Þjóðviljinn - 28.01.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.01.1955, Blaðsíða 12
Bandarísk flugvéla- sveit til Taivan Elsenhov/er v£ll sjáifur ráSa hvort árás verðnr SyrirskipuLð á Kína Eisenhower Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær, a'ð hann vildi vera einráður um það, undir hvaða kringumstæðum Bandaríkjamenn skyldu grípa til vopna gegn kínverska alþýðuhernum. Hann sagði á fundi í þjóðar- öryggisráði Bandaríkjanna, að hann vildi vera sjálfráður um það hvort her og floti Banda- ríkjanna yrði notaður til að verja önnur landsvæði en Taiv- an og Pescadoreseyjar. Hann myndi ekki framselja þá heim- ild, sem þingið veitir honum til aðgerða við Kínastrendur, til ríkisstjórnarinnar, en myndi sjálfur taka allar ákvarðanir. Óánægja í öldungadeildinni Utanríkis- og landvarna- Stjórn franska sósíaldemó- krataflokksins hefur rekið úr flokknum 16 þingmenn sem greiddu atkvæði á þingi gegn fullgildingu Parísar- samningsins um hervæðingu Vestur-Þýzkalands. Einn af þessum 16 er Nae- gelen, einn af leiðtogum flokksins sem verið hefur menntamálaráðherra og landstjori í Alsir. Hinir brottreknu geta skot- : ið málum sínum undir lands- j þing flokksins, sem haldið: verður 5. og 6. febrúar.! Þeir greiddu allir éinnig at-: kvæði gegn Evrópuhernum. ; V^pnasmygl á Eýpnr Brezki landstjórinn á Kýpur birti í gær skýrslu um vopna- smygl á vesturströnd landsins. Segir í skýrslunni, að gríska skipið sem tekið var af brezka herskipinu Comet nálægt ströndinni, hafi haft meðferðis 27 kassa af skotfærum, sem hafi verið smyglað í land. Skip- verjar á gríska skipinu og nokkrir eyjarskeggja, sem að- stoðuðu við smyglið, hafa ver- ið handteknir. nefndir öldungadeildar Banda- ríkjaþings hafa samþykkt með miklum meirihluta að veita for- setanum umrædda heimild, en margir öldungadeildarmenn hafa lýst yfir að þeir telji hættulegt að gefa honum svo víðtækt vald sem hann fer fram á. Knowland, leiðtogi repúbli- kana í deildinni, sagði I gær eftir viðtal við forsetann, að engar árásir yrðu leyfðar á meginland Kína. Ekki er búizt við að þetta mál verði afgreitt í öldungadeildinni fyrr en eft- ir nokkra daga. Þrýstilof tsf lug vélar til Taivan Ein af deildum bandaríska flughersins á Kyrrahafi hefur verið flutt frá fyrri bæki- stöðvum til Taivan og komu fyrstu flugvélamar þangað í gær frá Okinava og Manila. I deildinni eru 75 orustuflugvél- ar af þrýstiloftsgerðinni Sabre. Loftárás var gerð í gær á eyna í Tasjenklasanum, sem al- þýðuherinn tók í síðustu viku og virki á ströndinni og á öðr- um Tasjeneyjum skiptust á skotum. Ríkisstjórnin treg að efna loforðin Samningar tókust í fyrra- dag milli verkamanna og at- vinnurekenda í Vestmanna- eyjum — að því tilskildu að ríkisstjómin efni loforð sitt um rétt mjólkurverð í Vest- mannaeyjum. Ríkisstjórnin hélt fund um það í gær hvort hún ætti að efna þetta loforð frá 1952, og tjáði stjóm Al- þýðusambandsins í gær að fyrst þyrfti hún að ræða við stjórn Mjólkursamsölunnar í dag, áður en hún gæti sagt hvort hún efni loforðið!! Samveldisráð- herrar á fundi Á mánudaginn hefst í Lon- don ráðstefna forsætisráðherra