Þjóðviljinn - 03.02.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.02.1955, Blaðsíða 4
g) _ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagnr 3. febrúar 1955 Ragnar V. Siurluson: Þeir koma í haust f- -- Á vorum dögum, þegar við- þykki sitt á sjár hafa verið stórfelldari í inannheimi en nokkru sinni áður og ótamin öfl mannlegra samfélagshátta ærzt ólmlegar á einum mannsaldri en nokkru sinni áður í allri veraldarsög- unni, þá er versta óveðri mannkynssögunnar ekki fyrr slotað, en nýgosin eldvörp mannfélagslegrar óhamingju taka að bretta barma sína á ný og heimta nýja sápu í eðj- una. ef verða mætti að ný ógn eyðingar og tortímingar fengi aukinn mátt. Og á eynni í ólgandi útsæn- ■jm, undir norðurskautsins brún, þar sem „hnípin þjóð í vanda“ hjarði sín þúsund ár undir vábrestum náttúruham- fara og undirokun illra ör- lagavalda, gerast þau tíðindi að hún hefur ekki fyrr feykt burt Grýlum þeirra álaga er hana þjáðu um langar aldir og iagpað björtum degi frelsis og framfara en einn hrævarelds- gustur eða blik sindrandi málm- glóðar hefur aftur náð að magna henni nýjar vofur öllu óræðari en fyrr svo birta dags nær þar tæpu skini í gegn og heldur jafnvel við algjöru myrkri. Á sólvermdum vordögum á því- herrans ári 1951 gerðust merkilegir atburðir á því kalda íslandi. Alþingi hafði lokið störfum og þingmenn fengið reisuleyfi heim til búa sinna, ^ þeir sem þau áttu, og bjugg- 'ustnú glaðir við að geta borg- áð svo gróðri nýbakaðs sumars að- jafnvel mætti sinna hey- önnum þótt skaflar þrytu ei með öllu úr túnfæti fyrir messudaga. En þessi unaður mátti þeim þó ei óblandinn veitast. — jÞótt mikils sé um vert að bjarga mannkind og málnytu harð- býlla héraða frá harðneskju náttúrlegs vetrar, þá má þó ei undir höfuð láta leggjast þá baráttu sem öllu er mikils- verðari, að vernda vesala mannkind frá ásóknum drauga og djöfla sem engu eira og eyðileggja hugarfarið og tor- tíma sálinni. — í>ví varð nú að kalla búsæla bændur í skyndi til baka frá búum sín- um, rétt að þeir höfðu fengið að líta nýspírað útsæðið eða afsprengi þeirra útvöldu lífs- hrúta nýstaðið upp úr karrinu, sem þeir höfðu keypt haustið áður. En þjónustan við ætt- jörðina og trúna varð að víkja fyrir öllum áhyggjum um vor- hret, og hálf varpslitnir ferða- skórnir voru settir upp aftur i hasti og haldið til höfuðborg- arinnar. Það varð að bjarga landinu. Sem betur fór voru þeir einir heimtir til. þessa Verks sem hjartahreinir voru og hægt var að treysta. Það var almælt að Vofan mikla væri nú öll færð í auk- ana og vestur í hafi beið mik- il; fylking og fríð albúin að veita vemd gegn Vofunni miklu, aðeins þurftu þingmenn að koma saman og leggja sam- að þessi vemd yrði þegin. Og nú lá mikið við. Allir Innangarðsþingmenn flýttu sér saman til að ráða ráðum sín- um. Þetta var ábyrgðarverk. Þeir höfðu jú heyrt um Vof- una en þeir voru nú reyndar ekki skyggnir. Var það nú víst og satt að hún væri svona mögnuð, að fresta þyrfti túna- slætti? Já, aldeilis ekki neitt spaug við að fást. Höfðu þeir kannski ekki heyrt