Þjóðviljinn - 28.01.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.01.1955, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (T 1 hartnær átta ár hefur Her- mann Jónasson nú legið í bóndabeygju hjá íhaldinu. Sjálfviljugur gekk hann und- ir þessa raun, Á hátíðlegum augnablikum hefur hann nefnt þetta ástand sitt ýmsum hug- þekkum nöfnum, eins og t. d. fómarlund, björgunarstarf, þegnskap, ættjarðarást, ábyrgð- artilfinningu. En á öðrum hátiðlegum augnablikum, einkum þó fyrir kosningar og um áramót, hefur Hermano tekið að ókyrrast og brotizt um fast og ákaflega í fangi Ólafs Thors. Enn sem kömið er hafa þó a-rmar Ólafs ekki bilað fyrir átökum hins gamla glímukóngs, þótt maður geti látið sér detta í hug að braka muni í hverjum lið. Er ekki ósennilegt að Ólafur minnist orða postulans: Haltu fast í það sem þú hefur, láttu •engan taka frá þér kórónu þína. Og enginn skyldi lá íhaldinu, þótt það haldi fast um það sem það hefur. Hermann hefur reynzt því sem ein dásamleg guðsgjöf, sönn lífsins kóróna, •og ef til vill er hér fólgin skýringin á hinni miklu og vax- andi guðhraeðslu íhaldsins í seinni tíð, ef til vill er þessi guðhræðsla nokkurskonar tján- ing á þeirri þakklætiskennd, sem upptendrazt hefur í brjóst- 'um braskaranna við það, að tpeningarnir tóku að streyma í pyngjur þeirra í stríðari .straumum en nokkru sinni fyrr, -eftir að Hermann Jónasson sýndi þá ábyrgðartilfinningu, þann fórnarvilja, að leggja sig :í bóndabeygju íhaldsins, til þess að allt þetta björgunarstarf mætti giftusamlega takast. Því hvar væri milljónagróð- inn af milliliðabraski, umboðs- iaunum, gengisfellingu og öðru slíku, sem Hermanni verður svo oft tíðrætt um, ef Hermann befði ekki hafið sitt björgunar- starf fyrir átta árum? Svo kann að fara að íhaldið geti bjargað sér án aðstoðar Hermanns. Hvað myndi þá ger- ■ast? Það er hugsanlegt, að í- haldið sýndi veglyndi og segði við Hermann: Þú varst trúr yfir litlu, ég mun setja þig yf- ir mikið. Gakk inn í fögnuð herra þíns. Hitt er þó sönnu nær, að i- haldið myndi bregðast við eins og maðurinn, sem fékk bróður sinn til að biðja sér konu, en bróðirinn vildi, eftir að málið hafði verið farsællega til lykta leitt, fá koss hjá konunni, sem nokkurs konar umboðslaun fyrlr ómak sitt: Nú þarf ekki meira, nú get ég, nú get ég. Allt þetta virðist Hermanni vera ljóst. Umbrot hans í fangi Ólafs Thors eru ekki tómur leikaraskapur, þótt manni hljóti óhjákvæmilega að detta slíkt í hug. Og það eru jafnvel líkindi fyrir þvi að hann gæti losnað •g rétt úr kútnum, ef hann væri svolítið meiri glímumaður. svolítið hleypidómalausari og svolítið raunsærri en hann hef- ur verið til þessa. En stundum hafa þeir tímar komið, að Hermann hefur ekki innlendan her til þess aðallega að halda verkalýðshreyfing- unni í skef jum og mælti þá öllú opinskár en sjálfur Bjarni Skúli Guðjónsson Benediktsson, sem einnig sýndi landslýðnum inn í hjarta íhalds- ins um sama leyti. Ef Hermanni Jónassyni auðn- aðist einhvemtíma að eiga þátt • t hann er að punda ávirðingunum á íhaldið, að ýmsir frómir framsóknarmenn hafa hlotið sjónarvættina af ýmsum þeim fjárkúgunaraðferðum sem Her- mann lýsir og nú eru að sliga þjóðina. Mætti þar til nefna hin margháttuðu fjárplógsfyr- irtæki sem vaxið hafa utan um Vilhjálm Þór og hin frægu skipti stjómarflokkanna á her- námsgróðanum. Og enn mætti ef til vill nefna Áburðarverksmiðjuna og spyrja hvort Hermann hafi nú gætt hagsmuna bændanna þar eins vel og framast varð á kosið. Og þegar Hermann er að tala um, hvemig íhaldið hafi staðið gegn hverju umbótamáli, unz það var neytt til undanhalds, man maður eftir því, að þegar lögin um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi 1946, stóðu framsóknarmenn sem einn maður gegn samþykkt þeirra. Þá lét Hermann Jónas- son ekki neyða sig til undan- halds og