Þjóðviljinn - 26.01.1955, Síða 12

Þjóðviljinn - 26.01.1955, Síða 12
Tjón &§ véldusn bifreiða hafa aukizt 3n|ög á síðustu árum A sl. ári voru tilkynnf 6528 tjón og bœt- ur fyrir þau námu 13.1 millj. króna Reynsla bifreiöatryggingafélaganna hér á landi bendir ótvírætt til þess aö slysum og tjónum fjölgi lilutfallslegá orar en nemur fjölgun bifreið'a landsmanna. Upplýsingar þessar gáfu starfs- menn fjögurra bifreiðatrygginga- félaga, Almennra trygginga, Sam- vinnutrygginga, Vátryggingarfé- lagsins og Sjóvátryggingafélags- ins, á fundi með blaðamönnum í gaer. Skýrðu þeir svo frá, að árið 1952 hafi fjöldi skrásettra bifreiða landsmanna verið 10.928, tilkynnt tjón voru þá 4723 tals- ins, þar af 159 slys, en upphæð tjónbótanna nam 6 millj. 933 þús. króna. Árið 1953 voru bifreið- arnar 11.066, tilkynnt tjón 5307, þar af 166 slys, en upphæð tjón- bótanna 9 millj. 317 þús. kr. Á sl. ári, 1954, voru skrásettar bif- reiðar 11.507, tilkynnt tjón 6528, þar af 182 slys, en upphæð tjón- bóta 13 millj. 145 þús. kr. Til skýringar tölunum um slys skal þess getið, að í þeim er talað um ' eitt slys, þótt fleiri en einn ein- staklingur hafi slasazt í sama tilfeilinu, þannig að tala þeirra, sem hafa slasazt er miklu hærri en fram kemur hér að ofan. Hækkun iðgjalda Upplýsingar þessar birta trygg- ingafélögin samtímis því að þau auglýsa hækkun á iðgjöldum. Lögðu starfsmenn tryggingafélag- anna áherzlu ó að hin nýja ið- gjaldaskrá væri byggð á reynslu ársins. 1953 en ekki á tölum síð- asta árs. Hækkun sú sem þau hefðu reiknað með næði því ekki til að jafna metin yrði reynsla ársins 1955 svipuð reynslu s. 1. árs.. Bifreiðaeigendur yrðu því að gera sér grein fyrir hvert stefnir í þessum efnum, verði ekki unnt með einhverjum ráðum að stemma stigu við sívaxandi slysum og tjónum af völdum bifreiða. Starfsmenn tryggingafélaganna gátu þess í gær, að ársiðgjöld- in af bifreiðatryggingunum hefðu í fyrra numið rúmlega ellefu milljónum króna, eða orðið því sem næst tveim milljónum króna lægri en tjónaútgjöldin. Sökin ékki hjá fótgangandi vegfarendum Það kom fram á blaða- mannafundinum í gær, að yf- ir 97 af hverjum 100 tjónum væru af völdum árekstra railli bifreiða og árekstra þeirra á muni og mannvirki. Vilja tryggingafélögin benda sér- staklega á þetta sökum þess hve áberandi er, þegar um- ferðamálin ber á góma, að einblínt sé á óvarkárni ann- arra umferðaraðila, hjólreið- armanna og gangandi vegfar- enda. Virðist að meiri sjálfs- gagnrýni af hálfu ökumanna ætti liér vel við. Breyting á bónusfyrir- komulagi Tryggingafélögin hafa ákveðið þá breytingu á bónus-ákvæðum (afsláttarákv.) sínum að strax eftir eitt ár án tjóns lækki ið- gjaldið um 25%. Er þetta gert i þeim tilgangi að þeir, sem gæta varúðar í akstri, njóti þess í lægri iðgjöldum, og er það þá von félaganna að það sé jafn- framt hvatning til ökumanna um að gæta fyllstu varúðar í akstri. í þessu sambandi er þó skylt að geta þess, að uppi eru raddir um að bónusfyrirkomulagið hafi sína annmarka og þá helzt þá, að með tilkomu þess hafi færzt í vöxt að ökumenn valdi tjóni án þess að tilkynna það og það leiði aftur til þess, að tjónþolar verði oft af þeim bótum, sem þeir ættu rétt á. Hafa því trygg- ingafélögin ákveðið að efna til skoðanakönnunar meðal bif- reiðaeigenda um bónusfyrir- komulagið við næstu endurnýj- un trygginganna. Minni ölvun við akstur Meðal þeirra, sem staddir voru á blaðamannafundinum í gær, var Ólafur Jónssón fulltrúi lögreglustjóra og Jón Oddgeir Jónsson, starfsmaður Slysa- varnafélagsins. Ólafur hefur með höndum yfirstjórn umferða- málanna hjá lögreglunni. Hann skýrði svo frá, að gefnu tilefni, að allmiklu færri bifreiðastjórar hefðu verið teknir ölvaðir við akstur síðari hluta ársins en fyrr á árinu. Þá gat' hann þess að pantaður hefði verið viðbótar- útbúnaður við umferðarljóstæki þau er fyrir eru í bænum. Myndu ljóstækin með hinum nýja útbún- aði þá einnig ætluð gangandi vegfarendum. Jón Oddgeir taldi að nú væri grundvöHur til stofnunar um- ferðaráðs með líku sniði og starf- að hefði hér tvívegis fyrr á ár- um, til hins fyrra var stofnað af áþugamönnum, m. a. Slysavama- félaginu, en hið síðara var sett á stofn fyrir frumkvæði Agnars K. Hansens þáverandi lögreglu- stjóra. HlÓÐUUJINN Miðviku’dagur 26. janúar 1955 — 20. árgangur — 20. tölublað Hamilton enn