Þjóðviljinn - 03.02.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.02.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 3. íebrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Aiviimuleysisskránin í ifafnarfirSi LYFTIDUFT ttúsmœhui: Ný útgáfa af Royál kökuuppskriftum hefur nú verið prentuð. Látið okkur vita, símið eða skrifið, ef þór óskið að fá sent eintak. Sendum ókeypis til allra er nota Royal lyftiduft. AGNAR LUDVIGSSON „E.u>vEm.iN Tryggvagötu 28, simi 2134. Aðalfundur SlYsavamadeiIdarinnar Ingólfs í Reykjavík veröur haldinn í fundasal Slysavarna- félagsins, Grófin 1, n.k. sunnudag, 6. febrúar kl. 2 e.h. STJÓRNIN Miðnæiursöngskemmtim í Ansturbæiarbíói í kvöld klukkan 11.30. Hallbjörg Biarnadóttir Steinunn Bjarnadóttir Hraðteiknarinn aðstoðar og truílar á ýmsan hátt. 5 manna hljómsveit Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Lárusar Blön- dal og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Verkalýðsfélagið „Esja“ í Kjósarsýslu heldur AÐALFUND að Hlégarði sunnudaginn 6. febr. 1955 kl. 2 e.h. Fundarefni: 1. Lagabreytingar. 2. Venjuleg aöalfundarstörf. 3. Önnur mál. Stofnfundur félags vörubifreiðaeigenda fer fram á sama stað klukkan 4. Stjórnin M.s. Dronnino Alexandríne fer frá Kaupmannahöfn til1 Færeyja og Reykjavíkur þann j 11. þ.m. Flutningur óskast til-1 kynntur sem fyrst til skrif- stofu Sameinaða í Kaupmanna- höfn. — Frá Reykjavík fer skipið þann 19. þ.m. til Fær- eyja og Kaupmannahafnar. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Pétursson. Atvinnuleysrsskráning samkvæmt lögum nr. 57 frá 7. maí 1928, fer fram í vinnumiðlunarskrif- stofu Hafnarfjarðar í Ráðhúsinu, Strandgötu 6, dagana 3. og 4. febrúar 1955 kl. 10 til 12 f.h. og kl. 5.30 til 7 e.h. hvorn dag. Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig, séu við- búnir að gefa upplýsingar um atvinnudaga og tekjur undanfarna mánuði, eignir, skuldir og heimilishagi. Athygli skal vakin á því að vinnumiðlunar- skrifstofan er flutt í Ráðhúsið, Strandgötu 6, og veröur hún opin fyrst um sinn kl. 10 til 12 f.h. alla virka daga. Haínarfirði, 2. febrúar 1955. læiarsífonnn. ■ : ■ ■ t beir koma Fratnhald af 4. síðu. höfundar sem og aðra og eng- inn fer villur vegar að tilgang- ur og boðskapur leiksins er að vara við uppblásnum og ótínd- um kenningum lýðskvaldrara um vofur og hættur sem engar eru, og sýna fram á að stríð og bardagar eru eyðilegging og tortiming, sá sem með sverði vegur, mun fyrir sverði faila. Þekkingarleysi almennings um ,,afdrif“ íslendinga í Græn- landi eru því eggjandi við- fangsefni sem umræðuvett- vangur þar sem miklu hörmu- legri og nærtækari hluti þarf að segja og er það mikilmenna siður að segja svo löst að eigi brenni þann sem á að bæta. — Með þetta í huga heldur leik- ritið gildi sínu svo lengi sem atburðir seinustu ára verða munaðir, þótt það hinsvegar gagni ekkert til upplýsingar um sögu Grænlands eða inn- byggja þess á fimmtándu öld. Hin dramatísku og harmsögu- legu áhrif þess höfða fyrst og fremst til þess sem er að ger- ast í dag og hver örlög þeim muni búin sem eigi bregðast viturlegar við en persónurnar sem fram koma í leikritinu. Aftur á móti missir leikritið algjörlega marks ef það er tekið sem tragedía unv örlög islenzkra manna á Grænlandi á miðöldum. Skal ég rökstyðja það nokkuð. Staðfræðin í léik- ritinu til þess er röng og illa uppbyggð. Atriðin gerast að Göiðum í Einarsfirði og þang- að er látinn sækja bóndinn úr Herjólfsnesi, einn að manni skilst, og líklega ríðandi því að hann heldur á svipu sinni í hendinni. Til þess að koma þangað á þennan hátt þarf að fara nokkur hundruð kílómetra um torfært land og kringum marga firði, þannig: Norðuf Herjólfsfjörð yfir í KetUsfjörð, inn með honum yfir illfærar ,ár og fyrir botn hans yfir lík- lega ófæran skriðjökui. Það- an eftir Mikladragi yfir í Álftafjörð; inn með honum fyr- ir ófæran