Þjóðviljinn - 15.02.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagrir 15. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
r
L
i
DAGSBRVNARVERKAMAÐUR SKRIFAR
OPIÐ BREF
til dr. Benjamíns Eiríkssonar
Lögmál kaupgjalds,
vöruverðs og gróða
Frá hagfræðilegu sjónarmiði
eru heildartekjur þjóðarinnar á
ári hverju ákveðin stærð, sem
breytist ekki þó hinar ýmsu
stéttir skipti þeim innbyrðis á
milli sín. Eh samkvæmt skýrsl-
um fara heildartekjur þjóðar-
innar vaxandi ár frá ári. Nú
eru heildartekjur þjóðarinnar
2680 milljónir króna eða um
87 þúsundir á hverja fimm
manna fjölskyldu í landinu.
Árið 1939 voru heildartekjur
þjóðarinnar 155 milljónir. Þó
fjárfesting sé þarna með, má
ekki gleyma því, að þegar t. d.
hús er reist, þá er allur sá
lcostnaður, sem fer til lífsupp-
eldis þeirra manna, er unnu við
húsið, reiknaður með. Þannig
sér fjárfestingin einnig fyrir
lífsuppeldi þeirra manna, sem
vinna að fjárfestingu. Þetta
er nauðsynlegt að taka til
greina ásamt fleiru. Og á þessu
má m. a. sjá hversu þjóðartekj-
nnum er illa skipt.
Dagsbrunarverkamaður með
lægsta kauptaxta hefur um 32
þúsund krónur í árskaup.
Starfsmaður hjá rikinu í lág-
launaflokki, til dæmis bréfberi,
hefur 33 þúsund krónur árs-
kaup. En þér? Hvað hafið þér,
herra doktor? Hafið þér ekki
100 þúsund krónur í árskaup?
En kálið er ekki sopið þó í
ausiína sé komið. Skattalög-
gjöfinni er verið að koma í
það horf, að skattarnir eru að-
allega teknir í vörutollum. Nú
hafa heildsalar og kaupmenn
Tirósentur af vörusölunni. Þetta
þýðir þá, að eftir því sem
vörutollar verða hærri því
meira rennur í vasa heildsala
og kaupmanna. Hinir háu toll-
ar og skattar, sem lagðir eru
á vörurnar auka gróða heild-
sala og kaupmanna. Sem dæmi
urn það hversu vörutollarnir
eru háir má geta þess að
tekjuafgangur ríkissjóðs er um
100 milljón kr. á ári. Og þar
sem heildartekjur þjóðarinnar
á ári hverju er ákveðin stærð,
þýðir þetta það, að straumur
peninganna til auðmanna og
ríkisvaldsins veldur kauprýrn-
tin hjá meginhluta þjóðarinn-
ar. Þér vitið það vel, að vséri
eðlileg þróun í þessum málum
ei*s og nú standa sakir, ætti
vöruverð að lækka í hlutfalli
við aukna vöruframleiðslu
vegna aukinnar tækni, að kaup
ætti að hækka í hlutfalli við
auknar þjóðartekjur, einnig
ætti gengi íslenzku krónunnar
að hækka vegna þessarar öru
og jákvæðu þróunar, sem ekki
hefur verið hægt að stöðva þó
reynt hafi verið. En þetta lög-
mál reynið þér að falsa með
skrifum yðar. Og- Jivað hefur
verið gert? Vöruverð hefur
verið hækkað í hlutfalli við
aukna framleiðslu. Kaup hefur
verið lækkað í hlutfalli við
auknar þjóðartekjur og gengi
íslenzku krónunnar lækkað
stórlega. Gengið var lækkað
samkvæmt samningi við
Bandarikin. En slíka samninga
á að brjóta vegna þess að þeir
eru ruddalegir og siðlausir.
Hversu miklar verða þá tekj-
'ur auðmannastéttarinnar fyrst
þessu er þannig farið?
Egf er bara blók!
Eg þekki starfsmann hjá
heildsala, sem hefur 48 þús-
und krónur í árslaun. Þessar
tekjur gefur hann upp til
skatts. Þar að auki hefur þessi
sami maður nokkur erlend um-
boð upp á eigin spýtur. Með
Fjórdi hluti
þessu aukastarfi hefur kaup
hans yfir árið verið að jafnaði
um 250 þúsund krónur. Eg
spurði hann eitt sinn hvort
honum þætti þetta ekki nokk-
uð hátt kaup, en hann svaraði:
í samanburði við almennilega
heildsala er þetta ekki neitt.
