Þjóðviljinn - 28.01.1955, Side 10
10) — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 28. janúar 1955
Erich Maria REMARQCE:
Að elsha • • •
• . . og deyja
40. dagur
„Ég er búinn að skrifa á fjórar búðir,“ sagði Graber.
„Fyrir okkur báða.“
„Heldurðu að þú fáir svar?“
„Nei. En það skiptir engu máli. Maður skrifar samt.“
„Hverjum skrifaðirðu?"
„Yfirmönnum búðanna og auk þess beint til konu
Böttchers og foreldra minna.“
Gráber tók bréfbunka upp úr vasa sínum og sýndi
hann. „Ég ætlaði einmitt með þessi á pósthúsið núna.“
Reuter kinkaði kolli. „Hvert fórstu í dag?“
„í barnaskólann og miðskólann hjá kirkjunni. Svo
reyndi ég aftur á hverfisskrifstofunni og manntalsskrif-
stofunni. Allt árangurslaust."
Spilamaður sem leystur var af, kom til þeirra. „Ég
skil ekki hvers vegna þið sem eruð í leyfi, sitjið hérna
í skálanum,“ sagði hann við Gráber. „Eins langt burt
frá Prússunum og unnt er, það væri mitt kjörorð. Ég
mundi leigja mér herbergi, klæðast borgarabúningi og
verða mannleg vera í tvær vikur.“
„Heldux-ðu að þú verðir mannleg vera um leið og þú
ert kominn í borgarabúning?" spurði Reuter.
„Já auðvitað. Heldur hvað?“
„Þarna sérðu,“ sagði Reuter við Gráber. „Lífið er ein-
falt þegar það er tekið réttum tökum. Ertu með fötin
þín hérna?“
„Nei. Þau eru grafin undir nístunum í Hakenstrasse.“
„Ég get lánað þér föt.“
Gráber leit út um gluggann og á æfingavöllinn.
Nokkrir flokkar voru að æfingum. „Ég veit ekki,“ sagði,
hann. „Á vígstöðvunum hélt ég að ég myndi fleygja
þessum bölvuðum búningi út í horn strax og ég kæmi
heim og fara í venjuleg föt — en nú stendur mér rétt
á sama.“
„Þú ert bara venjulegur beinasni", sagði spilamaður-
ínn og beit í lifrabjúga. „Fífl, sem veit ekki hvað hann
vill. Það er glæpsamlegt að það skuli vera til svoleiðis
asnar sem fá leyfi.“
Hann fór aftur til að taka þátt í spilinu. Rummel
hafði unnið af honum fjögur mörk og læknirinn hafði
kveðið upp óhagstæöan úrskurð um morgnninn, og það
gerði hann beizkan.
Gráber reis á fætur. „Hvert ert þú að fai-a?“ spurði
Reuter.
„Inn í borgina. Á pósthúsið og svo framvegis."
Reuter setti frá sér tóma bjórflöskuna. „Gleymdu
ekki að þú eii; í leyfi. Og gleymdu ekki aö það er bráð-
um á enda.“
„Það er engin hætta á að ég gleymi því,“ svaraði Grá-
ber beizklega.
Reuter lyfti reifaða fætinum vaiiega niður úr glugga-
kistunni. „Ég á ekki við það. Gerðu allt sem þú getur til
að hafa upp á foreldrum þínum; en þú mátt þó ekki
gleyma að þú ert í leyfi. Það er langt þangað til þú færð
íeyfi aftur.“
„Ég veit það. Og áður en það verður fæ ég ótal tæki-
færi til að láta kála mér. Það veit ég líka.“
„Gott,“ sagði Reuter. „Ef þú veizt það, þá er allt í
lagi.“
Gráber gekk í áttina til dyi-a. Við spilaboröið var
Rummel að taka alslemm. Hann hirti allt af mótspilur-
'om sínum án þess að bi*egða svip. „Búinn að vera,“
sagði maðurinn sem hafði kallað Gráber beinasna.