að hún væri þegar búin að gera banda- lag við djöfulinn og samkvæmt sannferðugustu heimildum væri hún búin að setja allt fólk í landi sínu margsinnis í dýflissur og meira að segja í flestum stærstu borgunum hafði hún komið því svo fyrir að fólkið hafði í hungrinu étið hvert annað nokkrum sinnum, að minnsta kostí fjórum sinn- um sumstaðar. Fyrir nú utan það hvernig hún hefði farið með konur og börn og heilaga menn og presta og kirkjumar. Já, þetta var voðalegt. En ætli það sé nú hætta á að hún geti nokkuð aðhafzt þegar fólkið er orðið svona hrjáð? Og ætli hann blessaður Marshalli kunni ekki að búa svo um hnútana að hún þori aldrei vestur fyrir „Tjaldið“? Jú, það er nú ein- mitt það sem hann er að gera, við verðum bara að vera lið- legri við hann, þá er hann líka vís til að muna eftir okkur. Það þarf ekki annað en leyfa honum landvist fyrir nokkra kunnáttumenn sem kunna að berjast á móti þessum djöfuls óaldarlýð sem Vofan ræður yfir. Já, en hvað eigum við að segja við fólkið þegar við komum heim, það hefur svo dæmalaust mikla andúð á öll um sem eru einkennisbúnir. Við verðum t. d. sjálfir alltaf að fara úr þingfötum okkar þegar við erum heima. Ja, þið megið segja því upp á æru ykkar og trú að þetta verður happ fyrir landið. Það verður bráðum stríð og þá er líklegt að ullin margfaldist í verði ef við erum réttu megin þá er öllu óhaétt. Vofan er ákveðin að senda ára sína út af örk- inni. Þeir koma í haust. Þessar framanrituðu hug- myndir fóru um huga minn er ég hafði horft á leikrit Agnars Þórðarsonar í Þjóðleikhúsinu núna 30. janúar. Á íslandi hefur þjóð vor hjarað í þúsund ár og oft við þrautir svo nærri dauða lá. — Á Grænlandi hefur myrkur sögunnar grúft yfir örlögum landa vorra þar og fræðimenn yddað penna sína þar um á ýms- an hátt. Það er ekki úr vegi að áhrif vordaganna og æsings- ins 1951 hafi orkað fast á hug Framhald á 11. síðu. fosthrtnn Fimmtug vél og mislynd leiða galla — Kveðja til ráð s'em að FYRST VILL Bæjarpósturinri þakka bréf það er Urgur sendi fyrir nokkrum dögum og hefði verið gaman að birta það, en Urgur óskar ekki eftir því. í bréfinu er bæði lof og last og er lofið gott eins og ævinlega og lastið réttmætt. Og nú var ætlunin að bera dálítið í bæti- fláka fyrir þá galla sem Urgur minnist á í bréfi sínu. Þessir gallar á prentun og broti blaðsins, sem eru því miður alltof tíðir og áberandi, stafa af því að vél sú er verk þetta á að vinna er vægast sagt gamalt skrapatól. Sam- kvæmt útreikningum er hún hálfrar aldar gömul og er því mjög farin að gefa sig og væri vissulega brýn þörf á að veita henni hvíldina og fá aðra nýja. En þar eru venjulegu vand- kvæðin á, þessar vélar eru ó- hemju dýrar. En vél þessari eru mislagðar hendur. Stund- um stendur hún sig sæmilega, einkum ef pappírinn í blaðinu er góður og einnig getur natni og nostur prentarans haft áhrif til bóta. En sé blaðapappírinn slæmur eins og hann hefur verið nú um. skeið, umhverfist það gamla skass og. gerir þá — Tilraun til að aísaka heimilisþáttarins — Hús- gagni koma allar þær brotalínur