brezku samveldislandanna. -— Menzies forsætisráðherra Ástr- alíu og Holland, forsætisráð- herra Nýja Sjálands, em komn- ir þangað og hafa báðir látið í ljós áhyggjur út af ástandinu við Kínastrendur, sem þeir segja muni verða eitt helzta umræðuefni á fundinum. McDonald, utanríkisráðherra Nýja Sjálands, sagði í gær, að Nýja Sjáland myndi ekki takast á herðar neinar skuld- bindingar varðandi Taivan, enda væri það skoðun ríkis- stjórnarinnar, að SÞ bæri að leysa vandann. Vaxandi fjöldi flýr til A-Þýzkalands Um 130.000 maims flutfust bóferlum austur á béginn árið sem leið Þeim fjölgar stöðugt sem flytjast búferlum frá Vestur- Þýzkalandi til Austur-Þýzkalands. Bankar í Bretlandi hækkuðu í gær forvexti sína úr 3% í 3,5%. Við þessari hækkun hafði verið búizt. Þetta játaði skrifstofustjóri vesturþýzka flóttamannaráðu- neytisins, dr. Nahm, í viðtali við blaðamenn fyrir nokkrum dögum. Hann sagði að þangað til í júní 1953 hefðu aðeins 1000 manns flutzt til Austur-Þýzkalands frá Vestur-Þýzkalandi á ársf jórðungi, en á fyrsta ársf jórðungi 1954 var fjöldi þeirra 6000 og öðrum árs- fjórðungi 70000. Hann taldi að þess aukning ætti rætur sínar að rekja til þess að auðveld- ara væri nú en áður að komast milli landshlutanna. í Austur-Þýzkalandi er því haldið fram, að á síðasta ári hafi um 100.000 manns komið þangað að vestan án þess að tilkynna vesturþýzkum stjórnarvöldum brottflutninginn. Það ættu því að vera um 130.000 manns sem flúðu austur í fyrra. JÓÐVILJ Föstudagur 28. janúar 1955 — 20. árgangur — 22. tölublað Matreislo- og framreiðslumeim eiuhuga ra að siaka ekki til Fundimnn í fyrradag einn fjölmennasfi er sam- bandið hefur haldið — Samningaviðræður í fyrrinótf báru engan árangur Samband matreiðslu- og framreiðslumanna hélt fund í fyrradag og er pað einn fjölmennasti fundur er sam- bandið' hefvr haildið. Allir fundarmenn voru einhuga um að halda fast við kröfur pær er sambandið hefur borið fram við útgerðarmenn. Ræddir voru samningarnir og útskýrðir bæði frá sjónar- miði matreiðslu- og fram- reiðslumanna. Áhugi félags- manna er mjög mikill og fjöl- menntu þeir svo á fundinn að hann er einn fjölmennasti fund- ur sem sambandið hefur hald- ið. Allir voru einhuga um að halda fast við þær kröfur sem þegar hafa verið gerðar í samningunum. Voru fundar- Stjórn Fiskimat- sveinadeildar Aðalfundur Fiskimatsveina- deildar Sambands matreiðslu- og framreiðslumanna var haldinn 27. desember síðastliðinn, að Hverfisgötu 21, að aflokinni alls- herjaratkvæðagreiðslu til stjórn- arkjörs fyrir árið 1955. Lýst var kosningu, og skipa þessir menn stjórnina: Magnús Guðmundsson formað- ur, Haraldur Hjálmarsson vara- formaður, Ársæll Pálsson ritari, Bjarni Þorsteinsson gjaldkeri, Bjami Jónsson varagjaldkeri. í varastjórn eru: Þórður S. Arason, Sigurður Magnússon, Geir M. Jónsson, Ingvar ívars- son og Jón Einarsson. í aðalstjórn sitja allir sömu menn og fyrra ár, nema ritar- inn Ársæll Pálsson. menn einhuga í málinu og heyrðist engin rödd um að slaka til. Kl. 5 í fyrradag síðdegis hóf- ust samningaumræður fyrir milligöngu sáttasemjara. Að loknu matarhléi hófust þær aftur