„Hvað segið þið nú um svona spil! Og hann hefur ekki
einu sinni ánægju af þeim.“
„Emst.“
Gráber sneri sér við. Stuttur, þrekinn S.A.-yfirmaður
stóð fyrir framan hann. Hann varð aö hugsa sig um
andartak; svo þekkti hann búlduleitt andlitið og ljós-
brún augun. „Binding", sagöi hann. „Alfons Binding“.
„Sá er maðurinn.“
Binding ljómaði eins og sól í heiði. „Eníst! Ekki nema
það þó! Við höfum ekki sézt í háa herrans tíð. Hvaðan
kemurðu?“
„Frá Rússlandi."
„Og ert í leyfi! Við verðum að halda það hátíðlegt.
Komdu með mér heim. Það er héma rétt hjá. Ég á|
fyrirtaks konjak. Þetta var svei mér gaman. Að hittaj
gamlan skólafélaga nýkominn af vígstöðvunum. Viðj
verðum að skála fyrir því.“
Gráber leit á hann. Binding hafði verið bekkjarbróð-j
ir hans í mörg ár en Gráber var næstum búinn aðj
gleyma honum. Það var af hendingu að hann hafðij
frétt að Alfons væri komirrn í S.A. Nú stóð hann fyrirj
framan hann í glæsilegum gljástígvélum, sæll og á-j
hyggjulaus. „Komdu, Emst. Vertu nú skynsamur“,j
sagði hann. „Við höfum gott af að fá okkur einn lítinn.“j
Gráber hristi höfuðið. „Ég má ekki vera að því.“
„En Ernst! Bara eina vinaskál! Það er alltaf tími tilj
þess. Þegar gamlir félagar hittast.“
Gamlir félagar! Gráber virti fyrir sér einkennisbún-j
inginn með öllum tignarmerkjunum. Binding hafðij
komizt áfram í heiminum. En ef til vill gæti hann hjálp-j
að honum að finna foreldra sína, hugsaði hann allt íj
einu. Þótt ekki væri nema vegna þess að hann varj
framámaður í flokknum. Ef til vill þekkti hann ein-j
hverjar leiðir. „Jæja þá, Alfons,“ sagði hann.
einn lítinn.“
„Gott, Emst. Komdu, þetta er ekki langt.“
Baraj
Það var lengra en Binding hafði gefið í skyn. Hannj
átti heima í útjaðri borgarinnar í litlu, hvitu húsi, semj
stóð friðsælt og óskemmt í garði með hávöxnum birki-j
trjám. í trjánum héngu hreiðurhús og einhvers staöar
gutlaði í vatni.
Binding gekk á undan Gráber inn í húsið. í anddyr-
inu héngu hjartarhom, höfuð af villigelti og uppstopp-
að bjarnarhöfuð. Gráber horfði undrandi á þetta.
„Hvenær varðst þú svona mikill veiðimaður, Alfons?"
Binding brosti. „Þetta er ekki að marka. Ég hef aldrei
snerti á byssu. Þetta er bara skraut. En það lítur vel út,
finnst þér ekki? Það er svo þýzkt.“
Hann fór með Gráber inn í teppalagða stofu. Á veggj-
unum héngu málverk í skrautlegum römmum. Stórir
leðurhægindastólar stóðu á víð og dreif. „Hvemig líst
þér á skotið mitt?“ spurði hann með hreykni í rómn-
um. „Notalegt, finnst þér ekki?“
Gráber kinkaöi kolli. Flokkurinn sá um sína. Alfons
Gleos og gaman
Frænka, segir fimm ára gam-
all systursonur: hefur þú
aldrei eignazt bam?
Nei, svarar frænkan, storkur-
inn hefur víst aldrei fundið
mig.
Svo þú .heldur að storkurinn
komi með börnin — þá er
það engum nema þér sjálfri
að kenna hvemig farið hefur.