sem þú, Urgur, kvartar yfir í þínu ágæta bréfi, og má segja að mannlegur máttur fái þar ekk- ert að gert. Við skulum vona að þetta standi til bóta hið bráðasta. SVO HEFUR kona beðið Bæj- arpóstinn fyrir nokkrar línur til Heimilisþáttarins. Kona skrifar: „Það er orðið alllangt síðan húsráð nokkurt birtist í Heimilisþættinum, sem ég fór eftir og vildi nú þakka það og segja frá góðri reynslu minni. Húsráð þetta var í sam- bandi við smágöt sem gjarnan ^ vilja detta á, fötur, koppa og kyrnur sem notuð eru daglega við heimilisstörf. í Heimilis- þættinum sagði, að ef gatið væri lítið væri oft hægt að gera við Jpað til bráðabirgða með því að lakka yfir það með naglalakki. Það hittist svo á að nýlega var dottið gat á gólffötuna mína og sömuleið- is á gamlan pott sem ég notaði mikið. Eg fór því eftir þessu ráði til reynslu og mér hefur reynzt það svo vel að ég get Guðjon Þórarinsson, Enni Sigiufirði, 75 ára 31. ianúar Allir Siglfirðingar kannast við Guðjón frá Enni á Höfða- strönd. Hann er búinn að dvelja í Siglufirði um eða yfir 30 ár, en þá fluttist Guðjón ásamt fjölskyldu sinni til fjarð- arins. Guðjón hefur unnið hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins frá því að fyrsta verksmiðja þess fyr- irtækis var byggð, eða frá 1930, auk þess sem hann vann við byggingu verksmiðjunnar, allt- ar við sömu verkin, að mæla, vikta og taka á móti síldar- mjöli. Þegar sú verksmiðja var ekki lengur starfrækt vegna síldarleysis fór Guðjón í S.R. 46 og hefur unnið þar við sama verk. Síðast í. sumar stóð gamli maðurinn á mjölpallin- um eins og ekkert væri sjálf- sagðara þó hann væri kominn á 75. aldursárið. Guðjón er skemmtilegur maður og vel gefinn. Á unga aldri fór hann í Hólaskóla og lauk prófi það- an með góðum vitnisburði. Eft- ir skólanámið giftist hann Jónu Sigurðardóttur og hófu þau búskap að Enni á Höfðaströnd. Þau hjónin voru samhent í öllum heimilisstörfum og dug- andi manneskjur enda mun ekki hafa af veitt, því efni voru Jíti} en ibarnahópurinn allstór. Jafnframt landbúnaði stundaði Guðjón sjó vor og haust og stundum á sumrum líka, fyrst á opnum bátum. Frá Drangey réri hann margar ver- tíðir. Faðir Guðjóns, Þórarinn, var sigmaður í Drangey í fjölda mörg ár enda talinn einn bezti klettamaður sem þá var uppi í Skagafirði og þó víðar væri leitað. Eftir að mótorbátarnir komu til sögunnar réri Guðjón á þeim og oftast á bátum Ól- afs Jónssonar kaupmanns á Hofsósi. Á þeim árum þótti það mikið að fá 200 til 300 kr. hlut yfir vorvertíðina. Skagafjarð- arbátarnir réru oftast framan af yorvertíð frá Siglufirði enda brást þá varla þorskfiskirí á miðunum út af Siglufirði. Það er gaman að tala við Guðjón um veiðiskap og sjó- ferðir fyrri ára, enda er minni hans og kunnugleiki á þeim málum furðu mikill. Guðjón Þórarinsson er prýðilega hag- mseltur og hefur hann marga stökuna sett fram við ýms tækifæri. Fáa hef ég þekkt sem kunna eins mikið af lausavísum og margskonar kviðlingum og Guðjón, enda mun hann eiga mikið safn af lausavísum eftir skagfirzka, hagyrðinga. Guðjón Þórarinsson