Þjóðviljinn - 15.02.1955, Blaðsíða 9
% ÍÞRÓTTiR
RITSTJÓRl FRlMANN HELGASON
—-----------------------------
Björn Baldursson frá Akureyri varð
Islandsmeistari í skautahlaupi 1955
Á laugardag og sunnudag
fór frara hér í Reykjavík
Skautamót Islands 1955. Að-
stæður voru einar þær beztu
sem verið hafa síðan farið var
að keppa hér aftur af alvöru
á skautum. Sérstaklega var
laugardagurinn góður með lít-
ilsháttar frosti, logni og góð-
viðri. Á sunnudag var brugð-
ið til þíðu og þó sæmilegt
skautasvell.
Keppnin fór vel fram og gekk
nokkuð greiðlega. Keppendur
voru aðeins frá Akureyri og
Reykjavík. 1 hóp Reykvíkinga
vantaði þó Kristján Árnason,
sem var veikur.
Bjöm 'Baldursson varð meist-
ari, sigraði á þremur vega-
lengdum: 500, 3000 og 5000 m
og er vel að þessum sigri kom-
inn. Hann setti Islandsmet á
5000 m. Þorsteinn Steingríms-
son úr Þrótti varð annar. Sigr-
aði í 1500 m hlaupi, «n var
mjög óheppinn fyrri daginn. í
500 m hlaupinu datt hann illa
á beygju, og það meira að
segja tvisvar. Eigi að síður
varð hann á undan í riðlinum
en náði aðeins 56.4 sek. sem er
þó undra gott eftir þessi ó-
höpp.
Björn Baldursson var þarna í
sérflokki á 50.2 sek.
Keppni þeirra Björns og
Þorsteins á 3000 m var
skemmtileg og tvísýn. Þar virt-
ist manni sem Þorsteinn hefði
ekki hugsað hlaup sitt nóg.
Hann sleppti Birni of langt
frá sér en Björn byrjaði með
jtniklum hraða og var kominn
60—70 m á undan er 2 hringir
Voru eftir, en á þeim dregur
Þorsteinn svo á Björn að tæp-
ir 10 m bil er milli þeirra við
mark. Þeir hlupu líka saman
á 5000 m og var það skemmti-
leg keppni. Voru þeir jafnir til
Reykjavíkurmótið í knatt-
spymu innanhúss hófst á
sunnudagskvöld og fóru fram 7
leikir og urðu úrslit þeirra sem
hér segir:
IV. fl. Þróttur — Valur B. 5:0
■----Fram A. — Valur A. 3:1
III. fl. Fram A. — Þróttur 3:1
• ---KR B. — Valur C. 7:1
• ---ValurA. — KRD. 4:0
Meistaraf Iokkur:
Valur — Þróttur B. 3:2
KR B. — Þróttur A. 7:1
Það mátti sjá á þessu fyrsta
kvöldi að KR-ingar virðast
harðastir -í leik þessum og er
þar sjálfsagt aðstöðu að þakka.
A-lið Vals náði sér ekki á
strik gegn B.-liði Þróttar og
var það jafn leikur. Yngri
flokkamir eru tæpast í þjálfun.
Yfirleitt var áberandi hve
leikni vantaði, svo og auga fyr-
að byrja með en er á leið
tryggði Björn sér ömgga for-
ustu. E.t.v. hafa 3000 m frá
deginum áður setið í Þorsteini
sem tæpast hefur þá þjálfun
sem Bjöm.
Kristján Ámason frá Akur_
eyri, aðeins 15 ára, vakti á
sér athygli fyrir góð hlaup svo
ungur sem hann er; sérstak-
lega í 5000 m hlaupinu. Með
góðri æfingu ætti þessi ungi
piltur að geta orðið góður
skautamaður.
Þó árangur piltanna sé ekki
góður á heimsmælikva'rða þá
var mörg keppnhi tvísýn og
skemmtileg. Fljótt á litið virð-
ist manni sem piltar þessir
hafi ekki þá undirbúningsþjálf-
un og tækni sem ,,frostavetur“
eins og þessi ætti þó að gefa.
Virðist liggja í loftinu a.m.k.
hvað snertir Reykvíkingana að
betur hefði mátt nota ís og
frostin, hver sem á þar sök.
Hafa reykvískir skautamenn
þar stórt mál að leysa.
tJrslit í einstökum lilaupum
500 m. hlaup
Björa Baldurs S.A. 50.2
Hjalti Þorsteinsson S.A. 52.0
Jón K. Einars Þr. '53.6
Guðlaugur Baldurss. S.A. 53.7
Björn Árnason Þr. 54.5
Ólafur Jóhannesson S.R. 54.9
1500 m hlaup
Þorst. Steingrímsson Þr. 2.53.7
Björn Baldursson S.A. 2.55.4
Jón R. Einarsson Þr. 3.03.6
Ingólfur Ármanns S.A. 3.03.8
Bjöm Árnason Þr. 3.04.3
Gunnl. Baldursson S.A. 3.04.9
3000 m
Björn Baldursson SA. 5.49.2
ísl. met.
