Þjóðviljinn - 15.02.1955, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.02.1955, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 15. febrúar 1955 □ 1 dag er þrlðjudagurinn 15. fe- brúar. Faustinus. — 46. dagur árs- ins. — Xungi í hásuðri ld. 6.44. — Árdegisháflæði kl. 10.58. Síðdegis- háflæði kl. 33.39. t=SS?=a 18.00 Dönsku- kennsla; I. fl. — 18.25 Veðurfreg-nir. 18.30 Ensku- kennsla; II. fl. 18.55 Framburðar- kennsla í ensku. 19.15 Þingfréttir. — Tónleikar. 20 30 Daglegt mál (Árni Eöðvarsson cand. mag.). 20.30 Erindi: Frá ítölskum eld- stöðvum; II: Etna (Sigurður Þór- arinsson jarðfræðingur). 21.00 Tón listarþáttur: Leikmaður, Gylfi Þ. Gísláson prófessor, talar um tón- list. 21.35 Lestur fornrita: Sverris saga; XII. (Lárus H. Biöndjal bókavörður). 22.20 Úr heimi mynd listarinnar — Björn Th. Björns- son iistfræðingur sér um þáttinn. 22.40 Léttir tónar — Jónas Jónas- son sér um þáttinn. 23-20 Dag- skrárlok. Heiranótt Menntaskólans Menntaskólanemendur sýna Einka ritarann í Iðnó í kvöld. Helgi vinur vor Sæm. skrifar leið- ara í Alþýðublað- _ ið á sunnudaginn og segist vera ein- dregið fylgjandi vinstri samvinnu. Svo er að sjá sem liann telji sig tala fyrir munn húsbænda sinna í flokks- forustunni því í greininni stendur orðrétt: „Vai Alþýðuflokksins er auðvelt. Hann vill nýja og far- sælll stjórnarstefnu. Á honum mun þ\"í ekki standa, ef Frani- sóknarflokkurinn l.jær máls á nauðsyniegri stefnubreytingu." — Þetta er ágætt svo langt sem það nær, og ekki spUlir sú yfirlýsing að AJþýðuflokkurinn „líti ekki á samstarfsflokk sem mjólkurkú sína og marki ekki afstöðu sína“ með nytina úr Framsóknar- Skjöldu fyrir augum og Morgun- blaðið." — En barátta Helga oklc- ar fyrir vinstri stefnu nær skammt, ekki einu sinni til út- síðnanna í eigin blaði, því í sama sunnudagsblaðinu og vinstri stefnu er sungið lof og prís í leið- ara eru birtar á forsíðu ekki minna en tvær áskoranir til járn- iðnaðarmaima um að styðja íhald- ið við stjórnarkjör í félaginu. Sem sagt: línan hjá Helga er vinstri stjórn í þjóðfélaginu en verkalýðsféiögin skuiii afliendast íhaldinu, senniiega til að tryggja og auðvelda framkvæmd vinstri stefnunnar!! Eg get ekki neitað því að mér finnst þetta skrýtin pólitík en er ekki oréökin sú að forusta Alþýðuflokicsins er dá- lítíð undarleg og framkoma henn- ar .fullkomið rannsóknarefnl* eins og Vilhjálmur Þ. kemst stimdum að orði? Æfing í kvöld kl. 8:30 Söfnin eru opin Bæjarbókasafnið Útlán virka daga kl. 2-10 síðdegis Laugardaga kl. 2-7. Sunnudaga kL 5-7. Lesstofan er opin virka daga kl. 10-12 fh. og 1-10 eh. Laugar- daga kl. 10-12 og 1-7. Sunnudaga kl. 2-7. Landsbókasafnið kl. 10-12, 13-19 og 20-22 alla virka daga nema laugardaga kl 10-12 bg 13-19. Náttúrugripasafnlð kl. 13:30-15 á sunnudögum, 14-15 á þriðjudögum og fimmtudögum. Þjóðminjasafnið kí. 13-16 á sunnudögum. kl. 13-15 á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Þjóðskjalasafnlð á virkum dögum kl. 10-12 og 14-19. Helgidagsla-knir er Kjartan K. Guðmuhdsson, Út- hlíð 8, sími 5351. Næturvarzla er í Laugavegsapóteki - Sími 1618 Menn með f jalir á fótum sér Það mun þykja meira undur, er svo er frá sagt