kl. 9 um kvöldið og stóðu. til kl. 2 um nóttina, en án. nokkurs árangurs. Síðdegis í gær hafði sátta- semjari enn engan umræðufund. boðað aftur. Oven|nmikil þáíítaka I §kák- fiisigi I8eyk|avíkssr Tailmófið heíst á smmndaginn Skákþing Reykjavíkur hefst í Þórskaffi n.k. sunnu- dag. Alls hafa 62 skákmenn tilkynnt þátttöku í mótinu og verður þetta því eitt stærsta taflmót, sem hér hefur verið haldið. I fieimsíriðar- I : I | þing ífielsing-1 I fors I | 5; j Heimsfriðarráðið hefur ver- j j ið á fundi í Vínarborg og | j ákveðið þar að kalla saman | : friðarþing í Helsingfors 22. s ■ maí n. k. Fulltrúum frá öll-1 | um friðarsamtökum hvar | | sem er í heiminum er heim-« j ilt að mæta á þinginu. | Ráðið ákvað jafnframt með | j tilliti til þeirrar ákvörðunar | Atlanzhafsbandalagsráðsins : að miða allan hernaðarund- r irbúning við notkun kjarn- i orkuvopna að hef ja sam- s ræmda baráttu um allan s heim gegn kjarnorkustríði. i Bruni í Grenivík Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Á laugardagskvöldið kom upp eldur í tveggja hæða geymsluhúsi á Grenivík og brann þá ásamt veiðarfærum og vélar skemmdust þar. Hús þetta var allstórt og voru auk rekneta geymd þar verkfæri og vélar, þ.á.m. drátt- arvél. Húsið brann fljótt og varð engu bjargað. Næstu hús voru varin og er það þakkað því að logn var. Tvær ljósa- vélar voru í húsinu og er haldið að kviknað hafi út frá þeim. Húsið var lágt vátryggt og það sem í því var ýmist ekki eða lágt vátryggt. Eig- andi hússins var Þorbjörn Ás- kelsson útgerðarmaður. Keppt verður í þrem flokkum. f meistaraflokki eru þátttakend- ur 21, meðal þeirra núverandi Reykjavíkurmeistari Ingi R. Jó- hannsson. Af öðrum kunnum skákmönnum, sem keppa í meistaraflokki, má nefna Guð- jón M. Sigurðsson, Eggert Gilfer, Steingrím Guðmundsson, *Jón Pálsson og Gunnar Gunnarsson. — í fyrsta flokki eru keppendur 14 en í öðrum flokki 27. Vegna hins mikla fjölda þátt- takenda verður teflt í tveim riðlum í meistaraflokki en í þrem riðlum í öðrum flokki. Skákþingið hefst eins og áður var sagt n. k. sunnudag kl. 2 síðdegis í Þórskaffi, minni saln- um, gengið inn frá Hlemmtorgi. Teflt verður á sunnudögum á fyrrgreindum tíma og mánu- dagskvöldum kl. 8 en biðskákir tefldar á miðvikudögum kl. 8 síðdegis í fundarsal Slysavarna- félagsins. SeSlafals i Ifiollywood Bandaríska leynilögreglan, sem er á hælunum á flokki peninga- falsara, gerði um daginn leit í leikhúsi einu í Hollywood. Bak við leiksviðið fundust tveir pok- ar af fölsuðum dollaraseðlum og voru tveir leikarar teknir hönd- um. Sbnl iíi á götra úr byssu er bann fann á Keflavíkurfliig velli Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Á föstudaginn var gerðist það aö unglingspiltur gekk um götumar skjótandi af skammbyssu. Hann var ölvaö- ur. Lögreglan handsamaði pilt- inn og reyndist hann vera með sex-skota skammbyssu, cal. 22. Við rannsókn kom í ljós að hann hafði skotið kúluskotum úr byssunni. og handleikið hana mjög óvarlega. Byssuna kvaðst pilturinn hafa fundið í sorp- haugi á Keflavikurflugvelli. Málið er í rannsókn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.