Eg er bara blók! Það eru blæk-
ur, sem hafa ekki nema 250
þúsund krónur í árskaup. En
hvað ætti að kalla yður, sem
ekki eruð eini sinni hálfdrætt-
ingur? Fyrst að blók hjá heild-
sala getur krækt sér í 250
þúsund krónur árskaup með
nokkrum erlendum umboðum,
hvað skyldi þá gróði sjálfra
heildsalanna vera?
Kaupg j aldsbarátta
Kaupgjaldsbaráttan helgast
af þessu fyrirkomulagi eða lög-
málum, sem hér hefur verið
lýst. Það er ekki jafnvægi í
fjárfestingu, sem vantar til
þess að koma þessum málum í
viðunandi horf. Það mætti
fremur orða þetta þannig að
það vantaði jafnvægi í það,
hvernig heildartekjum þjóðar-
innar, þessum 2680 milljónum
króna, er varið, og hverja hlut-
deild hinar ýmsu stéttir hafa
í þjóðartekjunum.
Gróði
Atvinnutæki, sem liggur ó-
notað, til dæmis togari sem er
bundinn við bryggju, er þjóð-
félaginu ekki meira virði en
steinn á hafsbotni. Til þess
að atvinnutæki- skapi cauð þarf
verkafólk til að starfrækja
það. Það er því verkalýðurinn,
sem skapar hið þjóðfélagslega
. auðmagn, hið þjóðfélagslega
verðmæti og gróða auðmann-
anna.
Hið þjóðfélagslega verðmæti,
sem fiskisjómaðurinn skapar,
er ekkert smáræði. Meðalafli á
hvern íslenzkan fiskisjómann
eru 70 tonn af fiski á ári. Eng-
inn einstakur sjómaður í heim-
inum jafnast á við íslenzkan
sjómann hvað aflabrögð snert-
ir, Næstur íslenzka fiskisjó-
manninum er sá norski með 10
tonn af fiski. Hér er ekki mið-
að við fólksfjölda heldur sjó-
mann á móti sjómanni. Á tog-
araflotanum er meðalafli á
hvern einstakan sjómann 150
til 240 tonn af fiski á ári. Og
svo á að telja íslenzku þjóðinni
trú um það, að útgerðin borgi
sig ekki.
Þegar verkamaður fær laun-
in sín er honum borgað af pen-
ingum sem greiddir voru fyrir
löngu, af löngu seldum vörum.
M. ö. o.: augmaðurinn borgar
verkamanninum með hluta af
peningagróðanum. En gróði er
sá ágóði, sem rennur í vasa
auðmannsins eftir að hann er
búinn að borga allan kostnað
við að framleiða vöruna, svo
sem lífsuppeldi þeirra, sem
vinna við að framleiða vöruna,
og sitt eigið. Vöruhækkanir
stafa því aldrei af vinnulaun-
um verkamanna. Hins vegar
hækka vörur oft af ýmsum
öðrum ástæðum eins og þegar
hefur verið sýnt fram á ann-
ars staðar í bréfinu. En hækk-
að vöruverð er sama og kaup-
lækkun. Saga vísitölunnar
sannar þetta líka. Vöruverðið
hækkar fyrst. Þá stígur vísi-
talan. En vísitalan gefur til
kynna að kaup eigi að hækka.
Þér látið falsa vísitöluna af
ótta við að hún geti smám sam-
an opnað augu almennings fyr-
ir því, hvert peningastraumur-
inn, megnið af heildartekjum
þjóðarinnar, fer, og hver sé or-
sök dýrtíðarinnar.
Lækkað vöruverð
Nú hafa ýmsir smáborgarar
reynt að koma því inn hjá al-
menningi að verkalýðsfélögin
ættu fyrst og fremst að berjast
fyrir lækkuðu vöruverði. Þessi
afstaða sýnir ekki annað en
það hversu fákunnandi smá-
borgararnir eru í hagfræði óg
þjóðfélagsfræði. Enda er það
staðreynd að smáborgaralegir
menntamenn hafa aldrei í sög-
unni getað leyst nein pólitísk
vandamál. Verkalýðsflokkamir
verða að hafa hlutdeild í rík-
isstjórninni til þess að geta
tryggt það að vöruverðið hækki
ekki. Það þýðir ekki að gera
neina samninga við auðvalds-
flokka um lækkað vöruverð.
Allt slíkt í þá átt verða tóm
svik. En það eru þessir sömu
smáborgarar, sem alltaf eru að
kjósa fulltrúa auðmannastétt-
arinnar á þing eða kljúfa
verkalýðsflokkana með fáfræði
sinni og vankunnáttu.