var húsbóndi á sínu heimili. Svo virðist sem hann hafi farið að rýna í atkvæðatölur frá síð- ustu kosningum, og komizt að þeirri niðurstöðu að vinstri stjórn yrði seint mynduð á áð- urgefnum forsendum, jafnvel þótt góða fólkið í Sósíalista- flokknum styddi Framsókn. Alþýðuflokkurinn, Þjóðvam- arflokkurinn og helmingurinn af Sósíalistaflokknum eiga að mynda nýjan verkalýðsflokk og þannig á að skapast vinstri meirihluti á Alþingi. Hinn helmingurinn af Sósíalista- flokknum er vont fólk, sem hefur hjartað austur í Moskva og það má ekki vera með. Nú verður ókunnugum að spyrja: Hvernig má það verða, að Hermann sé slikur hjartn- anna og nýrnanna rannsakari, að hann viti að nákvæmlega helmingur, hvorki meira né minna, af kjósendum Sósíalista- flokksins sé til þess hæfur að hljóta slíka útnefningu. Ef einhverjir í hópi okkar sósíalista, eru þannig af guði gerðir, að þeir hafi hjartað á Skúli Guðjónsson: Hermann í bóndabeysfn í því að koma hér á laggimar vinstri stjóm, mætti hann sann- arlega muna tímana tvenna og gæti við slíkt tækifæri tekið sér i munn orð ritningarinnar: Gegnum miklar þrengingar ber yður inn að ganga í himna- ríki. Fyrir nokkrum dögum barst mér til eyma sú frétt, að Hermann hefði enn við þessi áramót látið nýtt hirðisbréf á þrykk út ganga. Var sagt, að þar kenndi margra grasa. Fýsti mig að heyra hirðis- bréf þetta, hringdi í kunningja minn, einn góðan framsóknar- mann og bað hann lána mér plaggið, hvað hann fúslega gerði, en lét þau boð fylgja, að hann vildi fá það aftur. Furðaði mig og ekki á því eftir að hafa heyrt plaggið. Ættu allir framsóknarmenn að læra þetta plagg utan bókar, svo lærdómsríkt er það, sumt til fróðleiks, annað til eftir- breytni og enn annað til viðvör- unar. Þegar frá eru teknar nokkrar meinlokur og missagnir, er þetta langtilþrifamesta við- bragðið sem Hermann hefur gert til þess að losna úr bónda- beygjunni. Hermann lýsir á hinn átak- anlegasta hátt bolabrögðum og óseðjandi fégræðgi íhaldsins, hvernig það sýgur til sín fjár- magnið, umboðslaunagróða, gengisfellingargróða og alls konar milliliðagróða, Getur hver sagt sér það sjálf- ur, hvílík sálarþjáning það i. «/...._____________ „ *r v..' „ Og maður minnist þess einnig, að í hvert skipti, sem fram hafa komið einhverjar raunhæfar tillögur um endurbætur á þess- ari merkustu umbótalöggjöf sem samþykkt hefur verið á Alþingi/ hefur Hermann Jónas- son og flokkur hans staðið eins og múrveggur og engan bilbug látið á sér finna og er þar skemmst að minnast hinnar sjálfsögðu réttlætiskröfu að greiða öryrkjum og gamal- mennum fjölskyldubætur, sem öðru fólki í þessu landi. Þegar ádeilunum á íhaldið sleppir hafa öll viðbrögð Her- manns í bóndabeygjunni snúizt upp í vangaveltur um það með hvaða hætti ætti að mynda vinstri stjóm á íslandi. Mjög hefur leikið grunur á því, að megintilgangur þessara heila- brota hafi verið sá, að sefa óá- nægju óbreyttra flokksmanna, sem jafnan hefur sviðíð það sárt, að flokkur þeirra væri svo langt leiddur frá sínu upp- runalega hlutverki, sem raun bar vitni. Það studdi líka þenn- an grun, að allar tillögur Her- manris viðvíkjandi vinstri stjórn mótuðust meir af ósk- hyggju en raunsæi. Ef þetta yrði svona og svona, einhvern- veginn öðruvísi en það í raun og veru var, þá væri hægt að koma á vinstri stjóm, annars ekki. Kunnasta vinstri stjórnar formúla Hermanns hefur verið eitthvað á þessa leið: Með kommúnistum er ekki hægt að stjóma, Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn skökkum stað, t. d. austur í Moskvu, er langsennilegast, að við séum þannig allir og Her- manni reynist ekki eins auðvelt og hann heldur að greina sauði frá höfrurn og ýmsir óverðugir komist inn fyrir hið gullna hlið. Það er til ein setning, land- fræg fyrir löngu. Hermann hef- ur borið hana í munni sér, öll- um setningum oftar. Hver