Símastúlkum í nokkmm stór-
fyrirtækjum í Stokkhólmi hef-
ur verið uppálagt að svara
ekki með firmanafninu ein-
vörðungu, þegar síminn hring-
ir, heldur bjóða einnig góðan
dag — til dæmis: Góðan dag-
inn, það er Austurindverska
félagið. En sumum virðist að
að þetta sé ekki nóg. Síma-
stúlkan skuli einnig nefna
nafn sitt, þvi það sé gömul
reynsla að samtöl gangi eðli-
legar fyrir sig þegar menn
viti einhver deili hver á öðr-
um. Þessvegna mætti til dæm-
is svara þannig:
Góðan daginn, það er Austur-
indverskafélagið, ég heiti frú
Beata Larsson: það var ég
sem áður hét ungfrú Beata
Petterson, en ég gifti mig fyr-
ir skömmu — með leyfi: hvað
heitið þér?
Þá er röðin komin að nafni
upphringjarans, en frá því
verður ekki greint hér. Nátt-
úrlega tekur þetta allt sinn
tíma, en aðalatriðið er þó að
auðsýna fulla kurteisi og
stuðla að frjálslegu samtali.
oS
elmillsþáttiir
A
Nýtízku eld-
hús sýnt á
danskri sýn-
sýningu. Álit-
legt í fl jótu
bragði en svo
kemur í ljós
að skáhalli
veggskápurinn
stendur svo
langt út, að
hann eyðilegg-
ur borðið sem
nothæft vinnu
pláss.
Fyrirmyndareldhús eru ekki
öll fil fyrirmyndar
„Fyrirmyndareldhúsin“ eru
björt, hlýleg, nýtízkuleg og
glæsileg og það fer oft fram
hjá manni við skjóta athugun,
þótt það sé að mörgu leyti
óþægilegt. Það eru ekki öll ný-
tízku eldhús jafn hentug og
margar húsmæður sem hafa
slík eldhús, kvarta yfir því
hve mikið þær þurfi að teygja
sig og beygja, vegna þess að
innréttingin sé ekki nógu hag-
anleg.
Það er ekki auðvelt að leggja
dóm á eldhús, fyrr en farið er
að vinna í því, og okkur hætt-
ir til að láta glepjast af ljós-
um litum og glampandi stáli.
Það hefur vissulega sína þýð-
ingu að eldhús séu björt og
falleg en það er ekkert aðal-
atriði, og ýmislegt annað skipt-
ir meira máli í reynd.
Stærð eldhúsa hefur verið
mjög breytileg. Fyrst voru eld-
húsin stór, svo minnkuðu þau
niður í næstum ekkert, stækk-
uðu síðan enn, og loks virðast
þau á síðustu árum vera að
minnka. Og ekki er alltaf rétt
hlutfall milli íbúðarstærðar og
eldhússtærðar. Maður verður
að gera ráð fyrir að fjölskyida
sem býr í stórri íbúð sé stærri
en fjölskylda í lítilli íbúð, þótt
það sé engan veginn einhlítt,
og húsmóðir sem þarf að elda
mat handa mörgu fólki þarf
meira svigrúm en húsmóðir í
lítilli fjölskyldu. Oft er ein-
mitt borðplássið of lítið.
Og hvað gólfrýmið snertir
er algengt að það sé ekki meira
en svo að fólk rekist hvað á
annað, ef það ætlar að hjálp-
ast að. Mörg nýtízku eldhús
eru eingöngu ætluð einni mann-
eskju og það er varla hægt
að hafa not af hjálp þótt hún
sé fyrir hendi. Ef maður vill
vera illgjarn gæti manni dott-
ið í hug, að þetta væri gert
af ásettu ráði, svo að karl-
mennimir hafi gilda afsökun
fyrir að aðstoða konuna ekki
við húsverkin, þvi að flest eld-
húsin hafa karlmenn teiknað.
fl’OT í -K
ln|< p-ML iSsl
ALLT
FYRIR
ICJÖTVERZLANlR
þirSu, HTeitl,on Gretti,, jtu 3, lim, 00360.
m
innincjarApi
m