Þorst. Steingrímsson Þr. 5.50.1
Jón R. Einarsson Þr. 6.18.5
Ingólfur Ármannss. S.A. 6.19.7
ir staðsetningum og hreyfan-
leik, en það krefst mikils út-
halds sem varla er von á þess-
um tíma árs.
Húsið var troðfullt og
skemmtu menn sér konunglega
ekki sízt þegar útaf vom rekn-
ir tveir leikmenn sinn úr hvora
liði og jafnvel þegar 1 var
inná úr öðru liðinu en tveir
úr hinu. En reglan er svo
ströng að ekkert má gera sem
getur orsakað hörku. í regl-
unni er það orðað svo að „öll
form hrindingá, beinnar takl-
ingar og hindrana em strang-
lega bönnuð, og skal dómari
eftir bæði aukaspyrnu og víta-
spyrnu vísa hinum brotlega út
í eina mínútu. Sé dómari í
vafa um hvor leikmaður sé
brotlegur skal hann vísa báð-
um út í eina mín.“ Þetta krefst
eins og fyrr segir leikni og
skjótra staðsetninga.
Guðlaugur Baldurss. S.A. 6.26.2
Kristján Árnason S.A. 6.27.3
5000 m hlaup
Björn Baldursson S.A. 10.30.4
Þorst. Steingrímss. Þr. 10.35.4
Jón R. Einarsson Þr. 10.59.1
Ingólfur Ármannss. SA. 11.02.3
Björn Ámason Þr. 11.28.8
Sigurður Sigurðss. Þr. 11.29.5
Samanlagt:
fslandsmeistari Bjöm Bald-
ursson S.A. 229.9 stig
Þrost. Steingrímsson Þrótti
236.2 stig
Jóji R. Einarsson Þr. 243.8 stig
--j--^--*--2----*------------
Stórsvigsmót Ármanns
! féll niður vegna
rigningar
Stórsvigsmót Ármanns gat
ekki farið fram um síðustu
helgi eins og auglýst hafði ver-
ið. Á sunnudag var komin rign-
ing og fylgdi því rok sem eyði-
lagði alla möguleika til að
halda mótið.
HAFIÐ
Framhald af 5. síðu.
að koma í veg fyrir rányrkju
einstakra þjóða þannig að allir
njóti góðs af auðlindunum. Það
verður að koma í veg fyrir gjör-
tæmingu og árekstra“.
Alþjóða laganefnd Sameinuðu
þjóðanna tók til meðferðar —
þegar á fyrstu fundum sínum —
1949, mál er varða landgrunnið,
fiskveiðar -og samræmingu laga
um úthafið og landhelgismál.
Þessu umfangsmikla starfi
er enn langt frá lokið.
Uppkast, eða bráðabirgðasam-
ræmingu á gildandi lögum um
þessi efni, gerði laganefnd Alls-
herjþrþingsins 1951. Uppkastið
var endurskoðað eftir að umsögn
hafði verið fengin um það fráf’
ríkisstjórnum. Málið var síðan
sent til Allsherjarþingsins 'til
afgreiðslu og lagt til að þingið
samþykkti uppkastið, án þess
að beðið væri eftir að öllum
samræmingarstörfum um þessi
mál væri lokið. Allsherjarþingið
samþykkti hinsvegar, að taka
engar endanlegar ákvarðanir
varðandi lög á úthafinu og um
landhelgismálin fyrr en laga-
nefndin hefði lokið störfum um
öll mál í þessu sambandi.
Enn komu þessi mál til um-
ræðu á síðasta Allsherjarþingi
(1954), en þótt allmargar þjóð-
ir, þar á meðal Bretar, Banda-
ríkjamenn og Hollendingar, ósk-
uðu eftir skjótum ákvörðunum,
varð það að samkomulagi, að
laganefndin skuli skila áliti um
samræmingu laga um úthafið,
landhelgina og „öll önnur skyld
mál“ til Allsherj arþings árið
1956.
Fiskimálaráðstefnan
í Róm í apríl
Margar fiskveiðiþjóðir heims-
Imftanhiiss-knaÉtspyrnnmót-
ið hófst á sunnndaginn var
---Þriðjudagur 15. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Gunnar M. Magnúss: j
Börnin frá Víðigerði
En það, sem hann sagði þeim frá, var nokkuð,
sem sveitabörnin höfðu aldrei séð né heyrt áður.