og kona hans hafa verið lánsmanneskj- ur. Þeim hefur auðnazt að sjá börnum sínum vel farborða og ekki orða bundizt. Síðan ég gerði þetta er liðið rösklega hálft ár og þessi bráðabirgða- viðgerð dugir ennþá, þótt hún kostaði ekki nema dropa af gömlu naglalakki sem til var á heimilinu. Mig langar til að biðja þig, Bæjarpóstur minn, að flytja Heimilisþættinum beztu þakkir fyrir þetta húsráð og fleiri, svo og margan góðan og nytsaman fróðleik fyrr og síðar. — Kona“, sjá þau verða að nýtum og góðum þjóðfélagsþegnum. Hitt er svo gangur lífsins að fáir sleppa við sorgir og ástvina- missi. Dóttir þeirra, Guðbjörg, sem gift var Sigurgeir Jóseps- syni skipstjóra, dó á bezta aldri frá 2 ungum drengjum. Hinir ungu drengir og tengdasonur hafa ætíð síðan átt athvarf hjá fólkinu sínu í Enni. Einn son missti Guðjón, mestá efn- ispilt. Önnur börn þeirra Ennis- hjóna eru Indriði, giftur, fyrsti vélstjóri rafmagnsstöðvarinnar við Skeiðsfoss. Jón Gunnar, skipstjóri, giftur og búsettur í Reykjavík. Maren, gift Páli Ingibergssyni skipstjóra og út- gerðarmanni, Vestmannaeyjum. Sigþór, verkstjóri, giftur og búsettur í Siglufirði. Þorvald- ur, netagerðamaður, giftur og búsettur á Akureyri, og Rósa, sem alltaf hefur verið heima hjá foreldrum sínum og verið þeim í einu og öllu hin elsku- legasta dóttir. Guðjón Þórarinsson er mjög ákveðinn verkalýðssinni. Hann var stofnandi Kommúnista- flokksins og síðar Sósíalista- flokksins. í þeim samtökum hefur Guðjón gegnt mörgum trúnaðarstörfum og er enn vel starfandi meðlimur Sósíalista- félags Siglufjarðar þrátt fyrir hinn háa aldur, Þá hefur Guðjón verið með- limur í verkamannasamtökum Siglufjarðar, fyrst í Verka- mannafélagi Siglufjarðar þar sem hann var í stjórn í nokkur ár og síðar meðlimur í Verka- mannafélaginu Þrótti. Guðjón hefur verið og er enn í trún- aðarmannaráði Þróttar og í stjórn hjálparsjóðs félagsins frá fyrstu tíð. Öll störf sín í verkalýðsfélögunum hefur Guð- jón rækt af mestu trúmennsku sem og öll sín störf, hver sem þau hafa verið. Guðjón Þór- arinsson er sérstaklega ákveð- inn í öllum viðræðum og mál- flutningi. Hann er óvanalega heilsteyptur maður og drengur góður. Eg, sem hef átt því láni að fagna að hafa þekkt hann í áratugi, tel mér það mikið lán að hafa verið og vera náinn vinur og starfsfélagi Guðjóns frá Enni. Á heimili fjölskyldu hans hef ég dvalið fleiri kvöld- stundir en á flestum heim- ilum öðrum. Þangað hef ég ætíð sótt eitthvað nýtt, og fyrst og fremst aukinn þrótt og kjark til aukins starfs fyrir málefni verkalýðsstéttarinnar. Slíkir menn sem Guðjón eru og verða sígild dæmi um þann hugsjónaeld sem auðkennir ágætustu og beztu syni íslenzku þjóðarinnar og íslenzkrar al- þýðu. Á þessum merkilegu tíma- mótum sendi ég, fjölskylda mín og fjölmargir vinir og fé- lagar Guðjóni og fjölskyldu hans okkar beztu árnaðaróskir með þökk fyrir mikið og ágætt samstarf liðinna ára. Megi ævikvöld þitt, gamli, góði félagi, verða bjart og fag- urt. Gunnar Jóhannsson frá Siglufirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.