Þjóðviljinn - 10.02.1955, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 10.02.1955, Qupperneq 9
* ÍÞRÓTTI RlTSTJÓRl FRlMANN HELGASOR Preslon North End Preston North End hefur alltaf heiðurssess meðal ensku knattspyrnufélaganna. Stafar það af því að það er frumkvöð- ull um að tileinka sér nútíma knattspymu og það var for- ilstufélagið um atvinnuknatt- spymu í Englandi. Preston, sem telur aldur sinn frá 1863, er auk þess annað þeirra tveggja liði sem unnið hefur bæði bikar- og deilda- keppnina sama árið eða 1899. Stofnendur félagsins vom ungir drengir sem léku sér við cricket Og gerðu sér völl sem kallaður er „Deepdale" og þar heldur félagið til ennþá. Knattspyrnu- deildin var ekki stofnuð fyrr en 1881. Mjög fljótt tók félagið að greiða upphæðir fyrir skozka leikmenn, með þeim árangri að stjórnarvöldin kröfðust að lög- lega væri frá þessu gengið og Svíar unnu ÞjóS- verja 30:17 í hand- knattleik 1 lok janúar s.l. kepptu Þjóðverjar og Svíar í hand- knattleik og fór leikurinn fram í Masshallen í Gautaborg. Fóm leikar svo að Svíar unnu með miklum yfirburðum 30:17 (17: 10). Vom Svíarnir í sókn frá byrjun til enda. Leikur þeirra var mjög góður, hraður frá upphafi og jákvæður. Þjóðverj- amir léku ekki slælega, síður en svo, en þeir réðu ekkert við hraða Svíanna. Leikur þeirra bar meira keim af útihand- knattleik en þar eru Þjóðverj- ar aftur á móti meistarar. I leik þessum var tekin upp sú nýja regla að láta tvo mark- menn leika sinn hvom hálfleik. þar með hófst skipulögð at- vinnumennska í enskri knatt- spymu. Árið sem Preston vann bikar- og deildakeppnina fengu leikmenn þess gælunafnið: „Hinir ósigrandi1' Preston setti líka þetta ár met sem aldrei hefur verið slegið hingað til, og litlar líkur em til að það verði slegið í bráð: Liðið vann deildakeppnina án þess að tapa leik og bikarkeppnina án þess að fá á sig eitt einasta mark! Preston var eitt þeirra 12 fé- laga sem stofnuðu „Football League" 1838. Tveim ámm síð- ar eða 1890 vann félagið deilda keppnina og varð nr. 2 í 3 ár í röð næstu árin. En eftir 9 ára frægð og frama snerist ham- ingjuhjólið og 1901 varð það að „dumpa“ niður í H. deíld. Alls hefur Preston verið fjög- ur leiktímabil í II. deild; það vann deildina 1904, 1913 og 1951 og hefur verið í I. deild síðan. Preston varð að biða í nær 40 ár þar til því tókst að vinna bikarkeoonina í annað sinn. Það var 1938 þegar Prest- on sigraði Huddersfield í úr- slitum. Það var fyrst á síðustu mínútu í framlengingu sem úr- slit fengust. Hægri miðherja Georg Mutch var brugðið á vítateig. I grafarþögn áhorf- enda skaut Mutch sjálfur ó- verjandi í mark Huddersfield. Þar hafði Preston líka komið fram hefndum á Huddersfield sem í úrslitum í bikarkeppn- inni 1922 sigraði á vítaspyrnu. Preston var í úrslitum líka í fyrra en W.B. Allbion sigraði 3:2 eftir „spennandi“ leik. Þekktasti leikmaður Preston í dag er Tom Finney, útherji, sem hefur leikið 50 landsleiki. í vörninni em beztu menn liðs- ins þeir Tom Docherty fram- vörður og Bill Cunningham, bakvörður. Preston hefur alltaf tileinkað sér skozku leikaðferðina: smá- spymur. Sérhver nýr leikmað- ur, sem kemur í liðið, sama hversu frægur hann er, verður að temja sér þessa leikaðferð. í fyrra hafnaði Preston í 11. sæti. Flest mörk gerði Way- man 24 alls. Nú er liðið öruggt miðsvæðis á listanum. Á heimaleiki félagsins komu á keþpnistímabilinu ’53-’54 jafnaðarlega 27.919 áhorfepdur en á útileiki til jafnaðar 34.814. 