stærsti atvinnurek- á Keflavíkurflugvelli Hamilton — félagið sem Framsókn rak úr landi! — var enn í byrjun þessa árs langstærsti atvinnurekandinn á Keflavíkurflugvelli. Af rúmlega 1200 mönnum voru 560 hjá Hamil- ton. Næstur var herinn með rúmlega 520. Wyatt C. Hedrick hafði innan við 30 menn í vinnu. Sameinaðir verktakar muriu hafa haft 60—70, — enda höfðu þeir sagt upp á annað hundrað mönnum í nóvember og desember. Iðjufundur um samningsuppsögn á laugardaginn verksmiðjufólks laugar- -<S> Söngfélag verklýössamtakanna syngur Austurvelli á þjóðhátíðinni 17. júní s.l. Vaxandi starf Söngfélags verklýðssamtakanna Kórinn á 5 ára afmæli í vetnr Laust fyrir áramót hélt Söngfélag verklýðssamtakanna i Reykjavík aðalfund sinn. I stjórn félagsins voru kjörin: Halldór Guðmundsson form. (endurkosinn), Guðrún Snæ- björnsdóttir ritari og Þórhallur Björnsson gjaldkeri. Formaður flutti skýrslu stjórn- arinnar um starf félagsins á liðnu ári. Starfið hafði byrjað fyrr að haustinu en venjulega með æfingum á mótettunni Martíus eftir stjómanda kórsins við texta St. G. St. Mótetta þessi var flutt á minningarfundi sem haldinn var á 100 ára afmæli Ijóðskáldsins af bókmenntafélag- inu Máli og menningu og Söng- félagi verklýðssamtakanna í sam- einingu. Einsöng í verkinu ann- aðist Gunnar Kristinsson óperu- f 4 Sigursveinn D. Kristinsson stjórnandi kórsins. Ilalldór Guðmundsson formaður Söngfélags verklýðs- samtakanna. songvari. Samsöng hélt kórinn 4. apríl í Austurbæjarbíói við góða að- sókn og viðtökur. Meðal ein- söngvara kórsins var Guðmund- ur Jónsson óperusöngvari sem einnig söng með kórnum í út- varp 1. maí og 17. júní. Þá söng Guðmundur með kórnum inn á plötu Fylgd Guðmundar Böðvarssonar í esperantóþýðingu Óskars Ingimarssonar, fyrir frið- arhreyfingu esperantista (M. E. M.). Kórinn hélt uppi kvöldvökum yfir vetrarmánuðina frá október til maí í félagi við Lúðrasveit verkalýðsins með þátttöku verka- lýðsfélaga, eins eða fleiri, í senn. Einnig söng kórinn á hátíða- samkomu verklýðsfélaga og ann- arra menningarsamtaka í Reykja- vík og Hafnarfirði, fyrsta maí í Sandgerði og Selfossi. Seinna var farin söngför vestur á Snæ- fellsnes og sungið í Stykkis- hólmi og í Borgamesi. Söngfélag verklýðssamtakamia á 5 ára afmæli á þessum vetri. í tilefni af þeim tímamótum var rætt um starfið á undanfömum árum, dregnir af því hagnýtir lærdómar og gerðar áætlanir um aukið átarf. Iðja, félag heldur félagsfund n. k. dag kl. 2 e. h. í Breiðfirðingabúð. Á þessum fundi verður rædd og tekin ákvörðun um samnings- uppsögn í framhaldi af ályktun hinnar nýafstöðnu ráðstefnu verkalýðsfélaganna um kaup- gjaldsmálin. Fundur Ðags- brúnar um samn- iugsuppsögn er annað kvöld Fundurinn í Verkamannafélag- inu Dagsbrún sem tekur ákvörð- un um uppsögn samninga félags- ins, verðtir haldinn annað kvöld í Iðnó og hefst kl. 8.30. Mjög áríðandi er að verkamenn fjölmenni á fundinn og taki þannig frá upphafi virkan þátt í undirbúningi kjarabaráttunnar sem fram undan er. Af fenginni reynslu um starf- semi félagsins var. fundurinn sammála um að starf þess yrði ekki trvggt til frambúðar nema með öflun nægilega margra styrktarfélaga. Félagsstjórn starf- ar nú að því að leysa þetta verk- efni með því að snúa sér bréf- lega til Dagsbrúnarmanna, hvers um sig, og vekja athygli þeirra á þessu nauðsynjamáli. Síðar munum við snúa okkur til ann- arra stéttarfélaga í höfuðstaðn- um. Söngfélag verklýðssamtakanna væntir sér mikils stuðnings frá meðlimum verklýðsfélaganna enda telur sig fyrst og fremst vera einn þáttinn í félagsmenn- ingu verklýðsstéttarinnar. Aðalfundurinn leit svo á að ef hægt væri að fjölga söngfólki í 80—100 mundi það bæta mjög aðstöðu félagsins til að rækja sitt hlutverk með þjóðinni með- al annars með auknu og fjölþætt- ara verkefnavali. Vegna þess hve nú er áiiðið starfsársins ættu nýir söngfélag- ar ekki að draga lengi að sinna þessu kalli. Styrktarfélagsgj ald Söngfélags verklýðssamtakanna er kr. 30.00 — þrjátiu krónur — sem greið- ist við afhendingu 2. aðgöngu- miða að samsöng kórsins. Áskriftarseðilinn sem fylgir, má fylla út og leggja inn í ^BÓkabúð KRON. • Ég undirritaöur gerist hémieð styrktarfélagi Söng- félags verkalýðssamtakanna í Reykjavík. Reykjavík,................. 1955. Nafn Heimili

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.