Hann hafði farið á sjó og dregið fisk. Hann
hafði séð útlendinga, bæði Flandrara, Ameríkana,
Þýzkara, Norsara, Svía og Dani, Færeyinga og
Englendinga. Svo hafði hann einu sinni séð Svert-
ingja með hrokkið hár.
Til marks um það, að hann hefði verið dálítið
með útlendingum, — þó að það væri nú ekki fyrir
litla stráka, — þá lét hann krakkana heyra mörg
orð, sem hann sagðist nota, þegar hann talaði við
útlendingana.
Krakkarnir heyrðu, að þetta var ekkert grobb,
því að Kristján lét dæluna ganga, rétt eins og
hann talaði sitt eigið móðurmál:
„La Fransí, votaling, ale biskví, kompanskur
Flandermann, sit dán. All bada rí, oví“.
Kristján settist á þúfu og sagði börnunum ýms-
ar sögur af þessum útlendingum. Þeir voru á svo
skrítnum skipum. Sum voru kölluð: duggur, skút-
ur, skonnortur, brikk og kútterar, freygátur eða
dallar.
Útlendingar voru líka í skrítnum fötum, sagði
hann. Færeyingarnir voru í dröfnóttum peysum
með rauðröndóttar húfur á höfðinu. Þessar húfur
voru eins og bátar á hvolfi, sagði hann. Englend-
ingarnir voru í bláum peysum með bláar kollhúf-
ur. Þeir höfðu stórar reykjarpípur í munninum og
sumir höfðu handklæði um hálsinn, sagði hann.
Svíarnir voru í bláum buxum og höfðu belti um
rnittið og hníf í beltinu. Þeir voru í ljósum skyrt-
um með uppbrettar ermar, þegar þeir slógust, og
allavega bláar og rauðar myndir á handleggj-
unum.
En Fransararnir voru í stórum jökkum, sem
náðu niður á mitt læri. Þessir jakkar voru rifnir
undir höndunum og höfðu voðalega stóra vasa.
Svo voru Fransararnir í stórum tréklossum.
Tærnar á þessum klossum stóðu upp í loftið eins
og skipsstafn. Það var vel hægt að hafa svona tré-
skó fyrir skútur. Kristján hafði sjálfur átt svona
skútu einu sinni, hann hafði borað gat fyrir sigl-
unni og sett stýri fyrir. Svo hafði hann sett á hana
pappasegl og hlaðið hana af smásteinum. Síðan
hafði hann látið hana sigla um Reykjavíkurtjöm,
og margir menn höfðu horft á, bæði útlendingar
og aðrir.
ins, þar á meðal fslendingar,
vildu ekki að rasað yrði um ráð
fram í þessum þýðingarmiklu
málum. Samkvæmt ósk þeirra
var ákveðið að kalla saman
allsherjar fiskimálaráðstefnu.
Ráðstefnan hefst í aðalbæki-
stöðvum Matvæla- og landbún-
aðarstofnunarinnar þann 18.
apríl n. k.
Samkvæmt ákvörðunum Alls-
herjarþingsins á fiskimálaráð-
stefnan að fjalla um „vandamál
alþjóðlegrar verndar á lífrænum
auðlindum hafsins". Er þetta
þannig orðað til þess að ljóst
sé, að ekki sé um fiskimál ein
að ræða heldur og annað dýra-
líf sjávarins.
f umræðunum í laganefnd
Allsherjarþingsins var lögð meg-
ináherzla á, að ráðstefnan í
Róm yrði fyrst og fremst fræði-
leg og verkleg ráðstefna og ætti
ekki að fara inn á lagalega svið-
ið er nefndin fjallar um. Sam-
þykkt þingsins mælir svo fyrir
að ráðstefnan skuli „gera vís-
indalegar og verklegar tillögur,
sem dæmi á engan hátt fyrir-
fram um þau vandamál, er
liggja fyrir Allsherjarþinginu“.
Alþjóða fiskimálaráð
í uppkasti laganefndar Sam-
einuðu þjóðanna, sem getið er
hér að framan, er gert ráð fyrir
að alþjóða fiskimálaráð irinan
vébanda SÞ verði sett á stofn.
Hlutverk ráðsins myndi verða að
koma á fót skipulagðri vernd
fiskimiða eftir beiðni hlutaðeig-
andi ríkis.
Gert er ráð fyrir því í upp-
kástinu, að hver sú þjóð, er
sækir fiskimið ein á ákveðnu
svæði geti sjálf ákveðið hvaða
ráðstafanir þurfi að gera til að
vernda fiskstofninn. Tvær þjóðir
er sækja sömu mið geta gert
með sér samkomulag um ráð-
stafanir til verndunar fiskimið-
um. Komi upp ágreiningur um
samninginn getur hvor aðilinn
sem er skotið málinu til úr-
skurðar Alþjóða fiskimálaráðs
Sameinuðu þjóðanna.
(Frá upplýsingaskrifstofu SÞþ,