1 fyrra lék Preston 42 leiki, Vann 19 leiki (12 heima, 7 úti), jafntefli urðu 5 (2 heima og 3 úti). Tapaðir leikir 18 (7 heima og 11 úti). Sett mörk 87 (43 heima 44 úti), fengin mörk 58 (24 heima 34 úti). Alls fékk fé- lagið 43 stig af 84 mögulegum. Mversregna hafa fimleika- mót skóianna lagzt niðuP? Fyrir um það bil 13 árum eða nánar til tekið 30. marz til 1. apríl 1942 fór fram hér í Reykjavík sýningamót í fim- ieikum. Komu þar fram yfir 30 flokkar úr skólunum í Reykja- vík og nágrenni, Hafnarfirði og frá Laugarvatni. Voru Flokkur sovézkra fimleikamanna var nýlega á sýninga- ferö í Danmörku og liajcti mjög mikla hrifningu. í flokkn- um var m.a\. Muratova, sovézki meistarinn í áhaldaleik- fimi kvenna. Myndin ér af henni. flokkarnir úr bama- og fram- haldsskólum. Sýndu 11 kenn- arar flokka sína á mótinu. Var gerður mjög góður rómur að móti þessu. Það var fjöl- sótt og gaman að sjá vinnuað- ferðir kennara og getu fólks- ins á hinum ýmsu aldursskeið- um. Hvergi hefur komið opin- berlega fram að mót þetta hefði ekki náð þeim tilgangi sem því var ætlað. Samt hef- ur staðreyndin orðið sú að ekkert mót hefur verið haldið siðan og ekki er vitað að það sé í uppsiglingu. Meðan sérfræðingarnir upp- lýsa ekki um það að slík mót séu tilgangslaus eða jafnvel hættuleg verður að álíta að illa hafi verið á haldið að koma ekki á slíku móti a. m. k. 3ja hvert ár. Frá leikmannssjónar- miði virðist sem slík mót gætu verið visst aðhald fyrir nem- endur og kennara. Það hjálpar líka til við að ýta undir þá nokkuð útbreiddu skoðun að víða vanti aðhald og festu í fimleikakennsluna í skólunum. Það er líka hollt fyrir kenn- arana að hafa visst aðhald svo að þeir staðni ekki í til- breytingalausum vana. Ef til vill gætu slík mót örfað áhuga almennt fyrir fimleikum og nyt semi þeirra fyrir alla livort sem þeir iðka íþróttir eða hafa of staðbundna vinnu. Það væri því fróðlegt að heyra hjá þeim sem um það vita hversvegna þessum mótum hefur ekki ver- ið haldið áfram. Fimmtudagur 10. febrúar 1955 — ÞJC®VILJINN — (9 Gunnar M. Magnúss: örnin frá Síðan slepptí Kristján taumnum, hneppti frá sér kápunni, studdi höndunum á mjaðmirnar, stóð bísperrtur fyrir framan hópinn og leit glött" andi á krakkana, svo að allir gátu séð, að þessi drengur var ófeiminn og djarfur, eins og fylgdar- maður sýslumannsins. Svo blístraði Kristján lagstúf, með ýmsum rykkjum og trillum, sem enginn í Víðigerði hafði áður heyrt. Og allir gátu heyrt, og séð, að þarna var kominn drengur, sem eitthvað kunni fyrir sér. Di’engurinn fór nú að spígspora um hlaðið, með- an Finnur bóndi tók baggana af hestunum og kastaði þeim að skemmudyrunum. Finnur varð að kalla tvisvar til elztu krakkanna og biðja þá að halda í hestana og hjálpa til við að spretta af þeim. Krakkarnir heyrðu varla nema annaðhvorí orð, því að athýglin var óskipt við hverja hreyf- ingu nýja stráksins. Þegar Finnur gekk í bæinn, fór Kristján á eft- ir honum og öll halarófan fylgdi inn göngin. En krakkarnir pískruðu sín á milli: „Sá er nú langur, sá er nú mjór, sá er nú mont- innu. Þau drógust aftur úr, meðan þau mösuðu sam- an, til þess að nýi smalinn heyrði ekki háðið og hláturinn. En brátt söfnuðust þau öll inn í bað- stofu, þar sem Kristján var farinn að éta skyr með mjólk út á. Krakkamir settust með hátíðasvip til og frá á rúmin. SÖLUSKATTUR Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 4. ársfjórðung 1954, sem féll í gjalddaga 15. janúar s.l. hafi skattur- inn ekki verið greiddur í síðasta lagi 15. þ.m. Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án frekari aðvörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá skilað skattinum. Reykjavík, 10. febrúar 1955 Tollstjóraskrifstofan, Arnarhvoli. Flugíreyjustörf Nokkrar stúlkur óskast til flugfreyjustarfa. Umsóknareyðublöö eru afhent í afgreiðslu fé- lagsins, Lækjargötu 2. Loftleiðir h.f. Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu. verði meir hér eftir en hingað til um aðbúnað leikhúsgesta í hléunum. — Einn sem fylgir ríkisrekstri.“ ALLT FYRtR WÖTVERZLAMtR ^ér&w KTcittto. Grcttisjcti. J. V—i 60360. LAND6RÆCSSLU SJÓÐUR SPYRJID CFTIR PÖKKUKUM MEÐ GRÆNU MERKJUNUM

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.