um þá menn, er það kuimu að temja tré eða fjalir til þess að sá maður, er hann er eigi fimari á fæti en menn aðrir meðan hann hefur eigi annað á fótum en skúa sína eða ellegar hera fætur, en jafnskjótt sem hann bindur fjalir undir fætur sér, annað tieggja sjö álna langar eða átta, þá sigrar hann fugla að flaug eða mjóhunda að rás, þá sem mest megu hlaupa, eða hrein, er hleýpur hálfu meira en hjörtur, því að sá er mikill hluti manna, er svo kann vel á skíðum, að hann stingur í einni rennd sinni níu hreina með spjóti sínu eða þaðan fleiri. Nú mun þessi hlutur þykja tortryggilegur og ólíklegur og und- arlegur í öllum þeim löndum, er eigi vitu menn með hverri vél eða list slíkt má vera, að f jölin má tömd vera til svo mikils fljótleiks, að á fjöllum uppi þá má ekki vætta forðast rás þess rnanns og skjótleik, er fjalir hefur á fótum sér, það sem jörðunni fylgir; en þegar hann lætur f jalirnar af fótum sér, þá er hann eigi fimari en aðrir menn. En í öðrum-stöðum, þar sem menn eru eigi slíku vanir, þá mun varla finnast svo fimur maður, að eigi þyki af lionum taka allan fimleika, þegar slík tré eru bundin \ið fætur honum, sem nú höfum vér um rætt. Nú vitum vér þessa hluti til víss og eigum kost, þegar um vetrum er snjór er, að sjá gnótt þeirra manna, er þessar vélar og listir kunnu. (Konungsskuggsjá) Bólusetniug við barnaveiki á börnum eldri en tveggja ára verður framvegis framkvæmd í nýju Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg á hverjum föstudegi kl. 10—11 f.h. Börn innan tveggja ára komi á venjulegum barnatíma, þriðjudaga, miðvikudaga og föstu- daga klukkan 3—4 e.h. og í Lang- holtsskó’a á fimmudögum klukk- an 1.30—2.30 e.h. Gátan Þótt æru rýrrar unnir mér,. ekki er því að gleyma, bezta partinn þó af þér þráfalt fæ að geyma. Sértu staddur herrum hjá, hvernig sem því er varið, út í horn mig hrekur þá og hirðir ei um mig parið. Frá Kvöldskóla alþýðu 1 kvö’.d kl. 8.30 heldur Ingi K. Helgason áfram að tala um fund- arsköp og fundarstjórn, og mun stefna að þvi að gera hvern nem- anda sinn færan um að taka að sér störf forseta Sameinaðs Al- þingis án fyrirvara. Síðastliðinn laugar dag opinberuðu trúlofun sína ung- frú Sigriður Sig- fúsdóttir, Hrísa- teigi 22, og Björn Kjaran, 3. stýrimaður á Lagar- fossi. Hinn 30. fyrra mánaðar voru gef- in samain í hjóna- band i Akureyrar- kirkju tvenn brúð- hjón: ungfrú Ingi- björg Jóhanna Eyfjörð Ólafsdóttir og Jón Kristján Hannesson sjó- maður; heimili þeirra er að Hrís- eyjargötu 3; og frú Sigríður Tryggvadóttir og Ragnar Pálsson verkamaður; heimili þeirra er að Hafnarstræti 53. Ennfremur voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkjrkju 5. febrúar frú Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir og Björn Einarsson verkstjóri; heimili þeirra er að Hafmarstræti 53. Millilandaflug: Hekla, millilanda- flugvél Loftleiða, er væntanieg til Rvíkur fyrir há- degi á morgun frá N.Y. Flugvélin fer eftir tveggja stunda viðdvöl til Stafangurs, K- hafnar og Hamborgar. — Sólfaxi er væntanlegur til Rvíkur frá London og Prestvík kl. 16.45 dag. Flokkurmift Flokksgjöld. 1. ársfjórðungur féll í gjald- daga 1. jan. s. 1. Greiðið flokksgjöld ykkar skilvíslega í skrifstofu.félagsins Þórsg. 