsla og kunnátta höf-
undar á þessu vandasama sviði
vex. Skáldauga hans er að vísu
nú þegar furðu næmt, samlíð-
anin með söguhetjunum tví-
mælalaus og hófstiUingin gagn-
vart efninu meiri en væntá
mætti af byrjanda. Stíllinn er
yfirleitt þægiiega látlaus og
eðlilegur, þótt nokkurra hnökra
kenni sumstaðar enn sem kom-
ið er. Getur þar vafalítið
sprottið fram tær lind, þegar
búið er að dýpka farveginn og
hreinsa.
Allmargt er um prentvillur í
bókinni og sumar meinlegar,
eins og t. d.: sagði hann ég
lagðist letilega útaf, hún kall-
aði sér aftur að hinum kantin-
um o. s. frv. Þá kann ég illa
að skrifa coca-cola, grapfruit,
cigaretta, kontor o. s. frv. og
skil ekki hvað sá ritháttur á*
að þýða í íslenzku máli.
En hvað sem slikum smá-
munum líður ræð ég þessum
norðlenzka verkamanni til að
leggja fulla alúð við þessa grein
bókmenntanna og mun þá sann-
ast, ef guð lofar, að þar er
fýsilegur vettvangur fyrir hans
pund.
★
Einar Beinteinsson:
UM DÆGRIN LÖNG
Kvæði,
. Snæbjörn Jónsson getur þess
í hlýjum formála að þessu
litla ljóðakveri að höfundur
þess hafi orðið óvígur í lífsbar-
Elnar Beintelnsson
áttunni fyrir örlög fram. Þessu
lýsir skáldið sjálft svo í næsta
óbrotinni vísu:
Þrekið lítið, fjörið fer.
Fári lýt óglaður.
Ég á þrítugsaldri er
alónýtur maður.
Og á öðrum stað kveður höf-
undur þannig:
Eðli mitt ég ekki skil,
ótal þrautir beygja.
Mér f innst vont að vera til,
vil þó ekki deyja.
Þetta er svo sem ekki há-
fleygur skáldskapur, en mikið
er hann íslenzkur í sér. Og í
þessum tveim vísum er heil
ævisaga bundin í hnotskurn.
Einar er einn hinna merki-
legu Grafardals-systkina sem
öll hafa, „eins í gleði og eins í
harmi“, lifað og hrærst í and-
rúmi skáldskaparins. Ljóðin og
vísurnar í þessari bók eru engin
nýjung, heldur enn eitt ósvikið
lauf á hinum aldna stofni al-
þýðukveðskaparins. Höfundur
leikur sér að hrynhendu og
sléttuböndum af langþjálfaðri
íþrótt kynstofnsins. Fyrsta
kvæðið, Ólafs drápa Ketils-
sonar, er blátt áfram ununar-
samlega kveðið og raunar höf-
uðprýði bókarinnar. Þar stend-
ur þetta:
- i • .
Bát þú lézt um bláar vastir
báru milli og skers fyrir árum.
svífa létt, þegar sumum þótti
sundið læst af brimi æstu,..
Sá hefði kunnað að heilsa á
kóngana forðum daga. Hér er
svo ein sléttubandavísa:
Harðnar tíðin, gneipur gín
gulur hlíðarslakki.
Varnar lýðum sólarsýn
svartur hríðarbakki.
Þá er Víg Þráins víða harla
vel kveðið og snjallt og þrótt-
mikið kvæði er Þrælsmið, en
þar í er þetta:
Og síðan af skyndingu sval-
hugað lið
þá sigldi með karlinn í dróma,
Þeir ferjunni stýrðu á hans
fengsæla mið»
en fullhugar dagsverkið róma.
En fjarri var þrælnum að
fala sér grið,
og fagnandi tóku honum
bylgjurnar við.
Þar sökk hann með heiðri og
sóma.
Fleiri dæmi mætti nefna góðsc
kveðskapur í þessari litlu bók.
Það sem gerir hana svo hug-
þekka er þó hvorki nýstárleiki
né fágun, heldur hin innilegu
tengsl formsins við ljóðerfðir
alþýðunnar og hinn rammi safi
seltu og moldar i innihaldi.
Jafnvel víl skáldsins fiefur á
sér blæ þess æðruleysis og
karlmennsku sem minnir á
horfnar kynslóðir.
Hversu lengi munu afdala-
synir vorir halda áfram að
bjarga lífi þjóðarinnar með
hugarþeli slíku sem þessu:
Feðratungan skapgerð skylda,
skorinorð og munarhlý,
skáldamál og móðir snillda,
menntir vorar efli á ný.
Látum aldrei mútumilda
meinvinnendur spilla því.
júk,