Hver er reynsla verkamanna
um lækkað vöruverð? Við skul-
um athuga landbúnaðarvörurn-
ar. Landbúnaðarvörurnar í
heild halda stöðugt áfram áð
hækka,. þó bóndinn, framleið-
andinn njóti ekki góðs af þeirri
hækkun. í staðinn fyrir að
íækka landbúnaðarvörurnar
. n 1 Framhald Ú -10; síðu*
Danir varöveita vandlega alla pá muni sem Thorvaldsen
hefur átt. Hér er Sigurd Schultz, vörður Thorvaldsens-
safnsins, að horfa á hatt meistarans. Það má sjá að
Thorvcddsen hefur verið höfuðstór, en hatturinn hefur
víða flœkzt; var m.a. geymdur um tíma í Ameríku.
Hvers eigcx tóniist og
leiklist oð gjalda?
Hugleiðingar um úthlutun listamannalauna
Nefnd sú sem úthlutar laun- menntaviðleitni þjóðarinnar,
um til listamanna hefur fyrir verðlauna meðalmennskuna og
nokkru lokið störfum og skýrt lágkúruskapinn.
frá niðurstöðum sínum. Hefur Þá vekur það ekki minni
verið næsta hljótt um þau verk, furðu hvernig nefndin skiptir
og mun það þó ekki stafa af laununum á milli listgreinanna.
því að úthlutunin hafi vakið al- Hér áður tiðkaðist það að hver
menna ánægju, heldur af hinu listgrein var flokkuð fyrir sig,
að hún hjakkar í sama farinu bókmenntir, tónlist, myndlist
ár eftir ár, og fólk er orðið vant og leiklist. En fyrir nokkrum
ósómanum og telur vonlaust að árum var greinunum steypt
þremenningarnir sem við verkið saman, og var tilgangurinn
fást taki nokkrum sönsum. með því sá að nú skyldi laun-
Vakin hefur verið athygli á því um úthlutað til manna eftir
að nefndin gengur ár eftir ár afrekum þeirra án tillits til
fram hjá einum ágætasta rit- þess hverja listgrein þeir stund-
höfundi þjóðarinnar, Halldóri uðu. Raunin hefur þó orðið sú
Stefánssyni, og vekur það þeim að allt situr við það sama, hlut-
mun fleiri furðu sem margir föllin milli listgreinanna hald-
eru nú kallaðir úr hópi „skálda ast rnikið til óbreytt. Á síðustu
og rithöfunda". Hefur það að sex árum hafa 49—54% af
undanförnu verið haft til heildarupphæðinni runnið til
dægrastyttingar í hópi bók- bókmennta; 30—37% til mynd-
fróðra manna að kanna hverjir listar; 8—10% til tónlistar og
kynnu skil á öllum þeim sem 3—11% til leiklistar. Enda þótt
taldir eru á lista nefndarinn- bókmenntirnar hafi verið og
ar og afrekum þeirra, og hafa séu ríkasti þátturinn í list-
flestir komizt í þrot, enda sköpun þjóðarinnar, hefur hlut-
munu nefndarmenn sjálfir ur þeirra tvímælalaust orðið
aldrei hafa heyrt sumra þeirra of hár, oftast á kostnað tónlist-
getið fyrr en umsóknir bárust . ar og leiklistar, ekki sízt þeg-
frá þeim. Virðist það sjónar- ar tillit er tekið til þeirrar
mið nú að fullu glatað að þeir miklu grózku sem einkennt
einir hafi unnið til launa sem hefur þær listgreinir á undan-
náð hafa listrænum árangri í förnum árum. Hefði þó verið
störfum sínum og í annan stað auðvelt að leiðrétta þetta án
ungir menn sem líklegir eru þess að það bitnaði í nokkru
til nokkurs þroska; það virðist á þeim rithöfundum sem unnið
vera ein helzta önn nefndar- hafa til launa; nefndin þurfti
manna að peðra launum til rit- aðeins að hverfa frá hinu
höfunda sem alla sína ævi hafa furðulega peðringssjónarmiði
verið að bröita fyrir neðan sínu.
miðjar hlíðar og komast aldrei Athygli nefndarmanná hefur
hærra. Með þessu móti verða oft verið vakin á þessu ósam-
launin hvofki viðurkenning né ræmi, en þeir eru sem kunn-
hvatning til dáða, heldur stuðla ugt er lítið fyrir breytingar
; þau að því að fletja út bók- Franátháld á 10. Síðu.