1. Ráöning síðustu gátu: — S T Ó L L Orðuveiting Hinn 27. janúar 1955 sæmdi for- seti Is’.ands Pál V. G. Kolka, hér- aðslækni, riddarakrossi fálkaorð- unnar. Innanlandsf lug: 1 dag eru áætlaðar flugferðir til Akureyrar, Blönduóss, Egils- staða, Flateyrar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja og Þingeyrar. — Á morgun eru ráðgerðar flugferð- ir til Akureyrar, lsafjarðar Sands, Siglufj. og Vestmannaeyja. Þetta er einkennileg mynd og falleg — og pessvegna er hún birt hér í dag. Hún mun hafa veriö á Ijósmyndasýningu 1949, en pví miður vitum vér ekki hver hefur tekiö hana, en vildum gjarnan fá aö vita paö. hóíninni Eimskip Brúarfoss fór frá Huli í gær á- leiðis til Rvíkur. Dettifoss er í R- vík. Fjallfoss er í Rvík. Goðafoss fór frá N.Y. 9. þm áleiðis til R- vikur. Gullfoss er í Rvik. Lagar-. foss er í Rvik. Reykjiafoss er í Rvík. Selfoss fór frá Isafirði í fyrradag til Dalvikur, Akureyrar, Norðfjarðar, Eskifjarðar, Fá- skrúðsfjarðar, og þaðan til Hull, Rotterdam og Bremen. Tröllafoss er í Rvík. Tungufoss er í Rvik. Katla er í Rvik. Sambandsskip Hvassafell er á Akureyri. Arnar- fell er í Santos. Jökulfell er í Kef'.avík. Litlafell er í olíuflutn- ingum. Helga.fell er í Rvik. Bes fór frá Gdynia 9. þm. áleiðis til Islands. Fuglen fór frá Gdynia 9. þm áleiðis til Islands. Bæjartogárarnir Ingólfur Arnarson kom af veiðum í gærmorgun. Engihn an-nar tog- ari Bæjarútgerðarinnar var hér í höfninni í gær; og skrifstofa henn- ar vissi ekki til þess að neinn væri væntanlegur inn í dag. Krossgáta nr. 580 Lárétt: 1 mánuður 7 tilvísunar- fornafn 8 i leikriti eftir Ibsen 9 þrír eins 11 hvíldust 12 ármynni 14 skst 15 kjötmeti 17 ekki 18 já- yrði (þgf) 20 rollur. Lóðrétt: 1 för 2 r 3 skst 4 sér- hljóðar '5 örlitið 6 gorta 10 stunda veiðar 13 glugga 15 dvöl 16 glöð 17 tóntegund 19 sérhlj. Lausn á nr. 579 Lárétt: 1 spjör 4 lá 5 at 7 end 9 fin 10 óar 11 not 13 AP 15 na 16 álfta. Lóðrétt: 1 sá 2 Jón 3 ra 4 lifna 6 torfa 7 enn 8 dót 12 orf 14 Pá 15 na. Frá húsmæðradeild MlR Konur munið kaffikvöldið á Há- teigsveg 30. klukkan 9. Gen^isskráning: Kaupgengi 1 sterlingspund ... 45,55 kr 1 Bandaríkjadollar .. 16,26 — 1 Kanadadollar .... 16,26 — 100 danskar krónur .... 235,50 — L00 norskar krónur .... 227,75 — 100 sænskar krónur .... 314.45 — 100 finnsk mörk .... i.OOO franskir frankar .. 46,48 — 100 belgískir franliar .. 32,65 — 100 svissneskir frankar 873,30 — 100 gyllini .......... 429,70 — 100 tékkneskar krónur 225,72 — 100 vestur-þýzk mörk .. 387.40 — 1000 lírur ............. 26,04 — Gengisskráning (sölugengi) 1 sterlingspund ............ 45.70 1 bandarískur dollar .... 16.32 1 Kanada-dollar ............ 16.90 100 danskar krónur ........ 236.30 100 norskar krónur ........ 228.50 100 sænskar krónur .........315.50 100 finnsk mörk ............. 7.09 1000 franskir frankar..... 46.63 100 belgískir frankar .... 32.75 100 svissneskir frankar .. 374.50 100 gyllini ............... 431.10 100 tékkneskar krónur .... 226.67 100 vesturþýzk mörk ...... 388.70 1000 lírur ................. 26.12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.