ó- svikinn framsóknarmaður kann hana utan bókar og slöngvar henni framan í mann, er minnzt er á samstarf Framsóknar og í- halds. Setningin hljóðar svo: Við framsóknarmenn látum málefnin ráða. Ef þetta er góð latína, þegar samið er við íhaldið, hví skyldi þá ekki sama gilda, þegar sam- ið er við aðra flokka? En sjálfsagt er að reikna Hermanni það til réttlætingar, Hermann Jónasson f'jiqfq Thors, hoVhir blátt áfram farið að tala, túlka og tjá hans leyndustu hugrenningar. Svo var t. d. fyrir tveim ár- um þegar Hermann kvað upp úr með að hér þyrfti að stofna í slíku þrældómshúsi öll þessi ár. Hins gleymir Hermann reynd- ar að geta, sem skæðar tungur mæla, svo notað sé samskonar orðalag og Hermann, þegar mennirnir í Sócíp1i«t"floVVnum eiga að kjósa Framsókn. Þegar þetta allt hefur gerzt, verður mynduð vinstri stjórn. En nú er eins og runnið hafi upp nýtt ljós fyrir Hermanni, . að hpttn hof„r hpnn VA Vor"Í7t næst veruleikanum í heilabrot- um sínum um vinstri stjórn, þótt enn skorti nokkuð á að hann hafi numið þessi fræði til fulls. Hann á t. d. eftir að læra það, að hann hefur ekki mátt og enn síður nokkurt umboð til að skáka fólki milli flokka, breyta stefnuskrám flokka eða leggja flokkum til stefnuskrár, allt slíkt hjal verkar aðeins kátlega á þann er hlýðir. Hann verður að semja við flokkana eins og þeir eru, með öllum þeirra annmörkum og ófull- komleika, láta málefnin ráða, eins og hann sjálfur segir, þeg- ar hann semur við íhaldið. Og loks verður hann svo að læra það til fulls, sem hann virðist nú loks vera farinn að óra fyrir, að allt skraf um vinstri stjórn án þátttöku Sós- íalistaflokksins er óhugsandi af þeirri einföldu ástæðu, að Framsóknarflokkurinn, plús Al- þýðuflokkurinn, plús Þjóðvarn- arflokkurinn, hafa ekki meiri hluta á Alþingi og engin líkindi eru til að svo verði í náinni framtíð. Sú þjóðsaga hefur gengið um Hermann Jónasson, að í innstu sálarfylgsnum hans leynist ó- stöðvandi löngun og þrá eftir því að skapa sögu, verða sjálf- ur stórt og ógleymanlegt nafn í íslandssögunni, nafn, sem valdi aldahvörfum og verði nefnt með aðdáun og hrifningu af ó- bornum kynslóðum. Sennilega á þessi sögn rót sína að rekja til þess, að ýms- um hefur funaizt, sem Her- mann hefði getað orðið slíkt pólitískt stórmenni, ef hann hefði á mikilvægum augnablik- um hagað orðum sínum og gerðum á aðra lund en raun varð á. Og áramótagrein Hermanns ber því glöggt yitni, að sjálfur skilur hann manna bezt, að enginn getur orðið frægur eða mikill af því einu, að liggja í bóndabeygju íhaldsins árum •saman. Þótt Hermann gagnrýni margt í þessari grein, bæði til hægri og vinstri, er hinn þungi undirstraumum ritsmíðarinnar allrar, frá upphafi til enda, heit sjálfsásökun og særð metnað- artilfinning. „Hví brauzt ég frá sókn hinna vinnandi vega, í von- lausu klifin um hrapandi fell?“ Þannig hljóðar nýársboðskap- ur Hermanns, sé hann lesinn niður í kjölinn. Hermann skilur ekkert orð jafnvel og orðið vald. Hann virðist einnig vera farinn að skilja það, að vald hinna vinn- andi stétta er mesta valdið í þessu landi og liann virðist einnig renna grun í, að þessar stéttir, studdar því valdi, seni með þeim felst, séu að hefja sökn gegn innlendum afætu- lýð og erlendri yfirdrottnan. Hann virðist einnig renna grun í, að nöfn þeirra, sem koma til með að hafa á hendi forystu þeirrar sóknar, munu verða skráð á spjöld sögunnar, en nöfn hinna, sem liggja kyrr- ir í bóndabeygju afætulýðsins, gleymast, ef sagan verður misk- unnsöm, en geta einnig geymzt, hinum óbornu til viðvörunar. Við skulum vona að örlaga- nornirnar verði svo miskunn- samar við Hermann, að leyfa V'AV'nril r-1/-*v'v\ r* Úv t-, Á •-> _ beygjunni og verða með þegar brotið verður í blað og nýr kapituli hefzt. Við bíðum og sjáum hvað setur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.