skriðjökul í botni : hans, út með honum að riorðan og yfir Álftanes og inn í í haust Hrafnsfjörð; inn með honum og út að norðan þar til hann kemst yfir i Siglufjörð og inn með honum og fyrir Sandvog inn af honum, sem er algerlega ófært á landi því vogurinn er tröllaukin klettagjá upp til jökla og ófær á sem rennur um hann. Kæmist hann yfir þennan vog, þá bak við Mikla- miðfjall yfir í Mjóavog og það- an mjög torfæra leið yfir mýr- ar og ■ kjarrskóga þvert yfir Vatnahverfi yfir í Hafgríms- fjörð. Kringum hann og síðan inn með botni Einarsfjarðar að sunnan og út með honum að norðan unz hann eftir margra daga hvíldarlaust áframhald hefði komizt út á Eiði að Görð- um. Samtalið í fyrsta þætti bygg- ist á þeirri trú að sífelldir bar- dagar hafi verið milli skræl- ingja og íslendinga. Engar sagnir eru þó urri það sem sannfærandi eru, aftur á móti eru til sagnir um að þeir á þessum tíma hafi verið komn- ir innan um búfólkið utan til í fjörðum og haldið sig að veiði- lífi sínu. Má í þessu sambandi minna á setu Björns Þorleifs- sonar og Ólafar konu hans á Grænlandi veturinn 1456—57, er skrælingjahjón sem Björn bjargaði úr skeri gerðust svo hænd að þeim að þau styttu sér aldur af sorg yfir viðskiln- aðinum þegar þáu Björn héldu aftur af landinu. (Sjá um þetta J. D. Landk. og landn. bls. 581—610 og Grönl. hist. minnesm. III. bls. 435—70). En hinsvegar er sá möguleiki að klerkastéttin grænlenzka hafi eftir getu sinni reynt að spilla eðlilegu vinfengi skræl- ingja og bændaalþýðunnar. Þennan þátt tekur höfundur leikritsins mjög traustum tök- um. Einmitt sagnfræðilegar heimildir frá þessum tíma styðja þessa skoðun. Hundrað árum áður eða 1342 höfðu ein- mitt þeir atburðir gerzt að bændalýður Vestribyggðar hafði flúið áþján kirkjunnar og „undið sér til þjóða Ame- riku, og lagt niður alla kristna og góða sigu“ eins og Vísi-Gísli segir og skýrsla ívars fjár- hirzlumanns Bárðarsonar ber Vneð séf, óg skiíið kirkjunni eftir allt h'ennar góss, sauði, riaut og hesta. . n Hugmyndasmíð höfundar um þessa baráttu hins drottnandi valds gegn hagsmunum öreig- anna er því mjög rökvís að þessu leyti og sett fram á á- hrifamikinn hátt, þótt líkurn- ar fyrir átökunum við skræl- ingja orki mjög tvímælis og missi marks nema önnur hug- mynd sé höfð í huga. I þessum fyrsta þætti er at- riðið um skipkomuna drama- tísk hugmynd- en staðfræðilega hjákátleg, frá Görðum í Ein- arsfirði sést alls ekki til hafs eða skípaferða úti fyrir nema með því að ganga upp á Búr- fellið sem gnæfir fyrir norðam. staðinn (á annað þús. m hátt) eða þá á Hnjúkinn fyrir sunn- an sem er þó sýnu lægra og óheppilegra (875 m. Á Búr- fellinu er enn markaður átta- hringur sem hafður hefur verið við varðstöðu um skipaeftirlit. Gizkað er á að hann sé eftir þá Pining og Pothorst). Þrátt fyrir alla þessa hlut- lægu ágaha, sem verka am kannalega á alla nema þá, sem ekkert þekkja til staðhátta í Grænlandi eða sög'u þess, ieyn-' ir sér ekki listfengi höfundar- ins í gerð leikritsins og mikið vald yfir samræmingu hug- mynda og forma. Leikendur skila hlutverkum sinum með ágætum og Herdís og Haraldur hafa mjög hrif- næm tök á efninu. Aftur finnst. mér leikandi Kolbeins ná tæp- ari tökum á því hlutverki sem honum er skapað, kann að vera að þar sé um ágalla frá hendi höfundar að ræða. Tilraun höfundar til að láta leikendur túlka grænlenzkt tungutak, hæfir ekki getu hans. Hann hefði eins getað notað frönsku: „Le moi“ og „La moi“. Það hefði ekki fengizt óveru- legri merking út úr því. Þrátt fyrir þettá er óhætt að hvetja menn til að láta sér ekki úr hendi sleppa tækifæri til að sjá þetta leikrit. Skiln- ingur á nauðsyn friðar og samkomulags í mannheimi mun eftir sitja í hugskoti þeirra og það er hið alvöruþrungna mark leiksins og þess vegna á hann skilið mikla aðsókn. 1. febr. 1955. Ragnar V. Síurluson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.